Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HtagtuiMiifeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OPNARI
ÁRNASTOFNUN
EINS OG FRAM kemur í viðtali við nýjan forstöðumann
Árnastofnunar, Véstein Ólason, í Lesbók Morgunblaðs-
ins sl. laugardag, er hlutverk stofnunarinnar í eðli sínu tví-
þætt. „Annars vegar er hún safn sem geymir menningar-
verðmæti og hlutverk stofnunarinnar er að hlúa að þeim
verðmætum og varðveita þau sem best. Hinn meginþáttur
starfseminnar snýr að rannsóknum á íslenskri bókmennta-
og menningarsögu og íslenskri tungu þar sem handritin
sjálf eru þungamiðjan."
Þessu tvíþætta hlutverki hefur safnið sinnt með ágætum
frá stofnun. Öðru hverju hafa þó heyrst gagnrýnisraddir
um að safnið sé ekki nægilega opið, að almenningur hafí
ekki átt nægilega greiðan aðgang að safninu, að það hafi ef
til vill lagt meiri áherslu á varðveislu handritanna en að
gera þau aðgengileg fyrir almenning. A allra síðustu árum
hefur orðið nokkur breyting á þessu og safnið verið opnað
meira. Ráðinn hefur verið sérstakur safnakennari og staðið
hefur verið betur að sýningarhaldi. í viðtalinu við Véstein
kemur fram að hann hyggist leggja aukna áherslu á þennan
þátt enda sé það mikilvægt fyrir allt starf á stofnuninni
sem byggist á opinberum fjárframlögum. „Við viljum að
sjálfsögðu að sem flestir séu sammála okkur um það að hér
séu þeir dýrgripir sem mikilvægt er fyrir þjóðina að hirða
um,“ segir Vésteinn. Ber að fagna þessu.
Einnig hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að leggja of
þunga áherslu á vísindalegar útgáfur handrita sem kosti
bæði mikinn tíma og fjármagn. Æskilegt væri að lögð yrði
meiri áhersla á að koma á framfæri sem mestu því efni sem
varðveitt er í safninu á aðgengilegu formi. Þó að þar væri
ekki um að ræða strangvísindalegar útgáfur gætu þær orð-
ið fræðimönnum og öðrum til gagns og gamans. Ljóst má
vera að hér eru möguleikar upplýsingatækninnar miklir og
er ánægjulegt að þegar er hafín vinna við að taka stafrænar
ljósmyndir af handritasafninu sem fara beint inn á Netið.
En vonandi mun stofnunin einnig nýta sér möguleika Nets-
ins til þess að koma einföldum textaútgáfum á framfæri.
HIÐ NYJA HLUTVERK
SOLANAS
MEÐ Maastricht - samkomulaginu voru lögð drög að því
að stefna aðildarríkja ESB í alþjóðamálum yrði sam-
ræmd í ríkara mæli en verið hefur. Það hefur gengið mis-
jafnlega eins og kom í ljós í Bosníu-deilunni. ESB-ríkjunum
og ekki síður viðsemjendum þeirra hefur þótt óþægilegt að
ekki væri hægt að ganga að talsmanni þeirra í þessum mál-
um vísum. Samskipti ESB við önnur ríki hafa að hluta til
verið í höndum framkvæmdastjórnarinnar, en hún er skip-
uð embættismönnum, ekki stjórnmálamönnum. Þá hefur
utanríkisráðherra þess ríkis, sem fer með formennsku ráð-
herraráðsins hverju sinni, gegnt veigamiklu hlutverki. Þar
sem formennskan skiptir um hendur tvisvar á ári hefur þar
að auki verið myndað þríeyki ráðherra, þar sem einnig
koma við sögu ráðherra þess ríkis er síðast gegndi for-
mennsku og ráðherra þess ríkis er taka mun við for-
mennsku. Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar þótt óþjált
og ruglingslegt.
Það er því rökrétt skref, að ESB skipi fulltrúa er verður
talsmaður og andlit þess út á við á sviði utanríkis- og varn-
armála og sér að auki um að sameina stefnuna inn á við.
Hefur Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, fallizt á að
taka starfíð að sér. Solana hefur verið farsæll í starfí sínu
hjá NATO og tekið úrlausn erfíðra deilumála föstum tökum.
