Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 60
..J* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103REYKJAVIK, SÍMI569U0O, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 10. JULI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Fangi á Litla-Hrauni sveik fé úr bönkum 1 gegnum fangasíma Millifærði fé af reikningum Morgunblaðið/Brytyúlfur Brynjólfsson • KONAN, sem bjargað var úr sjónum eftir tveggja tíma volk, var strax sett í læknisskoðun en reyndist óslösuð. Flugslys skammt undan Stokksnesi við Hornafjörð Bjargað úr sjónum FLUGVEL af gerðinni Gulfstream AA-5A fórst við Stokksnes við Hornafjörð, skammt undan landi, m sjöleytið í gærkvöldi. Tvær breskar konur voru um borð í vélinni og sluppu þær báðar ómeiddar. Önn- ur kvennanna, flugmaðurinn, komst í land af eigin rammleik en hinni var bjargað um borð í vélbátinn Gústa í Papey tveimur tímum síðar; þá var hún nálægt Hafnartanga inni í Lóns- víkinni. Konurnar voru báðar í flot- göllum og að sögn þeirra sem að björguninni stóðu hefur það ugg- laust bjargað lífi þeirra. Brotlentu vélinni á sjónum Talið er að drepist hafi á mótorn- um er vélin var skammt undan landi og að konurnar hafi tekið þann kost- ( ->^nn að brotlenda á sjónum fremur en að reyna lendingu á landi en mjög stórgrýtt er á þessu svæði. Konurnar hafa komið nokkrum sinnum til ís- lands og eru kunnugar staðháttum. Flugvélin lagði af stað frá Skotlandi kl. hálfþrjú í gær og var áætlað að lenda í Færeyjum til að —^ rfomafjarðarós Flugvélin lenti í sjónum skammt frá landi austan við Stokksnes taka eldsneyti, en það var ófært vegna veðurs. Vélinni var því haldið áfram til Hornafjarðar og var áætl- aður lendingartími hennar á Horna- firði kl. rúmlega sjö. Hún átti skammt ófarið þegar samband henn- ar við flugturn rofnaði skyndilega. Þegar var lýst yfir neyðarástandi og neyðaraðgerðir hafnar, lögregla og björgunarsveitir kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF- Sifjar, þyrlu varnarliðsins og kafbátaflugvélar. Flugvél flugmála- stjórnar var ræst út til miðunar á neyðarsendi sem fór fljótlega í gang eftir að samband við vélina rofnaði, en þegar flugvélin var komin á svæð- ið, rétt fyrir átta, var slokknað á honum, enda vélin sokkin. Furðuhress miðað við aðstæður Að sögn Þorvarðar Helgasonar, sjómanns og eiganda bátsins Gústa í Papey frá Hornafirði, var konan mjög köld. Þorvarður og félagi hans hlúðu að henni og spjölluðu við hana og var hún, að sögn Þorvarðar, furðuvel á sig komin miðað við að- stæður. Siglingin inn til Hafnar tók 45 mínútur og var konan strax sett í læknisskoðun. Þorvarður segir að vegna brælu og lélegs skyggnis hafi verið fremur erfitt fyrir bátana, sem sendir voru út, að athafna sig. Þeir hafi þó fljót- lega áttað sig á hvar konan gæti ver- ið miðað við síðustu upplýsingar frá vélinni áður en samband við hana rofnaði. FANGI á Litla-Hrauni er grunaður um að hafa haft að minnsta kosti hálfa milljón króna út úr fyrirtæki hérlendis með því að millifæra fé af reikningi þess inn á reikning á eigin vegum og samverkamanns utan múranna, sem tók síðan féð út. Grunur leikur á að um háar upphæð- ir kunni að vera að ræða. Maðurinn, sem komist hefur í kast við lögin vegna auðgunarbrota og margs konar annarra afbrota, mun hafa notað peningasíma, sem fangar á Litla-Hrauni hafa til afnota, við svikin. