Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Látinna sjómanna minnst við aldahvörf á sjómannadeginum 3.600 sjó- menn faríst á öldinni GUÐMUNDUR Hallvarðsson, for- maður sjómannadagsráðs, sagði við setningu sjómannadagsins í Reykjavík sl. sunnudag, daginn til- einkaðan þeim 3.600 sjómönnum sem farist hefðu á sjó á öldinni. Sagði hann að þrátt fyrir að dauðs- follum á sjó hefði fækkað verulega undanfama tvo áratugi væru slys til sjós ennþá of mörg og meðaltals- fjöldi slysa á ári meðal sjómanna verið svipaður á þriðja áratug. Sagðist Guðmundur vona að með samstilltu átaki Slysavamaskóla sjómanna og sjómannanna sjálfra næðist það markmið að slys um borð í skipum heyrðu til undan- tekninga. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði í ávarpi sínu að lífskjör allra sem á Islandi búa, mótuðust af því hvemig til tækist um nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Stærsta breytingin í sjávarútvegi síðustu árin væri í því fólgin að nú þyrftum við að stjórna fiskveiðum okkar. Geta okkar til þess að draga físk úr sjó væri meiri en fískistofnamir þyldu. Því hefði reynst nauðsynlegt að takmarka aðganginn. „í þessu efni eru fólgnar þrjár hættur fyrir okkur íslendinga. í fyrsta lagi er það sú hætta að við, þrátt fyrir allt, göngum of nærri náttúranni og verðum íyrir þeirri ógæfu að missa fiskistofna niður fyrir það að hægt sé að stunda úr þeim arðsamar veiðar. í öðm lagi sú hætta að þrátt fyrir að okkur takist vel til með okkar fískveiðistjórnun og sjálf- bæra nýtingu stofnanna verðum við blórabögglar annarra sem ekki ná að stýra sínum veiðum. Og í þriðja lagi að óeining og ósætti um fisk- veiðistjórnunarkerfið geri atvinnu- greininni ókleift að starfa og skila arði í þjóðarbúið. Framhjá þessum hættum getum við ekki horft og verðum að taka á þeim hverri á sinn hátt.“ Sagði Árni að fyrir lægi endur- skoðun á sjávarútvegsstefnunni og hann myndi beita sér fyrir því að sú vinna hæfíst sem fyrst. „Eg tel að meginmarkmið sjávarútvegsstefn- unnar hljóti áfram að verða tví- þætt, annars vegar ábyrg nýting fiskistofna með langtímaafrakstur þeirra að leiðarljósi og hins vegar að greinin skili þjóðinni hámarks- arði af auðlindum hafsins," sagði Ami. íslendingum þökkuð bj örgunarafrek John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, var sérstakur heiðursgestur sjómannadagsins að þessu sinni og flutti ræðu dagsins. Þar minntist hann fyrri heimsókna sinna til íslands, m.a. þegar hann kom hingað til að bera klæði á vopn- in í þorskastríði Islendinga og Breta. Prescott minntist einnig þeirra bresku sjómanna sem farist hafa við íslandsstrendur og þakkaði íslendingum frældleg björgunara- frek sem hafí bjargað enn fleiri Bretum frá bráðum bana. Ennfrem- ur minntist hann þeirra íslensku sjómanna sem farist hafa á þessari öld. „I seinni heimsstyrjöldinni fór- ust 380 íslenskir sjómenn, annað- hvort við fiskveiðar eða á siglingu með fisk til Bretlands. Breska þjóð- in er ykkur þakklát fyrir framlag ykkar í styrjöldinni," sagði Prescott. Morgunblaðið/Þorkell JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadags- ráðs, leggja blómsveig að leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytur ávarp. Bjami Hafþór Helgason, fram- Norðurlands, flutti ávarp fyrir kvæmdastjóri Útvegsmannafélags hönd útvegsmanna. Sagði hann ís- lenskan sjávarútveg hafa tekið gríðarmiklum framfórum á þeirri öld sem senn er að baki, einkum á síðustu árum hennar. Sjávarútveg- urinn hér á landi væri hins vegar ekki ríkisstyrktur eins og víða ann- ars staðar. „Þetta hefur gert at- vinnugreinina bjargálna, sem er meira en sagt verður um sjávarút- veg í flestum öðrum löndum. En umhverfið í samkeppnislöndum okkar mun breytast. Nýlega sagði einn færasti sérfræðingur okkar um fiskveiðistjórnun að innan 2-3 áratuga yrðu allar fiskveiðar heims kvótastýrðar. Önnur ríki munu