Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGU NBLAÐIÐ STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landið Þridjudaginn 8. júní Kirkjubæjarklaustur 9-11 Vík...................... 13-15 Hvolsvöllur........ 16.30-19.30 Midvikudaginn 9. júní Hella..................... 9-12 Flúóir................... 14-17 \ Ingvar I Holfjason hf. J SmmrUfimí StmiS2Sa000 Bílheimar ehf. Vorgleði og skólaslit Grunnskóla Grindavíkur Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Skólaslit á Hellissandi Hellissandi - í lok maí fóru fram skólaslit grunnskólans. Líklega voru það sannmæli hjá forseta bæj- arstjómar í Snæfellsbæ, Asbirni Ottarssyni, að enginn skóladagur sé nemendum eins kærkominn og ánægjulegur og skólaslitadagurinn, að geta stokkið frjáls út í vorið og þurfa ekki að hugsa fyrir heimalær- dómi og skólagöngu að morgni. „Þannig var það alla mína skóla- göngu og mér kemur ekki á óvart að þannig sé það ennþá,“ sagði As- bjöm. A.m.k. gerðu nemendur góðan róm að þessari ræðu hans og hlógu og klöppuðu. Skólastjórinn Guðlaug Sturlaugs- dóttir sleit skólanum eftir að hafa gert grein fyrir starfi vetrarins. I skólanum vora 117 nemendur í vet- ur í 10 bekkjardeildum, þar af luku 11 nemendur námi úr 10. bekk. Bestum árangri í 10. bekk náði Alma Sif Kristjánsdóttir. Bestum árangri í dönsku náði Aron Baldurs- son. Guðlaug sagði vetrarstarfið hafa gengið sérlega vel og mjög ánægjulegt hefði verið að veita skól- anum forstöðu. Hún gat þess að hún léti nú að störfum við skólann eftir tveggja ára skólastjórn og tæki við starfi við Borgarskóla í Reykjavík. Jafnframt upplýsti hún að Anna Þóra Böðvarsdóttir sem verið hefur aðstoðarskólastjóri á undanförnum árum léti nú af því starfí. Höfðu þær báðar orð á því hvað starfstími þeirra við skólann hefði verið ánægjulegur. Ásbjöm Óttarsson forseti bæjar- stjórnar þakkaði þeim vel unnin störf og kvaðst vona að skólinn mætti njóta starfskrafta þeirra þótt síðar yrði. Fundað um símenntun Egilsstöðum - Fræðslunet Austur- lands boðaði fulltrúa allra símennt- unarmiðstöðva á landinu á fund um símenntunarmál. Fundurinn var haldinn í Neskaupstað og sátu fundinn auk fyrrnefndra, fulltrúar nokkurra háskóla, stofnana sem vinna að fræðslumálum og mennta- málaráðuneytis. Þá ræddu starfs- menn Landssímans og Nýherja um tæknilegar leiðir til að koma fjar- kennslu áleiðis til nemenda víða um land. Unnið var í starfshópum og fjölluðu hóparnir um kennslufræði og tækni fjamáms, fjármögnun fjarnáms, stjóm og skipulag fjar- náms og aðbúnað fjarnema. Þá var fjallað um stofnun samtaka sí- menntunarmiðstöðva. Mikill áhugi var fyrir að efla fjar- nám og fjarmenntun og voru fund- armenn sammála um að auknir möguleikar til menntunar væra ein mikilvægasta forsenda jákvæðrar byggðaþróunar í landinu. Á fundin- um var kosið framkvæmdaráð sí- menntunarmiðstöðva en tilgangur ráðsins er að vinna að hagsmuna- málum miðstöðvanna og að undir- búa stofnun samtaka símenntunar- miðstöðva. í ráðinu sitja: Hörður Ríkharðsson, Emil Björnsson, Jón Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FUNDUR um málefni símenntunar sem haldinn var í Neskaupstað. Hjartarson, Kristin Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Skúli Thor- oddsen, Ama Yrr Sigurðardóttir og Stefán Jóhannsson. Ánægja var með framkvæði Austfirðinga í því að boða til þessa fundar því brýnt þótti fyrir þessa aðila að hittast og ræða sameigin- leg hagsmunamál. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VERKEFNISSTJÓRN GUIDE 2000, talið frá vinstri: Þorvarður Guð- mundsson ferðamálafulltrúi, Húnaþingi vestra, Rögnvaldur Guð- mundsson verkefnisstjóri, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir deildarsljóri ferðamálabrautar á Hólum, Deborah Robinson ferðamálafulltrúi í Skagafirði og Sigurður Engilbertsson frá INVEST. Samvinnuverkefnið GUIDE 2000 Menningarauðlind- ir á Norðurlandi vestra skráðar Blönduósi - Samvinnuverkefni Iðn- þróunarfélags Norðurlands vestra (INVEST), Danmerkur, írlands og Italíu um að skrá og flokka helstu menningarauðlindir í löndunum fjór- um var kynnt á Blönduósi fyrir skömmu. Verkefnið nefnist GUIDE 2000 og lýkur því í byrjun ársins 2001. Eins og fyrr greinir er megin markmið með verkefninu að skrá og flokka það sem kallast má menning- arauðlindir og nýta síðan þá vinnu í nýsköpun í ferðaþjónustu. Evrópu- sambandið styrkir þetta verkefni og einnig Nýsköpunarsjóður náms- manna og sveitarfélögin á Norður- landi vestra. Að skráningu lokinni er hugmyndin að útbúa handbók og halda námskeið um möguleika á þró- un á menningarferðaþjónustu. Jafn- framt verður unnin heimasíða um verkefnið og niðurstöðum verkefnis- ins gerð skil á Netinu. Stefnt er að því að hafa þrjá háskólanema sem búsettir eru á Norðurlandi vestra við skráningarvinnuna í sumar. Til að sinna þessu verkefni fyrir hönd INVEST hefur verið skipuð 6 manna verkefnisstjóm og er Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur verkefnisstjóri. N orðfírskt hand- verksfólk sýnir Grindavík - Vorgleði Grannskóla Grindavíkur var haldin nýlega. Mikið fjölmenni var að venju enda vorgleðin vinsæl bæði hjá foreldr- um og nemendum. Boðið var upp á ýmsa skemmtilega leiki og leiktæki auk sýningar á einhverjum af vor- verkum nemenda. Meðal þess sem var í boði var andlitsmálun, boltaleikir, snú snú, hjólreiðaþrautabraut, knattspyrna, karfa, tónlist, flugdrekaflug, stultur vora á staðnum og farið var í fjölda leikja. Nemendur í 2. bekk B og kennarar sáu um hlutaveltu til styrktar landssöfnun RKI og Hjálparstofnun kirkjunnar og söfn- uðust 5.700 kr. Þá sá foreldra- og kennarafélagið um að grilla pylsur fyrir gestina og er óhætt að full- yrða að þetta hafí verið með betri dögum vetrarins þrátt fyrir skúra- veður. Skólaslit fóra fram daginn áður hjá l.-7.bekk en á mánudaginn 31. maí vora skólaslit hjá 8.-10.bekk í Grindavíkurkirkju. Fram kom í máli Gunnlaugs Dan, skólastjóra, að næsta skólaár er síðasta árið sem skólinn er tvísetinn en búið er að ganga frá því að skólinn verði einsetinn haustið 2000. Þá kom fram í máli Gunnlaugs að 40 nem- endur væra nú að ljúka námi sínu í 10 bekk í tveimur bekkjardeildum auk verkmenntadeildar sem kallast Smiðjan". Morgunblaðið/Garðar Páll ÚTSKRIFTANEMENDUR FS-hópsins. FS-hópur útskrifar I vetur var að ljúka þriðja sam- vinnuári skólans og Fjölbrauta- skóla Suðurnesja en í því hefur falist að nemendur Grannskóla Gr- indavíkur ljúk samræmdum prófum ári fyrr og stunda nám í FS en þó í Grindavík undir leiðsögn kennara þar. Því væri boðið eins og aðal- námskrá segir upp á nám við allra hæfí. Einn af þessum nemendum sem vora í þessum FS-hópi, Eyþór Atli Einarsson, flutti ávarp nem- enda við góðar undirtektir gesta. Það voru fjórir nemendur í þessum FS-hópi í vetur og luku allt að 21 einingu frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Bestan námsárangur í 8.-10 bekk sýndi nemandi í næsta FS-hópi, Daníel Pálmason, en hann lauk einmitt samræmdum prófum nú í vor þrátt fyrir að vera í 9. bekk. Að lokum var síðan foreldrum og nem- endum í 10. bekk auk kennara boð- ið í kaffísamsæti í safnaðarheimili Grindavíkurkirkj u. Neskaupstað - í tilefni af 70 ára afmæli Neskaupstaðar, sem er á þessu ári, er fyrirhuguð fjölbreytt menningar- og skemmtidagskrá í sumar og haust. Liður í því var mikil handverks- sýning sem haldin var í Nesskóla nú nýverið þar sem handverks- fólk úr bæjarfélaginu sýndi af- rakstur vinnu sinnar. Mikil þátttaka var í sýningunni því þar sýndu allir aldurshópar eða frá grunnskólanemum til eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi manns sótti sýninguna og segja má að fullt hús hafi verið báða dagana sem hún stóð yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.