Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samkeppnisráð telur ekki lagagrundvöll fyrir íhlutun í yfírtöku Baugs á Vöruveltunni Markaðshlutdeild jókst ekki verulega SAMKEPPNISRAÐ hefur komist að þeirri nið- urstöðu, að með hliðsjón af túlkun dómstóla á samrunaákvæði samkeppnislaga séu ekki laga- legar forsendur fyrir íhlutun samkeppnisyfir- valda í yfirtöku Baugs hf. á Vöruveltunni hf., sem rekur verslanir 10-11. Baugur hf., sem rekur verslunarkeðjurnar Hagkaup, Nýkaup, Hraðkaup og Bónus, keypti öll hlutabréf í Vöruveltunni hinn 21. maí sl. og yfirtók þar með rekstur verslunarkeðjunnar 10-11. Samkeppnisstofnun tók yfirtökuna til skoðun- ar á grundvelli 18. gr. samkeppnislaga, en sam- kvæmt henni getur ráðið ógilt samruna eða yfir- töku sem þegar hefur átt sér stað. Skilyrði fyrir ógildingu er að yfirtakan hafi leitt til markaðs- yfirráða þess fyrirtækis sem í hlut á, hún dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiði samkeppnislaga. Byggíst á dómi Hæstaréttar Niðurstaða samkeppnisráðs nú byggist að verulegu leyti á dómi Hæstaréttar í máli sem varðaði samruna innanlandsflugs Flugleiða hf. og Flugfélags Norðurlands hf. í Flugfélag ís- lands hf. I því máli felldi Hæstiréttur úr gildi þau skilyrði, sem samkeppnisyfirvöld höfðu sett samrunanum, m.a. á þeim grundvelli að mark- aðshlutdeild Flugfélags íslands hefði ekki auk- ist svo verulega við samrunann, að skilyrði væru til að beita samrunaákvæði samkeppnislaga. I því máli hafði markaðshlutdeild Flugfélagsins aukist úr 85% í 90% við samrunann, eða um fimm prósentustig. I ákvörðun samkeppnisráðs í Baugsmálinu kemur fram að markaðshlutdeild verslana Baugs á smásölumarkaði hafi aukist um 7-8% eftir yfirtökuna á Vöruveltunni, úr u.þ.b. 50% í 57-58%. Þá er tekið tillit til þess að félagið seldi tvær Nýkaupsverslanir í tengslum við yfirtök- una til fyrirtækisins Kaupáss, sem rekur Nóa- túnsverslanirnar, 11-11 og KA. Óvissa um heimildir samkeppnisráðs „Að mati samkeppnisráðs leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Flugleiðamálinu til verulegrar óvissu um heimildir samkeppnisráðs til íhlutun- ar í samruna eða yfirtöku þegar fyrirtæki hefur verið markaðsráðandi og það styrkir stöðu sína ekki verulega með samruna eða yfirtöku. I ljósi dóms Hæstaréttar telur samkeppnisráð að Baugur hafi ekki styrkt markaðsstöðu sína í þeim mæli að samrunaákvæði samkeppnislaga verði beitt," segir í fréttatilkynningu frá Sam- kegpnisstofnun. Afram segir: „Er þá litið til þeirra markaðs- aðstæðna sem fyrir hendi eru á matvörumark- aðnum annars vegar og flugmarkaðnum hins vegar. Á matvörumarkaðnum er Baugur með lægri markaðshlutdeild en Flugleiðir voru með í innanlandsflugi, aðgangshindranir eru minni og keppinautar eru þar fleiri en á flugmarkaðnum innanlands. Samkeppnisráð telur því að ekki séu fyrir hendi forsendur til frekari ummfjöllun- ar um yfirtöku Baugs á Vöruveltunni, á grund- velli samrunaákvæðis samkeppnislaga." Athugun á matvöru- markaði heldur áfram Samkeppnisyfirvöld hafa um skeið unnið að athugun á matvörumarkaðnum og þrátt fyrir niðurstöðu samkeppnisráðs í Baugsmálinu held- ur sú athugun áfram. „Staða einstakra fyrir- tækja á markaðnum hefur þegar verið könnuð og er hún kynnt að hluta í þeirri ákvörðun sem um er fjallað hér að framan. Athugun sam- keppnisyfirvalda á matvörumarkaðnum mun ekki síst beinast að samkeppnishegðun fyrir- tækja og þeim viðskiptaháttum sem tíðkast á markaðnum, í ljósi þeirrar samþjöppunar sem orðið hefur á síðustu misserum. Athuguninni er ætlað að leiða í ljós hvort samkeppnislegar hindranir eru á markaðnum sem kunna að skaða hagsmuni neytenda. Er þess vænst að at- hugun samkeppnisyfirvalda ljúki fyrir lok þessa árs," segir að lokum í fréttatilkynningu Sam- keppnisstofnunar. Einföld en óvenju- legföt GRUNNHUGMYNDIN íþessari hönnun er einfaldleikinn. Við höld- um okkur við einföld form en samt sniðuga hugsun. Fötin eru einföld en samt óvenjuleg," segir Linda Björg Arnadóttir fatahönnuður um fatalínuna Svo sem komin er á markað um allan heim. Gengið var frá samningi um sölu og dreifingu á fatalínunni Svo í Bandaríkjunum og Japan í vikunni. Að sögn Lindu Bjargar byggist hugmynd hennar á því að fatnaður- inn sé