Morgunblaðið - 04.07.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 04.07.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 19 LISTIR Menningarborgin Prag 2000 Prag er ein af borgunum níu sem valdar voru sem Menningarborgir Evrópu árið 2000. Hávar Sigurjónsson leit inn á skrif- stofur Pra^ 2000 og forvitnaðist um hvað yrði helst á döfínni í borginni menning'ar- árið mikla. Michal Prokop, stjórnandi Prag 2000, segir að í upp- hafi hafi hverri borganna níu verið fengið sérstakt verkefni og Prag sé ætlað að leggja sér- staka áherslu á menningararf. „Þetta er hefðbundið en víðfeðmt verkefni þar sem arfurinn sem for- feðurnir hafí látið okk- ur í té er ekki aðeins gjöf heldur felur í sér skyldur okkur til handa. Skyldur til að varðveita og þróa menningararfinn um aldamótin. Einnig verður að hafa í huga að arfurinn felst ekki einungis í minnis- merkjum og listaverk- um, heldur einnig í hefðum varðandi hugs- un, menntun og lífsmáta - arfur sem enn lifir.“ Það kemur fram í samtali okkar að Tékk- um er mjög í mun að ganga að fullu inn í samfélag vestrænna þjóða eftir 50 ára ein- angrun, þar af 40 ár undir stjórn kommún- ista. „Frá því í nóvem- ber 1989 hefur tékk- neskt samfélag getað dregið andann frjálst að nýju og það hefur smám saman rifjast upp fyrir okkur að á tímum fyrsta lýðveldis Tékkóslóvakíu 1918-1938 og undir stjórn Austurísk-ung- verska keisaradæmis- ins var tékkneskt menningarlíf fjölþjóð- legt. Franz Kaflca, Gustaf Meyrink og Rainer Maria Rilke bjuggu í Prag og skrifuðu á þýsku. Albert Einstein þróaði byltingarkenndar vísindakenningar sínar í Prag, Ant- onin Dvorák samdi tónlistina sína og Jaroslav Seifert orti ljóðin sín. Þetta verður að endurspegla í dag- skránni fyrir Prag 2000, varpa ljósi á sögu borgarinnar og stöðu henn- ar í Evrópu, lífið í borginni í dag og framtíð hennar á næstu öld,“ segir Michal Prokop. Jan Kasl, borgarstjóri í Prag, tekur undir þetta og segist sjá tækifæri fyrir borgina til að kynna sig; bæði sem háborg menningar, lista, sögu og mennta í Tékklandi og sem mistöð viðskipta og fjár- málastjórnunar landsins. „Það er engin tilviljun að á næsta ári verða ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans haldnir í Prag - sem sýnir vaxandi mikil- vægi borgarinnar og landsins alls í alþjóðaviðskiptalífinu," segir borg- arstjórinn. Saga borgarinnar Verkefninu Prag 2000 er skipt í þrjá meginhluta sem greinast svo hver fyrir sig í smærri þætti. Hlutarnir þrír eru Saga borgarinnar, Opin borg og Borg til að búa 1. Að sögn Tomasar Kybal, sem fer með stjórn alþjóð- legra samskipta fyrir Prag 2000, er Sögu borgarinnar skipt upp í tvo þætti sem fengið hafa vinnuheitin „Uppsprettur menn- ingarlegrar fortíðar" og „Andi borgarinn- ar“. „Of langt yrði að telja upp alla viðburði sem falla undir þessa þætti en þó má nefna þrjár sýningar sem verða allar opnaðar í haust og standa fram á árið 2000,“ segir Kybal. „I október verður opnuð mjög stór sýning á verkum symbólistans og Art Nouveau listamanns- ins Frantiseks Bileks. Þessi sýning verður í Borgarbókasafni Prag pg einnig í Bilek Villa. I desember verður opnuð sýning sem nefnist Sögulega Prag og sýnir einstakar gamlar ljósmyndir úr borginni en samhliða verða myndir af sömu stöðum sem teknar hafa verið á þessu ári. Þann 14. desember verð- ur opnuð viðamikil sýning í Ráð- húsi Prag sem nefnist „Fæðing heimsborgar; nútíma byggingarlist í Mið-Evrópu 1890-1937“. í þessu samhengi má nefna sýninguna „1100 ár af byggingarlist í Prag“ sem opnuð verður í New York í september í National Academy of Design. Fyrir áhugasama um byggingarlist verða tvær sýningar til viðbótar en í allt eru listviðburð- ir undir þessum lið tuttugu og tveir talsins.