Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 31 < tleinkunn í samræmdu prófunum Morgunblaðið/Sverrir. hópinn hafa verið ákveðinn í að standa æmdu prúfuintin. í hæstu meðaleinkunn í stærðfræði á i samræmdu prófunum. Hún segir mik- ; ilvægt að sá kennari sem kennir stærðfræði sé sterkur kennari. i „Þannig er með kennslu almennt að i það skiptir verulegu máli að kennari viti hvaða vinnu hann er að fara í. Þeg- í ar maður kennir stærðfræði þá verður ; maður að hafa skýrar línur um það hvernig maður ætlar að fara að þessu. Það skiptir líka máli að kennari fylgi nemendum upp bekkjarkerfíð því að það skapar festu. Meðal nemenda ríkir i ákveðinn ótti til stærðfræðinnar. For- eldrar hafa heldur ekki verið jafnvel í stakk búnir tO að hjálpa börnum sínum í með heimaverkefni í stærðfræði eins og t.d. íslensku eða ensku. Börnin hafa i því yfirleitt minni stuðning foreldra í í stærðfræðinni. Því þarf að huga að því i að hafa sterkan kennara í stærðfræði. Námsefnið hefur líka mikið að segja og á þessu aldursstigi er mjög gott f námsefni. Þó hef ég alltaf bætt við efni Ldsins var heildarmeðal- prdfunum hæst í Reyk- ðaleinkunn nemenda í líka hæst í stærðfræði ivo í öðru sæti í dönsku i í íslensku með 6,27 og ' ensku með 6,09. 5 úr öðrum bókum og samið sjálf til þess i að vera með ítarefni, dreg saman úr i bókum. Það hefur heilmikið að segja l að nemendurnir fái góðan þverskurð af a efninu. Ekki síður mikilvægt er að rifja i stöðugt upp og halda vakandi þeim r þáttum sem spanna verulegan hluta samræmda prófsins, eins og algebra, 3 almenn brot, og rúmfræði. Það skiptir - máli að geta gefið því tíma. Það tekst - auðvitað með því að setja alltaf fyrir a heima og það þýðir ekkert að skorast a undan því. Ég hef alltaf haft það fyrir reglu að fara vel yfir gömul samræmd r próf, láta nemendurna vinna sjálfa og i taka alveg eitt próf eftir klukku svo að 5 þeir viti nákvæmlega hvernig það er að fara í svona próf. I ár tók ég fimm ár- r ganga af samræmdum prófum." i Nánari kynning í litlum bekkjum ¦1 Arndísi finnst tvennt ólíkt að kenna litlum bekkjum og stórum en hún hef- • ur reynslu af hvoru tveggja. „Eg var með ellefu nemendur í i stærðfræði í tíunda bekk á síðasta 9 skóiaári en ég hef líka kennt í hraðferð + í öðrum skóla þar sem 30 nemendur voru í bekknum. Það getur verið jafn vandasamt að kenna smærri bekkjum og stórum að því leyti að í litlum bekkjum ertu með svo náin samskipti við nemendurna, en það getur aldrei orðið í stærri bekkjum. Þú ert alveg inni á heimilinu þegar þú ert að kenna barni í sveit. Þegar þú kennir bekk með 30 nemendum hefur þú ekki hug- mynd um hverjir eru foreldrar þessara 30 barna úti í bæ, nema bara rétt yfir- borðskennt." Samstaða foreldra og kennara Arndís sagði að það væri ekki síður mikilvægt að ná góðri samvinnu við heimilin til að skólastarfið skili sem bestum árangri. „Foreldrastarfið hefur alltaf verið þó nokkurt við skóiann. En fólkið á heimilunum var orðið áhugalítið um foreldrastarfið. Það skapaðist sam- staða um að gera skólann betri. Hins vegar voru ekki alveg allir sammála, það er alltaf þannig. Stjórnandinn verður þó alltaf að vera aðilinn sem leggur línuna en það er þó best að hafa sem flesta með sér. Ekki gott að setja línu og standa á henni ef þú ert einn. Þú þarft að vera sá aðili sem leggur fram það sem þú vilt hafa og reyna að leiða hina með þér að því marki. Þetta gekk vonum framan. Það þarf svo fáa til að koma neikvæðri umræðu í loftið. Það er mjög mikilvægt fyrir alla skóla að hafa eðlileg og góð samskipti við foreldra, að foreldrar