Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 62
1 62 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þú ert eldri bróðir minn... ..svo hvað viltu Fyrir Þér er ætlað vera að ég geri? fyrirmyndin mín... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Agúrkutíð í Kosovo Frá Pétri Knútssyni lektor: ÉG ER fæddur árið 1942 á suður- strönd Englands. Þá var stríð í álfu. Ein þeirra minninga sem ég á frá stríðinu er af mér og mömmu þar sem við kúrð- um undir sæng í jámbúri sem stóð í einu horni stof- unnar. Þetta var svokallað Morrison-skýli og var ætl- að að bjarga lífum ef hús hrundu í loftárásum, en fólk hafði litla trú á gagn- semi þess. Það var sveipað þykku grænu gardínuefni og stóð blómavasi uppá. Hjá ömmu og afa, sem bjuggu í sömu götu, var samskonar búr með dökkrauðu áklæði og á því var krist- alskál með sætu kexi. I minningunni kúrum við mamma saman í búrinu og úti er myrkur, þétt svört gluggatjöld fyrir glugg- um og dauf ljós; úti gengur afi minn í heimavamaliðinu og bankar uppi hjá þeim sem byrgja ekki ljósin sín. Það er stöðugur flugvélagnýr í há- loftum, endalausar fylkingar sprengjuflugvéla á leið yfir Ermar- sund til London og iðnaðarborg- anna norður í landi. Ég er ekki hræddur, það er gaman að kúra í byrginu hjá mömmu. Hún syngur fyrir mig skoska vögguvísu, ‘Tis I ‘tis milking the kye, fyrsta lagið sem ég man. The sheep are away to the silvery moon and the horses go galioping by. Ég sofna vært, en hún vakir og bíður eftir að flugvélamar fari að tínast til baka. Þær varpa stundum afgangssprengjum á strandbyggðirnar. Það er enginn pabbi í þessari mynd, hann þekkti ég ekki fyrr en hann kom heim úr stríðinu og ég fékk ekki lengur að sofa hjá mömmu, enda þá búið að rífa Morrison-byrgið í brotajám til uppbyggingar vel- ferðaríkisins. Húsin tvö í okkar götu sem urðu fyrir sprengjum fóm að rísa aftur af grunni. Auk þess að þurfa að sofa einn var ég látinn venj- ast framandi matartegundum sem mér þótti vondar, smjöri og ferskum eggjum. Þetta vom leiðinlegir tímar. Einhver stríðshræðsla hlýtur einnig að hafa hreiðrað um sig, þótt hún lifi ekki í minningunni. Einn glaðan sólskinsdag þegar ég var sex eða sjö ára að borða agúrkur með pipar og ediki í eldhúsinu hjá ömmu fóra loftvamaflautumar í gang, skerandi draugalegt væl sem lagð- ist yfir himininn eins og risastór dökkur skuggi: almannavamaæf- ing. Skyndilega flaut andlitið í tár- um, og ég man hvað ég skammaðist mín, stór sjö ára strákur. Ekki gráta, vinur minn, sagði afi. Stríðið er búið. Tárin era enn í fersku minni, skyndileg óræð sorg þessa sólskins- dags, munnurinn fullur af agúrku: og nú er ég sjálfur afi. Ef til vill hef- ur afstaða mín til stríðs æ síðan bor- ið keim af agúrkum og risastóram skuggum á himinhvelfingunni. Tuttugu árum seinna var ég orð- inn fjósamaður í íslenskri sveit, og upplifði loksins reynsluheiminn í bamagælu mömmu minnar: belj- umar, rollumar, kláramir í tungl- skini. Hér vora fjöll, hér var töluð íslenska, hér var engin hér- mennska. I íslenskri sveit lék enginn vafi á, að það ætti ekki að varpa sprengj- um á mannabyggðir. Þessi h'tilfjörlega reynsla mín af gleymdu stríði gefur mér varla mikinn rétt um- fram aðra að tjá mig um sprengjuárásir á lifandi fólk. Enda er mér sem ég heyri stranga föðurlega rödd úr stjómarráði: þú mátt ekki einfalda hlutina svona. Staðreyndir málsins era flóknari en svo að við getum leyft okkur þann munað að taka tilfinningalega afstöðu. Það var verið að myrða og nauðga í Kosovo. Hefðum við átt að standa og horfa á? Einfóldun eða flækja, þessi und- arlega spuming, sem virðist eina opinbera svarið þeirra sem bera ábyrgð á sprengjuárásum á serbneskar og albanskar byggðir, lýsir einkennilegri bæhngu á al- mennri skynsemi. Eða þá skort á ímyndunarafli: líklega hafa fæstir þeirra sem stjóma þessu stríði nokkumtíma sofið í loftvamabyrgi með mæðram sínum. Líklegra þó er þetta meðvituð ákvörðun um að láta ekki ímyndunina hlaupa með sig í gönur, ekki dvelja um of við hugs- unina um bömin og flugvélagnýinn. Stundum þurfa ráðamenn okkar að taka þungbærar ákvarðanir, aum- ingja mennimir. Eins og til dæmis ákvörðunin um að taka vatnsveitur stórborga úr sambandi. Það er hemaðarlega rökrétt, þegar maður gerir sprengjuárás á borg, að láta skrúfa líka fyrir vatnið. Stundum hvarflar að mér, fjósamanninum, einfeldningnum sem vildi ekkert sjá á íslandi nema hið góða í mönnum og skepnum, að það hljóti að búa meira undir. Ráða- menn okkar era ekki ýkja heimskir menn, og ekki alvondir, góðir við böm sín og hesta og þess háttar: varla era þeir mikið geðveikir. Er eitthvað annað og meira í gangi? Einhver þrýstingur? Einhver mark- aðslögmál? Þetta hefur verið hryllileg öld: öld tæknihemaðar. Þegar ég gerð- ist íslenskur ríkisborgari fannst mér hugarléttir að vera orðinn þegn ríkis sem færi ekki með hervaldi gegn bömum og mæðram þeirra í fjarlægum loftvamabyrgjum. Nú á síðasta ári aldarinnar er ljóminn af ríkisborgararéttinum heldur dauf- ur. Mér finnst ég vera eins og hver annar Evrópubúi: ósköp venjulegur stríðsríkisþegn. A næstunni verða gefin út ný glæsileg íslensk vega- bréf, rafræn og ófalsanleg. Mér skilst að einnig verði breytt eignar- haldi á vegabréfunum: þau verði í framtíðinni í eigu ríkisins en ekki handhafans. Ég er feginn því. Ég vil ekki eiga slíkt vegabréf. PÉTUR KNÚTSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.