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er vitorðsmannsins nú leitað. Ekki beðið um leyninúmer Það fé sem um ræðir í þessu til- viki, hálf milljón króna, tengist milli- færslu frá einu fyrirtæki, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur lögreglan fleiri sambærileg til- vik til rannsóknar. Bæði mun vera um að ræða misheppnaðar tilraunir mannsins til að millifæra fé með þessum hætti og tilraunir sem hugs- anlega báru árangur. Um fleiri en eina bankastofnun er að ræða og í þeim tilvikum sem honum tókst að ná fé út af reikningum, virðast mis- tök hafa verið gerð með þeim hætti að ekki hafi verið beðið um leyni- númer eða kenniorð á reikningi við- komandi fyrirtækis. Athygli vekur að maðurinn bar sig að með nánast sama hætti og erlend- ir aðilar sem reyndu í maímánuði að svíkja fé út úr nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Mun hann hafa aflað sér kennitalna fyrirtækja og númera á bankareikningum þeirra með því að fá reikninga og önnur gögn utan múranna og hringt að því búnu í bankastofnanir skömmu fyrir lokun, og óskað eftir því að fé yrði millifært af reikningum fyrirtækjanna yfir á reikning sem hann eða einhver á hans vegum hafði stofnað. Þegar upp um þetta athæfi komst var bæði grennslast fyrir um stofnanda reikn- ingsins og það nafn sem maðurinn hafði gefið upp, og munu böndin hafa borist að honum í kjölfarið. Vitorðsmanns leitað Vitorðsmanns og/eða -manna sem sóttu féð á reikninginn er nú leitað og mun m.a. vera um unga konu að ræða, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Jón Hlöðver Hrafnsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að þetta mál væri til rann- sóknar hjá lögreglunni og að fanginn sem um ræðir ætti langan feril að baki í margvíslegum afbrotum. Málið hefði komið til kasta lögreglu í byrj- un júní og verið til rannsóknar síðan. Um erfiða og viðkvæma rannsókn væri að ræða, sem örðugt væri að tjá sig um á þessu stigi málsins. Meðal annars væri verið að rannnsaka hversu mikið manninum hefði tekist að millifæra með þessum hætti, en það væri ekki fullkomlega Ijóst enn sem komið væri. „Eg get ekki tjáð mig um hvaða upphæðir er um að ræða eða hvaða bankar eiga í hlut og ítreka að þetta mál er á mjög við- kvæmu stigi. Við erum önnum kafnir við rannsókn málsins," segir hann. Aðspurður segir Jón Hlöðver lík- indi með þessu máli og áðurnefndum tilraunum erlendra aðila til að hafa fé af íslenskum fyrirtækjum, en hins vegar sé ekki hægt að fullyrða að fanginn hafi sótt fyrirmyndina til þeirra. „Það getur verið að menn hafi látið slag standa þegar þeir heyrðu fréttaflutning af þessum til- raunum, en það er þó ekki sann- gjarnt að tengja þessi mál saman á einn eða annan hátt. Menn fá hug- myndir víða að, en við rannsðkum þetta sem einstakt tilvik," segir Jón Hlöðver. Ekki tókst að ná í Valtý Sigurðs- son, settan fangelsismálastjóra ríks- ins, vegna þessa máls í gærkvöldi. rrtt Réðst á konu í' Fossvogi MAÐUR um tvítugt réðst með hrottafengnum hætti á tæplega fertuga konu, sem var á gangi í Fossvogsdal með barnakerru og tveggja ára barn meðferðis, um hádegi á fimmtudaginn var. Hann viðhafði nauðgunarhótan- ir en konan slapp frá honum og gat gefið lögreglunni í Reykja- vík lýsingu á honum. Lögreglan leitar hans nú. Samkvæmt lýsingu konunnar var maðurinn 17 til 23 ára, um 180 sentímetrar á hæð, sterk- lega vaxinn, þrekinn en ekki þó