Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti Xslands ræddi við framkvæmdastjóra SÞ í New York + - • Telur Island vera til fyrir- ÉG vissi nú alltaf að kvótakerfíð okkar væri það besta í heimi Davíð minn, en að það veitti líka svona gott skjól fyrir norðangarranum kom mér á óvart. Mjög góð ávöxtun einkennir Global Equity Class, Alþjóða hlutabréfasjóð Kaupþings í Lúxemborg. Frá áramótum hefur hann stækkað um ríflega helming og er nú 8,2 milljarðar. Á sama tíma hefur gengið hækkað um rúm 16%. Þú átt kost á ávöxtun sem hæfir draumum þínum. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is Fornbílaklúbbur sýnir í Arbæjarsafni Byggir kannski bflasafn Rúnar Sigurjónsson morgun verður haldin sýning á fombílum í Ar- bæjarsafni. Hefst sýning- in klukkan 13. Slíkar sýn- ingar hafa verið árviss viðburður í samvinnu við Arbæjarsafn um nokkurt skeið. Rúnar Siguijóns- son er aðalumsjónarmað- ur fómbflasýningarinnar að þessu sinni. Hvers vegna er þetta orðinn ár- viss atburður? „Sýningar þessar hafa tekist vel í gegnum árin og samvinna við Arbæj- arsafn hefur verið góð. Aðsókn hefur verið góð á þessar sýningar og að- staðan er skemmtileg, það er gaman að sýna þessa gömlu bíla í um- hverfi sem hæfir þeim.“ - Hvað verða margir bílar á sýningunni núna? „Mæting á sýninguna er frjáls. Undanfarin ár hafa verið tuttugu til fjömtíu bflar á sýningunni og má ætla að þeim muni að minnsta kosti ekki fækka.“ -Eru margir bílar skráðir í FombHaklúbbinn? „Það er almennur misskilning- ur að bflamir séu skráðir í klúbbinn - ég vil leiðrétta þann misskilning því að félagið er Fé- lag áhugamanna um gamla bfla og menn geta því svo sannarlega orðið félagar þótt þeir eigi ekki fornbfl." - Hvað þarf bíll að vera garnall til þess að teljast fornbíll? „Tuttugu og fimm ára gamall bfll er lögum samkvæmt fombif- reið og nýtur forréttinda sem slíkur. Þau forréttindi era lægri tryggingaiðgjöld séu menn félag- ar í Fombflaklúbbi Islands, jafn- framt því sem af slíkum bifreið- um era ekki borguð bifreiða- gjöld. Fombflaklúbburinn lítur hins vegar svo á að fimmtán ára gamall bfll sé orðinn það gamall að vert sé að fara að halda upp á hann. Við höfum þar af leiðandi leyft slíkum bílum að fljóta með í ferðum félagsins, bjóði útlit þeirra og ástand upp á að þeir séu til sýnis.“ - Hverng gengm• að fá vara- hluti ísvona gamla bíla? „Það er mjög misjafnt og fer aðallega eftir því hvemig bfl menn era með. Erfiðast er að fá varahluti í marga elstu bílana og jafnframt bfla frá Sovétríkjunum fyrrverandi og einhverja jap- anska og evrópska bfla. En marga hverja þeirra er samt ekkert erfitt að fá varahluti í - t.d. Mercedes Benz.“ -Hvað bilar oftast í svona gömlum bílum? „Það er líka misjafnt eftir bíl- um. Margh’ þessara eldri bfla höfðu „veika punkta". Það eru helst þeir sem geta verið að hrekkja menn, sérstaklega þegar vont er að fá varahluti eins og t.d. í kúplingar í rússajeppa. Jafn- framt getur löng staða bifreiðar valdið vandræðum í bremsukerf- um og gangverki. Hreyfing er besta vemdin." -Hvaða gamlir bilar eru al- gengastir í Fornbílaklúbbi ís- lands? „Það eru amerískir bflar. En evrópskum og austur-evrópskum bflum fer þó fjölgandi, jafnframt ► Rúnar Sigurjónsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1972. Hann lauk prófi sem vélsmiður frá Borgarholtsskóla 1997. Hann hefur starfað við vélsmíði ásamt ýmsum öðrum störfum, m.a. verslunarstörfum. Rúnar er fulltrúi ferðanefndar Forn- bflaklúbbs Islands. Hann er ókvæntur og barnlaus. því sem japanskir bflar era að verða eða era orðnir fombQar." - Hvað er elsti bíllinn í Fom- bílaklúbbi íslands gamall? „Elsti bfllinn sem ég veit um er árgerð 1917. Raunar era þeir tveir, annars vegar Ford-vörabfll í eigu Þjóðminjasafns íslands og hins vegar Overland í eigu Rúd- olfs Kristinssonar. Rúdolf hefur í hyggju að endurbyggja Coudel, eins og þann sem var fýrsti bfll okkar íslendinga. Rúdolf er nú þegar búinn að finna ýmsa hluti í bflinn og leit stendur yfir að því sem á vantar. Ljóst er hins vegar að eitthvað þarf að smíða í bfl- inn.“ - Hvenær var Fornbílaklúbb- ur Islands stofnaður? „Hann var stofnaður 19. maí 1977. í félaginu í dag era rám- lega 500 félagar og ekki allir eiga gamla bfla. Félagið er mjög fjár- hagslega stöndugt. Rekstur þess hefur gengið mjög vel undanfarin ár, m.a. vegna hagstæðra fast- eignaviðskipta. Félagið hyggur jafnvel á byggingu bilasafns sem jafnframt yrði þá félagsheimili F ombflaklúbbsins.“ - Er öflugt félagsstarf í Fom- búaklúbbnum? „Já, Fombflaklúbburinn stendur fyrir akstursferðum á sumrin sem era mjög skemmti- legar. Jafnframt stendur félagið fyrir alls kyns myndasýningum og opnum húsum, rabbkvöldum og fleira.“ - Verður félagið með fleiri bílasýningar í sumar en þessa í Árbæ á morgun ? „AUar akstursferðir era náttúrlega óbeint sýningar. Alls staðar sem við komum í slík- um ferðum er reynt að stilla bflnum upp til sýnis, t.d. má nefna landsmót á Hvamms- tanga sem haldið verður 23. tfl 25. júh' nk. Þar má gera ráð fyrir að verðý nokkur fjöldi gamalla bfla. í Árbæjarsafni á morgun gefst bömum og öðram sem vflja kostur á að aka á palli gamals vörabíls, auk þess að skoða hina gömlu bflana sem á sýningunni verða.“ Fornbíll er 25 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.