Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar með Gunnari Kvaran í sal Beethoven-hússins í Bonn Islenzkt framlag til al- þjóðlegrar tónleikaraðar gegnsæja tónverki kannar Karólína tónsvið og eiginleika sellósins og vekur með verkfærum tónsmíðanna hugrenningartengsl við skýjamynd- anir og myndir á himni. Karólína var viðstödd flutning verksins og var henni vel fagnað. Með næsta stykki, tilbrigðum fyrir píanó og selló við aríuna „Bei Mánnern, welche Liebe fiihlen“ úr Töfraflautu Mozarts, vottuðu flytjendurnir á 1 táknrænan hátt virðingu sína íyrir I „gestgjafanum" Ludwig van Beet- | hoven. Gunnar Kvaran sellóleikari kom fyrir skemmstu fram á tónleikum í Beethoven International-tónleikaröðinni í Bonn. Ursula Timmer, forstöðumaður Kammer- tónlistarsalar Beethoven-hússins, segir frá tónleikunum og kveðst hlakka til næstu stefnumóta við íslenzka tónlist og íslenzka listamenn. „BEETHOVEN intemational" - að baki þessari yfirskrift er tónleikaröð, sem Beet- hoven-húss-félagið stendur að í samstarfi við sendiráð erlendra ríkja í Bonn. Þessi tón- leikaröð hófst tónleika- árið 1995/96 í Kammer- tónlistarsal Beethoven- hússins, sem er mjög góður lítill tónleikasal- ur sem nýlega var inn- réttaður næst við fæð- ingarhús Beethovens. Upphafiegu hug- myndina að tónleika- röðinni átti þáverandi sendiherra Lúxemborgar, Dr. Adrien Meisch, sem á sínum tíma hvatti starfsbræður sína til að leggja sitt af mörkum til að viðhalda fæðingarhúsi Beethovens og alþjóð- legrar ræktarstarfsemi við arfleifð Beethovens. Beethoven-húss-félag- ið [Verein Beethoven-Haus], stóð þá frammi fyrir því stóra verkefni, að þurfa að ráðast í að endurnýja fæðingarhús Ludwigs van Beet- hoven, sem var orðið mjög aðkallandi, og að safna fé til þess. Undir yfirskriftinni „Hver bjargar fæðingarhús- inu mínu“ var efnt til umfangsmikillar söfn- unar, sem tókst framar vonum. Hugmynd Adriens Meiseh hlaut líka mikl- ar undirtektir. Sendi- ráð Lúxemborgar reið á vaðið með því að efna til söfnunartónleika með „Solistes Européen Luxembo- urg“ undir stjóm Jacks Martin Handler og hin- um víðkunna píanóleikara Cyprien Katsaris sem einleikara. Fjöldi sendiráða fylgdi í kjölfarið með því að kynna tónlistarmenn úr heima- löndum sínum á tónleikum í Kammertónlistarsalnum, og létu allan hagnað af miðasölu renna í sjóð Beethoven-hússins. Meðal þeirra landa, sem með þessum hætti tóku þátt í tónleikaröðinni „Beethoven intemational“ vom Gunnar Kvaran BEETHOVEN-HUSIÐ í Bonn. Austurríki, Slóvenía, Kanada, Sviss, Danmörk, Líbanon, Spánn, Króatía, Svíþjóð, Chile, Ekvador, Mexíkó, Tyrkland og - á þessu tónleikaári - Island. Sendiherra Islands í Bonn, Ingi- mundur Sigfússon, hafði þá þegar fyrir um tveimur áram haft sam- band við Beethoven-húsið og beitt sér fyrir því, að ísland tæki þátt í tónleikaröðinni. Fyrstu „íslenzku" tónleikamir fóra síðan fram hinn 23. apríl sl. í Kammertónlistarsaln- um. Hinn kunni sellóleikari Gunnar Kvaran lék, en hann hefur einnig getið sér gott orð sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Und- irleikari hans á tónleikunum var ungur rússneskur píanóleikari, Alexander Burdenko, en hann býr í