Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Allsherjar ævintýri rétt að byrja Söngkonan unga, Svala Björgvinsdóttir, hefur fyrir milligöngu Skíf- unnar undirritað útgáfusamning við Priority, dótturfyrir- tæki útgáfusam- steypunnar EMI. ÍSLENSKIR tónlistarmenn verða sífellt meira áberandi á alþjóðavett- vangi og nú hefur Svala Björgvins- dóttir bæst í hóp þeirra. Að sögn Steinars Bergs hjá Skífunni er út- gáfusamningur hennar við Priority Reeords með stærri samningum sem gerðir hafa verið við nýliða í tónlistarheiminum til þessa. Skífan hefur unnið að því i rösk tvö ár að gera upptökur með Svölu og kynna hana á erlendum vett- vangi og hefur þetta kynningarátak nú leitt til framangreinds tímamóta- samnings. Jafnframt hefur verið unnið að upptöku íyrsta geisladisks Svölu. Sú vinna hófst fyrir einu og hálfu ári og er stefnt að því að henni ljúki í ár. Virtir upptökustjórar eru við stjómvölinn og lögin á disknum eru eftir kunna erlenda höfunda, auk þess sem Svala leggur sjálf hönd á plóg við tónsmíðamar. Svala varð landsþekkt fyrir flutn- ovav; ’arsson ing sinn og hljómsveitarinnar Scope á langinu „Was it all it was“ þegar hún var aðeins sautján ára. Þá þeg- ar var ákveðið að hún gerði geisla- disk fyrir Skífuna sem stefnt yrði á alþjóðlegan markað. Jafnframt var ákveðið að ekki yrði hafíst handa um gerð disksins íyrr en að hún lyki stúdentsprófí. Ánægð með miklar kröfur Svala segist hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni, þar sem fyrirhugað er að gefa út sex hljóm- diska á næstu ámm, ef allt gengur að óskum og fylgja þeim eftir með tónleikum víðs vegar um heim. Hún segist taka miklum kröfum fagn- andi, þannig vilji hún vinna og upp- skera annaðhvort allt eða ekkert. „Fyrsti diskurinn er prófsteinn því viðtökumar á honum ráða svo miklu um framhaldið," segir Svala. „Mér er í rauninni hent út í djúpu laugina og þarf að læra að synda strax. Þetta er eitt allsherjar ævintýri og rosaleg vinna, en ég er staðráðin í að gera mitt besta.“ Svala kveðst hafa tekið út tónlist- arlegan þroska á síðustu missemm og þar hafi m.a. munað um hvatn- ingu föður síns, Björgvins Halldórs- sonar, sem sé kröfuharður gagnrýn- andi. Einnig er hún þakklát fyrir þann stuðning og traust sem Skifan hefur sýnt henni. f góðum félagsskap Söngrödd Svölu þykir hafa mjög sterk sérkenni sem er ein mikilvæg- asta forsenda þess að spjara sig í hinni hörðu samkeppni sem ríkir í tónlistarheiminum. Þó að Priority Records sé dótturfyrirtæki EMI út- gáfurisans, flokkast það undir óháðu fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í út- gáfu á rapp, hipp-hopp og R & B tónlist og náð góðum árangri á því sviði. Meðal listamanna þeirra em Snoop Dogg, Ice Cube, Master P. og fleiri. EMI, hið alþjóðlega út- gáfufyrirtæki Svölu, er eitt öflug- asta hljómplötufyrirtæki í heimi og Svala verður því í fríðum flokki listamanna sem fyrirtækið hefur á sínum snæmm. Þar má nefna Roll- ing Stones, Queen, George Michael, Blur, Radiohead, Spice Girls, Skunk Anansie og Lenny Kravitz. Svala heldur innan tíðar utan til að semja og ljúka við upptöku síð- ustu laganna á væntanlegum geisla- diski. Þar til hann kemur út er fátt annað að gera fyrir íslendinga en að krossleggja fingur og senda Svölu baráttukveðjur út í hinn harða alþjóðlega tónlistarheim. SVALA Björgvinsdóttir héfur gert túnamóta útgáfusamning. Svala Björgvinsdóttir gerir stórsamning Dýfðu í 1000 eyja sósu á mbl.is, leik þar sem þú getur unnið miða fyrir tvo með súpu og brauði á leikritið 1000 eyja sósu eftir Hallgrím Helgason eða kvöldverð fyrir tvo í Iðnó við Tjörnina. Um þessar mundir frumsýnir Hádegisleikhús Iðnó 1000 eyja sósu, nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason. í verkinu kynnumst við Sigurði Karli sem er ævintýramaður í íslensku viðskiptalífi. Taktu þátt í leiknum, það er aldrei að vita! H>mbl.is -J\LLTAf= £/TTH\SA£J A/ÝTT~ 1000 eyja sósa frumsýnd í Iðnó Morgunblaðið/Jón Svavarsson FLUGFREYJAN tekur á móti gestinum. STEFÁN Karl sestur í flugsljórasætið. KOLBRÚN Guðmundsdóttir flugfreyja gerir athugasemdir við farsímanotkun... ... svo hann laumast til að tala 1 farsímann á salerninu. Hitað upp í flugvél ►EINLEIKURINN 1000 eyja sósa eftir Hallgrím Helgason verður frumsýndur á morgun í hádegisleikhúsi Iðnó. Gamanieik- arinn Stefán Karl Stefánsson túlkar þar ævintýramanninn Sig- urð Karl sem hefur flækt mál sín svo rækilega að hann ákveður að koma sér úr landi. Leikritið ger- ist í flugvél og að því tilefni brá Stefán Karl sér í prufúferð til að hita upp fyrir frumsýningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.