Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Einn með ósýnilegum geimverum LEIKIR Enemy Zero. SegaPC gaf nýlega út endurgerða útgáfu af Warp leiknum Enemy Zero sem hannaður var fyrir Sega Saturn. Leikurinn feliur inn í svokallaðann FMV geira þar sem leik- ir eins og Riven og Myst shja á toppn- um. Hann krefst 133 MHz lölvu og hljóðkorts. Börnum undir fjórtán ára aldri er ekki ráðlagt að spila leikinn. LEIKURINN á sér stað í geimn- um, í geimskipinu Aki. Oþekkt ósýnilegt dýr hafði komist inn í skipið og hafið slátrun á áhöfn þess. Spilendur taka sér hlutverk Lauru sem vaknað hafði minnislaus og rugluð vegna mistaka í dásvefni skipsins og ákveðið að reyna að komast að því hvað væri í gangi. Leikurinn gerist mestmegnis í fyrstu persónu, en alltaf Þegar Laura gerir einhvað er það sýnt í teiknuðu atriði sem yfirleitt er í þriðju persónu. GrafDk leiksins er -^ með ágætum, eins og gengur og ger- ist í þessum flokk leikja, atriðin eru vel teiknuð og hönnuðum leiksins hefur tekist vel til í að skapa stemmninguna sem fylgir því að vera fastur einn í bil- uðu geimskipi með helling af ósýni- legum geimverum. Þar sem sjón nýtist spilanda ekki í baráttunni við geimverurnar verð- ur að nota lítið tæki sem Laura finnur í byrjun leiksins. Tæki þetta sendir frá sér hljóðboð sem gefa til kynna hvar dýrið er, ef langt er milli pípanna í tækinu er dýrið langt frá, ef stutt er á milli er það nálægt, ef pípin eru skræk er það fyrir framan, djúp fyrir aftan og asnaleg til hliðar. Þetta er í raun ekki jafn flókið og það hljómar og flestir spil- endur ættu að ná þessu strax í þjálf- unarhluta leiksins. Það versta við Enemy Zero er ná- kvæmnin sem hann krefst. I byrjun leiksins finnur Laura til að mynda upptökutæki sem hægt er að nota tá að vista leikinn. Þetta tæki þarfn- ast orku og í hvert slripti sem leikur er vistaður eða sóttur aftur eyðist hluti af þessari orku. Þetta þýðir það að ef spilanda gengur illa getur hann verið búinn með orkuna fyrir síðasta hluta leiksins þar sem mest er þörfin fyrir að vista. Sega ákvað að gefa leiMnn út fyr- ir PC í kjölfar þess að hann gekk ágætlega í Saturn-tölvurnar. Sega-menn hafa greinilega ekki hugsað milrið út í það að PC tðlvur í dag geta keyrt mun stærri og flottari leiki, en eins og kemur fram þarfn- ast leikurinn ekki nema 133 MHz örgjörva sem er, eins og flestir tölvueigendur vita, því miður að verða úrelt fljótt. Ef Sega átti von á að Enemy Zero myndi slá í gegn skjátlaðist mönnum því miður illa. Leikurinn er góður, flottur og stór, en í dag eru til leilrir sem eru mun betri, flottari og stærri. Kannski hefði það einhvað hjálpað að endurbæta leikinn meira en að skipta bara um raddirn- ar á persónunum. Ingvi Matthías Árnason Word vírus í Asíu TÖLVUVÍRUSAR eru óteHandi og gera nú orðið ekki bara stýrikerfis- mun, heldur eru þeir missvæsnir eftir því hvaða tungumál notandinn er með uppsett á tölvu sinni. Nú fer sem logi yfir akur í Asíu vírus sem leggst aðeins á tölvur sem eru með kínverska eða