Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR ANTON INGVARSSON + Guðmundur Anton Ingvars- son fæddist í Fram- nesi í Holtum 7. maí 1913. Hann lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur 1. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Pétur Jóns- son frá Austvaðs- holti í Landssveit, f. 21.6. 1940, trésmiður og bóndi, og Katrín Jófsdóttir frá Ás- mundarstöðum 1 Iloltum, f. 23.5. 1872, d. 23.10. 1938, húsfreyja. Systkin Guðmundar voru: Kári, f. 1898, d. 1905; Guðrún, f. 1901, d. 1981; Jósefína, f. 1904, d. 1904; Ólafur, f. 1906, d. 1997; Magnea, f. 1907, d. 1998; Sig- urður, f. 1909; Kári ísleifur, f. 1915. Hálfsystkin Guðmundar frá fyrra hjónabandi Ingvars voru: Jón, f. 1890, dó í æsku; Jón Helgi, f. 1891, látinn; Sig- urður, f. 1892, d. 1971; Magnea, f. 1894, dó í æsku. Fyrri kona Guðmundar var Anna Soffía Jenssen, f. 15.9. 1904, d. 20.7. 1990. Sonur þeirra er Guðmundur Jens, f. 26.3. 1943, kvæntur Kristínu Björk Ingi- marsdóttur og eiga þau þijú börn, Magnús Inga, Elín- rós Onnu og Þóru Björk. Árið 1948 kvænt- ist Guðmundur seinni konu sinni, Láru Sigríði Sig- urðardóttur frá Hjallanesi í Land- sveit, f. 14.11. 1915, d. 24.3. 1995. Synir Guðmundar og Láru eru Lýður Sig- urður, f. 18.8. 1950, og á hann tvö börn, Ingvar frá fyrra hjónabandi, móðir hans er Ingi- björg Guðmundsdóttir, og Láru Sigríði, sem hann eignaðist með sambýliskonu sinni Guðlaugu Narfadóttur. Guðlaug á eitt barn fyrir, Höllu Birgisdóttur. Ingi Karl, f. 7.2.1952, eiginkona hans er Sigrún Vigdís Viggós- dóttir og eiga þau þrjú börn, Guðmund Lár, Ásu Sigríði og Viggó Má. Einnig á Sigrún dótt- urina Maríu Ingibjörgu Ragn- arsdóttur. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Sá sem stöðugur stendur allt til vinnu árið 1941. Guðmundur var enda, hann mun hólpinn verða.“ eftirsóttur verkmaður, bæði vegna (Matteus 11-10.) Þessi orð koma dugnaðar og góðrar viðkynningar, upp í huga mér þegar ég hugsa til en þau einkenni fylgdu honum alla Guðmundar og lít yfír þau mörgu ævi. Árið 1948 kvæntist Guðmund- ár sem liðin eru síðan ég kynntist ur elstu systur minni, Láru Sigríði Guðmundi. Það var í byggingar- Sigurðardóttur, og hófu þau bú- skap í Reykjavík. Fljótlega byggðu þau sér snoturt hús að Básenda 2 og þar bjuggu þau lengst af en keyptu síðan íbúð að Hofteigi 16. Árið 1990 brugðu þau venjulegum búskap og vistuðust í hjónaíbúð fyrir aldraða að Dalbraut 21. Þar undu þau vel hag sínum, enda vel að þeim búið, og þar gátu þau sinnt hugðarefnum sínum og hlýhugur þeirra til forstöðumanns og starfs- fólks leyndi sér ekki. Guðmundur og Lára voru bæði listfeng og nýttu sér vel aðstöðuna í þjónustuí- búðunum við Dalbraut. Guðmund- ur fékkst m.a. við rennismíði og prýða mörg verk hans heimilið. Mest helgaði hann sig þó slípun og vinnslu á eðalsteinum og bjó til ým- iss konar listmuni, skartgripi og fleira. Hann útbjó sér vinnuaðstöðu í kjallaranum og þar eru ókjör eð- alsteina, bæði íslenskar og erlend- ar tegundir. Lára, eiginkona Guð- mundar, andaðist árið 1995 og var það Guðmundi mikill missir því sambúð þeirra var með ágætum. Guðmundur lét þó ekki bugast og hjálpaði áhugi hans á steinsmíðinni þar örugglega til. Þrátt fyrir háan aldur kom andlát