Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Úthafskarfakvótinn að klárast Ekkert skip á Reykjaneshrygg ÚTHAFSKARFAKVÓTI íslend- inga á Reykjaneshrygg fer nú að klárast en alls hafa íslendingar veitt tæp 40 þúsund tonn á svæðinu á þessu ári, samkvæmt upplýsing- um frá Fiskistofu. Heildarút- hafskarfakvótinn er á þessu ári 153 þúsund tonn en þar af er hlutur ís- lendinga 45 þúsund tonn. Þerney RE er aflahæsti togarinn á Reykja- neshrygg á þessari vertíð með um 2.351 tonn, Baldvin Þorsteinsson EA hefur fengið 2.347 tonn og Örfirisey RE um 2.319 tonn. Ekkert íslenskt skip var að veiðum á Reykjaneshrygg í gær, samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunn- ar, en Sjóli HF og Klakkur SH voru þar síðast fyrr í vikunni. Afli var þá orðinn mjög dræmur, allt niður í 60 kíló á togtímann. Marsnákur, slóans gelgja og laxsfld Ýmiskonar „ruslfiskur", hefur undanfarnar vikur reynt mjög á þolrif sjómanna á Reykjaneshrygg. Um er að ræða nokkrar tegundir smáfisks sem kemur í trollið í miklu magni og þyngir trollið svo að það sekkur til botns. Tegundirn- ar eru ónýtanlegar með öllu, enda heita þær fremur ógeðfelldum nöfnum á borð við marsnákur, sló- ans gelgja og laxsfld. Á myndinni má sjá skipverja á togaranum Klakki SH hreinsa dekkið af þess- um ófögnuði. Alyktun frá áhöfn Sléttaness IS ÁHÖFN frystitogarans Sléttaness IS hefur sent íbúasamtökunum ÁtaM á Þingeyri eftirfarandi álykt- un: „Við í áhöfn Sléttaness viljum lýsa undrun okkar á þeirri ákvörðun framkvæmdastjóra Básafells, Svans Kristjánssonar, að selja Sléttanesið þar sem skipið er búið að skila jafnri afkomu, alls 837 milljónum króna síðan það var sett á flakafrystingu í endaðan febrúar 1998. Við skorum á stjórn Básafells, bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar og aðila sem hlut eiga að máli að endurskoða afstöðu sína til sölu skipsins og leita annarra leiða til að minnka skuldir félagsins, þar sem ekki einungis fjöldi fjöl- skyldna í byggðarlaginu muni missa atvinnu sína, heldur mun fólkið einnig láta frá sér bestu tekjulind- ina. I Ijósi atvinnuástandsins í fjórð- ungnum, þó sérstaklega á Þingeyri, skorum við á ríkisvaldið að koma til aðstoðar og laga leikreglur þjóðfé- lagsins þannig að fólk eigi jafnan rétt til búsetu og atvinnu. Það var nú einu sinni þannig að fólkið í sjáv- arþorpunum skapaði útgerðunum kvóta „allra landsmanna"." Lægra verð á fiskmörkuðum Verð á þorski lækkað um 15% VERÐ á þorski og steinbít hefur far- ið lækkandi á fiskmörkuðum á Vest- fjörðum að undanförnu. Er um allt að 15% lækkun að ræða á þorski. Fiskverðið er engu að síður 10-15% hærra en það var á sama tíma á síð- astaári Arnar Bárðarson hjá Fiskmarkaði Vestfjarða segir að ástæðuna sé að finna í stöðugu framboði síðastliðna mánuði. „Frystigeymslur fisk- vinnsluhúsanna eru að fyllast. Einnig hafa sumarfrí starfsmanna þau áhrif að framleiðni er ekki eins mikil." Arnar segir enga ástæðu til að ótt- ast um að þetta sé frambúðarástand. „Þetta lagast þegar það fer að gera almennilega brælu. Menn verða líka að hafa það hugfast að lækkun á sér yfirleitt stað á þessum árstíma og að verðið á þorski er þrátt fyrir allt 10- 15% hærra en það var fyrir ári." Allt að 90 vestfirskir smábátar færðu sig yfir til Skagastrandar fyrir helgina vegna frétta um ævintýran- leg aflabrögð. Nú virðist sem botn- inn sé dottinn úr þeim veiðum og eru bátarnir smám saman að snúa á heimaslóðir. ERLENT 0 Atök Indverja og Pakistana í Kasmír-héraði Pakistanstjórn hvetur skæruliða til að hörfa Islamabad, Kargil. AFP. RÍKISSTJORN Pakdstans og þar- lend hermálayfirvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu fara þess á leit við skæruliða er berjast í nafni Pakistan í Kasmír-héraði að þeir legðu sitt af mörkum til að stöðva átökin í héraðinu. Yfirhershöfð- ingjar flughers, landhers og her- flota Pakistana sögðust styðja frumkvæði Nawaz Sharifs, forsæt- isráðherra landsins, sem miðar að því að finna friðsamlega lausn á deilunni í Kasmír og að reyna að hafa áhrif á skæruUðana. Hins veg- ar sögðust þeir virða hugdirfsku skæruliðanna og styðja sjálfstæðis- baráttu Kasmír-búa af pakistönsk- um ættum. Leiðtogar skæruliðahreyfing- anna sögðust í gær hafna algerlega tilmælum Pakistana um að hverfa frá indverska hluta Kasmír. „Stríð okkar hefur ekki verið háð með það að markmiði að hörfa, heldur til að sækja," sagði Fazalur Rehman Khalil, talsmaður Harakatul