Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖLLUSVEIT Suðurhlíðarskóla lék tvö lög við skólaslitin. Suðurhlíðar- skóla slitið SUÐURHLÍÐARSKÓLA var slitið í níunda sinn mánudaginn 31. maí. Skólinn, sem áður hét Bamaskóli Aðventista, hóf starfsemi sína árið 1928. í tilkynningu frá skólanum kem- ur fram að 51 nemandi stundaði nám við Suðurhlíðarskóla í vetur í 1. til 9. bekk. „Eins og gefur að skilja verður andrúmsloftið heimilislegt með þessum nemendafjölda þar sem allir þekkja alla, bæði kennarar og nemendur, og hefur því verið leitað nokkuð eftir að koma í skól- ann nemendum sem orðið hafa fyrir einelti í fjölmennari skólum,“ segir í fréttatilkynningu. Við skólaslitin lék bjöllusveit skólans undir stjórn Steinunnar Theódórsdóttur, tónmenntakenn- ara, og yngstu nemendumir fluttu frumsaminn ballett við Blómavals- inn úr Hnetubrjótnum undir stjóm kennaranna Sigrúnar Lilju Jóns- dóttur og Árdísar Orradóttur. Suðurhlíðarskóla var við þetta tækifæri afhent viðurkenning fyrir sigur í keppninni „Femur á grænni grein“, en nemendur skólans hafa skolað og safnað fernum frá því Mjólkursamsalan hvatti fólk fyrst til að gefa fernum framhaldslíf. Pá em kassar í hverri skólastofu undir pappír sem fara á í endurvinnslu. ÚTSKRIFTARHÓPURINN ásamt Hirti Guðnasyni skólastjóra. Fyrsta útskrift Margmiðlunarskólans MARGMIÐLUNARSKÓLANUM var slitið í fyrsta sinn laugardag- inn 5. júní sl. Tólf nemendur út- skrifuðust. Nemendurnir hafa í vetur öðl- ast þekkingu á grafískri hönnun, skönnun, tölvuumsjón, hljóð- vinnslu, vefsíðugerð og mynd- bandagerð. Þeir hafa lært á ýmis forrit, s.s. FreeHand, Photoshop, 3D Studio Max, QuarkXPress, SoundEdit, Cubase, DreamWea- ver, Director, Flash og Premier. Þá hefur hópurinn fræðst um Netið sem framtíðarfjölmiðii, ISDN-tengingar, höfundarrétt, vörumerkjavemd, siðfræði í upp- lýsingaiðnaði nútímans og gerð margmiðlunarefnis frá hugmynd til dreifingar geisladisks. Nemendurnir heimsóttu og kynntu sér margmiðlunarfyrir- tæki, hljóðver og fylgdust með upptöku og þáttagerð fyrir sjón- varp. Tuttugu kennarar, bæði er- lendir og innlendir, komu að kennslu við skólann. Lokaverkefni nemenda vora vefsíður og margmiðlunardiskar. Hjörtur Guðnason skólastjóri segir hópinn þann fyrsta hér á Iandi sem hefur gagngert verið o'i menntaður til að vinna marg- ;pj miðlunarefni næstu aldar. Nú stendur yfír skráning í skólann fyrir næsta vetur. .5 Dýfðu í 1000 eyja sósu á mbl.is, leik þar sem þú getur unnið miða ffyrir tvo með súpu og brauði á leikritið 1000 eyja sósu eftir Hallgrím Helgason eða kvöldverð fyrir tvo í Iðnó við Tjörnina. Um þessar mundir frumsýnir Hádegisleikhús Iðnó 1000 eyja sósu, nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason. í verkinu kynnumst við Sigurði Karli sem er ævintýramaður í íslensku viðskiptalífi. Taktu þátt í leiknum, það er aldrei að vita! Hmbl.is —ALLTAf^ e/TTH\SA£> NÝTl Iþróttaskor Kennaraháskóla Islands á Laugarvatni Tímamót í íþróttamenntun 32 ÍÞRÓTTAKENNARAR braut- skráðust frá íþróttaskor Kennara- háskóla Islands á Laugarvatni 29. maí. Þetta var sfðasta brautskráning íþróttakennara samkvæmt lögum um íþróttakennaramenntun frá 1972. Með Iögum frá 1. janúar 1998 var nýr háskólj, Kennaraskóli Islands, stofnaður. fþróttakenn- aramenntun, sem hefur verið tveggja ára nám, fellur nú undir starfsvið hins nýja skóla og lengist um eitt ár. Nám í íþróttafræði er nú komið á háskólastig, en kennsla mun áfram fara fram á Laugar- vatni. Þennan sama dag tók mennta- málaráðherra Björn Bjarnason fyrstu skóflustunguna að nýjum nemendagörðum á Laugarvatni. Ákveðið hefur verið að byggja allt að 24 hjónaíbúðum á næstu þrem- ur árum. Byggingarfélag náms- manna mun sjá um byggingu þess- ara garða en stefnt er að því að fyrstu 8 íbúðirnar verði tilbúnar 1. september árið 2000. Morgunblaðið/Sigrún Harpa BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýjum nem- endagörðum. >(Örttustö(fin □OiTDTOaO SterkargarðplÖnturíúrvali, I skjólltelti, skðgmkt og dektirplimtm. ypíi aUii! Olirwi fMi RÍL tld) tóiJ satwiíi <emm) u Hugsaðu um húðina er frábært á sjúkrahúsinu og enn vheima! Fæst í flestum apótekum Dreifmg T.H. Arason sf., fax/sími 554 5748 og 553 0649

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.