Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 10
¦:-¦.¦*¦ 10 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Yfírmaður Flugleiða í Bandaríkjunum þakkar það flugmanni að ekki varð slys Ákvörðun tekin á ör- skotsstund réð úrslitum EINAR Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Flugleiða, segir að þegar form- leg niðurstaða rannsóknar á atvikinu á Kennedy-flugvelli aðfaranótt mánudags, þegar flutningavél frá Air France sveigði í veg fyrir Flug- leiðavél í flugtaki, liggur fyrir hvíli það á flugmálayfirvöldum í Banda- ríkjunum að taka ákvarðanir um hugsanlegt framhald málsins, en ekki sé við því að búast að Flugleiðir grípi til frekari aðgerða. „Þetta er ekki einangrað atvik og tengist umræðu sem stöðugt er í gangi um hvernig auka megi öryggi í flugi og þáttum því tengdu," segir hann. Fjðlmiðlar hafa ekki átt þess kost að ræða við flugstjóra og flugmann Flugleiðavélarinnar og segir Einar þeirri stefnu fylgt af hálfu félagsins að meðan rannsókn stendur yfir á einhverju máli tjái hlutaðeigandi að- ilar sig ekki um einstaka þætti þess, á svipaðan hátt og tíðkast með t.d. sjópróf. ,Á meðan formlegar niðurstöður rannsakenda liggja ekki fyrir hafa Flugleiðir litlu við þetta mál að bæta. Við höfum bæði verið í sambandi við bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) og hina ríkisreknu en óháðu rann- sóknarstofnun öryggisráð samgöngu- mála (NTSB), en þessir aðilar standa að rannsókn málsins hvor í sínu lagi, og höfum við sent út skýrslu flug- manns sem tekin var af honum hér á landi. Því til viðbótar eigum við von á af þeirra hálfu að tekin verði viðtöl við flugstjóra okkar og flugmann, væntanlega í næstu ferð þeirra til Bandaríkjanna," segir Einar. Einstök ákvörðun flugstjóra I frétt PRNewswire á fréttasíðu leitarvefjarins Yahoo! er haft eftir Gunnari Eklund, yfirmanni starf- semi Flugleiða í Bandaríkjunum, að hann finni til mikils þakklætis vegna þess að enginn farþeganna 185 í vél Flugleiða eða sjö manna áhöfn hafi orðið fyrir meiðslum vegna atviksins, „þökk sé einstakri ákvörðun flug- stjórans sem tekin var á örskots- stund og tafarlausum viðbrögðum hans í kjölfarið", sagði Eklund. Einar segir að samkvæmt þeim upplýsingum um atvikið sem hann hafi undir höndum hafi flugmenn ís- lensku vélarinnar ekki þurft að hefja hana á loft fyrr en þeir ætluðu sér, heldur hafi vélin verið í flugtaki þeg- ar vél Air France fór yfir á flug- brautina. „Þarna þurfti hins vegar að taka skjótar ákvarðanir og ég held að ég geti fullyrt að það að stöðva vélina hafi aldrei verið valkostur," segir Einar. Hann segir að farþegar vélarinnar hafi ekki orðið varir við atvikið og ekki verið talin ástæða til að greina þeim sérstaklega frá því á heimleið- inni, enda hefði það aðeins verið til þess fallið að vekja þeim ástæðulaus- an óróleika eða óþægindi á heimleið- inni. „Við unnum úr þessu með eðli- legum hætti, tilkynntum atvikið og skýrslur voru gerðar og síðan var greint frá þessu opinberlega síðar um daginn," segir hann. Lán að ekki fór ver Hann kveðst ekki reka minni til þess að þota frá Flugleiðum hafi áð- ur lent í sambærilegu atviki í þau ell- efu ár sem hann hefur starfað hjá fé- laginu og þeir sem hann hafi rætt við hjá Flugleiðum vegna málsins minn- ist sömuleiðis ekki atviks af þessu tagi. „Þessi nándaratvik sem um hef- ur verið að ræða hafa verið af allt öðru tagi, yfirleitt í lofti og um miklu meiri fjarlægð að ræða. Á flugvöllum er mjög mikilvægt að umferðarstjórnun gangi snurðu- laust fyrir sig, ekki síst þegar um- ferð er jafnmikil og á Kennedy- flugvelli og t.d. Heathrow-flugvelli eða á flugvellinum í Frankfurt, sem eru gríðarlega