Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 19 LISTIR Menningarborgin Prag 2000 Prag er ein af borgunum níu sem valdar voru sem Menningarborgir Evrópu árið 2000. Hávar Sigurjónsson leit inn á skrif- stofur Pra^ 2000 og forvitnaðist um hvað yrði helst á döfínni í borginni menning'ar- árið mikla. Michal Prokop, stjórnandi Prag 2000, segir að í upp- hafi hafi hverri borganna níu verið fengið sérstakt verkefni og Prag sé ætlað að leggja sér- staka áherslu á menningararf. „Þetta er hefðbundið en víðfeðmt verkefni þar sem arfurinn sem for- feðurnir hafí látið okk- ur í té er ekki aðeins gjöf heldur felur í sér skyldur okkur til handa. Skyldur til að varðveita og þróa menningararfinn um aldamótin. Einnig verður að hafa í huga að arfurinn felst ekki einungis í minnis- merkjum og listaverk- um, heldur einnig í hefðum varðandi hugs- un, menntun og lífsmáta - arfur sem enn lifir.“ Það kemur fram í samtali okkar að Tékk- um er mjög í mun að ganga að fullu inn í samfélag vestrænna þjóða eftir 50 ára ein- angrun, þar af 40 ár undir stjórn kommún- ista. „Frá því í nóvem- ber 1989 hefur tékk- neskt samfélag getað dregið andann frjálst að nýju og það hefur smám saman rifjast upp fyrir okkur að á tímum fyrsta lýðveldis Tékkóslóvakíu 1918-1938 og undir stjórn Austurísk-ung- verska keisaradæmis- ins var tékkneskt menningarlíf fjölþjóð- legt. Franz Kaflca, Gustaf Meyrink og Rainer Maria Rilke bjuggu í Prag og skrifuðu á þýsku. Albert Einstein þróaði byltingarkenndar vísindakenningar sínar í Prag, Ant- onin Dvorák samdi tónlistina sína og Jaroslav Seifert orti ljóðin sín. Þetta verður að endurspegla í dag- skránni fyrir Prag 2000, varpa ljósi á sögu borgarinnar og stöðu henn- ar í Evrópu, lífið í borginni í dag og framtíð hennar á næstu öld,“ segir Michal Prokop. Jan Kasl, borgarstjóri í Prag, tekur undir þetta og segist sjá tækifæri fyrir borgina til að kynna sig; bæði sem háborg menningar, lista, sögu og mennta í Tékklandi og sem mistöð viðskipta og fjár- málastjórnunar landsins. „Það er engin tilviljun að á næsta ári verða ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans haldnir í Prag - sem sýnir vaxandi mikil- vægi borgarinnar og landsins alls í alþjóðaviðskiptalífinu," segir borg- arstjórinn. Saga borgarinnar Verkefninu Prag 2000 er skipt í þrjá meginhluta sem greinast svo hver fyrir sig í smærri þætti. Hlutarnir þrír eru Saga borgarinnar, Opin borg og Borg til að búa 1. Að sögn Tomasar Kybal, sem fer með stjórn alþjóð- legra samskipta fyrir Prag 2000, er Sögu borgarinnar skipt upp í tvo þætti sem fengið hafa vinnuheitin „Uppsprettur menn- ingarlegrar fortíðar" og „Andi borgarinn- ar“. „Of langt yrði að telja upp alla viðburði sem falla undir þessa þætti en þó má nefna þrjár sýningar sem verða allar opnaðar í haust og standa fram á árið 2000,“ segir Kybal. „I október verður opnuð mjög stór sýning á verkum symbólistans og Art Nouveau listamanns- ins Frantiseks Bileks. Þessi sýning verður í Borgarbókasafni Prag pg einnig í Bilek Villa. I desember verður opnuð sýning sem nefnist Sögulega Prag og sýnir einstakar gamlar ljósmyndir úr borginni en samhliða verða myndir af sömu stöðum sem teknar hafa verið á þessu ári. Þann 14. desember verð- ur opnuð viðamikil sýning í Ráð- húsi Prag sem nefnist „Fæðing heimsborgar; nútíma byggingarlist í Mið-Evrópu 1890-1937“. í þessu samhengi má nefna sýninguna „1100 ár af byggingarlist í Prag“ sem opnuð verður í New York í september í National Academy of Design. Fyrir áhugasama um byggingarlist verða tvær sýningar til viðbótar en í allt eru listviðburð- ir undir þessum lið tuttugu og tveir talsins.