japanska gerð af Word-ritvinnsluforritinu. Vírusinn ógurlegi, sem kallast júlídráparinn, er svonefndur fjölvavírus, sem þýðir að hann fer í gang þegar Word-skjal með honum er ræst Um leið og hann fer af stað yfirskrifar hann öll skjöl sem hann kemst í tæri við og byrjar síðan á að yfirskrifa kerfisskrár á hörðum disk tölvunnar. Eins og getið er hefur vírusinn ekki áhrif nema á japanskar og kín- verskar útgáfur Word og því lítil hætta fyrir Vesturlandabúa, en hann varð virkur 1. júlí síðastliðinn og verður virkur út mánuðinn. Atari snýr aftur Sumar leikjatölvur lifa lengur en aðrar. Árni Matthíasson rifjar upp söguna af Atari Lynx, sem nú er hægt að kaupa hér á landi þó löngu sé hætt að framleiða hana. ÞAÐ ÞOTTI leikjafróðum saga til næsta bæjar þegar verslun í Reykjavík tók að auglýsa til sölu Atari-leikjatölvur á spottprís. Tölv- urnar, sem heita Lynx, hafa reynd- ar ekki verið framleiddar í nokkur ár, en samt er áhugi á þeim tals- verður og fer síst minnkandi. Atari var fremsta leikjafyrirtæki í heimi í árdaga leikjatölvunnar, stofnað fyrir 20.000 krónur en græddi milljónir á Pong-leiknum góðkunna og lenti síðan í höndun- um á Warner-risanum. Fyrirtæk- inu var þó ekki vel stjórnað og frammámönnum þess var hreint ekki lagið að átta sig á hvað væri að gerast í leikjaheimum, hvert stefndi og hvaða leið fyrirtækið ætti að feta. Farið var að halla und- an fæti hjá fyrirtækinu þegar það festi kaup á öðrum leikjatölvufram- leiðanda, Epyx. Epyx var umsvifa- mikið í framleiðslu á leikjum fyrir leikjatölvur annarra fyrirtækja, en hafði einnig komið sér upp vélbún- aðardeild, réð til starfa forritara sem áður störfuðu fyrir Amiga og hófst handa við að framleiða nýja gerð af ferðaleikjatölvu. Áður en tókst að ljúka við tölvuna var fyrir- tælrið aftur á móti komið í þrot og Atari keypti allt klabbið og þar á meðal Epyx-leikjatölvuna sem þeir Atari-menn nefndu upp á nýtt og kölluðu Atari Lynx. Lynx-tölvan var geysispræk á þess tíma mælikvarða, var með 16 bita 16 MHz 6502 örgjörva, tals- verðan grafískan stuðning í vél- búnaði og fyrirtaks hljóm. Einnig bauð kerfið upp á að tengja mátti saman nokkrar Lynx-tölvur í einu, alit upp í átta, og spila netleik sem var mikil bylting á þeim tíma. Fjórum árum eftir að Lynx kom á markað sendi Atari frá sér aðra gerð af leikjatölvu, Jaguar 64, sem var tæknilega fullkomin og ætluð fyrir sjónvarp. Atari-menn hugðust nýta Lynx-tölvuna sem stýripinna fyrir Jaguarinn, enda sáu þeir í hendi sé að með svo öflugan stýripinna væri hægt að fara áður óþekktar leiðir í gervigreind og hreyfingum í tölvuleikjum. Áður en tókst að þróa þá forvitnilegu hug- mynd áfram var Atari nánast búið að syngja sitt síðasta og rann að lokum inn í fyrirtæki sem ekki hafði þekkingu eða áhuga á að vinna nýjar lendur í leikjalandi. Fyrir vikið þvarr Atari allur mátt- Morgunblaðið/Jim Smart LYNX-leikjatölvan frá Atari lifir enn góðu lífi þó fyrirtækið hafi þrotið örendi. ur, en á síðasta ári keypti leik- fangaframleiðandinn Hasbro leif- arnar