Guðmundar okkur hjónunum á óvart því stutt er síðan hann gékk léttfættur um nágrennið og buslaði sem ungur maður í sundlauginni á Hrafnistu. Þangað hefur hann og við hjónin lagt leið okkar þrisvar í viku um alllangt skeið. Guðmundur var léttur í tali, athugull og minnugur og eignaðist hann marga vini og kunn- ingja. Guðmundi var líka fleira til lista lagt en smíði úr tré og steinum. Til dæmis varð hann þekktur fyrir sínar ágætu pönnukökur og vöfflur sem hann bakaði oft og gaf gestum og nágrönnum. Eftir að við hjónin fluttum á Dal- braut, í næsta hús við Guðmund, kynntumst við honum enn nánar en áður. Hann tók okkur opnum örm- um og við höfðum daglegt sam- band. Okkur er sérstaklega kært að minnast vináttu hans og góð- mennsku. Guðmundur og Lára eignuðust tvo indæla syni, Lýð Sigurð og Karl Inga, sem báðir eru húsasmíða- meistarar. Þeir eru báðir kvæntir og á Lýður tvö börn og Ingi Karl þrjú. Synir, tengdadætur og barnabömin hafa sýnt Guðmundi einstaka um- hyggju og hjálpsemi og hafði hann oft orð á barnaláni sínu og mat það mikils. Þótt Guðmundur væri lífsglaður kveið hann ekki hinum svo kallaða dauða sem okkur öllum er búinn. Hann trúði að í næsta lífi væri vistin góð og þar mundi hann mæta Láru sinni og vinum sem þegar eru horfn- ir til austursins eilífa þar sem hið skærasta ljós lífgar allt. Þreyttum manni er svefninn góður og veitir hvíld frá amstri og þjáningum. Við söknum Guðmundar en minningin um góðan dreng yljar okkur og við biðjum öllum hans nánustu blessun- ar. Bergsteinn og Unnur. Elsku afí okkar. Takk fyrir alla þá hlýju sem þú hefur gefíð okkur. Nú ert þú farinn frá okkur en eftir sitja allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt með þér, þær munu aldrei gleym- ast. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, það tókst vel. Hvort sem viðfangsefnið var steinar, viður eða vinátta. Þú hafðir gaman af því að fara í ferðalög og tína steina, stundum fór öll fjölskyldan saman í dagsferðir, oft í fjörur og munum við krakkarnir sérstaklega eftir ferðun- um sem voru farnar til Strandar- kirkju. Þú sagaðir og slípaðir stein- ana þína eins og þeir væru demant- ar og bjóst til fallega skartgripi og muni úr þeim. í okkar augum eru þessir steinar einnig demantar. Amma Lára var með þér í þessari listsköpun, hún málaði myndir, bjó til klukkur og krossa úr kuðungum og margt fleira sem við fengum að njóta. Afi okkar, þú hélst glæsilega upp á 86 ára afmæli þitt, á þinn hógværa hátt, þar sem þú bakaðir pönnukök- ur og vöfflur fyrir okkur öll. Ekki grunaði okkur þá hve skammt þú ættir ólifað en dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Við munum geyma allar þær jmd- islegu og fallegu minningar sem við eigum um þig í okkar hjarta og þar munt þú lifa áfram. Þín afaböm, María Ingibjörg, Guðmundur Lár, Ása Sigríður og Viggó Már. