Morgunblaðið - 10.06.1999, Page 8

Morgunblaðið - 10.06.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðinn til að und- irbúa Kristnihátíð FORINGINN verður mikið hrifínn af þessari smásögxi, Bernharður minn, ekki svo mikið sem smáhundaþúfa seld úr landi. rð sem er komlð ti| að vera! Þú þarf ekki að bíða eftlr næsta tilboði. Þú færð okkar lága INDESIT - verð alla daga Kæliskápur RG 1145 - Kælir 114 Itr. • Klakahólf 14 Itr. • Mál hxbxd: 85x50x56 inDesu Kæliskápur RG 2190 • Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 117x50x60 Kæliskápur RG 2250 • Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 139x55x59 • Kælir 211 Itr. • Frystir 63 Itr. PFmI • Sjálfvirk afþýðing í kæli . Mái hxbxd: 164x55x60 Kælfskápur RG 1300 • Kælir 298 Itr. • Sjálfvirk afþýðing • Mál hxbxd: 150x60x60 Kæliskápur CG 1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 Itr. H««*l • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 150x55x60 TÖLSK HÖNNUN- ÍTÖLSK GÆÐI Morgunblaðið/Golli INGVELDUR Viggósdóttir með 22 punda 103 cm hæng sem hún veiddi á Vaðinu í Kjarrá. Dofnar yfir Norðurá ALLS voru komnir 94 laxar á land úr Norðurá í gærdag, en þá var þriðja holl sumarsins að ljúka veiðum. Afl- inn varð aðeins 12 laxar og því óhætt að segja að dregið hafi verulega úr veiðiskapnum eftir firnagóða byrjun. Af þessum 94 löxum voru 12 dregnir á land á Munaðarnessvæðinu og einn á Flóðatanga, að sögn Gunnars Jóns- sonar veiðivarðar. Eins og fram hefur komið landaði stjórnarholl SVFR 43 löxum í byrjun og hópurinn sem tók við veiddi 26 laxa. Priðja hollið fékk svo 12 stykki eins og að framan var getið. Gunnar sagði Flóðatangalaxinn hafa veiðst fyrsta dag júní og þar hefðu auk þess veiðst milli 30 og 40 vænir silungar, bæði urriðar og bleikjur, flestir í Hlöðutúnskvísl og Kastalahyl. Að sögn Gunnars er nær allur lax- inn stór og fallegur, en þó hefur eng- inn enn komið á land sem slær út hinn áætlaða 16 punda lax Kristjáns Guðjónssonar frá fyrsta morgninum. Einn og einn smálax er farinn að slæðast með í aflanum. Norræn samtök náms- og sfarfsráðgjafa Islendingar taka við stjórn samtakanna Anna Sigurðardóttir NÝLEGA tóku ís- lendingar við stjórn NSNS, sem eru samtök náms- og starfsráðgjafa á Norð- urlöndum. Anna Sigurð- ardóttir námsráðgjafi í Kennaraháskóla Islands er varaformaður samtak- anna. „Samtökin voru stofn- uð fyrir tæplega fimmtíu árum og eru samstarfs- vettvangur náms- og starfsráðgjafa frá Finn- landi, DanmörkUj Nor- egi, Svíþjóð og Islandi, en aukaaðild að samtök- unum eiga Álandseyjar, Færeyjar og Grænland." Anna segir að Island hafi orðið fullgildur aðili árið 1997. „í samtökun- um eru 14 aðildarfélög og 6500 félagsmenn. NSNS er einnig aðili að alþjóðlegum samtökum náms- og starfsráðgjafa IAVEG/AIOPS í gegnum nor- rænu samtökin. Þau hafa frá ár- inu 1991 átt fulltrúa í stjórn þeirra samtaka og er fulltrúi okkar Peter Plant frá Dan- mörku og starfar hann sem rit- stjóri málgagns samtakanna.