Þýzkalandi. Gunnar Kvaran hóf tónleikadag- skrána með einu mest krefjandi verki sem samið hefur verið fyrir selló, Bach-svítu í d-moll BWV 1008. Þá lék hann verk eftir ís- lenzka tónskáldið Karólínu Eiríks- dóttur, einleiksverk undir titlinum „Skýin“ sem var samið sérstaklega fyrir Gunnar. I þessu fínlega og Spilaði meistaravel Síðari hluti tónleikanna hófst með einleiksverki fyrir selló, serenöðu eftir Hans-Wemer Henze, sem tón- skáldið hefur samið ungt og var lítið eitt snúin en Gunnari tókst samt meistaravel að spila. Tónleikunum s . . lauk með sónötu fyrir selló og píarm í e-moll, op. 38 eftir Johannes Bra- hms, og - sem aukalag - „Svanur- jp inn“ eftir Camille Saint Saéns. A heildina litið buðu tónlistarmenn- irnir tveir upp á metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá. Sum sendiráðin munu einnig eftir flutninginn til Berlínar viðhalda sambandinu við Beethoven-húsið og halda áfram að kynna tónlistar- menn og tónlist heimalandanna í ■ Kammertónlistarsalnum. Það gleð- í ur okkur. Þannig mun fulltrúa Is- lands heldur ekki vanta í dagskrá B næsta tónleikatímabils. Að þessu sinni verða það meðlimir Kammer- hljómsveitar Reykjavíkur sem spila. Þeir munu kynna dagskrá í tilefni af aldarafmæli Jóns Leifs. Tónskáldið Hjálmar H. Ragnarsson mun enn- fremur verða við þessa tónleika og flytja erindi um Jón Leifs og nú- tímatónlist á Islandi. n Burtséð frá því, að leggja sitt af ij mörkum til að tryggja fjárhagsleg- ; an grann að því að betri rækt sé { lögð við arfleifð Beethovens og stuðla að alþjóðlegum menningar- samskiptum, gefur tónleikaröð sendiráðanna dagskrá Beethoven- hússins litríkan blæ og áheyrendum tækifæri til að fá innsýn í tónlistar- líf annarra landa. Þannig hafa þeir sem sóttu tónleika Gunnars Kvaran vafalaust þegar fengið lítils háttar fe. innsýn í hið ríkulega tónlistarlíf Is- lendinga. Við hlökkum til næstu stefnumóta við íslenzka tónlist og W íslenzka listamenn. Spæjarinn Spencer og góðgerðarsvindlið ERLEIVDAR RÆKUR Spennusaga „SUDDEN MISCHIEF" eftir Robert B. Parker. Berkley Fiction 1999. 297 síður. BANDARÍSKI sakamálasagna- höfundurinn Robert B. Parker sendir reglulega frá sér harðsoðna reyfara um einkaspæjarann Spencer og ævintýri hans. Parker skrifar mjög í Chandler-hefðinni og tók að sér á sínum tíma að ljúka ókláraðu handriti frá meistara sín- um sem kallaðist „Poodle Springs“. Auk þess gerðist hann svo djarfur einu sinni að skrifa framhald Svefnsins langa, einnar frægustu sakamálasögu Chandlers, og kallaði það „Perchance to Dream“. Nýlega kom út í vasabroti sagan „Sudden Mischief1 eftir Parker hjá Berkley útgáfunni og er hún dæmigerður Spcencer-reyfari og talsvert betri en sá síðasti um spæjarann húmor- ríka, „Small Vices“. Dæmigerður einkaspæjari Spencer er kannski dæmigerður einkaspæjari reyfarabókmennt- anna, jafnvel klisjukenndur, en Par- ker tekst að vinna þannig með klisj- una, húmorinn og karlmennskuna og veikleikana, að maður tekur hann trúanlegan og það er sannar- lega hægt að hafa gaman af honum. Regla Spencers númer sex um hvernig góður einkaspæjari á að vera er eftirfarandi: Ef ekkert er að gerast og þú hefur enga hugmynd um hvað þú ert að gera, farðu þá eitthvað og sestu niður og horfðu á eitthvað og bíddu. Sakar ekki að hafa kaffi og kleinuhring við hönd- ina. Klæðnaður einkaspæjarans er eftirfarandi: Strigaskór, gallabuxur, bolur, leðurjakki, lítil Smith & Wes- son skammbyssa og Oakley-sólgler- augu. „Ég sá spegilmynd mína í gleri bókabúðarinnar og vissi að ég var allt sem haute monde einka- spæjari átti að vera. Og kannski eitthvað meira.