Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 59 FRETTIR Norrænt hjarta- læknaþing í Reykjavík NORRÆNA hjartalæknaþingið í Reykjavík, dagana 9.-11. júní, verð- ur ein fjölmennasta læknaráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi. Þetta verður 17. norræna hjarta- læknaþingið, en Norðurlöndin fímm skiptast á um að halda þessi þing á tveggja ára fresti. Slíkt þing var síðast haldið hér á landi 1989 og tókst mjög vel. Nú þegar eru skráð- ir um 800 þátttakendur, þar af eru um 80% frá Norðurlöndunum en aðrir koma frá öðrum Evrópulönd- um, Bandaríkjunum, ísrael og Nýja-Sjálandi. Þingið verður haldið í sölum Háskólabíós og á Radisson SAS/Hótel Sögu og hefst miðviku- daginn 9. júní kl. 14 í Háskólabíói með þremur námskeiðum. Formleg opnun þess verður um kvöldið í Súlnasal Hótels Sögu. Sér- stakur heiðursgestur þingsins er prófessor Lars Rydén, forseti Evr- ópusamtaka hjartalækna, en auk þess að taka virkan þátt í þinginu sem fundarstjóri og fýrirlesari held- ur hann fund með formönnum Nor- rænu hjartalæknasamtakanna, þar sem rædd verða tengsl og framlag norrænna hjartalækna innan Evr- ópusamtakanna. Á fimmtudag og fóstudag verða fyrirlestrar haldnir samtímis í 4 söl- um í Háskólabíói. Um 65 yfirlitser- indi verða flutt af sérstaklega boðn- um gestaíyrirlesurum sem flestir koma frá útlöndum. Meðal þeirra eru margir heimsþekktir fræði- menn á sínu sviði sem hafa haft áhrif á þróun hjartalækninga und- anfama tvo áratugi. Þó erfitt sé að gera upp á milli manna má nefna að sérstaka heiðursfyrirlestra halda Eugene Braunwald prófessor við Harvard-háskóla og Eric Topol frá Cleveland Clinic. Báðir em heims- þekktir vísindamenn sem hafa skrif- að merkar kennslubækur um hjartalækningar. Vísindanefnd þingsins vom sendir um 140 út- drættir um rannsóknir og verður helmingur þeirra kynntur af höf- undum með stuttum erindum, en hinir sem veggspjöld. Sérstök úr- slitakeppni um þrenn verðlaun verður milli sex ungra vísinda- manna sem komust í undanúrslit eftir stigagjöf Vísindanefndar. Á þinginu verður fjallað um öll svið hjartalækninga, bæði hjá börn- um og fullorðnum. Meðal þess sem tekið verður fyrir era lífeðlisfræði- legar grannrannsóknir í hjarta- og æðasjúkdómum, erfðafræði, þróun æðakölkunar og kransæðasjúkdóma og faraldsfræði þeirra. Sérstaklega verður fjallað um nýjungar í með- ferð kransæðasjúkdóma með lyfj- um, kransæðavíkkunum og skurð- aðgerðum. Nýjungar í meðferð hjartsláttaróreglu með lyfjum, að- gerðum á leiðsluböndum og gangráðsísetningum skipa veglegan sess, svo og þróun í meðferð við hjartabilun og hjarta- og æðasjúk- dómum hjá sykursjúkum. Sérstak- lega verður fjallað um nýjungar í greiningu hjartasjúkdóma með hjartaómun og annarri myndgrein- ingartækni og meðferð meðfæddra hjartagalla. Norrænir hjúkrunar- fræðingar á hjartadeildum fjalla um hjúkran og endurhæfingu hjarta- sjúklinga. Norræna hjartalæknaþingið er skipulagt af Hjartasjúkdómafélagi íslenskra lækna í samráði við Ferðaskrifstofu íslands og hefur verið 2 ár í undirbúningi. Formaður Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna og framkvæmdastjóri þing- ins er Ragnar Danielsen hjarta- læknir, en heiðursforseti þingsins er Þórður Harðarson prófessor. Formaður Vísindanefndar