“ Anna segir að auk sín séu í nýkjörinni stjórn samtakanna Guðrún A. Stefánsdóttir, for- maður, námsráðgjafi í Fram- haldsskóla Vestfjarða á ísafirði, Anna Kristín Halldórsdóttir, ritari, fræðslufulltrúi hjá Sam- skipum og Marín B. Jónasdótt- ir, gjaldkeri, náms- og starfs- ráðgjafi hjá Hringsjá, starfs- þjálfun fatlaðra. - Hvað er framundan hjá ný- kjörinni stjórn norrænu sam- takanna? „Stjórn norrænu samtakanna er skipuð til þriggja ára og við höfum þegar gert fram- kvæmdaáætlun fyrir þann tíma. Við munum leggja áherslu á að kynna samtökin og auka samskipti og upplýsingaflæði á milli félagsmanna." Anna segir að unnið verði markvisst að því að koma upp samskiptaneti náms- og starfsráðgjafa á Net- inu og búa til heimasíðu sam- takanna. „Stjórnin mun auk þess leggja áherslu á umræðu um menntun og þjálfun náms- og starfsráðgjafa með það að markmiði að þeir verði hæfari til að leiðbeina þeim sem leita eftir ráðgjöf, hvort sem er um nám eða störf. Þær starfsstéttir sem heyra undir samtökin hafa mjög mismunandi menntun að baki, allt frá viku námskeiði til þriggja ára háskóla- náms.“ - Standa samtökin fyi-ir endurmenntun- arnámskeiðum eða ráðstefnum? „Já, það er eitt af hlutverkum samtakanna. ágúst síðastliðnum var haldin stór ráðsþefna á vegum samtak- anna á íslandi. Efni ráðstefn- unnar var hvernig bregðast skuli við brottfalli úr skólum og á vinnumarkaði. Alls sóttu 127 náms- og starfsráðgjafar frá öll- um Norðurlöndunum ráðstefn- una og þótti hún takast mjög vel. Akveðið hefur verið að næsta ráðstefna NSNS verði í ►Anna Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla íslands árið 1980 og starfaði við kennslu í Æfinga- skóla Kennaraháskóla íslands til ársins 1991. Anna nam námsráðgjöf við Háskóla ís- lands og stundaði framhalds- nám í hússljórnarfræðum í Kennaraháskólanum. Hún hefur síðan starfað sem námsráðgjafi við Menntaskól- ann í Hamrahlíð en hóf störf við Kennarahskóiann sem náms- og starfsráðgjafi árið 1998. Anna hefur einnig starf- að sem kennari á vegum MFA frá árinu 1998. Eiginmaður hennar er Sveinn Karlsson kennari og eiga þau fjögur börn. Vesterás í Svíþjóð árið 2000. Yfirskrift þeirrar ráðstefnu verður: Náms- og staifsráðgjöf til ungs fólks á nýrri öld. Eru margir náms- og starfsráð- gjafar starfandi á íslandi? „í Félagi náms- og starfsráð- gjafa eru nú um 130 félagsmenn en það er skortur á náms- og starfsráðgjöfum hér á landi því eftirspumin eftir starfskröftum þeirra er mikil.“ Anna segir að aukin áhersla sé lögð á náms- og starfsráðgjöf í nýjum aðal- námskrám. Einnig er eftirspum á almennum vinnumarkaði. -í hverju er starí náms- og starfsráðgjafa fólgið? „Markmiðið er að veita þjón- ustu í málum sem tengjast námi og starfi og aðstoða nemendur í persónulegum málum sem hafa áhrif á nám þeirra. „ Anna segir að í framhalds- skólum sé bundið í lögum að þar skuli starfa námsráðgjafi og einnig starfa þeir í háskólum. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig ráðið námsráð- gjafa í sína gmnnskóla og mark- mið framtíðarinnar er að allir nemendur grannskóla á íslandi eigi aðgang að náms- og starfs- ráðgjöfum. Anna segir að í framtíðinni muni kröfur um náms- og starfs- ráðgjöf aukast því fólk er að læra allt lífið til að standast kröfumar í nútímasamfélagi. Til þess þarf góða leiðsögn í námi og starfi. Skortur á náms- og starfs- ráðgjöfum f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.