Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 63
FRÉTTIR
Úr dagbók lögreglu
Annasöm helgi
hjá lögreglunni
LÖGREGLAN hafði í nógu að
snúast um helgina. Lögreglu var
tilkynnt um akstur ökutækis á
göngustíg í Seljahverfi á laugar-
dag. Lögreglan fann bifreiðina á
stígnum skömmu síðar. Við skoð-
un lögreglu kom í ljós að bifreiðin
var á röngum númeram og voru
þau því fjarlægð. Haft var uppi á
eiganda og viðurkenndi hann akst-
urinn og má nú vænta sektar fyrir
athæfi sitt og tillitsleysi við þá
sem göngustígar eru ætlaðir fyrir.
Tvö tilvik voru þessa helgi þar
sem ökumenn eða farþegar urðu
fyrir meiðslum við umferðaró-
höpp og höfðu ekki spennt örygg-
isbelti bifreiðanna. Áiækstur
þriggja bifreiða varð á Miklu-
braut við Skeiðavog síðdegis á
fóstudag. Einn ökumanna fór
sjálfur á slysadeild vegna háls-
meiðsla, en hann hafði ekki
spennt öryggisbelti. Umferðar-
slys varð í Hraunbæ við Bæjar-
háls um miðnætti á föstudag.
Einn farþega slasaðist á höfði, en
hann hafði ekki spennt beltið.
Karlmaður var færður á lög-
reglustöð af heimili sínu eftir að
hafa ekið brott af árekstrarvett-
vangi aðfaranótt laugardags.
Maðurinn er einnig grunaður um
að hafa ekið bifreið sinni undir
áhrifum áfengis.
Um helgina voru 53 ökumenn
kærðir vegna hraðaksturs og 16
vegna ölvunaraksturs. A næstunni
mega ökumenn gera ráð fyrir hert-
um aðgerðum en lögreglan telur
brýnt að sett mörk um hámarks-
hraða í íbúðargötum séu virt. Sér-
stakt þessa helgina var að kona var
stöðvuð í tvígang með nokkurra
klukkustunda millibili grunuð um
ölvun við akstur. Hún bar því við
að þar sem hún hefði verið stöðvuð
einu sinni væri ekkert hægt að
gera þótt hún myndi aftur hefja
akstur og þá á öðru ökutæki. Kon-
an mun verða kærð vegna þess að
hafa í tvígang ekið undir áhrifum
áfengis og þannig skapað hættu
í'yrir aðra ökumenn og sjálfa sig
um leið. Einn sviptur ökumaður
var tekinn eftir miðnætti á laugar-
dag við akstur. Sektir fyrir slíkan
akstur eru 50 þúsund krónur fyrir
fyrsta brot og síðan 100 þúsund
krónur við annað brot.
Höfð voru afskipti af þremur 16
til 19 ára piltum að kvöldi fóstu-
dags. Við leit í bifreið þeirra fund-
ust ætluð fíkniefni, bæði e-töflur,
amfetamín og kannabisefni. Ung-
mennin voru vistuð í fanga-
geymslu. Höfð voru afskipti af
ungu pari í miðbænum aðfaranótt
laugardags. í bifreið þeh-ra og við
líkamsleit fundust ætluð fíkniefni.
Parið var flutt í fangageymslu.
Piltur var handtekinn eftir að
hann reyndi að hlaupa frá lög-
reglu eftir að hafa reynt að stela
styttu á veitingastað í miðbænum.
Pilturinn reyndi síðan að losa sig
við fíkniefni sem hann hafði á sér.
Pilturinn var vistaður í fanga-
geymslu en styttunni komið til
skila til eiganda.
Við notkun öryggismyndavéla
miðbænum að morgni laugardags
sáu lögreglumenn til manna sem
vora að handleika hníf. Lögreglu-
menn voru sendh' á staðinn og við
leit fundust einnig ætluð fíkniefni.
Þegai' lögreglumenn voru að að-
stoða slasaðan karlmann sem ók
bifreið sinni út af á Kjalarnesi á
laugardag fundust ætluð fíkniefni
og talsvert meira magn af reiðufé
en almennt þekkist að menn hafi á
sér. Karlmaðurinn sem oft áður
hefur tengst slíkum brotum var
fluttur á slysadeild til aðhlynningar
en síðan vistaður í fangageymslu
lögreglu. Við húsleit lögreglu á
heimili hans í kjölfarið fannst síðan
meh'a af ætluðum fíkniefnum og
vai' ein kona handtekin og flutt á
lögreglustöð vegna málsins.
