Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ A Hafnarrölti með góð- vinum Grunnavíkur-Jóns Grunnavíkur-Jón, ritari Arna Magnússonar, var merkur fræðimaður, eins og Sigrún Davíðs- dóttir komst að á göngu með góðvinum hans. Jón Helgason prófessor fór ekki alltof vel með nafna sinn frá Grunnavík í bók um hann á sínum tíma og Halldór Laxness gerir hann að furðufugli og „nörd“ löngu áður en hugtakið var fundið upp. I rauninni var hann grandvai' og góður fræðimaður og nú hafa nokkrir núlifandi starfsbræður hans og aðrir velþenkjandi menn tekið sig saman um að endurreisa fræðimannsheiður Jóns Ólafssonar frá Grunnavík. Hópurinn kallar sig Góðvini Grunnavíkur-Jóns og eru sautján manns; þau Guðrún Kvaran, Jakob Yngvason, Svavar Sigmundsson, Þorgerður Árnadótth-, Gunnlaugur Ingólfsson, Guðrún Ása Grímsdótt- ir, Sigurgeir Steingrímsson, Mar- grét Eggertsdóttir, Guðbjöm Sig- urmundsson, Þórunn Sigurðardótt- ir, Guðmundur Hálfdanarson og Árni Björnsson. Auk þess er Stefán Karlsson, handritafræðingur og fyrrum forstöðumaður Árnastofn- unar, alúðarvinur. Heiðursfélagi var einnig Jakob Benediktsson, fyrrum ritstjóri Orðabókar Háskól- ans, en hann lést í vetur. Til félags- manna teljast einnig tveir útlimir en það eru áhugamenn um Jón Ólafsson búsettir erlendis. Eins og fleiri samtímamenn var Jón afkastamikill bréfritari. Hann hafði það meðal annars fyrii' sið að skrifa löndum sínum heima fyi-ir fréttabréf til að efla þekkingu þeirra á gangi mála í Danmörku og skrifaði þá auk annars fréttir úr blöðunum. Bréfin eru hin fróðleg- asta heimild, bæði um hugarheim og atburði þess tíma. Og ekki má gleyma að Jón skrifaði eina bestu frásögn sem til er af brunanum mikla í Höfn 1728, þegar bókasafn og heimili Árna Magnússonar (1663-1730) brann ásamt svo mörgu öðru. Auk þess að halda fundi, ráð- stefnur og sinna útgáfum á verkum Jóns hefur félagið þegar gefið út ráðstefnurit um störf Jóns, Hag- þenki, eftir Jón sjálfan og nýlega fékkst styi'kur frá Menningarsjóði til að gefa út ritgerðasafn eftir Jón og er verið að ljúka undirbúningi ritsins til prentunar. Einnig hafa góðvinir Grunnavíkur-Jóns, eins og hópurinn kallar sig, farið á slóðir Jóns. Nýlega hittust vinirnir í Kaupmannahöfn tU að þræða slóðir hans þar í borginni, sem Jón bjó í mestan hluta ævi sinnar. Hver var hann þessi Grunnavíkur-J ón? En ef Jón Helgason tók nafna sinn ekki nógu virðulegum tökum og Laxness gerir grín að honum, hver var hann þá þessi Grunnavík- ur-Jón? Jón er jafnan kenndur við fæðingarstað sinn, Stað í Grunna- vík, þar sem hann fæddist 1705, sonur Ólafs prests Jónssonar og konu hans Þórunnar, sem einnig var prestsdóttir. Þegar hann var sex ára var hann settur í fóstur hjá Páli lögmanni Vídalín og fimmtán ára fór hann í Hólaskóla. Þaðan lá leiðin út til Hafnar, þar sem hann fór í guð- fræði og lauk prófi með fyrstu ein- kunn 1731. En hann var líka skrif- ari hjá Áma Magnússyni og var æ síðan viðloðandi safn Árna og styrkþegi þess sjóðs, sem Árni stofnaði tU að íslenskum handritum og fræðum yrði sinnt. Það