Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 45

Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 45 Skrúður ÍSLAND er stórkost- legt land, land mögu- leikanna. I raun skiptir það framtíð íslands og Islendinga mestu að koma auga á tækifærin og hafa kjark og þor til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Fátt er ólíklegra til framfara en að sjá hindranir hvert sem ht- ið er. Vestfírðir eru senni- lega einn harðbýlasti hluti landsins fyrir fólk, skepnur og jurtir. Þar leynast þó tækifærin víða. Og úr vestfirskum jarðvegi hefur margt sprottið. Nægir að minna á þann fjökte stjórnmálamanna, sem mótað hafa ísland nútímans. Fremstur fer Jón Sigurðsson í þeim hópi. Hægt væri að telja marga fleiri. Fyrir hundrað árum voru forystumenn Vestfirðinga öðrum fremri í verzlun og utanríkisviðskiptum og reyndar sjósókn. Vestfirðir móta alla þá sem þar lifa, mannlífið dafnar jafnt og gróðurinn. Undirrótin er þó trúin á vöxtinn og viljinn til þess að gróður mannlífs og jurta vaxi. Einn þeirra manna, sem báru með sér nýjar hugmyndir og hrintu þeim í framkvæmd var séra Sigtryggur Guðlaugsson, sem var óþreytandi að hlú að þroska ungmenna á Núpi í Dýrafirði. Sá þáttur ævistarfs hans dygði til að halda nafni hans á loft. Slík voru áhrifin af mannrækt hans. En séra Sigtryggur átti sér marga drauma. Ótrauður réðst hann í það þrekvirki að koma upp garði, sem hann nefndi Skrúð og hefur haft þau áhrif að ræktaðir garðar, sem ætlunin er að séu til sérstakrar prýði, eru nú nefndir skrúðgarðar. Ræktunaráhuga séra Sigtryggs má rekja til þriggja meginstoða í fari hans. Fyrst og fremst fór fegurðarþrá hans. Hún leiddi hann til ræktunar skraut- jurta, sem urðu áber- andi i Skrúð. Því næst fór nytsemdin. Ungur var hann þeirrar skoð- unar að aukin ræktun væri leið til að sigrast á fátækt þjóðarinnar. „I því sambandi þyrfti hvort tveggja, meiri ræktunarmenningu og meiri neyzlu innlendra matjurta.“ Loks Skrúðgarður Fegurðin er einstök, segir Olafur Helgi Kjartansson. Hvergi er _______hún meira__________ undrunarefni en þar sem hún kemur á óvart. hafði hann þá sannfæringu að rækt- unarstörf væru mannbætandi og hefðu uppeldislega þýðingu. (Sjá: Sigtryggur Guðlaugsson eftir Hall- dór Kristjánsson, Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, Reykjavík 1964; bls. 116). Ólafur Helgi Kjartansson Syningarbíll til sölu ALFAROMEO 166 2.5 V6 11/98. Ekinn 8 þús. 190 hestöfl. Sportronic sjálfskipting. 5” skjár fyrir allar aðgerðir. Loftkœling. ABS. Fjórir loftpúðar. Rafdrifin sœti. 16” álfelgur ofl.ofl. Eðalvagn með sportbílatakta. Verð á nýjum bíl kr. 3.667.000 Verð á þessum þíl kr. 3.267.000 Istraktor Smiðsbúð 2 Garðabœ sími: 5 400 800 Garðhúsgögn Vinsælu sænsku KWA garð- húsgögnin eru komin aftur. Gagnvarin fura. Gæði og ending. Val húsqöqn Ármúla 8-108 Reykjavik Séra Sigtryggur hafði mikla ánægju af gróðri jarðar og vinnunni við hann. Kristinn bróðir hans bauð honum skika undir garð úr landi Núps. Smám saman byrjaði hann að hlaða garða og gróðursetja. Hinn 7. ágúst 1909 gaf hann garðinum nafn. Skrúður skyldi hann heita. Nafnið mun komið frá Sigríði Einarsdóttur, sem var á heimili hans á Þórodds- stað í Kinn í Þingeyjarsýslu, þá stúlka á fermingaraldri. Skrúður varð réttnefni og margir komu þar að. En drýgsti samstarfs- maðurinn var án efa Hjaltlína Guð- jónsdóttir, er varð eiginkona hans 12. júlí 1918. Skrúður hafði ótvírætt uppeldisgildi. Nemendur á Núpi komu þar að ræktunarstörfum, hver árgangurinn á fætur öðrum. Skrúður hafði um nokkurt skeið verið lítt hirtur, en áhugamenn tóku sig til og nú hefur garðurinn um þriggja ára skeið verið augnayndi og ánægja þeirra sem þangað hafa lagt leið sína. Skrúður hefur margvíslegu hlutverki að gegna. Hann er til minningar um þau hjón Hjaltlínu og séra Sigtrygg. Garðurinn var einn mikilvægra þátta skólastarfs á Núpi. Það starf hefur látið undan þunga nútímans. En Skrúður er þó fyrst og fremst áminning til allra Is- lendinga um möguleg tækifæri og þá staðreynd að þrautseigja og vilji fær sigrað flest. Hindranir verða smáar. Fegurðin er einstök. Hvergi er hún meira undrunarefni en þar sem hún kemur á óvart. Þeir sem hafa heimsótt Skrúð síðustu árin geta borið um það, að garðurinn er sem vin í eyðimörkinni, svo sker hann sig úr. Fyrst og fremst er Skrúður þó tákn þess að manninum er ekkert ómögulegt ef viljinn og trúin er fyrir hendi. Verkinu sem séra Sigtryggur Guðlaugsson hóf fyrir rúmum níu áratugum er hvergi nærri lokið. Það er ef til vill rétt að hefjast. Því ráða undirtektir þeirra sem leitað verður til með stuðning við áframhaldandi uppbyggingu. Höfundur er sýslumaður á Ísafírði og einn þríggja í framkvæmdastjóm Skrúðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.