“ Undir titlinum Andi borgarinnar verða tólf sýningar og viðburðir. Af þeim má nefna að í apríl verður opnuð sýningin Dularfulla Prag (Praha Mystica) í neðanjarðar- göngum undir Gamla torginu sem eru yfirleitt lokuð almenningi. I maí verður opnuð sýning sem nefnist Evrópsk dulhyggja og Rósakross- riddararnir. Þá má einnig nefna að opnað verður nýtt safn gamalla bfla, Prag Automuseum, og er það m.a. gert til að undirstriká mikil- vægi iðnaðar fyrh- viðgang borgar- innar, að sögn Tomasar Kybal. Opin borg Mikil áhersla er lögð á tengsl Prag við hina ýmsu heimshluta í dagskránni sem fellur undir þenn- an hluta og Tomas Kybal útskýrir að hugmyndin að baki titlinum felist í því að Prag, ásamt landinu í heild, hafi verið lokuð umheiminum um hálfrar aldar skeið. „Nú hefur borgin og landið opnast, við opnum allar gáttir til umheimsins og minn- umst þess að Prag var áður mikil- væg alþjóðleg menningarborg. Þeirri stöðu viljum við ná að nýju. Meðal dagskrárliða sem undir þennan lið falla eru alþjóðlegar leiksýningar, myndlistarsýningar, danssýningar, ljósmyndasýningar, óperusýningar, tónleikar, tækni- sýningar og margt fleira. Hluti af þessu er umfangsmikið samstarf á milli menningarborganna, sýningar sem fara á milli borganna, lista- menn allra borganna taka sameig- inlega þátt í viðburðum og vel við hæfi að nefna verkefnið Raddir Evrópu sem er sameiginlegurkór menningarborganna undir stjórn íslensks stjórnanda, Þorgerðar Ingólfsdóttur. Borg til að búa í I Prag býr rúmlega ein milljón manna eða einn tíundi hluti lands- manna allra. Tomas Kybal segir að með dagskrá þessa liðar sé reynt að endurspegla þá fjölbreytni sem ríki í menningarlífi borgai'innar við aldamótin 2000 og til að ná utan um alla þætti þess hafi þessum hluta verið skipt í þrennt; Prag sem menningarlegt rými, Borgin sem við viljum búa í og Hugmyndir fyrir 21. öldina. „Undir fyrsta liðinn falla alls kyns uppákomur úti um alla borgina, svo sem götuleikhús, dans- sýningar, rokktónleikar og ekki má gleyma Prag - borgin á ánni. Þar verða ýmsar sýningar, tónleikar og leiksýningar á bátum og prömmum á Moldá yfir sumannánuðina. Und- ir annan liðinn falla ýmsir sérhæfð- ari viðburðir og ráðstefnur um tengsl menningar- og efnahagslífs. Þá verða birtar niðurstöður um- fangsmikillar könnunar, Prag og menningarlífið, sem gerð var á veg- um félagsvísindadeildar Karlshá- skólans. Undir þriðja liðinn, Hug- myndir fyrir 21. öldina, falla sýn- ingar og viðburðir sem sameina tækni og menningu á ýmsan hátt, margmiðlunarverkefni skipa þar stóran sess, svo og ýmiss konar framúrstefna í myndlist og tónlist," segir Tomas Kybal. Hér hefur að sjálfsögðu aðeins verið stiklað á því allra helsta sem menningarborgin Prag býður upp á næstu 12-18 mánuðina. Ekki má gleyma því að