eigi góðan að- gang að kennurum og þá sérstaklega að umsjónarkennurum. Einnig er mik- ilvægt að skólastjóri hafi líka ákveðinn tíma fyrir símtöl og viðtöl. Auk þessa skiptir miklu máli að hafa kynningar- kvöld strax að hausti þar sem námsefni er kynnt, kennarar og skólareglur. Þá gefst foreldrum kostur á að spyrja." Búin að manna fyrir næsta ár „Skólinn hafði á að skipa góðu starfsfólki. Það voru sextán kennarar við skólann síðasta skólaár. Þeir höfðu ekki allir kennsluréttindi og voru ekki allir í fullu starfi. Þeir fimm leiðbein- endur sem voru yið skólann fylltu tæp þrjú stöðugildi. Ég var allt sumarið að reyna að fá fólk fyrir síðasta skólaár. En í febrúar á þessu ári var ég búin að manna allar stöður fyrir næsta ár og allt réttindafólk." Heimsrfkn frá dönskum nemendum og kennurum Arndísi finnst að meira megi gera af því að fá erlenda kennara til að kenna við grunnskólana í landinu. Síðasta skólaár heimsóttu bæði nemendur og kennarar frá Danmörku Reykholts- skóla. „Það var farið að undirbúa það að danskir nemendur kæmu til skólans áður en ég tók við stjórninni. I septem- ber komu svo 20 danskir nemendur ásamt tveimur kennurum. Þau bjuggu á heimilum í sveitinni í eina viku. Við fengum boð um að koma til Danmerk- ur sem við og gerðum. Ég fór með ásamt tveimur foreldrum. Ennfremur átti ég kost á að fá danskan kennara til að kenna við skólann í viku. Hann kom í febrúar og þá stokkaði ég upp stunda- töfluna og fjölgaði dönskutímunum. Ég vildi sjá að meira yrði gert af því hérlendis að fá danska kennara til að kenna við skólana. Það þyrfti að gera átak í því að fá erlenda kennara til að kenna hér. Með því myndi draga úr neikvæðu viðhorfi nemenda til dönsk- Gott að geta glaðst með skólanum sínum „Reykholtsskóli er gott skólahús og innkoman inn í hann er falleg. Það hef- ur tekist vel að gera eldri og yngri hlutana að sameiginlegu fallegu hús- næði. Ágætis miðrými er innan skól- ans þar sem nemendur geta komið saman ásamt kennurum. Einnig er bókasafn skólans gott. Reykholtsskóli hefur alltaf verið einsetinn og öll íþróttaiðkun nemenda og tónlistarkennsla fer fram á skóla- tíma, einnig danskennsla og jafnvel kórstarf. Þetta er mjög til hægðarauka fyrir heimilin og þakkarefni að þessu skuli vera hagað svona. Reykholtsskóli er ekki nema 100 km. frá Reykjavík og Biskupstungur eru mjög góð sveit. Það hefur mikil áhrif á sveitina að skólinn skuli ná svo góðum árangri. Það er gott fyrir fólk að geta glaðst með skólanum sínum." Hvað tekur mat á umhverfísáhrifum framkvæmda langan tíma? Ekki of seint að Fljóts- dalsvirkjun fari í mat Mikið hefur verið rætt um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda í tengslum við fyrirhug- aðar virkjanir, þá sérstaklega Fljótsdals- virkjun, sem er undan- þegin slíku mati. Ragna Sara Jónsdóttir kannaði hvað mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda tekur langan tíma. OLAFUR Örn Haraldsson al- þingismaður, formaður um- hverfisnefndar Alþingis, gagnrýnir þau rök sem stjórnvöld og talsmenn Landsvirkjun- ar hafa sett fram um að ekki sé nægur tími til þess að láta gera lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði afl- að sér upplýsinga hjá umhverfisráðu- neytinu um það hve langan tíma tæki að meta umhverfisáhrif framkvæmda og komist að því að með kærurétti og frekara mati væri það í mesta lagi rúmt ár. Lesendum til glöggvunar skal hér farið lauslega yfir þann feril sem fram fer hjá Skipulagsstofnun til að meta umhverfisáhrif framkvæmda. Lög um mat á umhverfisáhrifum komu til framkvæmda 1. maí 1994 og hefur