Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 11 blóma var einn togari í Súðavík, fjórir á ísafírði, tveir í Bolungarvík, einn á Suðureyri, einn á Flateyri og lengst af einn togari á Þingeyri en þeir urðu síðar tveir. Stöðugleiki í nærri tvo áratugi Segja má að frá því skuttogara- væðingin hófst á svæðinu og allt tO loka 9. áratugarins hafi útgerð skip- anna almennt gengið vel og stöðug- leiki ríkt í rekstri þeirra. A þessu tímabili verður þannig lítil breyting á skipaflotanum, önnur en venjuleg endumýjun. ísfisktogararnir voru venjulega í eigu útgerða sem í flest- um tilfellum voru dótturfélög frysti- húsa í hverju byggðarlagi. Segja má að togararnir hafi í flestum ef ekki öllum tilfellum annast hráefnisöflun fyrir frystihúsin að langmestu leyti. A ísafirði gerði Norðurtangi hf. út einn ísfisktogara og þrjá til fjóra línubáta í eigin nafni. Ishúsfélag Is- firðinga fékk hins vegar hráefni af tveimur skuttogurum sem voru í eigu útgerðai-félaganna Hrannar hf. og Gunnvarar hf. sem áttu meiri- hluta hlutafjárins í Ishúsfélaginu. A Súðavík var gerður út togarinn Bessi IS sem gerður var út af Alft- firðingi hf. og sá frystihúsi Frosta hf. fyrir hráefni. í Hnífsdal var ís- fisktogarinn Páll Pálsson IS gerður út af Miðfelli hf. sem sá Hraðfrysti- húsinu í Hnífsdal fyrir hráefni og gerir reyndar enn. I Bolungarvík var útgerð togaranna tveggja, Dag- rúnar og Heiðrúnar, í höndum dótt- urfélaga Fiskiðju Bolungarvíkur hf. sem hétu Völusteinn og Baldur. A Suðureyri var útgerð togarans Elín- ar Þorbjamardóttur í höndum Hlaðsvíkur en hann sá Freyju hf. fyrir hráefni. Á Flateyri fékk frysti- hús Hjálms hf. hráefni af togaran- um Gylli sem gerður var út af Út- gerðarfélagi Flatcyrar og á Þing- eyri fékk frystihús Fáfnis hf. hrá- efni af togurunum Sléttanesi og Framnesi.sem Kaupfélag Dýrfirð- inga gerði út. Sléttanesi var síðai- breytt í frystitogara. Árið 1991 keyptu Norðurtangi á ísafirði og Frosti í Súðavík í sam- einingu Fiskiðjuna Freyju á Suður- eyri sem var aðaleigandi Hlaðsvík- ur. Þannig eignuðust félögin allar veiðiheimildir ísfisktogarans Elínar Hlutdeild Vestfjarða í úthlutuðu aflamarki Enn aðrir telja Vestfirðinga hafa eytt of miklu púðri í að mótmæla fisk- veiðistjórnunarkerfinu sjálfu í stað þess að taka þátt í því strax í upp- hafi með kaupum á aflaheimildum. Þorbjamardóttur og fluttu á sín skip en Elín var seld í úreldingu. I kjölfar þess sem Sléttanesi var breytt í frystitogara stofnuðu eig- endur íshúsfélags Isfirðinga og Fáfnis á Þingeyri útgerðarfélagið Arnarnúp sem kaupir helmingshlut í Framnesi og árið 1993 allt skipið og þar með allar aflaheimildir þess. Það sama ár keypti Ishúsfélagið einnig togarann Gylli og um leið nánast allar aflaheimildir á Flat- eyi-i. Síðar sameinuðust Hraðfrysti- húsið hf. í Hnífsdal, útgerðarfélag þess, Miðfell hf. og Frosti hf. í Súðavík undir nafni Hraðfrystihúss- ins hf. Básafell hf. á Isafirði varð til við sameiningu rækjuverksmiðja Básafells hf. og Rits hf. á ísafirði, útgerðarfélaganna Sléttaness hf. á Þingeyri og Togaraútgerðar Isa- fjarðar hf. og útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjanna Norðurtang- ans hf. á ísafirði og Kambs hf. á Flateyri. Og hræringamar halda áfram í sjávarútvegi Vestfirðinga. Stjómir Hraðfrystihússins hf., Gunnvarar hf. og íshúsfélags ísfirðinga hf., sem er dótturfélag Gunnvarar hf., hafa nýverið skrifað undh' viljayfir- lýsingu um sameiningu félaganna. Kvótastaða sameinaðs fyrirtækis verður um 13 til 14 þúsund þorskígildistonn. Þá hefur stjórn Básafells hf. á Isafirði samþykkt að selja skip, afiaheimildir og fasteign- ir fyrir að minnsta kosti 1,5 millj- arða króna til að minnka skuldir fé- lagsins og styrkja stöðu þess. Lítill kvóti farið af svæðinu Segja