Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 43
- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 43 ; MINNINGAR BJORN ÞORSTEINSSON i i :, + Björn Þorsteins- son fæddist að Háafelli í Skorradal 6. júní 1923. Hann lést á heimili sími, Snartarstöðum í Lundarreykjadal, 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Ben- ónýsdóttir frá Háa- felli í Skorradal, f. 19. mars 1899, d. 4. mars 1984, og Þor- steinn Vilhjálmsson frá Tungufelli í Lundarreykjadal, f. 4. maí 1899, d. 5. júlí 1987, síðar bóndi á Efstabæ í Skorradal. Björn kvæntist 24. október 1952 Guðrúnu Hannesdóttur, f. 14. febrúar 1929, frá Sarpi í Skorradal. Börn þeirra eru: 1) Halldóra, f. 2. apríl 1952, starfs- stúlka á búi foreldra sinna. 2) Helgi, f. 2. júní 1955, vélvirki, starfar við bú foreldra sinna. 3) Ingibjörg, f. 27. júní 1959, versl- unarstúlka í Reykjavík. 4) Björn, f. 9. febrúar 1967, vél- virki, býr á Ásbrún í Bæjar- sveit, kvæntur Gro Jórunni Hansen frá Noregi. Þau eiga ^w 4 Fyrstu kynni mín af Bubba frænda, eins og ég kallaði hann, var hjá ömmu og afa á Háafelli, þá var ég tíu ára en hann 16 ára og var elsta barnabarn þeirra en ég næstelst. Það átti að fara að byrja að heyja og þurfti liðsauka og þá birtist Bubbi frændi, myndarlegur, glaðvær og passlega stríðinn fyrir 10 ára stúlku. Fljótt urðum við bestu vinir og sú vinátta slitnaði aldrei. Við ræddum stundum um það þá hvort okkar mundi búa á Háafelli því mér þótti það sjálfsagt að það yrði annað hvort okkar eins og í ævintýrunum. Háafell var æv- intýraheimur í mínum huga. En Bubbi dvaldist aldrei lengi í einu því það biðu fieiri eftir honum í hey- skapinn; faðir hans í Efstabæ og á fleiri bæjum. Mig minnir að hann hafi unnið eins og fullorðinn maður, nýorðinn 16 ára. Hann kom aftur þegar engjasláttur byrjaði og alltaf hlakkaði ég til þegar ég vissi að hans var von. Svo liðu árin og frændi giftist frænku sinni, Guð- rúnu frá Sarpi í Skorradal. Við vor- um skólasystur og vinkonur frá Húsmæðraskóla Borgfirðinga á Varmalandi og ég vissi að þar fékk frændi góðan lífsförunaut sem reyndist svo. En nú var Bubbi líka orðinn bóndi á Háafelli. Ekki minnkaði vinátta okkar við þetta. Þar að auki á ég þeim mikið að þakka, þau höfðu ömmu hjá sér á Háafelli til æviloka, þá háaldraða og þar að auki sjúkling. Hún dó 18. nóvember 1963. Svo kom að því að Háafell var ekki bújörð fyrir þann vinnusama dugnaðarbónda sem frændi var, enda hentaði jörðin ekki nútíma búskap. Þá var flutt um set, ekki langt, því að það fór hann aldrei. Leiðin lá yfir hálsinn. Hann keypti jörðina Snartarstaði. Þar var relrið stærðar bú. Fyrir nokkrum árum fannst þar heitt vatn í jörðu og hitar það nú upp bæi Lunddæl- inga. Vináttan efldist því nú leið ekki svo sumar án þess að við hjónin færum upp í Borgarfjörð að heim- sækja frændfólkið á Snartarstöðum, það var alltaf svo skemmtilegt og hlýlegt. Bubbi gaf sér alltaf tíma til að setjast með okkur við eldhús- borðið og spjalla og skjóta inn nokkrum stríðnisorðum til hennar frænku sinnar, t.d. þegar ég kom fyrst með manninn minn í heimsókn sagði hann: „Jæja, Lilla mín, svo þú fékkst þér bara alvörumann." Þeir urðu líka góðir vinir. Þetta sagði hann með sínum píreygða glettnis- svip og ekki dró Gunna úr glettn- inni, hún hlær svo innilega. Það var fyrir fjórum árum að hann fékk þann sjúkdóm sem hann fjðgur börn. Þau eru: Guðrún María, Vigdís Elín, Gunn- hildur Birna og Björn Hákon. Björn var til tveggja ára aldurs á Háafelli en þar á eftir ólst hann upp hjá móður sinni sem var kaupakona eða vetrarkona á ýms- um bæjum í nær- sveitum. 