komst greinilega fátt annað að en fræðin því hann kvæntist aldrei en átti dótturina Guðrúnu þegar hann var orðinn rúmlega fer- tugur með þjónustustúlku á Þing- eyrum. Þótt hann byggi erlendis fjarri barnsmóður sinni kom hann því svo fyrir að dóttir hans erfði jörð eftir hann á íslandi. Frá kirkjugarðinum á krána Allt þetta og meira tU höfðu Góð- vinirnir að sjálfsögðu bak við eyrað er menn hittust á laugardags- morgni í Assistenskirkjugarðinum til að hefja gönguna um Hafnar- slóðir Grunnvíkingsins og þar höfðu þær Marinne Overgaard, sér- fræðingur á Árnastofnun, Guðrún María Svavarsdóttir læknanemi og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfund- ur slegist í hópinn. Daginn áður hafði verið farið út í Brede, byggðasafn úti í Lyngby, er tilheyrir Þjóðminjasafninu danska/ Þar höfðu menn kynnt sér híbýla- hætti og klæðnað á dögum Jóns til að geta betur gert sér í hugarlund aðstæður hans. Og tU að komast enn betur inn í hugarheim þessa tíma var í ferðinni snæddur matur að hætti 18. aldar. Eitt kvöldið var matseðillinn baunasúpa, þverhand- arþykkar sneiðar af reyktu og nýju svínafleski, medisterpylsa og svína- halar og í eftirrétt pönnukökur með sultu og þeyttum rjóma. Jón hlyti að hafa glaðst af slíkum krásum Góðvina sinna. I kirkjugarðinum var það Jorgen Ask norrænufræðingur sem tók á móti gestunum og gekk með þeim um garðinn, sem hann er fróður um. Þarna liggja ekki aðeins merk- ir íslendingar, heldur einnig merk- ir íslandsvinir eins og Carl Christi- an Rafn (1795-1864). Yfir hann er reistur stór rúnasteinn, sem Mari- anne Overgaard sá strax að ekki muni bera réttar rúnir, heldur síð- ari tíma uppdiktaðar rúnir. Leiðin liggur framhjá leiði ým- issa merkra íslendinga. Grímur Thorkelín (1791-1829) leyndar- skjalavörður átti glæsilegan feril í Danmörku og safnaði bókum og forngripum, sem hann átti kannski auðveldara með því hann kvæntist auðugri ekkju, líkt og Árni Magn- ússon gerði. Bókasafnið missti Grímur í brunanum 1807 en tókst að ná saman góðu safni aftur. Grímur kom víða við, gaf meðal annars út fyrstur manna fornenska hetjukvæðið Bjólfskviðu. Eftirmað- ur hans í þessu virðulega embætti var Finnur Magnússon (1781— GÓÐVINIR Grunnavíkur - Jóns. 1847), sem einnig er grafinn þama, en hér reynir á þekkingu því gröf hans er án legsteins. Fjölnismenn voru allir grafnir í kirkjugarðinum, nema Tómas Sæ- mundsson, sem einum þeirra félaga auðnaðist að flytja aftur til íslands. Meint bein Jónasar voru síðan flutt til Islands eins og kunnugt er. Brynjólfur Pétursson (1810-1851) er grafinn þar sem nú stendur helj- armikil eik. „Af honum er mikill stofn kominn", varð einhverjum Góðvinanna að orði og það má til sanns vegar færa. Menn voru líka að velta fyrir sér hvort í þessu tréi leyndust ekki einhverjar frumeind- ir úr Brynjólfi, en ekki voru tök á að greina það í þessari heimsókn. „Nú reynir á lærdóminn“, varð mönnum að orði, þegar kom að ein- um glæsilegasta legsteini í öllum garðinum. Þann stein áttu Islend- ingar þátt í að yrði reistur málvís- indamanninum Rasmusi Kristjáni Rask (1787-1832) og í hans anda, því á honum eru áletranir á sanskrít, arabísku og svo með rún- um. Steinninn er teiknaður af ekki ómerkari manni en arkitektinum Michael Gottlieb Bindesbpl (1800-1856), sem meðal annars teiknaði Thorvaldsens-safnið. Hér runnu danskar þýðingar hinna framandi tungna viðstöðu- laust upp úr leiðsögumanninum. Á sanskrít stendur: „Föðurlandinu skuldar maður allt sem gera má.