þingsins er Guðmundur Þorgeirsson prófess- or. Þótt dagskrá þingsins sé yfir- gripsmikil gefa þátttakendur sér einnig tíma til að hittast óformlega. Reykjavíkurborg býður til móttöku í Ráðhúsinu síðdegis á fimmtudeg- inum og að kvöldi sama dags fer stór hluti þátttakenda í íslensku óp- erana. Föstudagskvöldið 11. júní verður þinginu slitið í hófi í Perlunni. Margir þátttakendur hyggjast líka nota tækifærið og framlengja dvöl sína til að fara í kynnisferðir um landið. Parkinsonsamtökin á Islandi Vom sæmd gullmerki PARKISONSAMTÖKIN á íslandi sæmdu á dögunum fimm aðila gullmerki félagsins fyrir störf þeirra fyrir samtökin og var myndin tekin við það tækifæri. Á myndinni eru frá vinstri: Dr. Árni Ellertsson taugasérfræðing- ur, fyrrum trúnaðarlæknir sam- takanna, Bryndís Tómasdóttir, ijölmiðlafulltrúi samtakanna, sr. Magnús Guðmundsson, ábyrgð- armaður fréttabréfs Parkison- Kvikmynda- vinnustofa Kvik- myndaskólans KVIKMYNDASKÓLI íslands mun í sumar starfrækja kvikmyndavinnu- stofu fyrir ungt fólk á öllum aldri. Að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá skólanum munu verða hald- in stutt, yfirgripsmikil og verkleg kvöldnámskeið í kvikmyndagerð, þar sem lögð verður áhersla á stuttar myndir. Einnig verður fjallað um mismunandi tegundir kvikmynda og þátttakendur munu fá að spreyta sig á tilraunamyndum, heimildamynd- um og verklegum æfingum með leik- uram. Efnið verður klippt og hljóð- sett á AVID undir leiðsögn klippara. Leiðbeinendur á vinnustofunni verða Böðvar Bjarki Pétursson og Sigurður Snæberg. samtakanna, Áslaug Sigurbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur, for- maður samtakanna í 10 ár, og dr. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir taugasérfræðingur, núverandi trúnaðarmaður samtakanna, en hún hefur ásamt fleiri læknum stundað faraldsfræðilegar rann- sóknir á Parkisonveiki á Islandi sl. þijú ár og hafa þær vakið at- hygli víða um heim, segir í fréttatilkynningu. Ný ökuskír- teini ef aka á erlendis LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur sent eftirfarandi tilkynn- ingu til ökumanna sem hyggjast nota ökuskírteini sín erlendis. „1. Þeir sem hafa fengið ný öku- skírteini útgefin eftir 15. ágúst 1997 hafa skírteini sem gilda þar til við- komandi nær 70 ára aldri nema til komi svipting réttinda. 2. Eldri ökuskírteini er giltu í 10 ár og era útrannin samkvæmt dag- setningu halda gildi sínu þar til við- komandi nær 70 ára aldri hafi þau verið í gildi 1. mars 1998. Viðkom- andi ökumönnum er þó bent á að endurnýja ökuskírteini sín til að forðast óþægindi hyggist þeir aka erlendis. 3. Kostnaður við endurnýjun á ökuskírteini er 3.500 kr. en 2.000 kr. fyrir einstaklinga eldri en 70 ára. 4. Vakin er athygli á því að ein- staklingar eldri en 65 ára þurfa alltaf að leggja fram læknisvottorð við endumýjun ökuréttinda. Þá vill lögreglustjóri einnig vekja athygli þeirra sem hyggjast ferðast erlendis og þurfa nýtt vegabréf að það er 10 daga (virka) afgreiðslu- frestur á útgáfu þeirra. Hægt er þó að fá vegabréf afgreitt á skemmri tíma gegn aukagreiðslu.“ SUMARFATNABUR Kidö JíVear ' slwasi S $ 3 © L Æ S I B Æ Bein útsending á morqunf M áskrifi áskriftarsíminn ar 515 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.