Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 56
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Grænlensk börn s læra sund á Islandi Nýtt afgreiðslukerfi í Bláa lóninu í notkun Unnið að þróun á nj^u öryggiskerfí _ Á MORGUN eru væntanleg til fs- ^lands 30 börn frá Ammassalik- svæðinu á Grænlandi. Þeim hefur verið boðið að sækja hér sund- námskeið, en vegna skorts á sund- laugum á Grænlandi mun sund- kennsia þar vera lítil sem engin. Að komu barnanna hingað til lands standa Flugfélag fslands, auglýsingafyrirtækið Location Greenland-Iceland og Kópavogs- bær, auk ýmissa annarra aðila. Sagði Vilborg Einarsdóttir hjá Location Greenland-Iceland að aðeins væri til ein sundlaug á Grænlandi og því væri sund- kennsla þar sama og engin. Auk þess mun sundlaugin vera á vest- ^urströndinni og nýtist hún því íbúum Ammassalik-svæðisins ekki neitt. Sagði Vilborg sundkunnáttu grænlenskra barna vera mjög ábótavant af þessum sökum og mun það hafa leitt til fjölda slysa þar sem börn hafa drukknað. Ákváðu fyrrnefndir aðilar því, að frumkvæði Kristjáns Friðriksson- ar, sem rekur Location Green- Iand-Iceland, að bjóða grænlensk- um börnum til sundnámskeiðs hérlendis. Verður námskeiðið haldið í Kópavogslaug og stendur það í viku. Ekki verður eingöngu synt meðan á heimsókn grænlensku barnanna stendur, því þau munu einnig skella sér í keilu, fara út að borða og bregða sér í bíó, svo eitt- hvað sé nefnt. Sagðist Vilborg vera þess fúllviss að heimsóknin yrði hin skemmtilegasta, bæði fyrir börnin og þá sem að henni standa, enda þótt undirtónn henn- ar væri vissulega alvarlegur. Kvaðst hún jafnframt vonast til þess að heimsóknin gæti orðið fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfi Islendinga og Græn- lendinga í t.d. skóla- og heilbrigð- ismálum. NÝTT afgreiðslukerfi verður tekið upp á nýja staðnum í Bláa lóninu sem opnaður verður fyrir almenning föstudaginn 9. júlí. Hver gestur fær armband með tölvukubb þegar hann greiðir aðgangseyri og er armband- ið notað til að komast inn, læsa fata- skáp og til að versla með á baðsvæð- inu ef hann kýs svo. Einnig verður mögulegt að fylgjast betur með bað- gestum, hversu margir eru á staðn- um og hversu margir eru í lóninu. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, tjáði Morgunblaðinu að tölvukubburinn gæfi möguleika á enn frekara ör- yggiseftirliti. Verið er að þróa það í samvinnu við íslenskt fyrirtæki. „Með þessu kerfi getum við fylgst nákvæmlega með hversu margir eru á staðnum og hversu margir of- an í lóninu, en það er ekki enn þannig að hægt sé að miða út hvar hver og einn er í lóninu. Þann möguleika erum við hins vegar að skoða í samvinnu við íslenskt fyrir- tæki og munum hugsanlega þróa það sameiginlega. Þá yrði settur sendir í kubbinn þannig að staðsetja megi viðkomandi," sagði Grímur. Slæðingarnet hannað Grímur sagði að þar sem nýja lónið væri allt jafndjúpt, í mittis- hæð eða bijósthæð þeirra sem smá- vaxnir eru, yrði eftirlit auðveldara, en bæði er gæsla á svæðinu og fylgst með gestum úr varðtumum. Þá hefur verið hannað slæðingar- net í samvinnu við björgunarsveit- ina í Grindavík en með því verður hægt að slæða lónið á skömmum tíma. Næstu daga verður Bláa lónið op- ið starfsmönnum og fjölskyldum þeirra svo og iðnaðarmönnum sem unnið hafa að framkvæmdunum og segir Grímur alla stai-fsemina og kerfin verða prófuð næstu daga. Opnað verður fyrir almenning næstkomandi föstudag. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Otur sækir bráð HANN dregur ekki af sér, retriever-hundurinn Otur, þar sem hann kemur með bráð til eiganda síns, Sig- urðar B. Björnssonar. Myndin var tekin nýlega í prófi sem haldið var fyrir veiðihunda af þessu þekkta kyni. Hundarnir þykja einstakir í sinni röð og óhræddir við hvaða aðstæður sem er. ■ Hundapróf/4B Þrjár veltur í fyrrinótt ÞRJÁR bflveltur urðu í fyrrinótt og í einu tilvikinu urðu meiðsl alvarleg. Fólksbíll valt á Vesturlandsvegi, við Reynisvatnsafleggjara, klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Ökumað- ur bifreiðarinnar var meðvitundar- laus þegar lögreglu bar að og var fluttur á gjörgæsludefld Sjúki-ahúss Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs- ingum þaðan hlaut hann meðal ann- ars höfuðáverka og líður eftir atvik- um þokkalega. Farþegi var ekki tal- inn alvarlega slasaður. Þá valt fólksbíll á Suðurlandsvegi við Litlu kaffistofuna kl. 7 í gær- morgun en ekki varð alvarlegt slys. Tveir menn voru í bflnum. Var talið Slökkvilið Reykjavikur Bráðatækn- um Qölgar I SUMAR er von á tveimur bráða- tæknum til starfa við sjúkraflutn- inga hjá Slökkviliði Reykjavíkur til viðbótar við tvo bráðatækna sem starfa þar nú þegar. Þá eru þrír starfsmenn slökkviliðsins til viðbótar á leið til Bandaríkjanna í bráðatækninám sem tekur eitt ár. Bráðatæknar eru sérþjálfaðir í endurlífgun á vettvangi og í að búa um slasaða og bráðveika til fiutn- ings á sjúkrahús. Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri segir stefnt að þvi að fjórir bráða- tæknar verði á hverri vakt slökkvi- liðsins í framtíðinni. Menntunarsjóður Reykjavíkur- deildar Rauða krossins hefur styrkt sjúkraflutningamenn til bráðatæknináms erlendis og einnig til náms við Sjúkraflutn- ingaskólann. Deildin annast nú rekstur átta sjúkrabfla í Reykja- vík, en Rauði krossinn leggur til bflana og búnað þeirra. Samvinna stóru sjúkrahúsanna í Reykjavfk, Slökkviliðs Reykjavík- ur og Rauða krossins hefur skilað þeim árangri að Reykjavík er í hópi fimm fremstu borga Evrópu hvað varðar árangur af endurlífg- un utan sjúkrahúsa. ■ í bráðri neyð/B 1. Framkvæmdastjöri Básafells hf. „Vandinn er heimatilbúimU Segir Vestfírðinga ekki hafa unnið með fískveiðistjórnunarkerfínu SVANUR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf. á Isa- firði, segir vanda fiskvinnslunnar á Vestfjörðum ekki eingöngu liggja í ytri aðstæðum, heldur innan fyrir- tækjanna sjálfra og sé þannig heimatilbúinn. Svanur segh- andstöðu Vestfirð- inga við stjómunarkerfi fiskveiða hafa skaðað fyrirtækin fyrir vestan því menn hafi ekki unnið með kerf- inu. Hann segir afnám aflamarks- kerfisins auka enn á vanda fisk- vinnslunnar á Vestfjörðum. Verða að vinna úr heimildum „Það er ekki alltaf hægt að finna skýringarnar í kvótakerfinu. Menn verða einfaldlega að sníða sér að ökumaður hafi sofnað undir stýri. Þriðja bflveltan varð á Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði klukkan hálf- fimm í gærmorgun. Ökumaður stakk eftir vexti. Vestfirðingar hafa ákveðnar veiðiheimfldir og verða að vinna úr því sem þeir hafa. Heimildirnar hafa ekki minnkað á Vestfjörðum meira en gerst hefur annars staðar. Þær að- gerðir sem fyrirtækin em í núna eru einmitt til þess ætlaðar að styrkja fyrirtækin og byggja upp rekstur til framtíðar á þeim afla- heimildum sem við höfum úr að spila. Það væri því glapræði að breyta forsendunum nú þegar fyr- irtækin eru sem veikust fyrir. Ef fiskveiðistjórnunarkerfinu yrði breytt í dag myndi það endanlega gera út af við sum fyrirtæki á Vest- fjörðum," segir Svanur. ■ Vandinn á sér/10-13 fólksbfls missti stjórn á bifreið sinni og hlutu tveir menn sem í bílnum vora smávægfleg meiðsl. Gmnur leikur á að ökumaður hafi verið ölv- aður. Morgunblaðið/Jón Stefánsson BÍLL VALT við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en bifreiðin er stórskemmdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.