þægilegur, sérstakur og við- ráðanlegur í verði, en jafnframt leggur hún ríka áherslu á að nota fjölbreytt og frumleg efhi, eins og til dæmis prjónaefni með plasthúð. Linda Björg segir einnig að mikil vinna sé lögð í að búa til sniðin og þau séu í raun þrívíð. Með því móti séu sniðin athyglisverð en samt sem áður sé auðvelt að sauma úr þeim. Um þessar mundir vinnur Linda Björg að sumarlúiu fyrir næsta sumar sem kynnt verður á sýningu í New York eftir mánuð. „I einni fatalínu þarf að vera fjölbreyttur klæðnaður eins og peysur, bolir, kjólar, buxur og jakkar. Fötin í h'n- unni eru bæði fín og hversdagsleg í senn og það er ekki hægt að se^ja þau í einhvern flokk," segir Linda Björg sem einnig þarf að leggja áherslu á að höfða til kaupenda hvar sem þeir eru í heiminum og hvernig sem veðurfarið hjá þeim er. Ný reglugerð um framkvæmd almanna- trygginga °g skráningu í tryggingaskrá Réttarstaða námsmanna erlendis bætt INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að Tryggingastofnun ríkisins mun í framtíðinni skrá rétt manna til trygginga til viðbótar við þjóðskrá Hagstofu íslands. Reglugerðin skerðir í engu þann rétt sem einstak- lingar eiga nú. Með reglugerðinni er réttarstaða íslenskra námsmanna erlendis sér- staklega bætt, en í sumum tilfellum eru námsmenn ekki taldir vera bú- settir í dvalarlandi sínu og því ótryggðir. Reglugerðin tryggir námsmenn hér þótt þeir flytji lög- heimili sitt vegna náms ytra, en fram til þessa hafa námsmenn ytra verið tryggðir eða þurft að tryggja sig í námslandinu.Reglugerðin gerir ráð fyrir að í framtíðinni liggi frammi tryggingareyðublöð í Trygginga- stofnun ríkisins, hjá umboðsmönnum stofnunarinnar og þar sem menn skipti um aðsetur. Ætlast er til að einstaklingar sem flytjist til landsins fylli út eyðublöðin og sendi til Tryggingastofnunar, ásamt vottorði um tryggingatímabil frá erlendum tryggingastofnunum, svo meta megi tryggingarétt viðkomandi. Á grund- velli upplýsinganna ákvarðar Trygg- ingastqfnun ríkisins mönnum rétt- indi. Agreiningi vegna úrskurðar stofnunarinnar má skjóta til úr- skurðarnefndar almannatrygginga. Ómissandi veganesti Greinargóðar lýsingar á vinsælustu gönguleiðum og náttúruperlum þessa einstæða landsvæðis, kryddaðar með fjölda ljósmynda. Nauðsynleg öllum sem vilja kynnast töfrum Hornstranda. i Mál og menning WWWliniTllfS Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúia 7 • Sími 510 2500 Eimskip selur Skógafoss og Reykjafoss EIMSKIP hefur gengið frá sölu tveggja elstu skipa sinna, Skógafoss og Reykjafoss, til Sihgapore. Sölu- verð skipanna er samtals 250 millj- ónir króna, en gert er ráð fyrir að bókfærður hagnaður af sölunni verði um 170 milljónir króna. Skipin, sem eru systurskip, voru smíðuð í Þýskalandi árið 1979 og eru elstu skipin í rekstri félagsins. Eimskipafélagið tók þau fyrst á þurrleigu árið 1984 en keypti þau árið 1990. Að undanförnu hefur Reykjafoss yerið í strandsiglingum umhverfis ísland, en Skógafoss í leiguverkefnum erlendis. I fréttatilkynningu frá Eimskipi kemur fram að sala skipanna sé lið- ur í almennri endurnýjun á skipa- flota félagsins, með yngri og stærri skipum. Skipin verða afhent nýjum eigendum í ágúst og október nk. FATALÍNA Lindu Bjargar Árnadðttur heitir Svo og er komin á markað um allan heim. Eftirlit með óskoð- uðum ökutækjum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur síðan 1. maí veitt eigendum 649 ökutækja annað hvort 7 daga frest til að færa ökutæki sitt til skoðunar eða tekið númer af þeim, allt háð ástandi ökutækjanna. Að sögn lögreglunnar er almenna reglan sú að bifreiðir, bifhjól og skráðir eftirvagnar skulu færð til al- mennrar skoðunar á þriðja ári eftir að ökutækið var fyrst skráð og síð- an árlega frá og með fimmta ári eft- ir fyrstu skráningu. Pæra skal bif- reiðir og eftirvagna til skoðunar í þeim mánuði sem síðasti tölustafur í skráningarnúmeri vísar til. Bifhjól, þar með talin létt bifhjól skal hins- vegar færa til skoðunar 1. júlí óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki. Beinir lögreglan þeim tilmælum til eigenda ökutækja að í'æra þau til skoðunar innan þeirra tímamarka sem í gildi eru til að forðast frekari óþægindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.