Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 53
-I
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 53C
I
rí-lf
FOLK I FRETTUM
STÚLKURNAR frá Eistlandi eru fimar með hringina.
Fimleikahópurinn fljúgandi í Háskólabíói
DANS og gleði í fyrirrúmi í gær þegar Ofurkrakkarnir sýndu í Kringlunni.
Ofurkrakkar æfa
1 ánægjunnar vegna
ÞAÐ VERÐUR kátt á lyalla í
Háskólabíói í dag og á morg-
un þegar hinn ótrúlegi fim-
leikahópur „Fljúgandi, danskir of-
urkrakkar" koma fram. Lone Godb-
ersen, framkvæmdastjóri hópsins,
kom til landsins með hópn-
um í gær ásamt syni sínum
Lars sem er Ofurkrakki þótt
hann sé orðinn 21 árs.
„Plestir í hópnum eru á
aldrinum 8-17 ára en einu
sinni var strákur með okkur
þar til hann varð 27 ára. Þá
kom hann til mín og sagði:
„Lone, ég verð að hætta, ég
er ekki lengur krakki. Svo
er ég líka að fara að gifta
mig". En þjálfarar hópsins
eru flestir fyrrum Ofur-
krakkar svo að hann þurfti
ekki að kveðja hópinn al-
veg," sagði Lone sem var
þreytt eftir flugið því hópur-
inn var að koma frá hátíð í
Halifax á Nova Scotia. „Við héldum
tíu sýningar á jafnmörgum dögum.
í hópnum eru 44 krakkar en bestu
23 eru með okkur í för núna svo að
sýningin hér á íslandi verður alveg
frábær." Einnig eru með í fór fimm
fimleikastúlkur frá Eistlandi og
þjálfari þeirra, Mall Kalve. Hóparn-
ir sýndu báðir í Halifax og því var
tilvalið að þeir kæmu saman hingað
til lands.
Ofurkrakkarnir hafa ferðast víða
um heim og þykja fímleikafólk á
heimsmælikvarða. Þau eru öll bú-
sett í Árósum og því óhjákvæmilegt
að velta fyrir sér hvaða ástæður
liggi á baki því að svo margir færir
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
LONE og Lars Godbersen frá Danmörku
og Mall Kalve frá Eistlandi.
fimleikamenn séu frá sama bænum.
„Það er hefð fyrir fimleikum í Árós-
um," segir Lars sem hefur verið Of;
urkrakki frá því hann var sjö ára. „í
fimleikafélaginu okkar eru um 700
manns. Ég held að málið sé að við
keppum aldrei. Við látum krakkana
aldrei keppa og það virðist skila sér
í mun betri árangri. Það er nóg fyr-
ir þau að hugsa um að læra og að
reyna að sýna framfarir. Ef þau
væru að keppa líka myndi það
trufla þau. Ef einhver dettur í atriði
hjá okkur missar hann engin stig.
Það er aUt hluti af sýningunni."
Sýning Ofurkrakkanna er engin
venjuleg fimleikasýning heldur vel
útfærð og lífleg skemmtiat-
riði þar sem krakkarnir
syngja, dansa og leika listir.
„Við höldum um 30 sýningar
á ári og höfum farið víða.
Þetta er í fyrsta skipti sem
við komum til fslands og við
hlókkum til að sýna ykkur
hvað í okkur býr," sagði Lo-
ne sem er mjög stolt af
krökkunum sínum. Sjálf hef-
ur hún verið í firnleikum frá
blautu barnsbeini. „Krökk-
unum finnst þetta rosalega
gaman. Við pössum að þau
æfi aðeins í 6-7 klukkustund-
ir á viku svo að þau verði
ekki leið," bætti hún við.
í Eistlandi er því öðru vísi
farið, að sögn Mall. „Við æfum oftar
og keppum enda erum við ekki
skemmtikraftar eins og Ofurkrakk-
arnir," sagði hún. íslenskar fim-
leikastúlkur úr Stjörnunni munu
líka koma fram á sýningunni í Há-
skólabíói um helgina. „Þetta verður
alþjóðleg og spennandi sýning,"
sagði Lone að lokum með bros á vör.
Sýningarnar hefjast kl. 14:30 báða
dagana.
9\[œtnrgaíinn
Smiðjuvegi 14, 'Kg-pavogi, sími 587 6080
Dans- og skemmtistaður
í kvöld leika
Hilmar Sverrisson og
Anna Vilhjálms
Opið frá kl. 22—3
Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist
QLeðiLegt SUMarveD
á McDc
IS
í bikar
aðeins
Islenskur gæða rjómaís eftir sér-
uppskrift McDonald's. Fitxi- og
sykurrninni en gengur og gerist.
I^jár sósur: Heit súkkulaði, heit
Suðurlandsbraut 56 karamellu eða köld jarðarberja.
Austurstræti 20
I
ENDAIAUST ÚRVAi N0TADRA RÍLAJ
HHHRhRHRhNRRRRRbHHRR^HRRRRRHHIHHHIIHIIIHHH^RRDDhIHI^HDH^^Dh^
Litlir bílar - Stórir bílar - Ódýrir bílar - Dýrir bílar
Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaóa bíla upp í notaða
ÞÚ KEMUR DG SEMUR! bílahúsið
Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík
Símar: 525 8096 - 525 8020 • Sfmbréf 587 7605