Skipulagsstofnun umsjón með fram- kvæmd þeirra. Misjafnt er hve langan tíma tekur fyrir framkvæmd að fara í gegnum matið og getur það tekið frá tíu vikum og allt að einu og hálfu ári. Tíminn sem matsferlið tekur fer eftir nokkrum óvissuþáttum, svo sem gæð- um frummatsskýrslunnar, úrskurði skipulagsstjóra, hvort úrskurðurinn er kærður til umhverfisráðherra og hvort ráðast þarf í frekara mat. Almenningi gefinn kostur á athugasemdum Ferlið hefst á því að framkvæmdar- aðili aflar sér upplýsinga um þau um- hverfisáhrif sem væntanleg fram- kvæmd kann að hafa í för með sér. Getur sú vinna tekið mislangan tíma en þegar skýrsla um það er tilbúin leggur framkvæmdaraðili hana fyrir hjá Skipulagsstofnun til frumathug- unar, ef hann kýs að farið sé yfir mat- ið af óháðum, opinberum aðila. Skipu- lagsstofnun gengur úr skugga um að allar upplýsingar frummatsskýrsl- unnar séu réttar og fullnægjandi, með því m.a. að leita umsagna sérfræði- stofnana og hlutaðeigandi sveitar- stjórna, auk þess sem hún er kynnt almenningi. Skipulagsstofnun birtir opinbera auglýsingu um framkvæmdina innan tveggja vikna eftir að skýrslunni hef- ur verið skilað inn. Almenningi og hagsmunaaðilum gefst þá kostur á að kynna sér innihald skýrslunnar og koma skriflegum rökstuddum athug- unum til Skipulagsstofnunar og verða þær að hafa borist innan fimm vikna frá auglýsingu, en frestur umsagnar- aðila, svo sem hlutaðeigandi sveitar- stjórna og sérfræðistofnana, er þrjár vikur. Kærufrestur tíl umhverfisráðherra Sjö vikum eftir að viðkomandi framkvæmd var tilkynnt hjá Skipu- lagsstofnun hefst athugun stofhunar- innar og er þá farið yfir allar athuga- semdir og umsagnir sem borist hafa og hefur stofnunin að hámarki þrjár vikur til þess. Allt að tíu vikur geta því liðið frá því frummatsskýrsla er Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Örn Haraldsson alþingismaður bendir á að nægur tími sé til þess að láta gera mat á umhverfisáhrifum Fljdtsdalsvirkjunar á vegum Skipulagsstofnunar. Myndin er frá Eyjabökkum. f - lögð fyrir og þangað til úrskurður er kveðinn upp. Úrskurður skipulagsstjóra getur fallið á þrjá vegu. Að fallist verði á framkvæmdina óbreytta, að fallist verði á hana með ákveðnum skilyrð- um, eða að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum. Úrskurði skipu- lagsstjóri að umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar skuli metin enn frekar skoðar framkvæmdaraðili eða ráð- gjafi hans sérstaklega þá þætti sem tÚteknir eru í úrskurðinum og skilar viðbótarmatsskýrslu til Skipulags- stofnunar. Hefst þá önnur athugun skipulagsstjóra sem er hliðstæð frum- athuguninni, tekur jafnlangan tíma og lýkur á ný með úrskurði skipulags- stjóra. Eftir að úrskurður skipulagsstjóra hefur verið kveðinn upp er hann aug- lýstur innan viku. Hefst þá fjögurra vikna kærutímabil, og er þá hægt að kæra úrskurð stofnunarinnar til um- hverfisráðherra. Eftir að kærutíma- bilið rennur út hefur umhverfisráð- herra átta vikna frest til að kveða upp úrskurð. Alls tekur ferlið því 23 vikur með kærufresti til ráðherra ög fresti hans til að kveða upp úrskurð. Umhverfisráðherra hefur óbundnar hendur og getur hann fallist á úr- skurð skipulagsstjóra, hafnað fram- kvæmdinni eða ákveðið að ráðast skuli í frekara mat. Gerist það hefst á ný 23 vikna matsferli auk þess tíma sem framkvæmdaraðili þarf til þess að skila viðbótargögnum í frekara mat. Getur það tekið mislangan tíma og fer eftir árstíðum, til dæmis ef gera þarf viðbótarrannsóknir, sem einungis er hægt að gera á ákveðnum árstíma. Þegar skipulagsstjóri