inn- an skamms státa af sterkari rekstr- areiningum í sjávarútvegi, sem verða betur í stakk búnar til að keppa við okkur á matvælamörkuð- um heimsins. Þessar sömu rekstr- areiningar hafa hingað til notið ómældra ríkisstyrkja og þær munu ekki sleppa af þeim hendinni ótil- neyddar," sagði Bjarni Hafþór. Morgunblaðið/Garðar Páll Á HANDVERKS- og munasýningu sem haldin var í íþróttahúsinu í Grindavík á sjómannadaginn. Sjóarinn síkáti í Grindavík Grindavík. Morgunblaðið. SJÓARINN síkáti er nafnið á sjó- manna- og fjölskylduhátíðinni í Grindavík. Þessi hátíð er nú orðin föst í sessi hjá mörgum öðrum en Grindvíkingum. Það voru Álfta- gerðisbræður sem riðu á vaðið með tónleikum í Grindavíkurkirkju og á fostudagskvöldið var spilaði hljóm- sveitin Skítamórall fyrir unga fólk- ið í Festi. Þá var alla helgina hægt að hlusta á sérstakt útvarp hátíðar- innar, Laufið FM 89.5. Á laugar- deginum var boðið upp á heilmikla dagskrá, m.a. hefðbundin atriði eins og siglingu, kappróður og leik- tæki fyrir börnin frá Sprell. Þá var opnuð mikil sýning í íþróttahúsinu á íslensku handverki auk þess að sýna gamla muni, fugla og fiska. Þá opnaði Bjarni Jónsson sýningu á bátamyndum og myndum frá sjáv- arsíðunni í Kvennó auk þess að halda fyrirlestur um mismunandi árabátasmíði frá aldamótunum. Kvöldinu lauk svo með miklu balli. Sunnudagurinn var hefðbundinn að mörgu leyti en þó ber þess að geta að í stað hefðbundinna ávarpa fulltrúa sjómanna og útgerðar- manna tók grínistinn Karl Ágúst Úlfsson það hlutverk að flytja bæði ávörpin. Þessi nýbreytni féll vel í kramið hjá áheyrendum enda mik- ill fagmaður þar á ferðinni. Karl Ágúst kom lítið inn á kvótakerfið enda sagði hann að slíkt væri ekki fyrir jafn einfaldan mann og hann að skilja. Kaffisala var á vegum Kvenfélagsins í Grindavík og var sérlega vel sótt. Mikil þátttaka í hátíðar- höldum á Hellissandi Hellissandi. Morgunblaðid. SJÓMANNADAGSRÁÐ á Hell- issandi og Rifi hélt að venju mikla hátíð um síðustu helgi, 5. og 6. júní. Fyrri daginn fór fram kappróður og koddaslagur við Rifshöfn og sótti fjöldi fólks atriðin í bh'ðviðrinu sem hér var um helgina. Daginn eftir hófust hátíðahöldin með sjó- mannamessu í Ingjaldshólskirkju en þaðan var haldið í Sjómanna- garðinn á Hellissandi þar sem aðal- hátíðin fór fram. Hátíðarræðu flutti að þessu sinni Hugrún Ragn- arsdóttir og minntist hún sjó- mannsára föður síns, Ragnars heit- ins Jónatanssonar, og eigin reynslu af sjómennsku. Þá var heiðraður aldraður sjómaður. Að þessu sinni var það Guðmundur Sölvason á Hellissandi. Guðmundur stundaði lengi sjómennsku á erlendum fraktskipum og sigldi víða um heim. Fyrir 25 árum settist hann að á Hellissandi og tók að stunda sjómennsku þar meðan aldur og heilsa leyfði. Réri hann bæði á stærri bátunum hér en einnig á trillu sinni. Sjómannsferill hans er orðinn langur og er hann vel að þessari viðurkenningu kominn. Þá var veitt viðurkenning fyrir björgunarafrek. Hana hlaut Sæþór Gunnarsson, skipverji á Þorsteini, fyrir að hafa veitt Hans ísfjörð Guðmundssyni, stýrimanni, svo mikilvæga aðstoð 1. september á sl. ári að þakka má honum öðrum Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson SÆÞÓR Gunnarsson, skipverji á Þorsteini SH, fékk viðurkenningu fyrir frækilegt björgunarafrek en hann bjargaði félaga sínum Hans ísfjörð Guðmundssyni, stýrimanni, úr bráðri hættu á síðasta ári. fremur fyrir að Hans fór ekki fyrir borð þegar verið var að setja út nótina. Festist Hans í tógi nótar- innar og hélt Sæþór honum innan- borðs þar til hægt var að koma Hans til bjargar. Sýndi hann þar ótrúlegt þrekvirki. Að venju seldi Slysavamadeild kvenna kaffi í félagsheimilinu Röst og var þar húsfyllir að venju. Há- tíðahöldunum lauk síðan með því að útvegsmenn buðu sjómönnum sínum til kvöldverðarboðs í Félags- heimilinu Röst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.