má að aflaheimildir á Flat- eyri, Suðureyri, Súðavík og Þing- eyri hafi að mestu leyti færst yfir til Isafjarðar á síðasta áratug. Þannig hefur hlutdeild Vestfirðinga í heild- arkvótanum lítið breyst síðustu ár og lítill kvóti farið af svæðinu sem nú kallast Isafjarðarbær, nema ef undan er skilin sameining útgerðar Guðbjargar IS, Hrannar hf., við Samherja hf. á Akureyri. Öðru máli gegnir hins vegar um Bolungarvík, en þar era nánast allar aflaheimildir famar eftir sameiningu Bakka hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík og eftir að Þorbjörn hf. seldi sinn hlut í fyrh’tækinu fyrir skömmu. Niðurskurður á þorskkvóta helsta orsökin í samtölum Morgunblaðsins við fólk á Vestfjörðum komu fram mjög skiptar skoðanir á því hvers vegna þróunin í sjávarútvegi hefði orðið með þessum hætti og því ljóst að or- sakanna er víða að leita. Flestir era þó sammála um að niðurskurður á þorskveiðiheimildum hafi komið harðar niður á Vestfirðingum en öðrum landsmönnum, enda hafi langstærsti hluti þess afla sem land- að var í fjórðungnum verið þorskur og fyrh'tækin haft litlar aflaheimild- ir í öðram tegundum til að byggja á þegar kvótinn var skorinn niður. Sumir benda á að vinnsla þehra hafi verið of einhæf og það sé ein megin- orsökin fyrir slæmri stöðu í sjávar- útvegsplássum fyrir vestan. Það hafi ekki samrýmst breyttu umhverfi í sjávarútvegi að hráefnisöflun frysti- húss sé í höndum eins togara. Þjón- usta við togarana hafi auk þess verið mjög kostnaðarsöm, því viðhald og annað hafi margt þurft að sækja til stærri staða enda þjónustan ekki til staðar í litlu plássunum. Samkeppn- isiðnaðurinn hafi hins vegar verið sterkari á Isafirði og þjónustan því oft á tíðum ódýrari. Þess vegna hafi útgerð togaranna gengið betur þar. Auk þess hafi einhæf vinnsla frysti- húsanna einfaldlega ekki ekki náð að vinna nægileg verðmæti úrjaflan- um, kostnaðurinn við framleiþsluna hafi verið mikill en afurðin v#ið til- tölulega ódýr. Nutu ekki uppsyeiflu í uppsjávarfiski Þá bentu margir á að þegar harðnaði á dalnum í sjávarútvegi á Islandi með niðurskurði aflaheim- ilda á 9. áratugnum hafi Vestfirð- ingar ekki notið þeirrar uppsveiflu sem varð í uppsjávarveiðum og á mörkuðum fyrir afurðir úr uppsjáv- arfiskum, einkanlega af skiljanleg- um landfræðilegum ástæðum. Sjáv- arútvegsfyrirtæki annars staðar á landinu hafi hins vegar náð að minnka niðursveifluna í bolfisk- vinnslunni með aukinni áherslu á uppsjávarfiska. Enn aðrh' benda á að Vestfirðing- ar hafi á margan hátt sýnt fram- kvæði þegar þorskveiðiheimildir drógust saman. Þannig hafi vest- firskir útgerðarmenn verið fram- kvöðlar í veiðum og vinnslu á út- hafsrækju að einhverju marki. Þeh' hafi hins vegar gert ýmsar skyssur. Ekki hafi verið keypt skip til veið- anna, heldur leigð skip úr öðram landshlutum, í afar misjöfnu ástandi, og þau dubbuð upp til veið- anna á kostnað vestfirsku útgerðar- mannanna. Þessi útgerð hafi gengið vel í nokkur ár eða þar til úthafs- rækja var kvótasett. Þá hafi eigend- ur skipanna notið góðs af og fengið kvótann en Vestfirðingar setið eftir með sárt ennið. Skortur á framsýni Enn aðrir telja Vestfh'ðinga eyða of miklu púðri í að mótmæla fisk- veiðistjómunarkerfinu sjálfu í stað þess að taka þátt í því strax í upp- hafi með kaupum á aflaheimiidum. Fyrirtækin hafi í raun verið of mörg og of lítil og veikburða til að geta tekið þátt í slagnum af alvöra. Þannig telja sumir sameiningu stóru fyrirtækjanna á Isafirði, Hraðfrysti- hússis hf. og Gunnvarar hf.; nokkram áram of seint á ferðinni. I þessu sambandi nefndu margir að stjómendur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum hefðu ekki tekið þátt í þeirri þróun að skrá fyrirtækin á opnum markaði og fá þannig áhættufjármagn annars