“ Undir titlinum Andi borgarinnar verða tólf sýningar og viðburðir. Af þeim má nefna að í apríl verður opnuð sýningin Dularfulla Prag (Praha Mystica) í neðanjarðar- göngum undir Gamla torginu sem eru yfirleitt lokuð almenningi. I maí verður opnuð sýning sem nefnist Evrópsk dulhyggja og Rósakross- riddararnir. Þá má einnig nefna að opnað verður nýtt safn gamalla bfla, Prag Automuseum, og er það m.a. gert til að undirstriká mikil- vægi iðnaðar fyrh- viðgang borgar- innar, að sögn Tomasar Kybal. Opin borg Mikil áhersla er lögð á tengsl Prag við hina ýmsu heimshluta í dagskránni sem fellur undir þenn- an hluta og Tomas Kybal útskýrir að hugmyndin að baki titlinum felist í því að Prag, ásamt landinu í heild, hafi verið lokuð umheiminum um hálfrar aldar skeið. „Nú hefur borgin og landið opnast, við opnum allar gáttir til umheimsins og minn- umst þess að Prag var áður mikil- væg alþjóðleg menningarborg. Þeirri stöðu viljum við ná að nýju. Meðal dagskrárliða sem undir þennan lið falla eru alþjóðlegar leiksýningar, myndlistarsýningar, danssýningar, ljósmyndasýningar, óperusýningar, tónleikar, tækni- sýningar og margt fleira. Hluti af þessu er umfangsmikið samstarf á milli menningarborganna, sýningar sem fara á milli borganna, lista- menn allra borganna taka sameig- inlega þátt í viðburðum og vel við hæfi að nefna verkefnið Raddir Evrópu sem er sameiginlegurkór menningarborganna undir stjórn íslensks stjórnanda, Þorgerðar Ingólfsdóttur. Borg til að búa í I Prag býr rúmlega ein milljón manna eða einn tíundi hluti lands- manna allra. Tomas Kybal segir að með dagskrá þessa liðar sé reynt að endurspegla þá fjölbreytni sem ríki í menningarlífi borgai'innar við aldamótin 2000 og til að ná utan um alla þætti þess hafi þessum hluta verið skipt í þrennt; Prag sem menningarlegt rými, Borgin sem við viljum búa í og Hugmyndir fyrir 21. öldina. „Undir fyrsta liðinn falla alls kyns uppákomur úti um alla borgina, svo sem götuleikhús, dans- sýningar, rokktónleikar og ekki má gleyma Prag - borgin á ánni. Þar verða ýmsar sýningar, tónleikar og leiksýningar á bátum og prömmum á Moldá yfir sumannánuðina. Und- ir annan liðinn falla ýmsir sérhæfð- ari viðburðir og ráðstefnur um tengsl menningar- og efnahagslífs. Þá verða birtar niðurstöður um- fangsmikillar könnunar, Prag og menningarlífið, sem gerð var á veg- um félagsvísindadeildar Karlshá- skólans. Undir þriðja liðinn, Hug- myndir fyrir 21. öldina, falla sýn- ingar og viðburðir sem sameina tækni og menningu á ýmsan hátt, margmiðlunarverkefni skipa þar stóran sess, svo og ýmiss konar framúrstefna í myndlist og tónlist," segir Tomas Kybal. Hér hefur að sjálfsögðu aðeins verið stiklað á því allra helsta sem menningarborgin Prag býður upp á næstu 12-18 mánuðina. Ekki má gleyma því að menningarlíf í Prag er alla