feitlaginn, búlduleitur í andliti, stuttklipptur og með áberandi ljóst hár, þó ekki aflitað. Hann var klæddur í dökkbláa eða svarta úlpu og dökkar buxur. Lögreglan í Reykjavík biður þá sem geta veitt upplýsingar um árásarmanninn að hafa samband við lögregluna og/eða árásarmanninn að gefa sig fram við lögreglu. Mannvirkjasjóður NATO samþykkir smíði viðbdtarbúnaðar við fslenska loftvarnakerfíð Kostnaður áætlaður rúm- ir tveir milljarðar króna MANNVIRKJASJOÐUR Atlantshafsbandalags- ins samþykkti síðastliðinn þriðjudag að ráðist verði í byggingu viðbótarbúnaðar, sem nefndur hefur verið Link-16, við íslenska loftvarnakerfið. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra er áætlaður kostnaður við verkið um 28 milljónir bandaríkjadala eða sem svarar til rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að undirbúningur, hönnun og uppsetning kerfisins muni taka tvö og hálft til þrjú ár, að sögn Bjarna Birgissonar, framkvæmdastjóra tæknimála hjá Kögun hf., sem annast viðhald hugbúnaðar ís- lenska loftvarnakerfisins. „Þetta er mál sem hefur verið mjög lengi til um- fjöllunar. Þetta er hluti af ratsjárkerfi íslands. Það hefur verið andstaða gegn þessu á undanförn- um árum en nú hefur þetta verið samþykkt. Gert er ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda geti hafist fljótlega. Þessi tegund framkvæmda, sem kostuð er af Mannvirkjasjóðnum, verður boðin út," segir Halldór. Bjarni sagði að um væri að ræða verulega viðbót við núverandi fjarskiptakerfi varnarliðsins. Stæðu vonir til að hægt yrði að setja verkefnið í útboð í haust eða í byrjun næsta vetrar og að verktími geti hafist snemma á næsta ári, að sögn hans. íslendingar gætu tekið að sér einstaka hluta verksins Þetta verkefni hefur átt sér talsverðan aðdrag- anda. Fyrstu hugmyndir að gerð þessarar viðbót- ar við loftvarnakerfið komu upp um 1990, en var þá frestað vegna niðurskurðar í ljósi þeirra breyt- inga sem þá höfðu orðið í heimsmálunum. Málið var tekið upp aftur fyrir um tveimur árum og það borið upp í Mannvirkjasjóðnum fyrir um ári, en því var þá frestað á nýjan leik. Unnið hefur verið í þessu máli síðan og var það loks samþykkt á fundi sjóðsins sl. þriðjudag, að sögn Bjarna. „Þarna er um það að ræða að sety'a á upp teng- ingu úr loftvarnakerfinu við næstu kynslóð sam- skiptakerfa, þ.e.a.s. á milli þessa kerfís og flug- véla, herskipa og annarra kerfa svipaðs eðlis. Tengja á saman öll þessi kerfi, hvort sem þar er um að ræða orrustuflugvélar, ratsjárflugvélar, herskip eða annað," sagði hann. Aðspurður hvort íslensk fyrirtæki byggju yfir getu til að taka verkefnið að sér sagðist Bjarni telja að ef horft væri raunsætt á málið gæti reynst mjög erfitt að keppa við stór erlend fyrirtæki um þetta verkefni. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að gerðir yrðu undirsamningar um einstaka þætti sem mjög líklega gætu lent hjá innlendum aðilum. Tengist ekki flugi Rússanna Að sögn Michaels A. Hammer, talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, eru engin tengsl á milli samþykktar Nato og flugs rússnesku vélanna tveggja yfir ísland í síðustu viku. „Sam- þykktir fjárveitinga í Nato taka mjög langan tíma. Nato bregst ekki svo skjótt við að byggja ákvarð- anir á atviki sem þessu. Það hefur engin breyting orðið á stefnu Nato í kjölfar þess."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.