Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 16

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGU NBLAÐIÐ STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landið Þridjudaginn 8. júní Kirkjubæjarklaustur 9-11 Vík...................... 13-15 Hvolsvöllur........ 16.30-19.30 Midvikudaginn 9. júní Hella..................... 9-12 Flúóir................... 14-17 \ Ingvar I Holfjason hf. J SmmrUfimí StmiS2Sa000 Bílheimar ehf. Vorgleði og skólaslit Grunnskóla Grindavíkur Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Skólaslit á Hellissandi Hellissandi - í lok maí fóru fram skólaslit grunnskólans. Líklega voru það sannmæli hjá forseta bæj- arstjómar í Snæfellsbæ, Asbirni Ottarssyni, að enginn skóladagur sé nemendum eins kærkominn og ánægjulegur og skólaslitadagurinn, að geta stokkið frjáls út í vorið og þurfa ekki að hugsa fyrir heimalær- dómi og skólagöngu að morgni. „Þannig var það alla mína skóla- göngu og mér kemur ekki á óvart að þannig sé það ennþá,“ sagði As- bjöm. A.m.k. gerðu nemendur góðan róm að þessari ræðu hans og hlógu og klöppuðu. Skólastjórinn Guðlaug Sturlaugs- dóttir sleit skólanum eftir að hafa gert grein fyrir starfi vetrarins. I skólanum vora 117 nemendur í vet- ur í 10 bekkjardeildum, þar af luku 11 nemendur námi úr 10. bekk. Bestum árangri í 10. bekk náði Alma Sif Kristjánsdóttir. Bestum árangri í dönsku náði Aron Baldurs- son. Guðlaug sagði vetrarstarfið hafa gengið sérlega vel og mjög ánægjulegt hefði verið að veita skól- anum forstöðu. Hún gat þess að hún léti nú að störfum við skólann eftir tveggja ára skólastjórn og tæki við starfi við Borgarskóla í Reykjavík. Jafnframt upplýsti hún að Anna Þóra Böðvarsdóttir sem verið hefur aðstoðarskólastjóri á undanförnum árum léti nú af því starfí. Höfðu þær báðar orð á því hvað starfstími þeirra við skólann hefði verið ánægjulegur. Ásbjöm Óttarsson forseti bæjar- stjórnar þakkaði þeim vel unnin störf og kvaðst vona að skólinn mætti njóta starfskrafta þeirra þótt síðar yrði. Fundað um símenntun Egilsstöðum - Fræðslunet Austur- lands boðaði fulltrúa allra símennt- unarmiðstöðva á landinu á fund um símenntunarmál. Fundurinn var haldinn í Neskaupstað og sátu fundinn auk fyrrnefndra, fulltrúar nokkurra háskóla, stofnana sem vinna að fræðslumálum og mennta- málaráðuneytis. Þá ræddu starfs- menn Landssímans og Nýherja um tæknilegar leiðir til að koma fjar- kennslu áleiðis til nemenda víða um land. Unnið var í starfshópum og fjölluðu hóparnir um kennslufræði og tækni fjamáms, fjármögnun fjarnáms, stjóm og skipulag fjar- náms og aðbúnað fjarnema. Þá var fjallað um stofnun samtaka sí- menntunarmiðstöðva. Mikill áhugi var fyrir að efla fjar- nám og fjarmenntun og voru fund- armenn sammála um að auknir möguleikar til menntunar væra ein mikilvægasta forsenda jákvæðrar byggðaþróunar í landinu. Á fundin- um var kosið framkvæmdaráð sí- menntunarmiðstöðva en tilgangur ráðsins er að vinna að hagsmuna- málum miðstöðvanna og að undir- búa stofnun samtaka símenntunar- miðstöðva. í ráðinu sitja: Hörður Ríkharðsson, Emil Björnsson, Jón Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FUNDUR um málefni símenntunar sem haldinn var í Neskaupstað. Hjartarson, Kristin Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Skúli Thor- oddsen, Ama Yrr Sigurðardóttir og Stefán Jóhannsson. Ánægja var með framkvæði Austfirðinga í því að boða til þessa fundar því brýnt þótti fyrir þessa aðila að hittast og ræða sameigin- leg hagsmunamál. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VERKEFNISSTJÓRN GUIDE 2000, talið frá vinstri: Þorvarður Guð- mundsson ferðamálafulltrúi, Húnaþingi vestra, Rögnvaldur Guð- mundsson verkefnisstjóri, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir deildarsljóri ferðamálabrautar á Hólum, Deborah Robinson ferðamálafulltrúi í Skagafirði og Sigurður Engilbertsson frá INVEST. Samvinnuverkefnið GUIDE 2000 Menningarauðlind- ir á Norðurlandi vestra skráðar Blönduósi - Samvinnuverkefni Iðn- þróunarfélags Norðurlands vestra (INVEST), Danmerkur, írlands og Italíu um að skrá og flokka helstu menningarauðlindir í löndunum fjór- um var kynnt á Blönduósi fyrir skömmu. Verkefnið nefnist GUIDE 2000 og lýkur því í byrjun ársins 2001. Eins og fyrr greinir er megin markmið með verkefninu að skrá og flokka það sem kallast má menning- arauðlindir og nýta síðan þá vinnu í nýsköpun í ferðaþjónustu. Evrópu- sambandið styrkir þetta verkefni og einnig Nýsköpunarsjóður náms- manna og sveitarfélögin á Norður- landi vestra. Að skráningu lokinni er hugmyndin að útbúa handbók og halda námskeið um möguleika á þró- un á menningarferðaþjónustu. Jafn- framt verður unnin heimasíða um verkefnið og niðurstöðum verkefnis- ins gerð skil á Netinu. Stefnt er að því að hafa þrjá háskólanema sem búsettir eru á Norðurlandi vestra við skráningarvinnuna í sumar. Til að sinna þessu verkefni fyrir hönd INVEST hefur verið skipuð 6 manna verkefnisstjóm og er Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur verkefnisstjóri. N orðfírskt hand- verksfólk sýnir Grindavík - Vorgleði Grannskóla Grindavíkur var haldin nýlega. Mikið fjölmenni var að venju enda vorgleðin vinsæl bæði hjá foreldr- um og nemendum. Boðið var upp á ýmsa skemmtilega leiki og leiktæki auk sýningar á einhverjum af vor- verkum nemenda. Meðal þess sem var í boði var andlitsmálun, boltaleikir, snú snú, hjólreiðaþrautabraut, knattspyrna, karfa, tónlist, flugdrekaflug, stultur vora á staðnum og farið var í fjölda leikja. Nemendur í 2. bekk B og kennarar sáu um hlutaveltu til styrktar landssöfnun RKI og Hjálparstofnun kirkjunnar og söfn- uðust 5.700 kr. Þá sá foreldra- og kennarafélagið um að grilla pylsur fyrir gestina og er óhætt að full- yrða að þetta hafí verið með betri dögum vetrarins þrátt fyrir skúra- veður. Skólaslit fóra fram daginn áður hjá l.-7.bekk en á mánudaginn 31. maí vora skólaslit hjá 8.-10.bekk í Grindavíkurkirkju. Fram kom í máli Gunnlaugs Dan, skólastjóra, að næsta skólaár er síðasta árið sem skólinn er tvísetinn en búið er að ganga frá því að skólinn verði einsetinn haustið 2000. Þá kom fram í máli Gunnlaugs að 40 nem- endur væra nú að ljúka námi sínu í 10 bekk í tveimur bekkjardeildum auk verkmenntadeildar sem kallast Smiðjan". Morgunblaðið/Garðar Páll ÚTSKRIFTANEMENDUR FS-hópsins. FS-hópur útskrifar I vetur var að ljúka þriðja sam- vinnuári skólans og Fjölbrauta- skóla Suðurnesja en í því hefur falist að nemendur Grannskóla Gr- indavíkur ljúk samræmdum prófum ári fyrr og stunda nám í FS en þó í Grindavík undir leiðsögn kennara þar. Því væri boðið eins og aðal- námskrá segir upp á nám við allra hæfí. Einn af þessum nemendum sem vora í þessum FS-hópi, Eyþór Atli Einarsson, flutti ávarp nem- enda við góðar undirtektir gesta. Það voru fjórir nemendur í þessum FS-hópi í vetur og luku allt að 21 einingu frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Bestan námsárangur í 8.-10 bekk sýndi nemandi í næsta FS-hópi, Daníel Pálmason, en hann lauk einmitt samræmdum prófum nú í vor þrátt fyrir að vera í 9. bekk. Að lokum var síðan foreldrum og nem- endum í 10. bekk auk kennara boð- ið í kaffísamsæti í safnaðarheimili Grindavíkurkirkj u. Neskaupstað - í tilefni af 70 ára afmæli Neskaupstaðar, sem er á þessu ári, er fyrirhuguð fjölbreytt menningar- og skemmtidagskrá í sumar og haust. Liður í því var mikil handverks- sýning sem haldin var í Nesskóla nú nýverið þar sem handverks- fólk úr bæjarfélaginu sýndi af- rakstur vinnu sinnar. Mikil þátttaka var í sýningunni því þar sýndu allir aldurshópar eða frá grunnskólanemum til eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi manns sótti sýninguna og segja má að fullt hús hafi verið báða dagana sem hún stóð yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.