jafna mjög fjölbreytt svo að menningarárið 2000 sker sig ekki úr að öðru leyti en því að framboðið verður enn meira og margbreyti- legra en ella. Michal Prokop I I I I I M I I I M I M M ■ M I Tímarit • FJÓRÐA hefti af Jóni á Bægisá er komið út. Að þessu sinni er tímaritið einkum til- einkað þýðingum á barnabók- menntum.. Krístján Arnason skrifar um sambúð þýðingarlistarinnar og þýðingarfræðinnar. Soffía Auð- ur Birgisdóttir birtir grein um textatengsl, tvítyngi og tvíbura- texta. Þau Jóhanna Þráinsdóttir og Veturliði Guðnason rita um sjónvarpsþýðingar en þau hafa starfað á þeim vettvangi um tveggja áratuga skeið. Guðlaug Gísladóttir segir frá fyrstu þýddu barnabókinni á íslensku, sem út kom í lok átjándu aldar. Þá skrifar Inga S. Þórarinsdótt- ir um íslenska þýðingu Guðrún- ar B. Guðsteinsdóttur á barna- bókinni Thor eftir W. D. Val- gardson og spjallar svo við Guð- rúnu Helgadóttur um erlendar þýðingar á bókum hennar. Guð- rún Dís Jónatansdóttir ræðir við Guðna Kolbeinsson um þýð- ingar á erlendu bamaefni í sjón- varpi og stýrir líka umræðum um þýðingai’ á barna- og ung- lingabókmenntum. I umræðun- um taka þátt, auk Guðrúnar, Árni Arnason, Hildur Hermóðs- dóttir, Iðunn Steinsdóttir og Olga Guðrún Ámadóttir. „Sagan um það hvernig tón- listin barst til jarðarinnar" nefnist gamalt mexíkóst ævin- týri frá 16. öld sem birtist hér í þýðingu Baldurs Oskarssonar. Hann íslenskar einnig sögu frá Guatemala. Tvær sögur eftir þýska skáldið Peter Bichsel ásamt örsögu eftir Bertold Brecht era í þýðingu Franz Gíslasonar. Að lokum minnist Sigurður A. Magnússon þeirra Oskars Ingi- marssonar og Hannesar Sigfús- sonar. Fjórða hefti af Jóni á Bægisá er 87 blaðsíður. Verð ílausasölu er 1200 kr., áskriftarverð er 900 kr. Útgefandi er Ormstunga. SMÁSAGN ASAMKE PPNI LISTAHÁTÍÐAR í REYKJAVÍK Listahátíð í Reykjavík efnir til smásagnasamkeppni á Listahátíð árið 2000 í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar. Smásagnasamkeppnin er samstarfsverkefni Ríkisútvarpsins, Vöku-Helgafells og Listahátíðar. VerSlaun verða veitt fyrir bestu smásögurnar og mun RíkisútvarpiS í tilefni af 70 ára afmæli sínu greiSa verSlaunahöfum: kr. 200.000.- í 1. verðlaun kr. 100.000.- í 2. verðlaun kr. 50.000,- í 3. verðlaun Bókaforlagið Vaka-Helgafell mun síðan gefa verðlaunasögurnar út á bók ásamt 7 sögum úr keppninni til viðbótar og annast greiðslur höfundarlauna skv. taxta Rithöfundasambands Islands. Jafnframt verða smásögurnar 10 sem bestar þykja, lesnar í útvarpi. Dómnefnd velur smásögurnar og þar af 3 til verðlauna. Skilafrestur til að senda inn smásögur er 15. október 1999. Sögurnar skulu ekki hafa áður birst á prenti og ber að skila þeim undir dulnefni, en rétt nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. lúúlM, Framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík, Pósthólf 88, 121 Reykjavík Ný framköllunarvél sem skilar meiri myndgæðum í " 1 Filma fylgir klukkustundaframköllun á 35 mm filmum ^ ABS framköllun laugardaga frá kl .f?M.ookL 9 00 ■18 00 MIÐBÆJAR MYNDII og sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Austurstræti 20 Sími 561 1530 * Yfirlitsmynd fylgir framköllun sunnudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.