Neyslumagn af ætluðu kanna-
bisefni fannst á karlmanni sem
stöðvaður var við umferðareftirlit
að morgni sunnudags. Hann var
fluttur á lögreglustöð til skýrslu-
töku. Óskað var eftir sjúkrabifreið
að íbúð í Breiðholti vegna tvítugs
einstaklings með óreglulegan
hjartslátt eftir neyslu á e-töflu.
Lögreglan fann við húsleit frekari
fíkniefni á staðnum. Eitt af þekkt-
ari hliðarverkun þessa fíkniefnis er
einmitt hættuleg áhrif á hjartslátt
neytenda sem í nokkram tilvikum
hefur leitt til dauða. Tveir karl-
menn vora handteknh- á sunnu-
dagskvöld og fundust á þeim báð-
um ætluð fíkniefni auk fatnaðar
sem talinn er vera úr innbroti á
Laugavegi fyrir skömmu. Menn-
imir voru fluttir í fangageymslu.
Brotist var inn í bílskúr á Sel-
tjarnarnesi en eigandinn hafði
gleymt lyklum í dyrum skúrsins.
Stolið var ýmsum tækjum að
verðmæti um 100 þúsund.
A laugardag voru 10 ungmenni
flutt í athvarf lögreglu, ITR og
Félagsþjónustunnar vegna úti-
vistar í andstöðu við lög. Foreldr-
ar eru minntir á að virða gildandi
reglur um útivist barna og ung-
menna. Þá var fjöldi ungmenna
fluttur á lögreglustöð aðfaranótt
sunnudags þangað sem þau voru
sótt af foreldrum sínum eða öðr-
um forráðamönnum. Um helgina
kom einnig upp mál þar sem ótt-
ast var um tvær 15 ára stúlkur
sem höfðu farið í heimsókn til
töluvert eldri pilta sem þær höfðu
kynnst í gengum spjallrás á ver-
aldarvefnum. Málið leystist far-
sællega, en ástæða er til fyrir for-
eldra að fylgjast með netsam-
skiptum barna sinna.
A laugai'dagskvöld var tilkynnt
um reyk frá íbúð í Hólahverfí í
Breiðholti. Slökkvilið þurfti að
flytja einn mann á slysadeild
vegna reykeitrunar en gleymst
hafði að slökkva undir potti á elda-
vél. Lögi’eglu var tilkynnt um
hitalykt frá íbúð í kjallara í Hlíð-
unum aðfaranótt sunnudags. Er
lögreglan kom á staðinn vora eng-
in svör frá íbúum en nokkur reyk-
ur frá íbúðinni. Lögreglan tók þá
til ráðs að brjóta rúðu í íbúðinni og
fundu þeir þá húsráðanda sofandi
inni. Gleymst hafði að slökkva á
flatböku sem var í ofni. Slökkvilið
var fengið til að reykræsta.
Dreifísvæði Tals
á Suðurlandi stækkar
GSM dreifisvæði Tals hf. á Suður-
landi stækkaði nýlega þegar sendai- á
Hellu og Torfstaðaheiði voru teknir í
notkun. Þar með eru sumarhúsalönd
uppsveita Ámessýslu, Biskupsþung-
ur, Flúðir, Laugai’vatn og Úthlíð
komnar í gott talsamband, segir í
fréttatilkynningu. Fyrir eru á dreifís-
væði Tals á Suðurlandi, sendar sem
þjóna Hveragerði, Selfossi, Eyrar-
bakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn og
nærsveitum þessara þéttbýliskjarna.
Dreifísvæði Tals á Suðurlandi
stækkar enn frekar í sumar þegai'
reistur verður sendir á Þingvöllum.
Nýr sendir sem tekinn verður í notk-
un á Seyðishólum í Grímsnesi seinna
í sumar bætir verulega talsamband í
Grímsnesinu. Einnig verða skilyrði í
Þorlákshöfn og Hveragerði bætt.