1932 varð hún bústýra á Reykjum í Lundar- reykjadal hjá Birni Ásgeirssyni og var það heimili Björns þar til hann fór að Háa- felli 1945 og gerðist ráðsmaður hjá ömmu sinni og afa til 1948 að hann gerðist bóndi þar. Hann var mikill búmaður og nytg'aði nokkrar eyðijarðir í Skorradalnum; Hvamm, Vatns- horn, Skálpastaði og keypti svo hálfan Efstabæinn árið 1952 sem hann hafði til beitar. Hann fluttist að Snartarstöðum 1968 og nytjaði þá Háafellið líka. Utför Björns fer fram frá Lundarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. barðist við og urðu ófáar ferðirnar á sjúkrahús Akraness. Fæturnir gátu líka illa borið hann og þá tók hann tæknina í sínar hendur og fór á fjór- hjóladrifnu farartæki um hlaðið. Þegar hann kvaddi þennan heim sat hann í eldhúshorninu sínu kl. 9 um morgun og ræddi við Gústa frænda sinn frá Bakkakoti sem var gest- komandi þar. Þegar við hjónin kveðjum Björn söknum við svo margs en eigum svo góðar og dýrmætar minningar sem aldrei gleymast. Ferðin okkar upp í Borgarfjörð í sumar verður farin til að kveðja þig og krossa yfir rúmið þitt. Kærar þakkir fyrir allt, elsku frændi minn. Innilegar samúðarkveðjur til Gunnu, Dóru Helga, Björns, Gro og barnabarna frá okkur Gunnari. Guð blessi ykkur öll. Jórunn. Deyr fé, deyja frændur, en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Þessi orð Hávamála komu upp í huga mínum þegar ég frétti að frændi minn Björn á Snartarstöðum væri látinn, 76 ára að aldri. Hann var elstur barnabarna hjónanna í Háafelli í Skorradal, þeirra Benón- ýs Helgasonar og Guðnýjar Magn- úsdóttur, sem þar bjuggu frá 1907 til 1947, er Benóný lést, en Guðný bjó áfram til 1948 með aðstoð Björns, en lét þá búið í hendur hon- um og dvaldi svo í skjóli hans til æviloka 1963. Björn bjó á Háafelli frá 1948 til 1968, en þá flutti hann að Snartarstöðum í Lundarreykja- dal og bjó þar til æviloka. Ekki var mikill auður í búi þegar Björn hóf búskap sinn og þurfti víða að leita fanga til að komast af, en Háafell var ávallt talin frekar lítil jörð og mundi sjálfsagt flokkast undir af- dalakot í dag. Ekki var unnt að stunda nema sauðfjárrækt á jörð- inni og þurfti þó að fá slægjur víða til að eiga heyforða til vetrarins. Björn vann því frá upphafi langan vinnudag og annaðist m.a. um tíma eftirlit með sauðfjárveikivarnagirð- ingum, ásamt búskapnum og fór þá oft ríðandi um langan veg í misjöfnu veðri til að sinna þeim störfum. En búmennskan var í blóðinu og á búskaparárum sínum í Háafelli tókst Birni að byggja upp stórbú, aðallega með sauðfé, og var mér sagt að hann hefði átt um 1.000 fjár þegar mest vart, en eigi veit ég hversu nærri sannleikanum sú tala var. Nú var Háafellið ekki talið geta borið nema fáar kindur og enn færri kýr, en með því að nytja jarðir í Skorradal, sem fóru í eyði, svo sem Efstabæ, Vatnshorn, Hvamm og að nokkru Stálpastaði, ásamt engja- leigum á Fitjum, tókst honum að afla heyforða handa öllum sínum bústofni og munu gripir hans yfir- leitt hafa verið vel fóðraðir og ekki verið mikið um vanhöld á þeim bæ. Ljóst er þó að óvíða hafa bændur á vorum dögum þurft að sækja eins víða út fyrir bújörð sína sem Björn gerði í Háafelli og líka ber að hafa í huga að seint kom hjólið í Fram- Skorradalinn og var því heyfengur- inn aðallega fluttur á hestum fyrstu árin. Ekki stóð Björn aleinn í barátt- unni, því 24. október 1952 gekk hann að eiga bústýru sína, Guðrúnu Hannesdóttur frá Sarpi í Skorradal, en þau voru systkinabörn. Þau voru samhent og samtaka í lífsbaráttunni alla tíð síðan og komu til manns fjórum mannvænlegum börnum sem tóku þátt í störfunum af fullum kröftum, jafnskjótt og þau komust á legg. 1968 bauðst Birni tO kaups jörðin Snartarstaðir í Lundar- reykjadal, en lönd Háafells og Sn- artarstaða ná saman á Skorradals- hálsi. Hreppsnefnd Lundarreykjadals- hrepps mun hafa gert það að skil- yrði fyrir því að Björn fengi jörðina, að hann setti bú sitt þar, en nytjaði hana ekki aðeins frá Haafelli, eins og aðrar jarðir, sem hann ýmist átti, eða leigði. Björn gekk að þessu og flutti sig að Snartarstöðum 1968 og bjó þar síðan til æviloka blönduðu stórbúi, sem hann hafði þó dregið verulega saman hin síðari ár. Þrátt fyrir að ég sé fæddur í Háafelli, eins og