Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 11 Heilablóðföll vægari meðal Islendinga sem gerð hefur veríð og birtast niður- stöðurnar í Læknablaðinu í dag. Salvör Nordal hitti Einar Má Valdimarsson, lækni hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og fræddist um rannsóknina og þá meðferð sem heilablóðfallssjúklingum er boðin á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. EINAR Már Valdimarsson læknir. eru ekki ljósar, en hafa verið rakt- ar til batnandi ástands hvað varð- ar áhættuþætti, aukinna foi'vama og betri bráðameðferðar. Notkun magnyls í segavamarskyni virðist útbreidd hér á landi og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar vel upp- lýst um gagnsemi þess. Blóðþynn- ingu til varnar heilablóðfalli virð- ist beitt þar sem hún á við og meðferð við hækkuðum blóð- þrýstingi er almenn. Góð bráða- meðferð hefur örugglega áhrif hér. Skjót viðbrögð til að sporna við því að sjúklingi versni enn meir og endurhæfing frá fyrsta degi skipta miklu máli. Við vitum að helmingur sjúklinga er kominn á sjúkrahúsið innan þriggja tíma frá því þeir veikjast. Þetta er hag- stæðara hlutfall en víðast annars staðar og sýnir að fólk bregst fljótt við.“ Mikilvægi sérstakra heilablóðfallseininga Einar leggur áherslu á mikil- vægi þess að þeir sem fá heila- blóðfall fái strax viðunandi með- höndlun við sjúkdómnum. „Þegar sjúklingar koma á sjúkrahús er mjög mikilvægt að sinna þeim á sérstökum heilablóð- fallseiningum. Slík eining hefur verið starfrækt við Sjúkrahús Reykjavíkur síðan árið 1992, en hún er sú eina sinnar tegundar á landinu. Aður en heilablóðfaOsein- ingin var stofnsett vora heilablóð- fallssjúklingai- lagðir inn á al- mennar deildir og oft á tíðum dreifðir um sjúkrahúsið. Þá var þeim sinnt af starfsfólki sem ekki var sérhæft í meðferð þessa hóps.“ Hvernig em heilablóðfalls- defldir óh'kar öðram? „Þetta era fremur litlar eining- ar sem taka við sjúkUngunum strax eftir að þeir koma á sjúkra- húsið. Þar er orsaka heilablóð- fallsins leitað og ráðstafanir gerðar til að hindra að sjúklingn- um versni enn frekar. Endurhæf- ing hefst strax eftir að sjúkling- urinn er kominn á deildina. Þar er hann í umsjá heilablóðfall- steymis sem annast hann allan tímann sem hann er á sjúkrahús- inu. I slíku teymi geta verið læknar, hjúkranarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, tal- meinafræðingar, félagsráðgjafar og taugasálfræðingar. Teymið hjá okkur hittist á vikulegum fundum og stilUr saman krafta sína. Þetta er eins og vel þjálfað fótboltalið þar sem allir vita hvað hinir kunna og gera. Með þessu móti skapast meiri áhugi á við- fangsefninu og þekking á sjúk- dómnum. Endurhæfingin er tekin fastari tökum og viðhorfið til sjúklings- ins hefur orðið jákvæðara og upp- byggilegra. Mikil áhersla er lögð á að auka þátttöku sjúklingsins sjálfs og aðstandenda hans, en með því móti aukast líkur á ár- angri. Þannig eru sjúklingar og Aukin afköst og meiri gæði Hver er árangurinn af þessu starfi? „Við höfum getað staðfest ár- angur af þessari vinnu bæði í fjölda legudaga, sem er mæU- kvarði á afköst þjónustunnar, og hvað margir komast heim, sem segir til um gæði þjónustunnar. Afköstin hafa aukist, þ.e. legu- dögum hefur fækkað og mun fleh’i hafa komist heim. Það er í samræmi við niðurstöður er- lendra rannsókna sem hafa sýnt að árangur með- ferðar heilablóð- fallssjúklinga er betri á heilablóð- fallseiningum en á almennum legu- deildum. Horfur era betri, dánar- hlutfall lægra, fleiri útskrifast heim og legutími er skemmri. Það má segja að legu- dögum hafi fækk- að að meðaltaU um 10 frá því sem var fyrir 6 árum en við erum með um 140 sjúklinga á ári og hver dag- ur kostar 30 þús- und. Það má því benda á beinharð- an peningalegan sparnað af þessu starfi. Aðalatriðið er þó að við höf- um náð betri ár- angri við að auka Ufsgæði þessara sjúklinga. Með- ferðin er mun markvissari og við lítum ekki ein- göngu á líkamlegt ástand sjúklinganna heldur einnig sálræna og félagslega þætti. Með þessu móti hafa fleiri komist heim og almenn líðan þeirra er betri en var.