staðar frá inn í rekstur þeirra. Aðeins Básafell hf. er nú skráð á Verðbréfaþingi Is- lands en Hraðfrystihúsið hf. er á vaxtalista þingsins. Ennfremur er það skoðun margi-a að framsýni skorti á svæðinu og ástandið eins og það er í mörgum plássum í dag einfaldlega sýna getu- leysi Vestfirðinga til að vinna fisk, eins og einn viðmælandi Morgun- blaðsins komst að orði. Bættar sam- göngur geri Vestfirðingum kleift að keppa við fyrirtæki annai's staðar á landinu á ýmsum sviðum sem þeir hafi lítið sem ekkert sinnt til þessa. Svæðið sé ekki eins einangrað og margir haldi. 'í þessu samhengi nefndu margir útflutning á ferskum fiski með flugi. Það væri alveg eins hægt að senda fiskinn í flökum úr bæjarfélaginu eins og að senda hann suður með haus og sporð. staðið að málum og stutt við við- skiptavini sína.“ Einar segist þeirrar skoðunar að Vestfirðirnir hafi að mestu orðið útundan hvað varðar uppsjávar- fiskana. Vissulega komi það til, m.a. af landfræðilegum ástæðum. „En uppgangur í þeim hluta sjáv- arútvegins þýddi það að menn lentu ekki í jafndjúpum dal á Aust- fjörðum og í Vestmannaeyjum og á fleiri stöðum. Uppsveiflan í upp- sjávarfiskunum, bæði í veiðum og á mörkuðum, hjálpaði mörgum fyrir- tækjum í gegnum erfiðleika í bol- fískvinnslu þeirra. Þessu hefur hinsvegar ekki verið að heilsa hér á Vestfjörðum. Á sínum tíma voru gríðarleg vandræði í sjávarútveg- inum í heild. En það verður einnig að líta til þess að hér á Vestfjörð- um hefur sumum fyrirtækjum gengið vel. Menn hafa verið að sameinast og búa til stærri eining- ar. Því miður gerðist það seinna og hægar hér hjá okkur en viða ann- ars staðar. Maður er að vona að það komi til góða fyrir svæðið í heild í framtíðinni þótt núna þýði það fækkun starfsfólks." Einar segir að í fjölmiðlum líti oft út fyrir að á Vestfjörðum sé allt á vonarvöl og öll starfsemi að lam- Iast. Ástandið sé þó ekki alltaf svo slæmt. „Ég er ekki að draga úr því að það ástand sem nú hefur skap- ast t.d. á Þingeyri er gríðarlega al- varlegt. En sem betur fer er það ekki algilt fyrir Vestfirði. Hér eru mörg fyrirtæki sem ganga ágæt- lega. Hins vegar er áhyggjuefni - og það á reyndar við um alla lands- byggðina - hversu margir vilja flytjast suður. Við ættum að tala Imeira um kosti þess að búa á landsbyggðinni í stað þess að tala sífeílt um neikvæðu hliðarnar þótt við verðum að berjast fyrir úrbót- um á ýmsum sviðum,“ segir Einar Jónatansson. Svanur Guðmundsson „Skýringa að leita innan fyrir- tækjanna” SVANUR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf. á Isa- firði, segir erfítt að skýra stöðu sjávarútvegs á Vestfjörðum á einhlítan hátt. Margt komi þar til. Hann segir niðurskurð á þorski hafa bitnað jafn mikið á Vestfjörðum og öðrum landshlut- um. Það sé því engin skýring ein og sér. „Það á ekki að vera neitt öðruvísi að reka fyrirtæki á Vest- fjörðum. Eg tel því að skýring- anna sé að leita innan fyrirlækj- anna sjálfra. Vandamálin eru heimatilbúin. Andstaða Vestfírð- inga gegn stjórnunarkerfi físk- veiða hefur skaðað fyrirtækin fyrir vestan því menn hafa ekki unnið með kerfínu. Og enn eru menn að tala um að breyta kerf- inu, breyta í eitthvað sem enginn veit hvað er né hvaða afleiðingar myndi hafa. En menn eiga ekki að vera að velta sér upp úr for- tíðinni, heldur byggja í samein- ingu upp til framtíðar. Menn verða að bjarga sér sjálfir, því ef menn sitja bara og bíða eftir sér- tækum björgunaraðgerðum stöðvast allar aðgerðir innan fyr- irtækjanna." Svanur bendir á að þótt Bása- fell sé skráð á ísafirði sé mikill afli unninn bæði á Flateyri og Suðureyri. „Það er ekki alltaf hægt að fínna skýringarnar í kvótakerfínu. Menn verða ein- faldlega að sniða sér stakk eftir vexti. Vestfírðingar hafa ákveðn- ar veiðiheimildir