Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 54
>54 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I FOLK I FRETTUM Kvikmyndin The Mummy trumsýnd i gær Sumarbúðir í sandinum Múmíuna sem hreiðrað hefur um sig í Sambíóunum og Háskólabíói er ekki hægt að flýja, hversu hratt sem maður hleypur. Ekki var laust við að Sunna Osk Logadóttir væri enn með skjálfta í fótun- um og fíðring í maganum eftir myndina er húnræddi við leikstjórahennar nýverið. STEPHEN Sommers er ungur Bandaríkjamaður sem auk þess að leikstýra kvikmyndinni The Mum- my á heiðurinn af handriti hennar. Þar er á ferðinni rómantísk ævin- týramynd, full spennu og kímni, með sjálfum frumskógarmanninum yBrendan Fraser í aðalhlutverki. Myndin gerist í Egyptalandi á þriðja áratugnum og segir frá þre- menningum er finna forna borg sem hefur að geyma mikinn auð. En í borginni leynist einnig múmía hins illa Imhotep sem hefur í 3 þús- und ár beðið þess að vakna til lífs- ins á ný. Hluti myndarinnar var tekinn upp í Norður-Afríku sem er ívið heitari staður en Stephen á að venjast. „Ég ólst upp í Minnesota í norðurhluta Bandaríkjanna í kulda og snjó. Nú bý ég í Los Angeles og •sakna þess stundum að finna frost- ið bíta í kinnarnar. Kannski ég ætti að flytja til Islands?" segir hann með glettni í röddinni. Blaðamaður tekur vel í þá hugmynd, en leikur þó meiri forvitni á að vita hvers vegna hann gerði kvikmynd um vægðarlausa múmíu. Stór og dýr ævintýramynd „Ég hef alltaf verið hrifinn af gömlum hryllings- og ævintýra- myndum. Þegar maður sér slíkar myndir er ekki hægt að komast hjá því að verða fyrir áhrifum. Hjá Universal höfðu menn í tíu ár ætlað að endurgera The Mummy, sem er frá árinu 1932. Ég hafði séð þá 4nynd þegar ég var lítill og fór því til þeirra og bar undir þá mínar hugmyndir. Þeir vildu gera ódýra hryllingsmynd sem fylgdi uppruna- legu myndinni út í ystu æsar en ég vildi gera dýra og stóra ævintýra- mynd. Þeim leist ekkert á það í , E-vítamín eflir varnir líkamans heilsuhúsið -* Skðlavöröustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri byrjun, en svo var ráðist í verkið." - Til eru margar gamlar myndir um múmíur, en engar nýjar. Hver er ástæðan? „Þegar gamla The Mummy var gerð á fjórða áratugnum voru allir hræddir við múmíur og gerðar voru margar hryllingsmyndir með þeim. Síðan gekk þetta út í öfgar. Múmí- ur, vafðar í sárabindi með plástra, vaggandi um að elta fólk urðu bara hlægilegar og enginn var lengur hræddur við þær. Mig hafði lengi langað til að gera ævintýramvnd og núna fannst mér tími múmíunnar vera kominn aftur." - Hefur tímasetningin eitthvað með nútímatölvutækni aðgera? „Já, það spilar auðvitað inn í. Við gátum gert ýmislegt í þessari mynd sem ekki var hægt áður fyrr, ekki einu sinni fyrir tíu árum. Þá hefði þurft að nota fullt af gúmmí-múmí- um, en ég vildi hafa múmíur sem hægt væri að sjá á milli rifbeinanna á og gætu hreyft sig eðlilega." Rómantískt tímabil -Hvers vegna gerist myndin á þriðja áratugnum? „Upprunalega myndin gerist á þessum tíma og því lá beint við að endurgerðin gerði það einnig. En sennilega er aðalástæðan sú að ég er heillaður af þessum tíma. Þetta er mjög rómantískt tímabil að mínu mati og tilvalið að ævintýramynd eins og The Mummy gerist þá. Eg- yptaland á þessum árum var líka svo spennandi og frumstætt." - Er þín mynd þá nákvæm end- urgerð gömlu myndarinnar? „Nei, langt frá því. Ég nota að- eins grunnhugmyndina en skálda svo allt í kringum hana. Mér fannst - gamla myndin frábær, en ástæðu- laust að endurgera hana nákvæm- lega." BRENDAN Fraser, Rachel Weisz og John Hannah horfast í augu við óvininn. HITINN var gífurlegur í eyðimörkinni þar sem hluti myndarinnar var tekinn. - Myndin á að gerast í Egypta- landi, en þið tókuð upp í Marokkó, ekki satt? „Jú, það eru tvær ástæður fyrir því að hún var ekM tekin upp í Eg- yptalandi. í fyrsta lagi er stjórn- málaástandið þar mjög óstóðugt og því var ekki hægt að tryggja öryggi okkar sem unnum að myndinni. I öðru lagi er Kaíró nútímans hvort eð er mjög ólík því sem hún var á þriðja áratugnum. Marokkó hent- aði á allan