Björn, hófust kynni mín af hon- um ekki fyrr en 1949, þegar ég var eitt sumar í sveit hjá honum og minnist ég hans sem ákveðins og góðs húsbónda, sem einnig var góð- ur leiðbeinandi. Björn var góður fulltrúi þeirra bænda, sem komust til bjargálna á eigin störfum og þrautseigju og hygg ég að í hans huga hafi ekki verið til sú hugsun að gefast upp við hálfunnið verk. Hann hélt ávallt óhikað fram sínum skoðunum og hvikaði ekki frá því sem hann taldi rétt, enda staðfastur fyrir þegar honum þótti sem menn vildu ganga á rétt hans. Þetta þótti mörgum merki um óvanalega mikla þrjósku, en ég held að þetta hafi aðeins verið í blóðinu að líða engum sjálftöku. Aldrei voru þó skoðanaskipti hans með neinum æsingi, ávallt var talað af hægð, en ákveðið og átti hann þá einnig til að vera launhæðinn og jafnvel stríðinn, ef tilefni gafst. Þó Björn væri samkvæmt framansögðu ekki allra, þá var hann barngóður og veit ég að börn sem voru þar í sveit bundu ævarandi tryggð við heimilið. Hann var einnig vinur vina sinna og traustur og hjálpsamur ef til hans var leitað. Þrátt fyrir að við Björn ættum ekki mikið saman að sælda um æv- ina, hef ég, eftir því sem árin hafa liðið, betur getað skilið manninn og virðing mín fyrir honum og ævi- starfi hans hefur vaxið að mun, enda sá ég ávallt Björn frænda minn fyrir mér sem vissan persónu- gerving forfeðra okkar beggja sem oft voru umdeildir af samtíð sinni, en sagan hefur síðan fyrirgefið og þannig mun ég geyma minningu hans. Það hefur ávallt verið gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna Guðrúnar og Björns, því þar hefur mér í samræðum fundist maður komast einna næst uppruna sínum og maður skynjað best, hve mikil- vægt starf einyrkjans hefur verið íslenskri þjóð gegnum aldirnar og á ég ekki von á að það breytist þó vissulega sé skarð fyrir skildi, þá Björn er allur. Ég vil að lokum votta Guðrúnu og börnum þeirra, þeim Halldóru, Helga, Ingibjörgu og Birni, mína innilegustu samúð. Björn Ólafsson. Það var óvænt og kom eins og köld gusa þegar Helgi hringdi frá Snartarstöðum í hádeginu, fimmtu- daginn 1. júlí, og sagði okkur að faðir hans hefði látist um morgun- inn. Það tók nokkurn tíma að jafna sig á fregninni og ekki var frítt við að nokkur tár trítluðu niður kinn- arnar. En minningarnar sækja að; fyrir fimmtíu árum, þegar Bubbi byrjaði búskap í Háafelli, var ég svo heppin að fá sumardvöl hjá honum og Gunnu en aðstæður hög- uðu því þannig til að ég dvaldist í Háafelli sumar og vetur til ung- lingsára og lengur. A þessum árum kynntist ég Bubba vel og lærði að þekkja hann og þá myndaðist vinskapur við þetta heimih sem enst hefur alla tíð síðan og ekki borið skugga á. Bubbi var galsafenginn og skemmtilegur maður og lék á als oddi í góðum fé- lagsskap. Hann var stríðinn og átti það til að espa menn upp þar til þeir voru farnir að roðna í kinnum. Þá rifaði rétt aðeins í augun og dill- aði í honum hláturinn. Hann var hjálpsamur og fljótur að rétta mönnum hjálparhönd ef einhver nágrannanna þurfti á aðstoð að halda við bilaðar vélar, heyskap o.fl. Það væri hægt að skrifa langt mál um lífsbaráttu Bubba og Gunnu í Háafelli og seinna á Snart- arstöðum en það verður ekki gert hér. Eg veit að flestir ef ekki allir sem komu í heimsókn á heimili þeirra hjóna og urðu vitni að smá prakkaraskap og glettni eiga eftir að sakna hans en mestur er sökn- uður fjölskyldunnar. Við Anna Jóna og Lárus Óskar sendum Gunnu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum Bubba samveruna. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt. En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð sMl, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann eg til, í slíkri ró eg kysi mér að kveða eins klökkvan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson) Lárus Lárusson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem ungur drengur að vera í sveit hjá þér og Gunnu á Háafelli á sumr- in í ein sex ár. Það var góður skóli fyrir ungan dreng að fá að dveljast< hjá ykkur. Að því bý ég enn þann" dag í dag. Þegar ég var á Háafelli var þar annar ungur strákur sem Lárus hét en hann ólu þau upp að mörgu leyti. Hann var oft hjá þeim allt árið. Með okkur Lárusi tókst mikil vinátta sem haldist hefur fram á þennan dag. Bubbi gat stundum verið svo- lítið strangur við okkur, ef honum fannst við verða svolítið óstýrilátnir og fórum ekki að fyrirmælum hans. En alltaf var hann sanngjarn og betri frænda var ekki hægt að eiga að vini. Mér er enn í minni er ég var að fara í sveitina á sumrin og leiðin lá upp í Lundarreykjadal að Hóli en þaðan var klukkutíma gangur yfir hálsinn og niður að Háafelli. Mér er minisstæður þessi indæli birkiilmur sem barst að vitum mér þegar ég nálgaðist Skorradalinn. Eg veit, Bubbi minn, að þú vilt ekki að það sé skrifuð um þig ein- hver lofgjörð að þér látnum. Þess vegna kveð ég þig. Minningin um þig verður alltaf á vissum stað í hjarta mér. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það, í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. t Ég fann í þínu heita, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ijós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti íætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Elsku Gunna og fjölskylda, ég og fjölskylda mín sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur. Hannes Helgason. Handrit afmælis- og minningargreina skuiu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit töivusett er æskiiegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveid í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamiegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. INGIBJORG EINARSDÓTTIR + Ingibjörg Ein- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju l.júlí. Það var sumarið 1956, sumarið sem ég var sjö ára. Inn í hús- ið mitt í íbúðina á móti flutti ný fjölskylda. Það var Ingibjörg Einarsdóttir og börnin hennar þrjú, Sigga, Ása og Einar. Þetta var í Skipasundi 88 í Reykjavík og sumarið var gott. Þetta sumar bundumst við Asa og fjölskylda hennar órjúfanlegum vináttuböndum sem hafa haldist alla tíð síðan. Ingibjörg Einarsdóttir var öðruvísi en allar konur sem ég hef kynnst. Hún var sjálfstæð, engum háð, hún var víðlesin og menntuð kona. Hún var líka glæsileg kona, hávaxin og grönn og lét ekki stór- ar sorgir og missi brjóta sig né beygja. Eg minnist þess á vetrar- kvöldum þegar pabbi og Ingibjörg lásu til skiptis söguna um Línu langsokk fyrir okkur krakkana. Þau lásu bæði með slíkum tilþrif- um að Lína hefur alltaf síðan verið sem ein af manneskjunum í mínu lífi. Óvenjulega skapandi og ráða- góð, alveg eins og Ingibjörg. Meira að segja þeg- ar hún var orðin göm- ul og veik, þá brást ekki gamansemin og kímnigáfan henni. Hún gerði jafnt grín að sjálfri sér og því sem hún lenti í alveg fram á síðustu stund. Það geislaði af henni. Síðast þegar ég hitti hana fór ég með nöfnu minni, Nönnu Maju, dóttur Ásu, að heimsækja hana í dvalarheimilinu í Laugarásnum. Og þótt hún væri málhölt og rúmliggjandi geislaði - af henni. Hún heimtaði að við fengjum okkur sérrí og svo gerði hún grín og brosti. Alltaf spurði hún mig hvernig drengirnir mínir hefðu það. Þeim hafði hún kynnst vel veturinn þegar ég eignaðist yngsta drenginn minn, en þá pass- aði hún þá fyrir mig, var þá aftur orðin nágranni minn í Breiðholt- inu. Strákarnir mínir eldri eru enn að tala um ýmislegt frá þeim tíma. Elsku Ingibjörg, ég kveð þig með sorg í hjarta, enda þótt ég viti að þú sért nú komin á stað þar,. sem sólin skín og líkaminn er ekki hindrun lengur. Siggu, Ásu og Einari, börnum þeirra og barna- börnum votta ég samúð mína. Sjálfri finnst mér ég vera ríkari af því að hafa kynnst ykkur öllum og átt ykkur að vinum. Með kveðju, Nanna Mjöll Atladóttir. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.