og verða að vinna úr því sem þeir hafa. Heim- ildirnar hafa ekki minnkað á Vcstfjörðum meira en gerst hef- ur annars staðar. Þær aðgerðir sem fyrirtækin eru í núna eru einmitt í því augnamiði að styrkja fyrirtækin og byggja upp rekstur til framtíðar á þeim afla- heimildum sem við höfum úr að spila. Það væri því glapræði að breyta forsendunum nú þegar fyrirtækin eru sem veikust fyrir. Ef fískveiðistjórnunarkerfinu yrði breytt í dag myndi það end- anlega gera útaf við sum fyrir- tæki á Vestfjörðum." Svanur bendir meðal annars á að á Vestfjörðum sé hærra launa- hlutfall en annars staðar á land- inu. „Það hefur verið erfiðara fyrir fyrirtækin að semja um vaktasamninga cn annars staðar. Auk þess hefur þurft að flytja fólk til Vestfjarða í stórum stíl vegna þess að það er erfítt að fá fólk til að vinna í físki. Það vant- ar yfírleitt fólk til vinnu og vand- inn er að mínu mati sá að fólk vill ekki vera á þessu svæði,“ segir Svanur. Einar Valur Kristjánsson „Kvótinn leitar í besta reksturinn“ EINAR Valur Ki-istjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, segist ekki hafa einhlítar skýi'ingar á stöðu sjávaiútvegsfyrir- tækja á Vestfjörðum, nema hvað varði sitt fyrirtæki. Þar hafi menn snemma ákveðið að vinna á þeim grandvelli sem sjávaiútveginum í landinu er skapaður. „Það era settar leikreglur í þessu kerfi og við höfum löngu ákveðið að spila eftir þessum leikreglum. En það má kannski segja að við höfum kannski verið heldur seinir að fara af stað með að ná okkur í meiri aflaheimildir. Þá tel ég að óttinn við að fá fjármagn inn á svæðið hafi verið fullmikill. Það kaupir enginn hlutabréf í þessum fé- lögum ef þau ekki skila hagnaði og vafalaust hefði mátt koma þessum félögum inn á opna markaði fyiT. Okkur hefur vantað fjármagn til að auka veiðiheimildir fyrii'tækjanna. Við höfum, eftir sameininguna við Frosta í Súðavík, heldur aukið við kvótann en hitt. Kvótinn leitar og mun leita þangað sem reksturinn er bestur. Það líðst engum til lengdar að vera með lélegan rekstur." Einar Valur segir lengi hafa verið unnið að því í fyrirtækinu að gera það að álitlegri kosti fyrir fjárfesta. „Hraðfrystihúsið er frekar lítil ein- ing, aðeins eitt frystihús með einn togara. Það hefur gengið ákaflega vel og fyrirtækið verið rekið með hagn- aði nánast frá stofnun þess árið 1941. Það verður hins vegar breyting á rekstrinum þegar framkvöðlarnir falla frá og ei’fingjar þeiiTa taka við eignarhlutnum. Erfingjamir era hins vegar flestir fluttir í burtu. Áður stofnuðu menn fy'irtæki til að hafa af þeim atvinnu. Við tókum því þá ákvörðun að opna félagið og aflétta þessum hömlum, stækka það og gera það að áhugaverðum kosti fyrir fjár- festa. Þetta ferli hófst má segja árið 1997 með sameiningu við Frosta á Súðavík. Nú erum við að sameinast Gunnvöra sem rekur frystiskip og landvinnuslu. Við ætlum hins vegar að loka landvinnslunni á Isafirði, enda hefur reksturinn þar verið fremur erfiður og á honum hefur ver- ið tap undanfarin ár. I Hnífsdal hefur vinnslan hins vegar verið rekin með hagnaði nánast hvert einasta ár. Þetta er stór sameining og við treyst- um okkur ekki til að færa þessa hag- kvæmu vinnslu inn í þetta stóra hús á Isafirði sem hefur verið óhagkvæmt. Við einfaldlega viljum ekki taka þá áhættu. Við viljum efla þá vinnslu sem gefur mest af sér en munum huga að hinu seinna. Hráefnisöflun verður áfram að langmestu leyti aí' Páli Pálssyni. Til lengri tíma munu þessar aðgerðii- efia atvinnu í bæjar- félaginu. Við höfum vissulega þurft að segja upp fólki og slíkar aðgerðh- era alltaf sársaukafullar. En góður hluti þess fólks mun fá vinnu hjá okk- ur aftur. Það getur vonandi orðið með haustinu," segir Einar Valm-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.