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur og farinn til ömmu sem án efa hefur verið ánægð að fá þig til sín, vegna þess að þú varst alltaf svo góður og hress. Þegar ég hugsa um að þú sért dáinn rifjast upp margar minningar sem ég hef átt með þér, t.d. þegar þú fórst með mér og pabba til Portúgal, það var rosalega gaman að fá að hafa þig með okkur þangað. Ég minnist þess líka þegar ég kom í heimsókn til þín á Dalbrautina þá varstu oft búinn að baka vöfflur eða pönnsur og alltaf varstu með eitt- hvað handa okkur frændsystkinun- um. Mér brá þegar mér var sagt að þú værir alvarlega veikur og að þú kæmir ekki aftur heim, vegna þess að þegar þú varðst einhvemtímann veikur tók það yfirleitt stuttan tíma að jafna þig aftur. Ég veit að þín á eftir að verða sárt saknað og mér fannst ég heppinn að hafa átt þig að afa. Lára Sigríður Lýðsdóttir. Cia^SsKom v/ Uossvo0ski»I<jógafA Sími, 554 0500 ' jiiiiimiiiiiiir H P h H Tt W 1 11* H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur •*- P E R L A N Sími 562 0200 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralong reynsta. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ SIGURÐUR MAGNÚSSON + Sigurður Magn- ússon fæddist í Reykjavík 28. júlí 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- vfkur 31. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Magnús Sigurðsson f. 25.4. 1918, d. 28.3. 1997 og María Sigurðar- dóttir, f. 2.9. 1929, d. 18.12. 1990. Systkini: Kristín Magnúsdóttir, f. 3.8. 1947; Gunnar Rún- ar Magnússon, f. 4.9. 1957; Jó- hann Magnússon, f. 28.5. 1953, d. 27.4. 1983 og Bima Jóna Magnúsdóttir, f. 1.3. 1965. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuóborgarsvæóinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúsleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlí8 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Sigurður var með Auði Dagnýju Ge- orgsdóttur í sambúð í 17 ár og bjuggu þau og byggðu í Bolungavík í 10 ár og fluttust þaðan til Reykjavíkur. Þau eignuðust eina dótt- ur Maríu Sigurðar- dóttur, f. 19.11. 1977. Helstu störf Sig- urðar vora sjó- mennska og var hann atvinnubíl- stjóri til margra ára á sendibílastöðinni Þresti. títför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Nú er kominn tími til að kveðja. Það er bæði sárt og erfitt að trúa því að þú sért far- inn frá mér, elsku hjartans pabbi minn. Þú varst mikið veikur síðasta hálfa mánuðinn, en veikindin drógu þig til dauða, ungan mann í blóma lífsins. Einhvern veginn trúi ég því ekki ennþá að þú sért dáinn. En Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 50LSTE1NAK 564 3555 það veit ég að þér líður vel núna, elsku pabbi. Þrautargangan loksins á enda. Ég veit að mamma þín, pabbi og bróðir hafa tekið vel á móti þér. Og ég get sætt mig við það að þér líði vel núna, þar sem þú ert og þar sem er hugsað vel um þig. Eg man svo vel eftir því þegar ég var smástelpa og þú varst í sendibílaakstrinum, var alltaf svo spennandi að fá að vera með pabba í vinnunni. Og alltaf varstu hörku- duglegur í vinnu, vannst myrkr- anna á milli og vildir allt fyrir alla aðra gera. Svo á seinni árum þegar við bjuggum í Grafarvoginum og þú varst í sendibílaakstrinum var ég að hringja og biðja þig um að keyra mig hingað og þangað. Og aldrei sagðir þú nei sama hvað það var mikið að gera í vinnunni hjá þér. Þú gerðir allt það sem þú gast fyrir mig og er ég þér mjög þakklát fýrir það. Eg man líka svo vel eftir þegar ég var í Vogaskóla og við bjuggum á írabakkanum í Breiðholtinu, alltaf skutlaðir þú mér og Stellu vinkonu í skólann á morgnana. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég flutti frá þér og fór að búa í Keflavík, hvað þú áttir erfitt með að sætta þig við að litla stelpan þín væri orðin fullorðin. Þér fannst ég alltaf vera litla stelpan þín, enda er það ekkert skrítið, því alveg sama hvað ég eldist og þroskast mun ég alltaf vera litla stelpan þín. Við áttum margar góðar stundir saman þó að við höfum nú stundum rifist enda er það ósköp eðlilegt, en samt sem áður dýrkuðum við alltaf hvort annað. Alltaf gat ég leitað til þín þegar mér leið illa, sérstaklega í haust þegar ég átti virkilega erfitt. Það þurfti ekki nema eitt símtal, þá varstu kominn til mín til Keflavíkur undir eins, alveg sama þótt það væri hánótt. Við vorum alltaf náin, enda ég þín einkadóttir og mikil pabbastelpa. En samt rofnaði sam- bandið svolítið þegar ég flutti tO Keflavíkur, en eins og ég segi eitt símtal og þá varstu kominn. Þú varst alltaf mínútumaður og það fór í taugarnar á þér þegar fólk var óstundvíst. Ég vil þakka starfsfólki gjör- gæsludeOdar Sjúkrahúss Reykjavík- ur fyrir að hafa gert allt sem í þess valdi stóð til að hugsa vel um og sinna honum pabba mínum. Með innilegri þökk fyrir vel unnin störf. Megi Guð varðveita þig og geyma, elsku pabbi. Ég mun alltaf sakna þín og það verður erfitt að sætta sig við að þú komir ekki aftur, en ég veit að einhvern tímann sjáumst við aftur. Hvfl í friði elsku pabbi. Með þess- um orðum kveð ég þig. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, litogblöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (RPétursson) Þín eina dóttir, María. Mig langar til að minnast Sigga sem var pabbi Mæju vinkonu minn- ar og lést 31. maí sl. og kveðja hann í hijista sinn. Ég kynntist Mæju í Fellaskóla þegar við vorum níu ára, og við urð- um strax bestu vinkonur, þótt Mæja hafi haldið að ég væri eitthvað skrít- in, vegna þess að ég vinkaði henni og kallaði á hana eins og ég væri bú- in að þekkja hana í mörg ár, en þannig byrjuðu kynni okkar. Hann Siggi var alltaf svo hress og kátur þegar hann hitti mig heima hjá þeim „vinkonu hennar Mæju sinnar". Við vorum alltaf svo líkar, báðar litlar og grannar en með stórt skap. Og alltaf þegar ég hugsa til Sigga er mér efst í huga hvernig hann sá okkur Mæju. Það var alltaf „litla Mæja og litla Stella". En síðan fluttu Siggi og Mæja í Seljahverfið og ég til Svíþjóðar og þá slitnaði upp úr sambandinu hjá okkur. En síðan skeði furðulegasti hlutur, ég flutti aftur heim og byrj- aði í Vogaskóla og hver tók þá á móti mér þar? Ég hitti hana Mæju vinkonu mína aftur, þá bjó hún í Grafarvoginum en fluttu þau síðan á Irabakkann þar sem ég bjó líka og var hann Siggi alltaf svo fús og vilj- ugur að keyra okkur Mæju í skól- ann. Og alltaf kom hann vel fram við vini hennar Mæju sinnar. Hún Mæja hans Sigga var aUtaf ljósið í lífi hans og algjör pabbastelpa. Megi Guð vera sálu þinni náðugur, elsku Siggi minn, og hvfl þú í friði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur runninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’er frá. (V.Briem) Ég vil votta þér innilega samúð mína, Mæja mín. Og megi Guð gefa þér styrk til að yfirstíga allar þínar þrautir og sorgir. Þín vinkona, Stella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.