Fróðlegt verður að sjá hversu fús aðildarríkin verða til
að láta af hendi forræði í þessum málaflokkum. Sætta stóru
ríkin innan ESB, t.d. Bretland og Frakkland, sig við að full-
trúi frá Brussel sjái um mikilvægar viðræður en ekki þeirra
eigin ráðherrar? Til þessa hafa einungis Bandaríkin getað
tekið að sér framkvæmd hernaðaraðgerða svo sem í Kosovo
og írak, hreinlega vegna þess að ekkert annað ríki í heim-
inum hefur til þess burði. Verða ESB-ríkin reiðubúin að
standa við áformin um að efla sameiginlegar varnir sínar
með þeim gríðarlega kostnaði er það hefur í för með sér?
Alla vega er Solana rétti maðurinn til að taka að sér
þetta veigamikla starf og móta það í upphafi.
John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, heimsótt
„Þú blekkir ekki'
endur með ímynd
JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Brei
John Prescott, aðstoðar-
forsætisráðherra Breta,
------------7----------
heimsótti Island um
helgina og flutti m.a.
hátíðarávarp í tilefni
sjómannadagsins í
Reykjavík. Davíð
Logi Sigurðsson hitti
Prescott að máli og fékk
hann til að segja sér frá
fyrri heimsókn hans til
--7--------------------
Islands, og stöðunni í
breskum stjórnmálum.
JOHN Prescott, aðstoðarfor-
sætisráðherra Bretlands,
sagði að það væri sér sérstakt
ánægjuefni að koma nú tU ís-
lands í annað skipti en hingað kom
Preseott undir lok landhelgisdeilna
Breta og íslendinga árið 1976.
Prescott, sem jafnframt er ráðherra
byggða-, umhverfis- og samgöngu-
mála, var sérstakur heiðursgestur á
Hátíð hafsins, sem haldin var hátíð-
leg í fyrsta skipti um helgina um allt
land, og flutti ávarp á sjómannadag-
inn í Reykjavík.
Prescott segir um fyrri heimsókn
sína til Islands að sér hefði einfald-
lega þótt sem landhelgisdeilan væri í
óefni komin, en viðræður forsætis-
ráðherra landanna tveggja um lausn
deilunnar höfðu farið út um þúfur.
Prescott, sem var þingmaður fyrir
sjávarbæinn Hull, segir að hann hafi
ákveðið að við svo búið mætti ekki
lengur una. „Eg hafði verið til sjós og
óttaðist því mjög að einhver myndi
láta lífíð í þessum átökum - í þessum
heldur kjánalegu deilum semþó ógn-
uðu lífi og limum sjómanna. Eg trúði
því hins vegar að fínna mætti lausn á
deilunni."
Prescott segir að sér hafí virst sem
rök fslendinga væru svipuð þeim og
Bretar sjálfir héldu fram varðandi ol-
íu í hafinu og taldi hann að ná mætti
markmiðum um verndun þessara
auðlinda best með því að fela einstök-
um þjóðríkjum yfirráð yfir þeim.
Þessi afstaða aflaði Prescott engra
sérstakra vinsælda heimafyrir en
hann segir þó hafa komið á daginn að
þetta hafi reynst besta lausnin.
„Ég kom til íslands, hitti forsætis-
ráðherra ykkar [Geir Hallgrímsson],
dómsmálaráðherra [Ólaf Jóhannes-
son] og utanríkisnefnd þingsins. Við
börðum saman plagg, sem við töldum
viðunandi niðurstöðu, og á endanum
reyndist þetta samkomulag grund-
völlur þeirrar sáttar sem seinna náð-
ist.“ Bætir Prescott því reyndar við
að hann telji að þetta samkomulag
hafi verið örlítið betra en það sem
seinna náðist.
Prescott kom hins vegar ekki til
íslands með leyfi og blessun breskra
stjórnvalda og hann hafði í raun ekk-
ert umboð til að semja fyrir bresku
stjórnina. „Það er gaman að segja frá
því að forsætisráðherra ykkar
hringdi í mig og sagði við mig að rík-
isstjórn íslands gæti fellt sig við
þann samning sem ég hafði náð við
utanríkisnefnd Alþingis. Og ég held
að þeir hafi síðan sagt hið sama við
[James] Callaghan [þá utanríkisráð-
herra] sem var, að ég held, allt annað
en ánægður yfir því að óbreyttur
þingmaður skyldi hafa náð samkomu-
lagi sem íslenska ríkisstjórnin var til-
búin til að sætta sig við.“
Þetta samkomulag var síðan sett
út af borðinu um nokkra stund, að
sögn Prescotts, eða þar til Callaghan
varð forsætisráðherra nokkrum vik-
um síðar þegar Harold Wilson sagði
af sér og Anthony Crosland, sem var
þá þingmaður fyrir Grimsby og í rík-
isstjórninni, varð utanríkisráðherra.