“ Þar fyrir utan er Spencer ábyggi- legur og traustvekjandi, hefur lag á að vinna slagsmál, er nærgætinn kvennamaður, reykir ekki og drekkur mjög í hófi og elskar og virðir kærustuna sína, Susan Sil- verman. Það er einmitt hún sem kemur honum í nýjustu klípuna. Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur verið sakaður um kynferðis- lega áreitni og það af fjórum kven- mönnum og hún biður Spencer að athuga málið. Eiginmaðurinn fyrr- verandi er hálfgerður ef ekki alger ræfill í mannlegum samskiptum en Spencer gerir sitt besta og kemst auðvitað að því að það er ekki allt sem sýnist. Skemmtileg spæjarasaga Áður en hann veit af er hann far- inn að fást við ofbeldisfulla smá- krimma, leiðinda lögfræðing, sem er með hótanir, dómara, sem einnig er með hótanir, okurlánara, sem ber ábyrgð á einhverjum af þessum of- beldisfullu smákrimmum, svindl á góðgerðarsamkomu og tvö lík, ann- að með tunguna skoma burt. Svo það er nóg að sýsla fyrir Spencer og vin hans Hauk eða Hawk, sem er einskonar lífvörður hans. Par- ker segir söguna með kaldhæðnis- legri kímni hins veraldarvana og óhrædda einkaspæjara og dregur upp myndir af skemmtilegum karakt- eram með ósköp lítilli fyrirhöfíi. Hann lýsir sem fýrr veröld þar sem skuggaleg plön verða mönnum að falli og aðeins riddari eins og Spencer, vinur hans og Susan, bera vitni um heilbrigða skynsemi og sýna miskunnsemi við náungann. Stór hluti hverrar Spencer-sögu fjallar um ástarsamband hans og sálfræðingsins Susan og Parker skrifar um fullorð- insástir eins og sá sem valdið hefur. „Sudden Mischief' er ljúf og skemmtileg spæjarasaga laus við óþarfa ofbeldi, hæfilega spennandi en full af mannlegri gamansemi og elsku sem aðeins harðhaus eins og Spencer getur notið til fulls. Svei mér ef hann er ekki orðinn einn af þessum mjúku mönnum. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Jón Svavarsson SVERRIR Guðjónsson og Lára Stefánsdóttir í frumflutningi Dýrðar Krists á setningu Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju. Helgidans í Isafj arðarkirkju SÖNGUR, dans og orgelleik- ur verða á þriðju áskriftar- tónleikum Tónlistarfélags ísafjarðar í ísafjarðarkirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Flutt verður orgel- verkið Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson. Verkið samdi Jónas árið 1995 í til- efni af vígslu nýs orgels ísa- fjarðarkirkju í janúar 1996, en nú er verkið flutt í nýrri mynd þar sem hlutverkum söngvara og dansara hefur verið bætt við. Verkið var flutt í þessari nýju mynd við setningu Kirkjulistahátíðar í Hall- grímskirkju sl. sunnudags- kvöld og flyfja sömu lista- menn verkið í ísafjarðar- kirkju. Wmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.