“ Rúnatextinn er úr Konungsskugg- sjá: „Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.“ Á arabísku stendur: „Hið sanna er ljóst, en hið falska óljóst.“ Eftir þessi hollráð á heimstung- unum var komið að leiði annars Fjölnismanns, Konráðs Gíslasonar (1808-1891). Konráð var afkasta- mikill fræðimaður fram í andlátið, en heimilislífið var erfitt. Hann gift- ist ekkju sem dó frá honum og lét honum eftir son sinn sem var van- stilltur og með síðari tíma augum greinilega þroskaheftur. Konráð vann á Árnasafni, lét því eftir eigur sínar gegn því að hugsað yrði um leiði hans og svo er enn gert. Brunasögxir Úr kirkjugarðinum lá leiðin á Wesselskrá í Sværtegade 7, skammt frá Kaupmangaragötu og Strikinu. Guðrún Ása Grímsdóttir hafði undirbúið ferðina með því að huga að hvar Jón bjó í borginni á sínum tíma og í Svertugötu, sem þá hét Regnegade bjó hann og lést. Húsnúmerið fylgir ekki sögunni, svo fræðilega séð gæti hann hafa búið á nr. 7. Það kom kráareiganda nokkuð á óvart að Góðvinirnir kusu sér súkkulaði með rjóma til drykkjar. Þótt drykkurinn sé venjulega ekki á boðstólum þar tók starfsfólkið sig til, hitaði súkkulaði og bar fram í veglegum glerkönnum. Hin and- lega hressing var borin fram af Sig- urgeiri Steingrímssyni, sem las frá- sögn Jóns af brunanum 1728. Jón segit' frá því hvernig eldur- inn kom upp miðvikudaginn 20. október. Eldsupptökin voru í húsi brennivínskaupmanns, þar sem verið var að steypa kerti. Barn komst í kerti, missti það logandi í hey, sem ekki tókst að slökkva í, auk þess sem brennivínið varð góð- ur eldsmatur. Á 60 stundum brann 61 gata í borginni og 1700 hús. Jón lýsir vel þvílík handvömm var við slökkvistarfið og svall Góð- vinunum móður af tilhugsuninni um hve óskipulega var unnið. Borgin var að mestu vatnslaus, því vatnið hafði verið tekið af til að hægt væri að fylla Peblinge-tjömina. Til slökkvistarfsins var því tekið vatn úr ræsum, en með því kom skítur, sem stíflaði og sprengdi slöngurn- ar. Utan borgarmúranna var herlið sem enginn gat gefið skipun um að hjálpa til og innan borgai-múranna var fólkið lokað inni án vatns. Með- al annars þess vegna náði eldurinn á endanum að húsi Árna Magnús- sonar. Súkkulaðið og brunasagan yljaði, svo áfram var haldið um nærliggj- andi götur að Trinitatiskirkjunni við Kaupmangaragötu, sem er sam- byggð Sívala turninum. Kirkju- garðurinn við kirkjuna var mun stærri áður og þar hlýtur Jón að vera grafinn. Giskað er á að þarna séu 60-70 íslendingar grafnir. Á endanum var Sívali turninn klifinn, en hann kallaðist Sívalistöp- ull forðum. Turninn er einn af mörgum byggingum sem Kristján IV (1577-1648) lét byggja í anda endurreisnartímans. Kóngur var bæði byggingaglaður og herskár, en var öllu heppnari í fyrrnefndu framkvæmdunum en þeim síðari. Þessi athafnasami konungur hefur mótað ásjónu borgarinnar sem blasti við Jóni ofan úr turninum líkt og okkur nú, en handan þeirra hef- ur hann horft yfir nálægar sveitir, akra og vötn. Við Góðvinunum blasti hins veg- ar Eyrarsundsbrúin í allri sinni reisn, nýjasta mannvirkið sem sést af stöplinum. Jafn hagrænt þenkj- andi og Jón var hefði hann vísast kunnað að meta þá samgöngubót, sem brúin felur í sér og þá ekki síð- ur flugvélina, sem daginn eftir flutti marga Góðvinina heim það spotta- korn, sem á dögum Jóns kostaði aldrei minna en vikusiglingu. Anda Jóns má því víða finna fyi'ir, líka þótt slóðir hans í Höfn séu yfirgefn- ar. Ormstunga aftur á Islandi LEIKRITIÐ Ormstunga með þeim Benedikt Erlingssyni og Halldóru Geirharðsdóttur sem verið er að kvikmynda verður sýnt fimm sinn- um af því tilefni. Sýning- arnar verða sem hér segir: Á litla sviði Borg- arleikhúss- ins miðviku- daginn 7. júlí kl. 20, fimmtudag- inn 8. júlí kl. 17 og föstu- daginn 9. júlí kl. 17. í Iðnó laugar- daginn 10. júlí kl. 21. Eftir þetta verður Orms- tunga aldrei sýnd aftur á leik- sviði á íslandi, segir í fréttatil- kynningu, en hins vegar má eiga von á því að leikritið líti dagsins ljós í Japan, Þýska- landi og í Færeyjum en sýn- ingunni hefur verið boðið sér- staklega þangað. Ormstunga hefur verið leik- in í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku auk þess sem hún hef- ur verið sett upp á sænsku og gengur enn fyrir fullu húsi í Svíþjóð. Norræna húsið Kynning á Kraká, menn- ingarborg Evrópu árið 2000 KRAKÁ í Póllandi verður kynnt í sumardagskrá Nor- ræna hússins á morgun, mánudag, kl. 20. Sköpun, hugsun og andlegt líf er yfir- skriftin fyrir Kraká sem menningarborg Evrópu árið 2000. Maria Anna Potocka, eig- andi gallerísins Potocka, kynnir borg sína, þriðju stærstu borg Póllands, og menningarlíf hennar. Maria Anna Potocka var ráðin 1996 sem forstöðumaður Samtíma- safnsins í Niepolomice sem opnað verður árið 2000. Dag- skráin verður á ensku og að- gangur er ókeypis. Kraká, með 750.000 íbúa, hefur á sér orð sem borg leik- húslífs og kvikmynda. Fræg- ustu nöfnin eru Andrzei Wa- jda og Tadeusz Kantor. Kraká er líka eina borgin í heiminum þar sem búa tveir nóbelsverð- launahafar í bókmenntum, Czeslaw Milosz og Wislawa Szymborska. í Kraká er einnig mikið tónlistarlíf, mörg gallerí og yfir tíu atvinnuleik- hús. Á hverju ári eru fjölmai'g- ir listviðburðir í boði og haldn- ar hátíðir hinna ýmsu list- greina. I Kraká hafa haldist virðulegar hefðir frá miðöld- um og þar hefur ætíð verið miðpunktur gyðingamenning- arinnar. Vegna þess hve mikið líf er í stúdentafélögum, klúbbum og kaffihúsum er Kraká oft kölluð fundarstaður æskunnar. I dagskrá Norræna hússins um Rraká verður m.a. sýnd tíu mínútna kynningar- mynd með ensku tali. Benedikt Erlingsson Halldóra Geirharðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.