Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Miklir erfíðleikar hafa verið í rekstri vestfírskra sjávarútvegsfyrirtækja síðasta áratuginn Vandinn á sér djúpar rætur Síðustu ár hefur eign- arhald útgerðar- og fískvinnslufyrirtækj a á norðanverðum Vest- fjörðum breyst ræki- lega og talsverður flutningur orðið á kvóta og skipum á milli staða. Nú er svo komið að kvótinn á svæðinu hefur að stærstum hluta færst úr minni plássum yfír heiðarnar, á Isafjörð. Landvinnsla á svæð- inu hefur þannig átt undir högg að sækja og sameiningar í kjöl- far fjárhagserfíðleika kostað uppsagnir fjölda starfsfólks. Helgi Mar Arnason og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari voru á ferð fyrir vestan og heyrðu ofan í heima- menn um stöðu mála. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ bolfiskvinnslu Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal en þangað mun bolfiskvinnsla Gunnvarar hf. flytjast eftir sameiningu fyrirtækjanna í haust. Þá verður engin bolfiskvinnsla í Isafjarðarkaupstað, í fyrsta sinn í áraraðir. AÁRUNUM 1955-1972 var stunduð þróttmikil bátaút- gerð frá Vestfjörðum, að- allega á síld á sumrin en á línu á vetuma. Þegar síld- veiðar brugðust árið 1968 fóru margir stærri bátanna að stunda togveiðar að vetrinum en minni bát- ar héldu áfram línuveiðum. I byrjun 8. áratugarins komu fyrstu skuttog- aramir til Vestfjarða. Fyrst í stað komu fimm togarar sem smíðaðir vom í Noregi, þar af þrír til Isa- fjarðar, einn á Þingeyri og einn í Súðavík. Auk þess kom einn togari í Hnífsdal sem smíðaður var í Japan. Síðar komu skuttogarar í Bolungar- vík, á Suðureyri og á Flateyri. Þeg- ar skuttogaraútgerð á norðanverð- um Vestfjörðum stóð í mestum Kristján Jóhannsson „Vorum kannski fullseinir til“ KRISTJÁN Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar hf., segir fyrstu ár kvótakerfisins hafa verið Vestfirðingum erfið. Þeir hafí verið mjög á móti kerfinu en ekki blandað sér ekki nógu snemma í slaginn um veiðiheimildimar. „Vestfirðing- ar fóru of seint að vinna með kvótakerfinu. Veiðiheimildirn- ar urðu þannig dýrari en ella. Eins má segja að hingað á svæðið hafi ekki komið það áhættufé sem fyrirtæki þurftu á að halda. Menn hafa því kannski verið fullseinir til. Það hefur hins vegar heilmikið gerst á Vestfjörðum undanfar- in ár í þessum efnum, fyrirtæki hafa sameinast og flotinn hefur þjappast saman en kannski ekki farið mikið af svæðinu. Það má segja að þungamiðjan hafi færst hingað á ísafjörð, bæði hvað varðar skip og kvóta. Það er kannski eðlilegt þar sem hér er besta aðstaðan til útgerðar." Slæmar samgöngur stóðu fyrirtækjunum fyrir þrifum Krislján segir niðurskurðinn í þorskveiðum vissulega hafa komið hart niður á Vestfirðing- um og valdið þrengingum í landvinnslu. „Sennilega er það helsta skýringin á því að halla fór undan fæti hér á Vestfjörð- um. Samkeppnin um kvótann hefur verið hörð á undanförn- um árum og þegar fyrirtækin eru veik þá liggja þau kannski betur við höggi. Þá tel ég að samgöngur innan svæðisins hafí spilað stórt hlutverk á þreng- ingartímum. Þær voru mjög erfiðar, erfiðari en í öðrum landshlutum, og það hefur jafn- vel seinkað þróuninni hér á Vestfjörðum. Það hljómar kannski tvíbent en segja má að bættar samgöngur hafi leitt til aukinnar samþjöppunar." Krislján segir að ekki megi kenna umræðunni um ójafna samkeppnisaðstöðu landfryst- ingar og sjófrystingar um hvernig komið er í sjávarútveg- málum á Vestfjörðum. „Þessi þróun í sjófrystingu hefði aldrei orðið nema fyrir að markaður- inn kallaði á slíkt. Ef ætti að hreyfa við því væri það afturför að mínu mati. Þetta er flókið mál, inn í þetta fléttast launa- mál, nýtingarmál og annað og Fiskistofa fylgist vel með þessu. Ég tel því að samkeppnisað- staða landfrystingar og sjó- frystingar sé ekki eins ófjöfn og menn vilja vera Iáta.