hátt betur, bæði vegna nálægðarinnar við eyðimörkina og vegna þess hvernig borgir þar líta út. Landslagið er líka alveg ótrú- legt." -Kom aldrei til greina að taka myndina í Bandaríkjunum? „Nei, aldrei. Ég ætlaðj alltaf að mynda í Norður-Afríku. Eg er van- ur að taka mínar myndir á þeim stöðum þar sem þær eiga að gerast. Það kemur alltaf langbest út. Auð- vitað voru nokkur atriði tekin upp í stúdíói, en við reyndum að kvik- mynda sem mest í Marokkó." - Hvernig var að taka upp í eyði- mörkinni? „Það var mjög gaman. Hitinn var oft gífurlegur, en það kom ekki að sök. Við dvöldum þar í tvo og hálf- an mánuð við tökur og það komu í raun ekki upp nein alvarleg vanda- mál. Stundum skall á sandstormur, en það er hægt að sjá þá koma úr margra kílómetra fjarlægð svo við höfðum nægan fyrirvara til að taka dótið okkar saman og leita skjóls. Við hófum tökur myndarinnar þar og þetta var eins og að vera í sum- arbúðum. Allir voru að upplifa eitt- hvað nýtt og spennandi. Það þjapp- aði okkur líka mjög vel saman að taka þarna. Við kynntumst vel, þetta var frábær hópur sem vann vel saman. Það skipti miklu máli." - Var Brendan Fraser frá upp- hafi sá sem þú vildir í hlutverk Ricks O'Connells? „Já, í rauninni. Hann leitaði til okkar Jjegar hann heyrði um hand- ritið. Eg hafði einmitt séð Rick fyr- ir mér hávaxinn og sterkbyggðan eins og Brendan er. Hann var því fullkominn í hlutverkið og er frá- bær náungi." Vildi ekkert blóð -Myndin er ætluð breiðum ald- urshópi áhorfenda. Er ekM erfitt að gera öllum til geðs? „Það setur manni óneitanlega vissar skorður að búa til kvikmynd fyrir alla aldurshópa. Það þýðir að engar blóðsúthellingar og engar liinlestingar mega vera f myndinni. Ég er sáttur við það, ég vildi ekkert blóð. Kvikmynd getur verið mjög spennandi og ógnvekjandi þótt hún sé aðeins bönnuð innan 13 ára. Það þarf bara svolitla lagni og að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunar- aflið." -Er myndin byggð á raunveru- legum goðsögnum ogþjóðsögum? „Sumt af sögunni er fundið í heimildum, t.d. hvernig stytturnar fyrir utan borgarhliðin litu út og bjöllurnar sem átu lík í eyðimörk- inni. Töluverð vinna var því fólgin í að afla ýmissa heimilda og við feng; um aðstoð sérfræðinga við það. I myndinni talar Imhotep [múmían] forn-egypsku og prófessor við Há- skólann í Los Angeles hjálpaðí okk- ur að láta hana hljóma sannfærandi. Enginn hefur talað þessa tungu í 3 þúsund ár og því er ekki vitað hvernig hún hljómaði. En ég skáld- aði ýmislegt, sagan um borgina Ha- munaptra hefur t.d. aldrei verið til. Ekki fyrr en nú," segir Stephen og hlær. - Hversu langan tíma tók að gera myndina? „í raun er hægt að segja tíu ár, eða frá því að hugmyndin kviknaði hjá Universal. Myndin var síðan ekki tilbúin fyrr en níu dögum fyrir frumsýningu." - Hvernig er að vinna mynd sem er svona uppfull af tölvubrellum? „Það kostar náið samstarf við tölvutækniliðið. Ég og John Berton, aðal tölvubrelluhönnuðurinn, unn- um saman allt frá því að ég fór að vinna handritið. Ég hringdi stund- um í hann og sagði honum frá ein- hverri hugmynd sem ég hafði fengið og hann hrópaði: „Ertu frá þér?! Við höfum aldrei gert það áður! Það er ekM hægt!" En síðan róaðist hann og hringdi í mig nokkrum dög- um eða vikum seinna og þá var búið að finna lausn á vandamáiinu. Allt tölvuliðið var með okkur í Norður- Afríku og fylgdist með öUu. Þetta eru ekki tveir ólíkir heimar heldur stanslaust samstarf. Þess verður að gæta að tæknibrellurnar beri ekki söguþráðinn ofurliði eins og oft vill brenna við í kvikmyndum sem nýta sér slíka tækni." -Hvert verður þitt næsta verk- efni? „Ég veit það ekki alveg. Ég sit í þessum töluðum orðum við tölvuna mína og er að finna út úr því. Ég er með ýmsar hugmyndir og sömuleið- is Universal." - Verður gert framhald af The Mummy? „Ja, Universal er til í það, en ég ætla að skoða það mál mjög vel áður en ég tek nokkra ákvörðun." MUMÍANtahotep^ "^^-^S^Í HfJ.S. Á ÚLFÖLDUM í eyðimörkinni. LEDXSTJÓRINN Stephen Sommers við altarið sem gegnir stóru hlut- verki í myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.