stórir. Umferðar- stjórnun á þessum vöilum er mjög öflug en þrátt fyrir það má búast við að slík nándaratvik komi upp einstaka sinnum. Nálægðin var hins vegar mjög mikil í þessu til- tekna atviki og maður þakkar sín- um sæla fyrir að þetta var þó ekki nær - þá hefði getað farið illa - og að við eigum kost á að varpa önd- inni léttar eftir á fremur en að vera í hinni stöðunni." Kringlan Ovissa um sunnu- dagsopnun TILLAGA um að skylda allar verslan- ir í Kringlunni til að hafa opið á sunnu- dögum milli kl. 12-18 fékkst ekki af- greidd á almennum félagsfundi versl- unareigenda og leigjenda. Að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, stjórn- arformanns Kringlunnar, eru uppi hugmyndir um að bjóða upp á sunnu- dagsopnun í tengslum við stækkun Kringlunnar 30. september nk. Ragnar Atli sagði að stjórn Kringl- unnar hefði verið að athuga hvort verslanir í Kringlunni ættu að hafa opið á sunnudögum. „Það hefur reyndar verið opið hérna áður á sunnudögum og þá hafa menn ráðið því sjálfir en nú er meiningin að skylda verslanir til að hafa opið," sagði hann. Verslunareigendur og leigjendur voru boðaðir á félagsfundinn til að ná fram sem flestum sjónarmiðum, að sögn Ragnars Atla, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu tillögunnar á fundin- um og hefur verið ákveðið að boða til annars fundar til að heyra nánar hljóðið í kaupmönnum. „Menn skipt- ust í tvo hópa," sagði hann. „Sumir eiga auðvelt með að hafa opið, sér- staklega stærri verslanir, en þær minni eiga erfiðara með það." Umhverfis- ráðherra hitti Bjer- regaard UMHVERFISRAÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, átti á þriðjudag fund með Ritt Bjerregaard, fram- kvæmdastTJóra Evrópusambands- ins á sviði umhverfismála. Umhverfisráðherra gerði grein fyrir stöðu umhverfismála á Is- Iandi og að mikilvægt væri að tryggja áfram að hafið umhverfis landið héldi hreinleika sínum, að því er segir í fréttatilkynningu. í þessu sambandi nefndi ráðherra sérstaklega stóðu umhverfismála í norðvesturhluta Rússlands og mengun frá Seilafield í Bretlandi. Vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir ísland væri nauðsynlegt að standa öflugan vörð í umhverfis- málum gagnvart hafinu. Fram kemur í tilkynningunni að umhverfisráðherra hafi kynnt áherslur íslands varðandi mengun hafsins, einkum vegna þrávirkra lífrænna efha og vikið að sérstöðu Islands varðandi Kyoto-bökunina. ísland hefði fyrir árið 1990 gripið til stórtækra ráðstafana til þess að draga úr losun koltvíoxíðs með því að hita upp hús með heitu vatni í stað mengandi orkugjafa. Um helmingur Islendinga á farsíma UM 105.000 landsmenn nota GSM- síma eða 38%, að sögn Ólafs Stephen- sen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Ef allir farsímanotendur eru skoðaðir, þar með taldir NMT-símnotendur, kemur í ljós að 48% íslendinga eru farsíma- eigendur, sagði Ólafur ennfremur. Jafnframt sagði hann að íslending- ar væru í fjórða sætí yfir þær þjóðir þar sem flestir notendur GSM-síma eru. Flestir notendur eru í Finnlandi, eða rúmlega 60% landsmanna, næstir þeim eru Svíar og Norðmenn. í júnímánuði var slegið met í fjölg- un GSM-notenda hjá Landssímanum því að notendum fjölgaði um tæplega 5000. SIV Friðleifsdóttir og Ritt Bjerregaard funduðu 29. júní um umhverfismál. Nathan & Olsen áfryja STJÓRN Nathans & Olsens hf. hefur ákveðið að áfrýja til Hæsta- réttar dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. mánu- dag í skaðabótamáli sem fyrirtækið höfðaði á hendur Pricewaterhou- seCoopers ehf. og Gunnari Sigurðs- syni endurskoðanda. Nathan & 01- sen hf. unir hvorki forsendum dómsins né niðurstöðum og telur óhjákvæmilegt að