„Ég sagði honum að í plöggum utan-
ríkisráðuneytisins mætti finna sam-
komulag sem nú yrði bara að dusta
rykið af og binda endahnútinn á, sem
hann síðan gerði og kom þar með í
höfn samningum við íslendinga.“
Gerðist það síðan næst, að sögn
Prescotts, að Callaghan sendi skeyti
til allra NATO-ríkjanna og tilkynnti
að samkomulagið sem hann hafði náð
við íslendinga væri í raun á vegum
breskra stjórnvalda.
Aðspurður um það hvort hann
hefði ekki litið á niðurstöðuna sem
ákveðinn sigur fyrir sig persónulega
kvaðst hann aðallega hafa verið
ánægður yfir því að hafa getað stuðl-
að að farsælli lausn deilunnar. Ollu
máli skipti að bundinn hafði verið
endi á deilur sem þróast höfðu þannig
að lífí og limum sjómanna, hvort sem
þeir voru breskir eða íslenskir, var
hætta búin.
„Það eru sterkar taugar milli landa
okkar,“ segir Prescott, „og hið svo-
kallaða „þorskastríð" breytti þar
engu um. Það urðu aldrei nein illindi
milli fólksins heima í Hull og íslensku
sjómannanna vegna þessa stríðs, við
vorum einfaldlega ósammála um
þetta mál og áttum í deilum um það.“
Átján löng ár í stjórnarandstöðu
Prescott var kjörinn á breska þing-
ið árið 1970 og á því langan feril að
baki í stjórnmálum. Verkamanna-
flokkurinn fór með völdin í Bretlandi
árin 1974-1979 en þá gerðist það að
íhaldsflokkurinn, undir stjórn ,járn-
frúarinnar" Margaret Thatcher,
komst til valda á nýjan leik eftir sigur
í þingkosningum. Átján löng ár í
stjórnarandstöðu tóku við hjá Verka-
mannaflokknum.
„Það er frá því að segja að þrátt
fyrir áðurnefnda árekstra okkar
Callaghans þá bauð hann mér um
þetta leyti að verða fulltrúi Bret-
lands í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins. Ég gaf honum hins
vegar afsvar og sagðist vilja ná
markmiðum mínum í breskum
stjórnmálum.“
Prescott segist vitaskuld ekki hafa
átt von á því að við tækju átján löng
ár í stjórnarandstöðu, „en á hinn bóg-
inn fékk ég tækifæri til að leggja mitt
af mörkum til að umbylta Verka-
mannaflokknum í þann flokk sem
hann er í dag, og þannig leggja
grunninn að frábærum kosningasigri
okkar fyrir tveimur árum og þeim
mikla stuðningi sem við enn njótum.“
Þingkosningamar í Bretlandi árið
1997 mörkuðu þáttaskil því þá lauk
loks löngu valdatímabili íhaldsmanna
og Prescott og félagar fengu tækifæri
á riýjan leik til að láta að sér kveða.
„Ég held að það sem um hug minn fór
fyrir tveimur áram hafi verið sú
hugsun að loksins væri færið komið
til að láta verkin tala og hrinda
stefnumálunum í framkvæmd. Og ég
held að okkur hafi tekist á þessum
tveimur árum að standa við um 60%
af ákvæðum þeirrar stefnuskrár sem
við settum fram fyrir kosningarnar í
hitteðfyrra, og skoðanakannanir sýna
við njótum enn álíka mikils fylgis og í
upphafi, sem er afar óvenjulegt þegar
um er að ræða ríkisstjórn sem setið
hefur í tvö ár.“
Prescott viðurkennir að sterk staða
ríkisstjórnarinnar hafi mikið með vin-
sældir Tonys Blairs að gera en segir
að það skipti þó einnig máli að Verka-
mannaflokkurinn hafi staðið við þau
loforð sem hann gaf kjósendum fyrir
kosningarnar og stýrt Bretlandi af
festu.
ímynd í stað innihalds?
Aðspurður um þá gagnrýni að hinn
„nýi“ Verkamannaflokkur leggi meiri
áherslu á ímynd sína en markvissa
stefnumörkun segir Prescott að
menn gefi merkimiðunum „gamli“ og
„nýi“ Verkamannaflokkurinn of mik-
inn gaum.
„Hugtakið „nýji“ Verkamanna-
flokkurinn á rætur sínar að rekja til