Muja- hideen-skæruliðasveitarinnar. Stjórnmálaskýrendur í Pakistan töldu að yfirlýsing pakistanskra ráðamanna benti til að þeir ætluðu sér að biðja skæruliða um að hverfa frá vígstöðvum þeim á Kar- gil-svæðinu er þeir náðu í sókn sinni inn í indverska hluta Kasmír í síðasta mánuði. Þá er talið að Nawaz Sharif muni ávarpa þjóðina í dag og lýsa yfir fyrirætlunum sín- um. Indverjar ná tangarhaldi á vígstöðvum í Batálik I yfirlýsingu stjórnvalda kom einnig fram ánægja með samkomu- lag Sharifs og Bill Clintons Banda- ríkjaforseta sem náðist í Was- hington sl. sunnudag þar sem fram kom afstaða Pakistana vegna stöðu mála I Kasmír-deilunni. Hafa Pakistanar þvertekið fyrir að þeir sjái skæruliðasveitum í héraðinu fyrir vopnabúnaði eða að þeir styðji þá með pólitískum hætti. Indversk hermálayfirvöld lýstu því yfir í gær að hersveitir Ind- verja í Kasmír hefðu unnið stórsig- ur í baráttu sinni við skæruliða- sveitir í héraðinu eftir að þær náðu undir sig vígstöðvunum í Batalik. „Síðustu boðflennunum í Batalik hefur verið sparkað út og við höf- um náð valdi á markalínunni á öllu þessu svæði," sagði Krishan Pal, ofursti í indverska hernum. Miklir bardagar hafa geisað í Ba- talik síðustu daga og hafa stríðandi fylkingar lýst miklu mannfalli gagnaðilanna og áfangasigrum alla vikuna. Sagði Pal að á næstunni mundu skæruliðar þeir sem enn eru á svæðinu verða hraktir á brott. „Herinn hefur hert á aðgerðum sín- um er miða að því að reka skærulið- ana út og er það nú eingöngu spurning um tíma hvenær við hreinsum land okkar algerlega." Reuters INDVERSKUR lögreglumaður í Srinagar í Kasmír reynir að halda aftur af andstæðingi sameiginlegrar Kasmír-yfirlýsingar Nawaz Sharifs, forsætisráðherra Pakistans, og Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Fleiri hermenn sendir á átakasvæðið í Kólumbíu Elta uppi skæruliða í grennd við Bogotá Bogotá. Reuters. HER Kólumbíu sendi í gær liðs- auka til fjalla í nágrenni Bogotá til að elta uppi marxíska uppreisnar- menn sem höfðu undirbúið árás á kólumbísku höfuðborgina. Um 78 manns biðu bana í átökunum í fyrradag. Heimildarmenn í hernum sögðu að um þúsund sérsveitarhermenn hefðu leitað að uppreisnarmönnum á fjöllum nálægt bænum Gutierrez, um 25 km sunnan við Bogotá. Átökin í fyrradag voru hin mann- skæðustu frá því í janúar þegar Andres Pastrana, forseti Kólumbíu, hóf friðarviðræður við Byltingarher Kólumbíu (FARC). Þetta voru einnig hörðustu átökin sem blossað hafa upp svo nálægt höfuðborginni í manna minnum. Skæruhernaður uppreisnar- mannanna hefur kostað 35.000 manns lifið síðustu tíu árin en ekki hefur komið til mannskæðra átaka í Bogotá. Ekki var talin hætta á því að átókin breiddust út til fátæktar- hverfa í hófuðborginni þótt upp- reisnarmennirnir njóti þar mikils stuðnings. Einnig var talið ólíklegt að uppreisnarmennirnir hygðu á allsherjarárás á Bogotá, sem er með sjö milljónir íbúa. „Geta ekki náð Bogotá á sitt vald" Bardagarnir benda hins vegar til þess að mjög erfitt verði að koma á friði í landinu og að leiðtogar FARC hafi ekki gefið upp þá von að geta einhvern tíma ráðist á höfuðborg- ina, tekið völdin í sínar hendur með valdi og stofnað sósíalískt ríki. „Uppreisnarmenn FARC geta ekki náð Bogotá á sitt vald en þeir vilja grípa til ýmissa hermdarverka til að ráðamennirnir verði við öllum kröfum þeirra í friðarviðræðunum," sagði Fernando Tapias, yfirhers- höfðingi Kólumbíu. Talsmaður hersins sagði að um 40 sérsveitarhermenn og 38 upp- reisnarmenn hefðu fallið í bardög- unum í fyrradag. Ekki mun hafa komið til átaka í gær. Uppreisnarher FARC er skipað- ur 17.000 skæruliðum og talið er að hann hafi náð um 40% dreifbýlisins á sitt vald. FARC er með nokkra skæruliða í borgunum, en þeir hafa einbeitt sér að sprengjuárásum, mannránum og njósnum. Nokkrir af foringjum FARC hafa þó sagt að þrátt fyrir friðarviðræð- urnar undirbúi hreyfingin enn „fyrstu stórsóknina" með það að markmiði að ná borgunum á sitt vald. Flestir Kólumbíumenn eru van- trúaðir á að FARC vuji undirrita friðarsamning en efast einnig um að uppreisnarmennirnir geti komist til valda, ef marka má nýlegar skoð- anakannanir. „Uppreisnarmennirnir eru ein- faldlega orðnir að óaldarflokki hryðjuverkamanna, sem ráðast á varnarlausa bæi á næturna og ræna fólki á daginn," sagði Alfonso Lopez, fyrrverandi forseti landsins, í viðtali við dagblaðið El Espectador í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.