láta á það reyna á æðra dómsstigi hvort ábyrgð end- urskoðenda á íslandi gangi mun skemur en talið hefur verið til þessa og gerist og gengur í grann- ríkjunum sem búa við hliðstæða í dómi Héraðsdóms voru PricewaterhouseCoopers ehf. og Gunnar Sigurðsson endurskoðandi sýknuð af kröfum Nathans & 01- sens um skaðabætur að upphæð 25,5 milljónir kr. auk vaxta og máls- kostnaðar vegna misræmis sem komið hafði fram í bókhaldi félags- ins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þáverandi gjaldkeri hafði dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækis- ins og var dæmdur til að sæta tveggja ára fangelsi í mars 1997. Gestur Steinþórsson skattstjóri í Reykjavík Þörf á því að ein- falda skattkerfið GESTUR Steinþórsson, skatt- stjóri í Reykjavík, kveðst geta tekið undir flest það sem fram kom í sjónarmiðum Þorsteins Haraldssonar endurskoðanda í grein í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Þar segir Þorsteinn að of fáum sé ætlað að vinna of mikið verk þegar kemur að skattskilum. Skattkerfið miðist við að allir skili framtölum sínum á sama tíma. Þetta séu vandamál sem eru ekki ný af nálinni en lítið hafi verið að- hafst í því að gera breytingar til einföldunar. Gestur segir að þörf sé á því að einfalda skattkerfið en varar við oftrú á flóknara form og að tölvuvinnsla leysi allan vandann. Gestur segir að svo til óbreyttur starfsmannafjöldi hafi verið hjá Skattstofunni í Reykjavík frá 1990 þrátt fyrir mikla aukningu á verk- efnum. Nefnir hann þar sérstak- lega fjármagnstekjuskatt og fyrir- framgreiðslu vaxtabóta. „Ég held að það sé mjög þarft að löggiltir endurskoðendur sýni því áhuga að reynt verði að finna einhverjar aðrar leiðir í þessum málum. Skýrslugerðin er orðin mun flóknari en var og eflaust er mun seinlegra fyrir löggilta end- urskoðendur að ganga frá framtöl- um. Þeir rétt ná að ljúka framtöl- um fyrir einstaklinga með rekstur en þá eru allir lógaðilar eftir sem ekki næst að ljúka fyrr en í haust. Ég held því að það sé mjög brýnt að finna einhverjar nýjar leiðir til þess að koma þessu í skikkanlegan farveg," segir Gestur. Álagningin orðin flókin Gestur kveðst ekki sjá neina eina lausn á þessum máli. „Menn verða að gæta sín á því að fyllast ekki oftrú á flóknara form og að tölvuvinnsla leysi allan vandann. Því má ekki gleyma að það þarf einnig að hyggja að því að afla þarf talna til að fylla alla þessa reiti. Álagningin er orðin afar flókin, einnig gagnvart almenn- ingi. Upptaka á fjármagnstekju- skatti hefur skapað okkur gífur- lega mikla vinnu því það er mikill fjöldi sem þarf að telja þetta fram. Einnig má nefna gífurlega aukningu á hlutabréfaeign al- mennings og ekki óalgengt að sjá framtöl þar sem heilu síðurnar greina frá hlutabréfaeign. Þetta er einnig mikil vinna fyrir þá sem sjá um framtalsgerðina," segir Gestur. Hann segir að frá því að tekju- skatturinn var tekinn upp 1921 hafi verið rætt um það að einfalda skattkerfið og á því sé þörf. „Ég bind miklar vonir við það að nýr fjármálaráðherra hafi áhuga á því að taka málið nokkuð föstum tök- um og skoða það alveg frá grunni. Til marks um það má nefna að hann hefur þegar sett í gang um- fangsmikla vinnu varðandi virðis- aukaskattinn," segir Gestur. i1- ÍJ Morgunblaðið/Jim Smart Hundar velkomnir Á KAFFI Nauthól í Nauthóls- vík er boðið upp á sérstakan hundamatseðil fyrir þá hunda sem leið eiga hjá með eigend- um sínum og ætti því ekki að væsa um þá fjórfættu á meðan staldrað er við. Að sögn Maríu Björnsdóttur, eins eigenda kaffihússins, er hundunum boðið upp á hundabein og slög en þurrfóður þegar þau eru ekki til. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.