“ Koma allir heilablóðfallssjúk- lingar sem greindir era á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á þessa deild? „Um 65% þeirra hafa lagst beint inn á heilablóðfallseining- una. Markmið okkar er að taka við 85% þessara sjúklinga. Við vitum að aðeins 15% hópsins era of veik til þess að leggjast beint inn hjá okkur. Sá hópur þarfnast innlagningar m.a. á gjörgæslu- deild og hjartadeild." Miðað við þann árangur sem þið hafið náð með teymisvinnunni og því að líta á fleira en líkamleg einkenni sjúkdómsins, ætti ekki að koma upp slíkum einingum víðar? „Erlendar rannsóknir hafa með skýram hætti sýnt fram á að sjúklingum með heilablóðfall famast best á sérstökum heila- blóðfallseiningum. Evrópudeild alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hvatti til þess árið 1995 að aðild- arlöndin stefndu að því að veita þessum sjúklingahópi meðferð á slíkum einingum. Norska heil- brigðisráðuneytið stefnir að því að heilablóðfallseiningum, sem taka við sjúklingunum strax eftir að þeir veikjast og sinna þeim á meðan á sjúkrahússdvöl stendur, verði komið upp við öll sjúkrahús í landinu." Morgunblaðið/Kristinn Heilablóðfall virðist vera vægari sjúk- dómur hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar aðstandendur betur upplýstir og hafa raunhæfari skilning á ástandinu og því er oft auðveld- ara að útskrifa fólk fyrr af spít- ala.“ HEILABLÓÐFALL er þriðja al- gengasta dánai’orsökin hér á landi og ein algengasta ástæða fyrir varanlegri fötlun á Vestur- löndum. Það er því til mikils að vinna í baráttunni við sjúkdóm- inn. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur benda til þess að heilablóðfall sé vægari sjúkdómur hér á landi en annars staðar á Vesturlöndum. Þannig eru bæði afleiðingar sjúk- dómsins vægari og færri sem verða fyrir honum. Einar Már Valdimarsson er læknir á heilablóðfallseiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur sem staðsett er á Grensásdeild og ásamt honum stóðu að rannsókn- inni þeir Jón Hersir Elíasson og Finnbogi Jakobs- son. Það lá bein- ast við að spyrja nánar út í muninn á heilablóðfalli meðal Islendinga og annarra þjóða. Forvarnir og meðferð góðar „Við rannsök- uðum fjölda og af- drif þeirra sjúk- linga sem greindust með heilablóðfall á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á ár- unum 1996-97,“ segir Einar Már, „langflestir þeirra sem fá heilablóð- fall á höfuðborg- arsvæðinu koma á bráðamóttöku sjúkrahúsanna og um helmingur þeirra kemur hingað á Sjúkra- hús Reykjavíkur. Við teljum því að við höfum þver- snið af þessum sjúklingahópi. A þessum tíma greindust 377 heilablóðföll á sjúkrahúsinu og af þeim vora 213 karlar en 164 konur. Meðalaldur kvenna var heldur hærri en karl- anna eða 74,6 ár á móti 70,1 ári hjá körlunum. I rannsókninni kom í ljós að 17% þeirra sem fengu heilablóð- fall létust eftir að á sjúkrahús var komið sem er lægra dánar- hlutfall en við þekkjum úr sam- bærilegum erlendum rannsókn- um. Mikið er til af rannsóknum á heilablóðfalli í öðrum löndum og er marktækur munur á dánar- hlutfallinu hér og annars staðar. Það kemur einnig í ljós að miðað við sambærilegar kannanir er- lendis eru einkenni sjúklinganna hér ekki eins alvarleg. Þetta tvennt, lægra dánarhlutfall og minni einkenni, bendir til þess að heilablóðfall sé vægari sjúkdóm- ur hér en á öðrum Vesturlönd- um. Svipaðar niðurstöður hvað varðar dánarhlutfall hafa komið fram í rannsóknum á kransæða- sjúkdómi hér á landi en áhættu- þættir þessara sjúkdóma eru taldir þeir sömu , eins og hár blóðþrýstingur, há blóðfita og reykingar.