Morgunblaðið - 10.06.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.06.1999, Qupperneq 50
JðO FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kosovo í dag JÁ, og nú bendir skoðanakönnun á vegum Dags til þess að um 55% Is- lendinga séu hlynnt því að landher á vegum Atlantshafsbandalagsins verði sendur til Kosovo. Svarhlut- fallið mun hafa verið 77% og voru 45% andvíg öllu slíku hernaðar- brölti. Eg verð nú að segja að ég held að þeir sem styðja slíkt viti hreinlega ekkert um hvað þeir eru að tala og að þeir sem eitthvað viti um málið hafi einfaldlega ekki skoðað málið ofan í kjölinn. , Serbum er það ekkert nýtt að * berjast gegn innrásarherjum í land sitt. I þær fimm aldir sem Tyrkir réðu langmestum hluta Balkanskagans háðu Serbar stöðuga andspyrnu gegn hernámi þeirra uns endi var bundinn á það undir lok síðustu aldar. í síðari heimsstyrjöldinni tókst Serbum, undir stjóm Títós marskálks, að halda aftur af þýska hernum, öflug- ustu stríðsvél sem nokkurn tímann hefur verið sett saman, í heil fjögur ár. Serbía er ekkert Irak. írak er eyðimörk að langmestu leyti en Serbía er að stórum hluta fjalllendi. I Irak var hvergi hægt að fara huldu höfði, en það er vel hægt í landslagi Serbíu. Serbum hefur sjálfum gengið nógu erfiðlega að uppræta svokallaðan Frelsisher Kosovo. Ef landhér á vegum Atlantshafs- bandalagsins verður sendur til Kosovo mun hann aðeins lenda í sömu stöðu og Serbar nú. Þetta verður að- eins annað Vietnam, önnur Tsjetsnía. Atl- antshafsbandalagið treystir í öllu á hernað- armátt sinn, en það gerðu bara Þjóðverjar líka í seinni heims- styrjöldinni. Það gerðu B andarílg' amenn sömuleiðis í Víetnam og Kóreu og Rússar í Tsjetsníu. Það er annars greinilegt að alger örvænting ríkir í herbúðum Átl- antshafsbandalagsins. I þeirra hug- um snýst Kosovo-málið ekki lengur um að frelsa eitthvað fólk undan kúgun, hafi það einhvern tímann gert það. Það snýst um að Atlantshafsbandalagið geti haldið höfði að ein- hverju leyti. Fyrir þá snýst málið fyrst og fremst um álit um- heimsins á bandalag- inu, annars væru þeir löngu hættir þessum loftárásum. Átlants- hafsbandalagið er að falla algerlega á tíma samkvæmt orðum tals- manna þess sjálfs. Þeir héldu að loftárásir myndu bjarga öllu fyiár þá eins og í Irak, en þeir höfðu rangt fyrir sér. Ofbeldi leysir Hjörtur J. Guðmundsson Jakkaföt án vestis Bindi HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Stríð Fyrir Atlantshafs- bandalagið snýst málið fyrst og fremst um álit umheimsins á banda- laginu, segir Hjörtur J. Guðmundsson, annars væru þeir löngu hættir þessum loftárásum. engan vanda, það eykur aðeins á þann vanda sem fyrir er. Nú þegar hafa einhver hundi’uð óbreyttra borgara í Serbíu og Svartfjallalandi fallið í loftárásum Atlantshafsbandalagsins. Fyrir fá- einum vikum fórust um tvö hund- ruð þegar ellefu flugskeyti fóru af leið og lögðu um 600 hús í verka- mannahverfi borgar nokkuiTar í Serbíu í rúst. Talsmenn Atlants- hafsbandalagsins fullyrða þó að að- eins hafi verið um eitt flugskeyti að ræða. Nokkuð öflugt flugskeyti það sem eyðileggur 600 hús. Maður gæti e.t.v. ímyndað sér að eitt flug- skeyti gæti farið af leið, en ellefu? Mistök gerast vissulega en þetta er nú einum of, enda ekki langt síðan annar harmleikur átti sér stað af völdum Atlantshafsbandalagsins þegar albanskri flóttamannalest var eytt af orrustuþotum banda- lagsins. Enn styttra er síðan lang- ferðabifreið, sem hlaðin var óbreyttum borgurum, var eytt með þeim afleiðingum að einhverjir tug- ir fórust. Til að kóróna síðan allt tókst orrustuþotum bandalagsins síðan nú fyrir skemmstu að skjóta þremur flugskeytum á sendiráð Kína í Belgrad og fórust þar fjórir og um tvö hundruð særðust. Þar átti víst að hæfa næsta hús við hlið- ina en þó er það nú svo að tvö hund- ruð metrar eru frá sendiráðinu og yfir í næsta hús. Þetta voru víst allt mistök líka samkvæmt talsmönnum Atlantshafsbandalagsins. Mér þyk- ir nú farið að verða allt of mikið um þessi mistök, og það með þetta full- komnum vopnabúnaði, tölvustýrð- um í gegnum gervihnetti. Svo ekki sé nú minnst á hversu gífurlega flóttamannastraumurinn hefur aukist frá Kosovo eftir að loftárásimar hófust, þó að tals- menn Atlantshafsbandalagsins full- yrði að straumurinn sé óbreyttur frá því fyrir árásimar. A.m.k. var ekkert til á þessu svæði sem kallað- ist flóttamannabúðir fyrir árásimar en nú em nágrannalönd Serbíu bókstaflega að dmkkna í flótta- mönnum. Eftir að árásirnar hófust fjalla fréttir frá Kosovo sömuleiðis nær eingöngu um hið gífurlega vandamál sem flóttamannastraum- urinn hefur í för með sér. Kvöld eft- ir kvöld er þetta það eina í fréttun- um frá Kosovo, en inn á milli er síð- an skotið stóryrðum og hrokafull- um yfírlýsingum talsmanna Atl- antshafsbandalagsins og leiðtoga Vesturveldanna. Höfundur er lagancmi og áhuga- maður um sagnfræði. ' GÓLFEFNABÚÐIN Borgartuni 33 flísar ^jyæða parket ^yóð verð ^jyóð þjónusta http://rit.cc enskar þýðingar og textagerð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.