af Atari og nýtir sem vöru- merki á endurgerða gamla leiki. Framan af töldu menn að Hasbro myndi endurvekja leikjatölvur fyr- irtækisins, en fyrr á þessu ári gaf Hasbro allan höfundarrétt að Jaguar-leikjatölvunni og getur því hver sem er spreytt sig á að smíða Jaguar-tölvur eða þrælað sér í gegnum leikina sem Atari átti rétt- inná. Lynxinn lifir góðu lífi Lynxinn lifir góðu lífi, eins og sannast á því að hægt er að kaupa Lynx-tölvur í BT í Skeifunni og Hafnarfirði, en einnig er mikið líf í Lynx á Netinu og enn eru að koma út leikir fyrir vélina. Að sögn versl- unarmanna í BT eru tölvurnar komnar frá Bretlandi og ekki ljóst hvort fleiri komi hingað en bárust í sendingunni sem nú er selt úr. Á sínum tíma var hver Lynx-tölva seld með einum leik, en þrír leikir fylgja tölvunni nú, reyndar ekki bestu leikirnir sem hægt er að fá fyrir Lynx, en góðir engu að síður. Lynx-tölvan er nokkur stór um sig, að minnsta kosti ef miðað er við lófatölvur nútímans eða Nin- tendo GameBoy, 22x10 sm, og 5 sm að þykkt. Hún gengur fyrir sex AA-rafhlöðum, en einnig er hægt að kaupa sérstaklega spennu- breyti. Inngangur er fyrir heyrnartól og eins og áður segir er einnig hægt að tengja hana öðrum Lynx-tölv- um. Kjarni tölvunnar er tvö ör- gjörvasett sem deila með sér verk- um. Þau voru kölluð Suzy og Mickey. Mickey er meðal annars 16-bita 16 MHz CMOS gjörvi með MOS 65C02 8 bita örgjörva sem keyrði á 4 MHz, en minnisaðgang- ur var 16 bita. Hljóð er fjögurra rása og nær frá 32 Hz upp í 100 Hz. DMA rekill er fyrir kristals- skjá, 12 bita litaspjald með 4.096 litum og sextán liti samtímis. Suzy er með 16-bita 16 MHz CMOS gjörva og ýmislegri nútíma- legri grafískri stýringu sem skilað gat meðal annars upp undir 75 römmum á sekúndu. Upplausnin var 160x102, 16.320 pixel, en gat sýnt 480x102 upplausn við sérstök tilefni. Eins og sjá má af ofangreindu var Lynxinn með átta bita ör- gjörva, en grafísk vinnsla var sext- án bita. Minni í Lynx var 64 K af 120 nanósek. DRAM. Leikir voru yfirleitt á frá 128 K hylkjum upp í 256 K en hægt er að koma 2 mega- bætum í leikshylki. Flestir leikj- anna fyrir Lynx voru 128 K, en einnig voru til stærri leikir og þar á meðal Ninja Gaiden 3, Pit Fighter og Jimmy Connors Tennis sem voru allir í 512 K hylkjum. Einhver lager er enn til af Lynx- tölvum víða um heim, en þó tölvan sé komin til ára sinna er enn hægt að skemmta sér við leiki í henni. Af leikjum sem fylgja með vélinni hér heima má nefna Shanghai, sem er framúrskarandi vel heppnaður, og Shadow of the Beast, sem er þrælerfiður leikur og nýtir graf- íska möguleika tölvunnar út í æsar. Einnig voru í bunkanum einhver eintök af Klax sem er bráð- skemmtilegur. Lynxinn lifir einnig góðu lífi á Netinu því þar er mikið um hann fjallað. Víða er hægt að kaupa leiM í tölvuna og kosta þeir ekki ýkja mikið, og enn eru menn að gefa út leiki fyrir hana, þó ekkd séu það nema fáeinir leikir á ári. niýjustu leikirnir! ALLT0F LAGT VERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.