Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 25 90% af erfða- mengi mannsins greint innan árs Unnið að gerð líffræðilegs lotukerfís San Francisco. AFP. INNAN árs verður lokið við að greina og skipa í lotukerfi um níu- tíu prósentum af erfðamengi mannsins, að því er einn þekktasti vísindamaður í heimi á sviði sam- eindaerfðafræði fullyrðir, og mun það varpa nýju ljósi á arfgengi sjúkdóma, orsakir og meðferð. „Vinnuuppkasti" að 90% alls erfðamengis manna, sem hefur verið nefnt „Bók lífsins", verður lokið eftir um það bil ár en ekki 2005 eins og gert hefur verið ráð fyrir, að sögn Francis Collins, yfir- manns Rannsóknarstofnunar í erfðavísindum (e. Human Genome Research Institute) við Banda- rísku heilbrigðismálastofnunina (NIH)íWashington. Collins gerði grein fyrir þróun- inni í mannagenarannsóknum und- anfarið á ráðstefnu Samtaka bandarískra lækna í San Francisco nýlega. Hann sagði m.a. að rann- sóknirnar myndu leiða til nýrra meðferðarúrræða er byggðust „á skilningi á sameindalegum for- sendum sjúkdóma, fremur en lýs- ingum á einkennum þeirra". „Þetta er eins og að búa til lotu- kerfi í efnafræði. Við munum búa til líffræðilegt lotukerfi en svo þurfum við að reyna að átta okkur á því hvaða áhrif arfberarnir hafa hver á annan, bæði heilbrigð og sjúkleg," sagði Collins. Bundnar í einkaleyfum? Það væri lykilatriði að ákvarða hvort þessar nýju upplýsingar um greiningu og breytileika arfstofna yrðu aðgengilegar öllum rannsak- endum og almenningi, eða bundn- ar í einkaleyfum og leynilegum gagnagrunnum hjá einkafyrir- tækjum. Collins sagði að upplýsingarnar um greiningu arfstofna og breyti- leika þeirra yrðu grannskoðaðar víðs vegar og þeim tafarlaust dreift um Netið til þess að hvetja til frekari rannsókna. Hann lagði jafnframt áherslu á nauðsyn þess að tekist yrði á við siðferðilegar, lagalegar og félagslegar hliðar genarannsókna. Sérstaklega yrði að huga að misrétti vegna gena- rannsókna. Sagði Collins það afdráttarlaust viðhorf NIH og rannsóknarstofn- unarinnar sem hann stýrði að „all- ar þessar upplýsingar ættu um- svifalaust að vera birtar opinber- lega". Koma þyrfti í veg fyrir mis- rétti í heilbrigðistryggingum og á vinnumarkaðinum, byggðu á gena- upplýsingum, ella yrði ekkert af þessari væntanlegu byltingu. á sunnudögum kl. 14:00. Nánari upplýsingar og bókanir t fastar ferðir: Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar Íf565 0661 Húni II - Hafnarf jörður Sími 894-1388. Einnig sérferðir fyrir hópa. ÞlN FRfSTUND - OKKAR FAG VINTERSPORT Bfldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Víst þykir að notkun geðdeyfðarlyfja fjölgi umferðarslysum. Rannsókn á áhrifum algengra geðdeyfðarlyfja Geta skert ökuhsefni meira en áfengi RANNSÓKN breskra vísinda- manna hefur leitt í Ijós að algeng geðdeyfðarlyf geta skert ökuhæfni manna meira en áfengi, að sögn breska útvarpsins BBC. Vísinda- mennirnir hafa því hvatt lækna til að vara menn við því að aka bflum meðan þeir nota slík lyf eða svoköll- uð bensódíasepínlyf. Vísindamenn við Surrey-há- skóla mátu ökuhæfni sextán sjálf- boðaliða, sem tekið höfðu inn nokk- ur af algengustu gefðdeyfðarlyfjun- um. Rannsóknin stóð í mánuð og niðurstaða hennar var að lyfin lengja viðbragðstíma ökumanna tvöfalt meira en áfengi við leyfileg mörk. Sjálfboðaliðunum var sagt að stíga á hemlana á bflum sínum eins fljótt og þeir gætu í hvert sinn sem kveikt væri á rauðum ljósum á bfl sem ekið var fyrir framan þá. Vís- indamennirnir komust að því að sjálfboðaliðarnir sem höfðu tekið inn þríhringlaga geðdeyfðarlyf voru 120 millísekúndum lengur að bregð- ast við. Ian Hindmarch, prófessor í geðlyfjunarfræði, sagði að slík töf yki verulega hættuna á umferðar- slysum. „Þeir sem aka á 70 km hraða á klukkustund eftir að hafa notað geðdeyfðarlyf fara heila bíl- lengd - 3,6 metra - áður en þeir stíga á hemlana, en menn sem aka ólöglega með 0,8 prómilla alkóhól- þéttni í blóðinu fara 1,5 eða 1,8 metra." Auka líkurnar á bflslysum Niðurstaða bresku vísinda- mannanna er í samræmi við fyrri rannsóknir sem leiddu í ljós að geð- deyfðarlyf og róandi lyf geta dregið verulega úr árvekni manna í um- ferðinni. Rannsóknir á lyfjanotkun fólks, sem orðið hafði fyrir bflslys- um, hafa sýnt að ökumenn sem nota þessi lyf eru miklu líklegri til að lenda í slysum en aðrir. Rannsókn Dundee-háskóla benti til þess að bflslysum myndi fækka um 1.600 og dauðsföllum um 110 í Bretlandi á ári ef fólk sem notar róandi lyf æki ekki bílum. Einn bresku vísindamannanna, prófessor Tom MacDonald, sér- fræðingur í klínískri lyfjafræði, seg- ir að tíundi hver Breti fái lyfseðil fyrir bensódíasepínlyfjum, flokki lyfja sem eru m.a. mikið notuð sem róandi lyf og svefnlyf. „Eg hygg að allir læknar ættu nú að vara sjúk- linga sína við akstri ef þeir taka inn eitt af þessum lyfjum." ¦I ttfc Núþornarþú ekkilengur í sturtu Það er alkunna að vatn og sápa þurrka húðina, sérstaklega ef oft er farið í sturtu. Nú er fundin lausn á þessu vandamáli. Nýja pHs-Eucerin sturtuolían, olían sem freyðir, hefur einstaka eiginleika. Hin frábæra, kremkennda olía hreinsar húðina á mildan og árangursríkan hátt svo að húðin verður silkimjúk. Þökk sé góðum olíum og virkum efnum. pH5-Eucerin sturtuolían hefur pH-gildi heilbrigðrar húðar og inniheldur hvorki rotvarnar- né litarefni. Þess vegna er pH5-Eucerin sturtuolían séirstaklega heppileg fyrir þig sem ert með þurra eða viðkvæma húð og einnig fyrir þig sem vilt halda húðinni ferskri og silkimjúkri. Eucenn pNsí 10 Hóðin verndar þig - verndar þú húðina? Eucerin fest í apótekinu þínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.