Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 22

Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1 Skráningu nýnema lýkur 15. júní nk. Alþjóðlegt IATA-UFTAA nám: Innritun í alþjóðlegt IATA-UFTAA nám stendur nú yfir. Skráningu nýnema lýkur 15. júní nk. •Nám sem veitir alþjóðlega viðurkenningu. •Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa á ferðaskrifstofum og hjá flugfélögum. •Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æf- ingum þar sem megináhersla er lögð á fargjaldaút- reikning, farseðlaútgáfu og bókunarkerfi ferðaþjón- ustu, ferðalandafræði, sölu- og markaðsmál, þjón- ustusamskipti, starfsemi og rekstur ferðaskrifstofa og flugfélaga. Kennsla hefst í september og lýkur í mars. Kennt er frá 17.30-22.00. • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera með stúdentspróf eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans í Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg frá kl. 10-15. Sími 544 5520/544 5510. FERÐAMÁLASKÓLINN í MK |l!i. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5520, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is NEYTENDUR Morgunblaðið/Jim Smart KYNNIÐ ykkur hvaða gögn á að leggja fram við sölu eins og t.d. ástandslýsingu seljanda, ferilsskrá og hvort veðbönd hvfla á bifreiðinni. Stendur til að festa kaup á notuðum bfl? A Astandsskoðun borgar sig Þegar kaupa á notaðan bíl kemur að litlu gagni að horfa aðeins á bílinn, keyra hann lítinn hring og bjóða svo í hann. Þá gæti maður lent í að kaupa köttinn í sekknum. Að sögn Bjöms Péturssonar hjá FÍB eru nokkrar þumalputtareglur sem vert er að hafa í huga þegar farið er á bílasölur méð kaup i huga. 1. Farið með bílinn í ástandsskoð- un sem er annað en venjuleg bif- reiðaskoðun. Meðalverð er á bil- inu 3.000-4.000 krónur en sú skoðun borgar sig. Kynnið ykkur hvaða gögn á að leggja fram við sölu eins og t.d. ástandslýsingu seljanda, ferils- skrá og hvort veðbönd hvíla á bifreiðinni. 2. Skoðið vel lakk bílsins og athug- ið hvort sést í ryð. Frágangur ryðvamar sést í hjólbogum. Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu í farangurs- geymslu og undir varadekkið. 3. Með segli má athuga hvort gert hafi verið við með plastfylliefn- um. Segull dregst aðeins að jámi. 4. Bankið í bretti þar sem þau er fest og í kringum luktir. 5. Falla hurðir vel að? 6. Er í lagi með framrúðuna? 7. Skrúfið rúður upp og niður, at- hugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir. 8. Athugið kælivatn á vél. Það má engin olía vera í vatninu. Olía í kæhvatni gæti bent til að „head- pakkningin" sé léleg eða að blokkin sé spmngin. 9. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni? 10. Era dropar undir bifreiðinni? Kannið þá hvort um er að ræða vélarolíu, bensín, bremsuvökva, kæhvatn eða annað. Sé leki get- ur viðgerð verið kostnaðarsöm. 11. Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana? 12. Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að véhn sé mjög sUtin. 13. Athugið smurþjónustubók. 14. Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera að minnsta kosti 1,6 mm á dýpt þar sem þeir era slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð. Hlaup má ekki vera í hjólum. 15. Ef felgurnar era dældaðar getur það verið ábending um að bíln- um hafi verið ekið óvarlega. 16. Ræsið vélina og hlustið eftir óeðlilegum hljóðum. Veitið at- hygli hvort reykurinn er blár eða hvítur. Ef hann er blár get- ur það verið merki um að hann brenni olíu. Ef hann er hvítur kann það að merkja að „head- pakkning" sé farin. 17. Hvemig er útblásturskerfið? 18. Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi. 19. Athugið höggdeyfa með að ýta á aurbretti yfir hverju hjóU. Haldi bíllinn áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir. 20. Athugið kílómetramæli. Berið álesturinn saman við almennt útlit og aldur bifreiðarinnar. Meðalakstur er 15.000-18.000 km á ári. HOT€L VALHÖLL HÓT6L VXLHÖLL 100 XR.X

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.