Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 1
*cgmiH*toifr STOFNAÐ 1913 146. TBL. 87. ARG. FOSTUDAGUR 2. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ekkert samkomulag á N-Irlandi um myndun heimastjórnar og afvopnun IRA Blair og Ahern leggja fram tillögur til lausnar Belfast. Reuters, AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, munu í dag leggja fram tillögur sínar um hver verði næstu skref í friðarumleitunum á Norður-írlandi eftir að ljóst varð í gærkvöldi að leiðtogar stríðandi fylkinga í héraðinu myndu ekki ná samkomulagi um myndun heima- stjórnar og afvopnun öfgahópa, eftir fjögurra daga maraþonviðræður. Deilendur komu aftur að samn- ingaborðinu um hádegi í gær, þrátt fyrir að frestur sem Blair gaf þeim til að ná saman hefði runnið út um miðnætti kvöldið áður. I sundur dró hins vegar í gærdag og var talið að viðræðurnar væru við það að fara út um þúfur um níuleytið í gærkvöldi. Gerði Blair þá lokatilraun til að þoka málum áfram en allt kom fyrir ekki. Var tilkynnt að Blair og Ahern myndu í dag leggja fram yfirlýsingu þar sem skjalfestur væri sá árangur sem náðst hefði í viðræðunum og mat lagt á hvort hann gæti orðið vís- ir að fullri sátt. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, lýsti seint í gær miklum vonbrigðum með að ekki hefði tekist samkomulag og sagði flokk sinn hafa gert allt sem í hans valdi stóð til að svo mætti verða. Sakaði hann sambandssinna um að standa í vegi samkomulags en sagði að eins og málum væri nú kom- ið væri það í höndum Blairs og Aherns að ákveða næstu skref. Da- vid Trimble, leiðtogi Sambands- flokks Ulsters (UUP), yfirgaf hins vegar Stormont-kastala án þess að ræða við fréttamenn. Tóku „söguleg, risavaxin" skref Blair hafði verið vongóður um það við upphaf funda í gær að honum tækist að fá Adams og Trimble til að brúa bilið sín á milli og samkomulag næðist um afvopnun írska lýðveldis- hersins (IRA) og myndun heima- stjórnar með aðild Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA. Hafði breski forsæt- isráðherrann sagt að hvorir tveggja deilendurnir hefðu stigið „söguleg, risavaxin" skref í átt að samkomulagi um afvopnun. Eftir því sem leið á daginn varð hins vegar Ijóst að mikið vantaði upp á að saman gengi og kepptust deilendur við að kenna hvorir öðrum um hvernig komið væri. Það var alveg sama hvað reynt var, ekki tókst að telja Trimble á að samþykkja myndun heimastjórnar- innar með Sinn Féin innanborðs, nema IRA í það minnsta afhenti ein- hvern hluta vopna sinna samtímis því sem stjórnarmyndunin færi fram. Jafhframt hafði Adams gert óllum ljóst að hann gæti ekki boðið betur en loforð um að afvopnun myndi sannarlega eiga sér stað, og það fyrr en síðar. Trimble vildi hins vegar ekki taka loforð Sinn Féin um að afvopnun myndi eiga sér stað gott og gilt nema það væri skriflegt og undirritað af IRA. Reuters Sumarregn í Prag HANN hellirigndi í Prag, höfuð- borg Tékklands, í gær þegar þetta par gekk berum fótum yfir hina ævafqrnu Karlsbrú í mið- borginni. A hverju sumri leggja hundruð þúsunda ferðamanna leið sína til borgarinnar. Indverjar blása til sóknar í Kasmír Njrju f>elhf, Drasa, Srinagar. AFP, Reuters. INDVERSKI herinn blés í gær til harðrar sóknar gegn pakistönskum skæruliðum í fjöllum í norðurhluta Kasmír-héraðs á sama tíma og ind- versk stjórnvöld neituðu því alfarið að þau ættu nú í leynilegum við- ræðum um lausn Kasmír-deilunnar. Jafnframt sökuðu Indverjar Pak- istana um að hafa tekið upp á því að myrða saklausa borgara eftir að þeir gerðu sér ljóst að innrás þeirra í Kasmír hefði verið hrundið. Leið- togar skæruhðanna héldu því á hinn bóginn fram að þeim hefði tek- ist að skjóta niður eina af árásar- flugvélum Indverja. Indlandsher sótti í gær bæði með landher og flugher gegn skærulið- unum við rætur Himalaja-fjalls Indlandsmegin við þau landamörk sem skilja að umráðasvæði Pakist- ans og Indlands í Kasmír, sem ver- ið hefur bitbein þjóðanna tveggja um áratugaskeið. Indverjar segja að skæruliðarnir séu liðsmenn pakistanska hersins en því neita stjórnvöld í Islamabad og segja þá heimamenn sem ósáttir séu við yf- irráð Indlands. Lal Krishna Advani, innanríkis- ráðherra Indlands, sakaði Pakist- anstjórn um að eiga þátt í skyndi- legri fjölgun morða í Jammu- og Kasmír-héraði undanfarið, en á þriðjudag myrtu byssumenn tólf verkamenn í Kasmír-dalnum og þótt enginn hafi lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér velktist Adv- ani ekki í vafa um hver bæri sökina. „Nú þegar okkur hefur tekist að stemma stigu við innrásinni grípur Pakistan til þess bragðs, sem það hefur oft áður gripið til, að myrða saklaust fólk og leita uppi auðveld skotmörk," sagði Advani. Hörð átök í Jakarta INDÓNESÍSKIR lögreglumenn berja á andófsfdlki i' Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær eft- ir mdtmælaaðgerðir fólksins fyrir utan kjörfundarskrifstofu í miðborg Jakarta. Síðar hóf lögreglan skothríð að fólkinu og særðust þá að minnsta kosti þrír. Óeirðirnar voru hinar fyrstu í Jakarta frá því að kosn- ingar fóru fram hinn 7. júní síðastliðinn. Reuters Fórna fríinu fyrir lrk Leníns Moskvu. The Daily Telegraph. KOMMÚNISTAR á rússneska þinginu fórna sumar- fríinu í ár til að standa vörð um jarðneskar leifar byltingarforingjans Leníns, sem varðveittar eru í glerkistu í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, af ótta við að Borís Jeltsín noti tækifærið og láti fjar- lægja þær. Kommúnistar óttast að stjórnvöld hyggist grafa Lenín í jörðu og banna starfsemi Kommúnista- flokksins meðan á sumarleyfum stendur. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði að þingmenn flokksins myndu skipuleggja sumarleyfi sín þannig að ekki færri en 30 manns yrðu á verði við Rauða torgið hverju sinni. Munu þeir þó ekki standa beint fyrir utan grafhýsi Leníns, en fylgjast grannt með úr skrifstofum sínum þar skammt frá. Stjórnvöld virðast hafa mikla ánægju af að stríða kommúnistum með því að ýja að því að dagar Leníns á Rauða torginu kunni senn að vera taldir, og að til- skipun um bann við starfsemi Kommúnistaflokksins hafi þegar verið samin. Nokkur rússnesk dagblöð hafa meira að segja tilgreint daginn sem líkið verður fjarlægt úr grafhýsinu, og segja það verða 17. júlí, sama dag og rússneska keisarafjölskyldan var tekin aflífiáriðl918.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.