menningarlíf í Prag er alla jafna mjög fjölbreytt svo að menningarárið 2000 sker sig ekki úr að öðru leyti en því að framboðið verður enn meira og margbreyti- legra en ella. Michal Prokop I I I I I M I I I M I M M ■ M I Tímarit • FJÓRÐA hefti af Jóni á Bægisá er komið út. Að þessu sinni er tímaritið einkum til- einkað þýðingum á barnabók- menntum.. Krístján Arnason skrifar um sambúð þýðingarlistarinnar og þýðingarfræðinnar. Soffía Auð- ur Birgisdóttir birtir grein um textatengsl, tvítyngi og tvíbura- texta. Þau Jóhanna Þráinsdóttir og Veturliði Guðnason rita um sjónvarpsþýðingar en þau hafa starfað á þeim vettvangi um tveggja áratuga skeið. Guðlaug Gísladóttir segir frá fyrstu þýddu barnabókinni á íslensku, sem út kom í lok átjándu aldar. Þá skrifar Inga S. Þórarinsdótt- ir um íslenska þýðingu Guðrún- ar B. Guðsteinsdóttur á barna- bókinni Thor eftir W. D. Val- gardson og spjallar svo við Guð- rúnu Helgadóttur um erlendar þýðingar á bókum hennar. Guð- rún Dís Jónatansdóttir ræðir við Guðna Kolbeinsson um þýð- ingar á erlendu bamaefni í sjón- varpi og stýrir líka umræðum um þýðingai’ á barna- og ung- lingabókmenntum. I umræðun- um taka þátt, auk Guðrúnar, Árni Arnason, Hildur Hermóðs- dóttir, Iðunn Steinsdóttir og Olga Guðrún Ámadóttir. „Sagan um það hvernig tón- listin barst til jarðarinnar" nefnist gamalt mexíkóst ævin- týri frá 16. öld sem birtist hér í þýðingu Baldurs Oskarssonar. Hann íslenskar einnig sögu frá Guatemala. Tvær sögur eftir þýska skáldið Peter Bichsel ásamt örsögu eftir Bertold Brecht era í þýðingu Franz Gíslasonar. Að lokum minnist Sigurður A. Magnússon þeirra Oskars Ingi- marssonar og Hannesar Sigfús- sonar. Fjórða hefti af Jóni á Bægisá er 87 blaðsíður. Verð ílausasölu er 1200 kr., áskriftarverð er 900 kr. Útgefandi er Ormstunga. SMÁSAGN ASAMKE PPNI LISTAHÁTÍÐAR í REYKJAVÍK Listahátíð í Reykjavík efnir til smásagnasamkeppni á Listahátíð árið 2000 í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar. Smásagnasamkeppnin er samstarfsverkefni Ríkisútvarpsins, Vöku-Helgafells og Listahátíðar. VerSlaun verða veitt fyrir bestu smásögurnar og mun RíkisútvarpiS í tilefni af 70 ára afmæli sínu greiSa verSlaunahöfum: kr. 200.000.- í 1. verðlaun kr. 100.000.- í 2. verðlaun kr. 50.000,- í 3. verðlaun Bókaforlagið Vaka-Helgafell mun síðan gefa verðlaunasögurnar út á bók ásamt 7 sögum úr keppninni til viðbótar og annast greiðslur höfundarlauna skv. taxta Rithöfundasambands Islands. Jafnframt verða smásögurnar 10 sem bestar þykja, lesnar í útvarpi. Dómnefnd velur smásögurnar og þar af 3 til verðlauna. Skilafrestur til að senda inn smásögur er 15. október 1999. Sögurnar skulu ekki hafa áður birst á prenti og ber að skila þeim undir dulnefni, en rétt nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. lúúlM, Framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík, Pósthólf 88, 121 Reykjavík Ný framköllunarvél sem skilar meiri myndgæðum í " 1 Filma fylgir klukkustundaframköllun á 35 mm filmum ^ ABS framköllun laugardaga frá kl .f?M.ookL 9 00 ■18 00 MIÐBÆJAR MYNDII og sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Austurstræti 20 Sími 561 1530 * Yfirlitsmynd fylgir framköllun sunnudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.