Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti Xslands ræddi við framkvæmdastjóra SÞ í New York + - • Telur Island vera til fyrir- ÉG vissi nú alltaf að kvótakerfíð okkar væri það besta í heimi Davíð minn, en að það veitti líka svona gott skjól fyrir norðangarranum kom mér á óvart. Mjög góð ávöxtun einkennir Global Equity Class, Alþjóða hlutabréfasjóð Kaupþings í Lúxemborg. Frá áramótum hefur hann stækkað um ríflega helming og er nú 8,2 milljarðar. Á sama tíma hefur gengið hækkað um rúm 16%. Þú átt kost á ávöxtun sem hæfir draumum þínum. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is Fornbílaklúbbur sýnir í Arbæjarsafni Byggir kannski bflasafn Rúnar Sigurjónsson morgun verður haldin sýning á fombílum í Ar- bæjarsafni. Hefst sýning- in klukkan 13. Slíkar sýn- ingar hafa verið árviss viðburður í samvinnu við Arbæjarsafn um nokkurt skeið. Rúnar Siguijóns- son er aðalumsjónarmað- ur fómbflasýningarinnar að þessu sinni. Hvers vegna er þetta orðinn ár- viss atburður? „Sýningar þessar hafa tekist vel í gegnum árin og samvinna við Arbæj- arsafn hefur verið góð. Aðsókn hefur verið góð á þessar sýningar og að- staðan er skemmtileg, það er gaman að sýna þessa gömlu bíla í um- hverfi sem hæfir þeim.“ - Hvað verða margir bílar á sýningunni núna? „Mæting á sýninguna er frjáls. Undanfarin ár hafa verið tuttugu til fjömtíu bflar á sýningunni og má ætla að þeim muni að minnsta kosti ekki fækka.“ -Eru margir bílar skráðir í FombHaklúbbinn? „Það er almennur misskilning- ur að bflamir séu skráðir í klúbbinn - ég vil leiðrétta þann misskilning því að félagið er Fé- lag áhugamanna um gamla bfla og menn geta því svo sannarlega orðið félagar þótt þeir eigi ekki fornbfl." - Hvað þarf bíll að vera garnall til þess að teljast fornbíll? „Tuttugu og fimm ára gamall bfll er lögum samkvæmt fombif- reið og nýtur forréttinda sem slíkur. Þau forréttindi era lægri tryggingaiðgjöld séu menn félag- ar í Fombflaklúbbi Islands, jafn- framt því sem af slíkum bifreið- um era ekki borguð bifreiða- gjöld. Fombflaklúbburinn lítur hins vegar svo á að fimmtán ára gamall bfll sé orðinn það gamall að vert sé að fara að halda upp á hann. Við höfum þar af leiðandi leyft slíkum bílum að fljóta með í ferðum félagsins, bjóði útlit þeirra og ástand upp á að þeir séu til sýnis.“ - Hverng gengm• að fá vara- hluti ísvona gamla bíla? „Það er mjög misjafnt og fer aðallega eftir því hvemig bfl menn era með. Erfiðast er að fá varahluti í marga elstu bílana og jafnframt bfla frá Sovétríkjunum fyrrverandi og einhverja jap- anska og evrópska bfla. En marga hverja þeirra er samt ekkert erfitt að fá varahluti í - t.d. Mercedes Benz.“ -Hvað bilar oftast í svona gömlum bílum? „Það er líka misjafnt eftir bíl- um. Margh’ þessara eldri bfla höfðu „veika punkta". Það eru helst þeir sem geta verið að hrekkja menn, sérstaklega þegar vont er að fá varahluti eins og t.d. í kúplingar í rússajeppa. Jafn- framt getur löng staða bifreiðar valdið vandræðum í bremsukerf- um og gangverki. Hreyfing er besta vemdin." -Hvaða gamlir bilar eru al- gengastir í Fornbílaklúbbi ís- lands? „Það eru amerískir bflar. En evrópskum og austur-evrópskum bflum fer þó fjölgandi, jafnframt ► Rúnar Sigurjónsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1972. Hann lauk prófi sem vélsmiður frá Borgarholtsskóla 1997. Hann hefur starfað við vélsmíði ásamt ýmsum öðrum störfum, m.a. verslunarstörfum. Rúnar er fulltrúi ferðanefndar Forn- bflaklúbbs Islands. Hann er ókvæntur og barnlaus. því sem japanskir bflar era að verða eða era orðnir fombQar." - Hvað er elsti bíllinn í Fom- bílaklúbbi íslands gamall? „Elsti bfllinn sem ég veit um er árgerð 1917. Raunar era þeir tveir, annars vegar Ford-vörabfll í eigu Þjóðminjasafns íslands og hins vegar Overland í eigu Rúd- olfs Kristinssonar. Rúdolf hefur í hyggju að endurbyggja Coudel, eins og þann sem var fýrsti bfll okkar íslendinga. Rúdolf er nú þegar búinn að finna ýmsa hluti í bflinn og leit stendur yfir að því sem á vantar. Ljóst er hins vegar að eitthvað þarf að smíða í bfl- inn.“ - Hvenær var Fornbílaklúbb- ur Islands stofnaður? „Hann var stofnaður 19. maí 1977. í félaginu í dag era rám- lega 500 félagar og ekki allir eiga gamla bfla. Félagið er mjög fjár- hagslega stöndugt. Rekstur þess hefur gengið mjög vel undanfarin ár, m.a. vegna hagstæðra fast- eignaviðskipta. Félagið hyggur jafnvel á byggingu bilasafns sem jafnframt yrði þá félagsheimili F ombflaklúbbsins.“ - Er öflugt félagsstarf í Fom- búaklúbbnum? „Já, Fombflaklúbburinn stendur fyrir akstursferðum á sumrin sem era mjög skemmti- legar. Jafnframt stendur félagið fyrir alls kyns myndasýningum og opnum húsum, rabbkvöldum og fleira.“ - Verður félagið með fleiri bílasýningar í sumar en þessa í Árbæ á morgun ? „AUar akstursferðir era náttúrlega óbeint sýningar. Alls staðar sem við komum í slík- um ferðum er reynt að stilla bflnum upp til sýnis, t.d. má nefna landsmót á Hvamms- tanga sem haldið verður 23. tfl 25. júh' nk. Þar má gera ráð fyrir að verðý nokkur fjöldi gamalla bfla. í Árbæjarsafni á morgun gefst bömum og öðram sem vflja kostur á að aka á palli gamals vörabíls, auk þess að skoða hina gömlu bflana sem á sýningunni verða.“ Fornbíll er 25 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.