“ Nauðsynlegt að fá fjármagn inn á svæðið Kristján segist bjartsýnn á að sameining Gunnvarar hf. við Hraðfrystihúsið hf. efli fyrir- tækið og það ætti að geta orðið mjög öflugt í framtíðinni. Hann segist sannfærður um að til lengri tíma litið muni samein- ingin efla atvinnulíf í sveitarfé- Iaginu. „Mikilvægast er að kvót- inn verði áfram í bæjarfélaginu. Þó að þessu félagi komi aðilar utan bæjarfélagins er þunga- miðjan í hlutafjáreigninni í höndum heimamanna. Það er líka nauðsynlegt að fá fjármagn inn á svæðið. Það eru að stækka einingamar, bæði í sjávarút- vegsfyrirtækjunum og í sveitar- félögunum. Þetta er að gerast um allt land. Samgöngur eru að lagast og það verður til þess að hlutirnir færast svona til. Það er mjög eðlilegt þó vissulega séu þessar aðgerðir sársauka- fullar. En það verður einnig að horfa til þess að þetta snýst ekki allt um kvótann. Þróunin í sjávarútvegi er einfaldlega þannig að störfum í landi fækk- ar, meðal annars vegna hag- ræðingar og vélvæðingar. Það er sífellt verið að framleiða meira með færra fólki. Menn verða að leita annað ef fjölga á störfum. Ég er bjartsýnn á að hér verði rekinn blómlegur sjávarútvegur í framtíðinni. Hið nýja sameinaða fyrirtæki ætti að vera nokkuð vel uppbyggt með Qölþættan rekstur og von- andi getur það stækkað enn frekar,“ segir Kristján. Einar Jónatansson „Samein- ingar von- andi til góða“ EINAR Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Gnár hf. á Bolung- arvík, segir erfiðleika sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum hafa hafist um leið og þorskkvótinn var skorinn niður. „Það er varla nokk- urt svæði á landinu sem hefur byggt jafnmikið á landvinnslu í gegnum áratugina og Vestfirðir og mjög hátt hlutfall íbúanna hefur annaðhvort stundað sjóinn eða unnið í fiskvinnslu. Þorskurinn skipti þar höfuðmáli. Það eru ekki mörg ár síðan það voru togarar í hverju plássi en þeir eru nú flestir horfnir annars staðar en á Isafirði. Það má að nokkru rekja til sam- dráttar í þorskveiðum því þá var ekki lengur grundvöllur fyrir þessu hefðbundna mynstri sem var, það er að einn ísfisktogari afl- aði einu frystihúsi hráefnis. Þegar þessi grundvöllur brást hurfu skipin, auk þess sem það varð hag- kvæmara að gera skipin út á sjó- frystingu. Það er hins vegar vit- laust gefið milli landfrystingar og sjófrystingar. Ég tel að það verði að gæta þess að allir keppi á jafn- réttisgrundvelli, annars vegar landvinnslan og hins vegar sjó- vinnslan. Það varð gríðarleg uppbygging með skuttogaravæðingunni upp úr 1970 og það er eina tímabilið sem fólki fjölgaði á Vestfjörðum á kostnað höfuðborgarsvæðisins. Þá voru frystihúsin stækkuð og fram- leiðsluaukningin varð mikil og geysilega mikill afli unninn á þessu svæði. Þegar verðbólgan geisaði og verðtrygging kom á allar fjár- skuldbindingar lentu margir í erf- iðleikum, einkum þeir sem höfðu staðið í framkvæmdum, en það var ekki síst hér á Vestfjörðum. Vand- inn er því margþættur.“ Einar segir að þrátt fyrir að Bol- víkingar hafi nú þurft að horfa á eftir veiðiheimildum úr plássinu sé nánast ekkert atvinnuleysi í Bol- ungarvík í augnablikinu. „En at- vinnuöryggið er ekki það sama og áður eftir sameiningu Bakka og Þorbjamar, við það hvarf stór hluti bolfiskkvótans úr bænum. í sjálfu sér er ekki hægt að kenna kaup- anda kvótans um hvernig fór. Það er engu að síður grafalvarlegt mál fyrir sjávarpláss eins og Bolungar- vík að fiskveiðistjórnarkerfið sé þannig að heilu sjávarþorpin geti staðið uppi kvótalaus. Það hefur hins vegar dregið mjög úr áhrifum þessa kvótamissis hér í Bolungar- vík að gríðarleg uppbygging hefur orðið í smábátaflotanum. Það er ekki síst því að þakka hvernig Sparisjóður Bolungarvíkur hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.