“ Hverjar teljið þið ástæður þess að heilablóðfall er vægari sjúk- dómur hér? „Dánarhlutfall vegna heilablóð- falls hefur farið lækkandi víða á Vesturlöndum á síðustu áram. Þessi þi’óun gæti verið lengra komin hér á landi. Astæðurnar Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór í fímm tfma flugferð Tveir sjó- menn sóttir á djúpkarfa- miðin ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, fór í um fimm klukkustunda flugferð á laugardagskvöld til að sækja tvo sjómenn, annan í þýskt en hinn í spænskt skip, en skipin voru bæði á veiðum rétt utan við 200 míl- umar á djúpkarfamiðunum suðvest- ur af landinu. Landhelgisgæslan fékk beiðni frá þýska togaranum Dorado um að sækja sjómann, sem fallið hafði úr mastri og niður á dekk og þaðan fyr- ir borð, en þegar þyrlan var á svæð- inu kom önnur beiðni um að sækja veikan Spánverja í togarann Playa de Sartaxens. Þyrlan lagði af stað um átta leytið á laugardagskvöld og kom aftur til Reykjavíkur klukkan tæplega eitt um nóttina og voru báð- ir sjómennirnir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þjóðverjinn, sem féll fyrir borð, er samkvæmt upplýsingum frá Sjúlu’a- húsinu ekki alvarlega slasaður. Ótt- ast var að veiki Spánverjinn væri með botnlangabólgu, en samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykja- víkur reyndist svo ekki vera og var ráðgert að útskrifa hann í gær. --------------- Jarðskjálftar í Bárðarbungu Ekki fyrirboði um stærri skjálfta UM helgina varð allsnörp jarð- skjálftahrina í Bárðarbungu á Vatnajökli og mældist stærsti slgálftinn 3,4 á Richter. Að sögn Sig- urðar Rögnvaldssonar á jarðskjálfta- vakt Veðurstofunnar eru skjálftar á þessu svæði afar algengir og hann telur að ekki sé nein ástæða til við- búnaðar þrátt fyrir hrinuna nú um helgina. Sigurður segir að skjálftarnir um helgina bendi ekki til þess að stærri skjálftar fylgi í kjölfai-ið, hann telur að hrinunni sé lokið. Þegar Morgun- blaðið talaði við hann í gær hafði ekki mælst skjálfti síðan á sunnudag. --------------- Slagsmál brutust út eftir dansleik í Stapa Uðavopni beitt SLAGSMÁL bratust út að loknum dansleik í Stapa í Reykjanesbæ að- faranótt sunnudags, að sögn lög- reglu, en ölvun var töluverð og ólæti það mikil að lögreglumenn þurftu að beita úðavopni, eða svokölluðu „maze“-gasi tO að hemja ólátabelg- ina. Að sögn lögreglu var hún kölluð á staðinn um klukkan fjögur um nóttina, en mikið var af fólki á dans- leiknum og lögreglan frekar fáliðuð, þai’ sem hluti af liðinu var að sinna útkalli í Sandgerði, en þai’ höfðu, í kjölfar ölvunar, blossað upp slags- mál eftir dansleik. Lögreglumenn- irnir sem vora í Stapa sáu sig því knúna til að beita úðavopni til að hafa hemil á fólkinu og verja sjálfa sig. Um er að ræða menn sem ekki era alveg ókunnugir lögreglunni og var einn þeirra handtekinn en annar slapp með handjárnin á sér í mestu látunum. Lögreglan sagðist ekki vita um nein meiðsli önnur en þau að dyravörður hefði fingurbrotnað. Lögreglan er nú að fara yfir skýrslu varðstjóra og skoða málið í smáatriðum, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvers vegna slagsmálin hófust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.