Unnið er að uppsetningu GSM send-
is á Hvolsvelli.
FRÁ vinstri eru: Lúðvík Geirsson formaður Hauka, Kristinn Ó. Magnússon bæjarverkfræðingur, Sigurður
Haraldsson deildarstjóri, Magnús Gunnarsson bæjarsljóri, Pétur Guðnason frá Strendingi, Kristinn Jörunds-
son og Jóhann Hlöðversson frá Risi hf.
Kvöldganga
í Viðey
Samningur um
íþróttamiðstöð
FIMMTUDAGINN 3. júní und-
irrituðu bæjarstjórinn í Hafn-
arfirði, Magnús Gunnarsson,
og fulltrúar Riss hf., Jóhann
Hlöðversson og Kristinn Jör-
undsson, samning fyrirtækisins
og Hafnarfjarðarbæjar um
byggingu íþróttamiðstöðvar
Hauka á Ásvöllum. Samnings-
upphæð er tæpar 437 milljónir
króna (436.883.287 kr.)
Um er að ræða íþróttamið-
stöð alls um 5.376 fermetra
með 45x46m íþróttasal ásamt
áhaldageymslu og búningsher-
bergjum, forsal með afgreiðslu
og aðstöðu starfsfólks og fé-
lagsmiðstöð Knattspyrnufé-
lagsins Hauka sem í eru skrif-
stofur og samkomusalur. Fé-
lagsmiðstöð, forsalur og lík-
amsræktarstöð, sem í eru leik-
fimi- og þreksalir, umlykja
inngarð. Byggingin er að mikl-
um hluta á einni hæð en bún-
ingsklefar og rými tengd þeim
eru þó að hluta á tveimur hæð-
um.
Verkið, sem samningur er
gerður um við Ris hf., felst í að
fullklára byggingu að undan-
skildu íþróttagólfí og áhorf-
endapöllum en jarðvinna hefur
þegar verið boðin út og verður
lokið þegar verktaki getur haf-
ið vinnu við bygginguna. Verk-
inu skal Ijúka í tveimur megin-
áföngum en því skal að fullu
lokið eigi síðar en 9. mars árið
2001. Gerð er krafa um skil á
íþróttasal fyrir 15. júní árið
2000.
Hafnarfjarðarbær er verk-
kaupi og ráðgjafar eru Arki-
tektar Skógarhlíð ehf. og Verk-
fræðistofa Sigurðar Thorodd-
sen. Umsjón með verkinu hefur
Sigurður Haraldsson, deildar-
stjóri á umhverfis- og tækni-
sviði Hafnarfjarðarbæjar og
verkfræðiþjónustan Strending-
ur hefur eftirlit með verkinu.
KVÖLDGANGAN verður að þessu
sinni um slóðir Jóns Arasonar í Viðey
en nokkur ömefni og minjar í eynni
tengjast honum og komu hans þang-
að, er hann rak Dani þaðan árið 1550.
Farið verður með Viðeyjarferjunni
úr Sundahöfn kl. 19.30. Byrjað verður
í kirkjugarðinum. Þaðan verðui' hald-
ið niður fyrir Heljarkinn en síðan yfir
að Ráðskonubás, sunnan við Sjónar-
hól og yfír að Virkinu sem Jón Ara-
son ákvað, að byggt skyldi til vamar V
gegri Bessastaðamönnum. Þaðan
verður gengið framhjá Áttæringsvör
og Sauðhúsavör um Hjallana en svo
aftur eftir veginum að Klausturhól og
hann skoðaður. Loks verður fom-
leifagröfturinn sýndur og fleira þar í
grennd. Þetta tekur um tvo tíma.
Göngumai' í Viðey eru raðgöngur í
fimm áföngum. Sá sem gengur þá alla
fær gott yfírlit um það sem er að sjá í
þessari söguríku eyju og næsta ná-
grenni hennar. Göngufólk er beðið að
búa sig eftir veðri og áhersla er lögð á
góðan skófatnað. Gjald er ekki annað
en ferjutollurinn, 400 kr. fyrir full-
orðna og 200 kr. fyrir böm.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er
opið daglega, hestaleigan einnig. £
Fæturnir eru grunnur að vellíðan okkar!
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavfk
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 ■ Reykjavík
Sími 568 9212
*
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR