Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 45 í DAG BRIDS Ilm.vjnn Guðmundur l'áll Arnarvon ÍTALIRNIR Bocchi og Duboin spiluðu para best á EM á Möltu, en þeir urðu hæstir í Butler-útreikningi mótsins, en þá er árangur- inn í hverju spili borinn saman á öllum borðum. Samt lentu þeir í nokkrum „butler-áföllum“, eins og til dæmis í þessu spili úr leiknum við Frakka: Norður gefur; enginn á hættu. Norður Vcstur A 973 VD875 ♦ 1087642 + _ A G V G96 ♦ Á5 + KDG10953 Austur + K10965 V 3 ♦ G9 * Á8742 Suður + ÁD42 y ÁK1042 ♦ KD3 4» 6 Bæði sex lauf og sex grönd vinnast á hendur NS, en sex hjörtu má ekki spila. I lokaða salnum sögðu Frakkarnir Bompis og de. S. Marie sex grönd í fáeinum sögnum: Vestur Norður Austur Suður De Falco Bompis Ferraro daS. Marie - 1 lauf 1 spaði^ 2hjörtu Pass 3 lauf Pass 4grönd Pass ötíglar Pass 6grönd Pass Pass Pass í opna salnum voru Bocchi og Duboin í NS gegn Multon og Mari: Vestur Norður Austur Suður Multon Bocchi Bocchi Duboin - llauf 1 spaði 2tígiar* Pass 4 fyortu Pass 4 spaðar Pass 51auf Pass Giyortu Dobl Allir Pass Tveggja tígla sögn Du- boins er yfirfærsla í hjarta og Bocchi velur að jarða lauflitinn og stekkur beint í fjögur hjörtu. Ekki kem- ur fram í skýringum móts- blaðsins hvað fjórir spaðar þýða, en að öllum líkindum er um lykilspilaspurningu að ræða með hjarta sem tromp. Fimm lauf væri samkvæmt því einn ás. Duboin stekkur þá í hálf- slemmu og Multon doblar út á eyðuna í laufi. Það er ekki auðvelt fyrir Duboin að breyta í sex grönd með einspil í laufi, né heldur Bocchi, sem sér ekki öfl- uga fyrirstöðu makkers í spaða. Þeir sátu því og greiddu íyrir 100-kall og 14 IMPa. Eftir á að hyggja virðist veiki hlekkurinn í sögnum vera stökk Bocchis í fjögur hjörtu. Trompstuðningur- inn er ekki afgerandi og laufliturinn stendur alveg undir einni meldingu. Árnað heilla r7/AÁRA afmæli. Mánu- f v/daginn 5. júlí verður sjötugur Elís G. Þorsteins- son fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans Emilía Lilja Aðalsteins- dóttir á móti skyldfólki, vinum og kunningjum, í dag sunnudaginn 4. júlí kl. 16-19 að Gjábakka, félags- heimili aldraðra, Fannborg 8, Kópavogi. BRUÐKAUP. Þann 1. jan- úar voru gefin saman í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni, Helga Ágústsdóttir og Birgir Loftsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Með morgunkaffinu Ast er... .. að tieyra flugeldahljóð þegar þið kyssist. HÆTTU nú, Lára. Þetta er hatturinn minn sem þú varst að setja upp. VIÐ erum ekki að sökkva, vatnsyfir- borðið er bara svo hátt hérna. 256 LJOÐABROT ÞORBJORN HORNKLOFI Um 900 Hrjóðr lét hæstrar tíðar harðráðr skipa börðum báru fáks ens bleika barnungr á lög þrungit. Kunna hugðak þik konung þann er á Kvinnum býr, dróttin Norðmanna, djúpum ræðr kjólum, roðnum röngum ok rauðum skjöldum, tjörguðum árum ok tjöldum drifnum. Þá eru þeir reifir, er vitu rómu væni, örvir upp at hlaupa ok árar at sveigja, hömlur at slíta en hái at brjóta; ríkula hygg ek þá vörru þeysa at vísa ráði. ORÐABÓKIN Kjöt - fiskur ALLIR munu vita, hvaða merking felst í ofan- greindum orðum. Von- andi velkist enginn í vafa um það. En skyldi samt vera full eindrægni um hana? Ég er ekki alveg viss um það. Þeir munu til, sem finnst no. kjöt vera notað um fleira en aðrir álíta réttlætanlegt eða a.m.k. æskilegt. Skal nú litið á það nánar. Fyr- ir nokkrum vikum rakst vinur þessara pistla á notkun orðsins kjöt, sem hann sagðist alls ekki fella sig við. Við samtal okkar rifjaðist það upp fyrir mér, að áður hafði ég verið minntur á þetta atriði, en mun ekki hafa minnzt á það í þessum pistlum. í Mbl. 19. maí sl., 6 B, er rætt um skel- fiskrækt í Víetnam. Þar er m.a. komizt svo að orði: „Þegar hreinsað hefur verið úr skelinni er kjötið soðið og flutt út.“ Nokkur önnur dæmi koma fyrir í frásögninni um það, að „innmatur" skelfisksins sé nefndur kjöt. Þá segir líka, að „1996 seldi fyrirtækið 2.000 tonn af skelfisk- kjöti til Evrópu.“ Vinur minn sagðist engan veg- inn geta talað um kjöt í þessu sambandi. Má vel vera, að fleiri en hann hafi sömu skoðun. Þessi notkun no. kjöt minnir mig raunar á það að hafa heyrt talað um kjöt í sambandi við fisk. Er þá átt við sjálft „holdið" á fiskinum. Því er þetta nefnt hér, að einmitt væri fróðlegt að heyra álit annarra lesenda um merkingu þessara orða. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ eftlr Frances Drake KRABBI Afmælisbam dagsins: Þú ert metnaðargjarn en það á betur við þig að vinna bak við tjöldin heldur en í sviðsljósinu. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þér finnst þú þurfa meiri tíma til að gaumgæfa málin og átt ekki að hika við að taka þér nægan umþóttun- artíma. Þá geturðu valið réttu leiðina. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér hefur tekist að halda þér í góði formi. Athygli vinnufélaganna beinist að þér svo notaðu tækifærið þér í hag. Tvíburar . (21.maí-20.júní) OÁ Þér væri hollt að hlusta á fjármálaráðleggingar fag- manna. Tækifærið býður handan hornsins en vandaðu val þitt. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Eitthvað er ekki í lagi i verk- aðferð þinni. Farðu í gegn- um allt málið og þá hlýturðu að finna hvað það er sem betur mætti fara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ÍW Það er í góðu lagi að gera sér glaðan dag þegar vel gengur en oft ekki síður þótt á móti blási. Gerðu því það sem þarf til að lyfta þér upp. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Du. Láttu þér ekki bregða þótt fleiri keppi að sama marki og þú. Óttastu ekki því sam- keppnin á bara að örva þig og hvetja til frekari dáða. Vóg "jCTX (23. sept. - 22. október) Ui Gættu þess að hafa taum- hald á skapi þínu þvi allt fer úrskeiðis ef þú missir stjóm á hlutunum.Leggðu þig fram um að skilja sjónarmið ann- Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Til þess að geta leyst vanda- máhn þarftu fyrst og fremst að viðurkenna að þau séu til staðar og svo að finna þeim lausn fyrir framtíðina. 'ogmaður 2. nóv. - 21. desember) .r áttu ekki deigan síga þótt lenn sýni hugmyndum þín- m takmarkaðan áhuga. eitaðu á önnur mið þvi nóg- fiskar eru í sjónum. Steingeit (22. des. -19. janúar) Gættu þess að bregðast ekki of hart við minniháttar mál- um. Brjóttu málin til mergj- ar og leystu þau svo eitt af öðru. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast á starfssviði þínu. Vertu þá röskur að taka ákvörðun því að hika er sama og að tapa. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér líður eins og þú eigir fáa vini en staðreyndin er sú að þeir eru fyrir hendi þegar á reynir. Þú hefur því fulla ástæðu til að vera kátur. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fjarðará til leigu . Tilboð óskast í Fjarðará í Ólaftfirði. Tilbbðsfrestur rennur út 20. júlí 1999. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skilað dl Sveinbjörns Sveinbjörnssonar Kálfsá 625 Ólafsfirði. Upplýsingar veittar í síma 462 7350 eftir kl. 19 eða tölvupósti: kalfsa@simnet.is. Stjórn Veiðifélags Ólafsfjarðarár FENG SHUI með Jon Sandifer Námskeið 16. -18. júlí • Kenndir verða grunnþættir Feng Shui • Feng Shui í daglegu lífi • Feng Shui og heilbrigt líf • Feng Shui til uppröðunar á heimili Uppiýsingar og skráning í síma 552 0756 eftir kl. 18 Hagnýtt stærðfræðinám Stærðfræði- og tölvuþjónustan er nýtt fyrirtæki sem starfar við fræðslu og ráðgjöf í upplýsingatækni. Við notkun tölva hefur mikilvæg grein verið vanrækt en það er notkun stærðfræðiforrita í framhalds- og háskólanámi. Þessi nýja tækni er bylting í hefðbundnu stærðfræðinámi og gerir nem- endum kleift að að öðlast góða fæmi við að leysa dæmi á stuttum tíma. Námið verður miklu skemmtilegra og nemendur öðlast aukið sjálfs- traust og afköstin margfaldast. Hagnýt stærðfræði 1-6 Tilgangur námsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursrikt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskól- ans og nemendum kennt að leysa verkefni og dæmi með stærðfræðifor- ritinu Maple V. Sérstök áhersla er lögð á myndræna framsetningu og lausn á hverskyns jöfnum. * Tími: 5.-30. ágúst, 72 kennslustundir. * Vönduð námsgögn á íslensku. * Vel menntaðir kennarar. * Góð greiðslukjör. ----------------Vertu með og tryggðu þérforskot-------------- Nánari upplýsingar og skráning í SÍma 552 7200 Stærðfræði- og tölvuþjónustan Brautarholti 4, Reykjavík. i i i Stjörnuspá á Netinu v^mbl.is /\L.L.TAf= eiTTH\SÆ> NÝTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.