kveður upp úrskurð um frekara mat, getur hann: fallist á viðkomandi framkvæmd með eða án skilyrða, gert kröfu um frekari könnun einstakra þátta, eða lagst gegn viðkomandi framkvæmd. Aftur er hægt að kæra úrskurð hans til um- hverfisráðherra. Höfum nægan tíma ef vUji er fyrir hendi Af fyrrgreindum upplýsingum er Jjóst að mat á umhverfisáhrifum getur tekið mislangan tíma. Því getur lokið á 3-4 mánuðum eftir að frummats- skýrsla er lögð fram, ef úrskurður er ekki kærður og sMpulagsstjóri fellst á framkvæmdina. Ferlið getur jafn- framt teygst upp í 6 mánuði ef úr- skurður er kærður til umhverfisráð- herra og jafnvel tvisvar sinnum það, ef umhverfisráðherra úrskurðar að fram skuli fara frekara mat. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneyt- inu getur ferlið því tekið í mesta lagi 14-16 mánuði ef gert er ráð fyrir þeim tíma sem framkvæmdaraðili þarf til þess að afla þeirra upplýsinga sem hann leggur fram í frekara mat. Ölafur segir að sér sýnist nægur tími vera til þess að láta gera formlegt mat á umhverfisáhrifum, ef vuji sé fyrir hendi. „Eg bendi einfaldlega á að kæruferlið er ekki lengra en þetta, en hingað til hefur því verið haldið fram að ef farið verður í mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, þá muni það seinka svo framkvæmd- um að samningar við Norsk Hydro séu í uppnámi. Röksemdir af þessu tagi eru götótt vörn, sérstaklega þeg- ar litið er til þess að handan samn- V ingaborðsins er aðili sem virðist ekki vera að sýna á sér neitt fararsnið og gefur sér góðan tíma til að athuga kostinn auk þess sem fyrirtækið hefur nýlega breytt eignarhluta sínum í ál- verinu," sagði Ólafur Örn. Ólafur segist undrandi yfir því hve Utlar upplýsingar hafi komið frá Landsvirkjun í umræðunni undanfar- ið: ,^f hverju eru þessar rannsóknir sem Landsvirkjun hefur verið að láta gera ekki sýndar ef menn hafa rangt fyrir sér að þarna sé verið að fremja náttúruspjöll? Miðað við þann gríðar- lega áhuga sem er meðal almennings á því að fá þetta mat á umhverfisá- hrifum Fljótsdalsvirkjunar, og þá óverulegu töf sem yrðu á fram- * kvæmdum við matið, þá sýnist mér að það eijri að verða við þessum óskum," sagði Olafur Örn og benti á að öðru- vísi væru stjórnmáiamenn ekki að þjóna sínu hlutverki sem kjörnir full- trúar almennings á þingi. „Við erum kjörnir fulltrúar almennings og við berum skyldu gagnyart þeim í þessu máli," sagði Ólafur Örn. Bráðabirgðaákvæði túlkað þröngt Að sögn Ólafs liggur frummats- skýrsla um umhverfisáhrif álvers á Reyðarfirði fyrir í haust og líklega verður hún lögð fyrir hjá Skipulags- stofnun fyrri hluta vetrar. Hins vegar , taki lengri tíma að byggja virkjunina en álverið svo ekki mega tefja hana mikið lengur. Arni Finnsson, talsmaður Náttúru- verndarsamtaka íslands, gagnrýnir einnig viljaleysi sem fram hefur kom- ið hjá Landsvirkjun til þess að láta gera formlegt mat á umhverfisáhrif- um. „I bráðabirgðaákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum segir að framkvæmdir samkvæmt leyfum út- gefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki háð- ar mati á umhverfisáhrifum. Orðalag- ið „ekki háðar" hefur Landsvirkjun túlkað sem að „eigi ekki" að fara í if mat, hafi leyfið verið gefið út fyrir til- skilinn frest. Þetta er vitaskuld afar þröng túlkun. Miklu nær væri að túlka bráðabirgðaákvæðið þannig, að þær framkvæmdir sem veitt var leyfi fyrir fyrir 1. maí 1994 þurfi ekki að fara í mat, en vitaskuld er það leyfi- legt, sé það vilji Landsvirkjunar," segir Arni Finnsson. ifc-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.