Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 13 FRETTIR Framkvæmdastjóri RANNÍS sat ráðstefnur OECD og UNESCO „MENN eru orðnir mjög meðvitaðir um það að vísindi og tækni eru drif- kraftur breytinga og framfara," sagði Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs íslands, í sam- tali við Morgunblaðið, en hann sótti tvær ráðstefnur um vísindi og tækni í lok júnímánaðar. Önnur ráðstefnan var á vegum OECD-ríkjanna í París, og var Vilhjálmur þar ásamt Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, en hin ráðstefnan var á vegum Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)íBúdapest. „Menn gera sér grein fyrir því að upplýsingatæknin og líftæknin opna nýja möguleika en auðvitað fylgja þessu líka vandamál," sagði Vilhjálm- ur. Að sögn Vilhálms kom það mjög skýrt fram á ráðstefnunum að fjár- festing í þekkingu skilaði langmest- um þjóðfélagslegum arði. Hann sagði að þetta hefði tvennt í för með sér, annars vegar það að þær þjóðir sem væru vel á vegi staddar með fjárfest- ingu í menntun og rannsóknum keyrðu hratt fram, en hins vegar að þær sem væru lakar settar drægust aftur úr. Áhyggjur af vaxandi misvægi norðurs og suðurs Á Búdapest-ráðstemunni höfðu menn áhyggjur af vaxandi misvægi á milli norðurs og suðurs. Því var kall- að mjög eftir því sem menn kölluðu nýjan þjóðfélagssamning vísinda og samfélags til þess að laga þessi vandamál, en ekki síður til að sjá til þess að vísindi og þekking yrðu fyrst og fremst notuð í friðsamlegum til- gangi og til hagsbóta. Til að koma í veg fyrir að ákveðin lönd dragist enn meira aftur úr, komu fram hugmynd- ir um að tengja saman stofnanir í þróunarlöndunum við stofnanir í iðn- ríkjunum, til að auka samvinnu og flæði þekkingar. Þá var einnig rætt um að beina þróunaraðstoð sérstak- Nýr þjóðfélags- samningur vísinda og samfélags lega að þekkingarsviðinu, þar sem það skilar mestum þjóðfélagslegum arði. Vilhjálmur sagði að á fundinum í París hefði verið ákveðið að búa til samráðsvettvang (Global Sicence Forum) til þess að skipuleggja al- þjóðasamvinnu rannsóknarverkefna og fjárfestingu til rannsókna á al- þjóðavísu. Hann sagði að þannig mætti tryggja þekkingarflæði á milli manna og landa og stuðla að enn frekari samvinnu á þessu sviði. Gagnabanki um hffræðilega fjölbreytni Líftæknin er komin miklu skemmra í hagnýtingu en upplýs- ingatæknin og því var tekin ákvörðun um að búa til gagnabanka um líf- fræðilega fjölbreytni, sem þýðir að upplýsingar um tegundir, stofna og erfðaefni verða aðgengilegar fyrir allar þjóðir OECD, að sögn Vil- hjálms. Hann sagði að þetta kæmi m.a. til með að hafa það í för með sér að hægt yrði að tengja saman hag- nýtingarmöguleika við tiltekna erfða- eiginleika, því til yrði einhvers konar markaður fyrir þekkingu á erfðaefn- um lífvera og þar með auðveldaði þetta viðskiptí á þessu sviði, sem og þekkingarsamskipti á heimsvísu. Nokkuð var fjallað um tortryggni almennings gagnvart líftækninni, og sagði Vilhjálmur að í því sambandi hefði t.d. verið rætt um erfðabreytt matvæli. Nokkurrar tortryggni gætir meðal almennings á því sviði sagði hann, en flestir vísindamenn eru hins vegar sammála um að erfðabreytt matvæli komi ekki til með að skapa nein vandræði. Minni tortryggni virð- ist gæta meðal almennings í notkun líftækni í læknisfræðilegum tilgangi. „I framhaldi af þessu veltu menn fyrir sér trúnaðarsambandi vísind- anna og almennings og menn voru sammála um að auka þyrfti umræðu og viðræður vísindasamfélags og þjóðfélags til þess að auka traust al- mennings á vísindunum." Á báðum fundunum komu fram áhyggjur af minnkandi áhuga ung- menna á náttúruvísindamenntun, sérstaklega ef miðað er við þörfina og fyrirsjánleg atvinnutækifæri á því sviði. Vilhjálmur sagði að menn kenndu skólakerfinu að hluta til um það hvernig ástandið væri, því í auknum mæli þyrfti að veita börnum skilning á umhverfi sínu í gegnum raunvísindaþekkingu. Varðandi stöðu vísinda- og tækni- mála hér á landi sagði Vilhjálmur að íslendingar þyrftu að herða sig enn frekar í alþjóðasókninni og að verið væri að vinna að auknum samskipt- um við Bandaríkin á sviði þekkingar en að samvinnan við Evrópulöndin hefði reynst árangursrík. Hann sagði að bæta mætti þróunarsamvinnuna við aðrar þjóðir á ýmsa vegu, t.d. væri hægt að fylgja alþjóðlegum heimsóknum ráðherra betur eftir á vísindasviðinu. Fyrsta skóflu- stunga að nýju íbúðar- hverfi ODDVITI Bessastaðahrepps, Guðmundur Gunnarsson, tók í fyrrdag fyrstu skófiustungu að Hólmatúni. Það er nafn íbúðarsvæðis í landi Traðar, Deildar og Landakots. Ætlun- in er að reisa 58 íbúðarhús á svæðinu, 23 einbýlishús, 9 rað- hús, 8 keðjuhús og 18 parhús. Ármannsfell hf. og Bygginga- félagið Úlfarsfell hf. sjá um framkvæmdirnar. Morgunbiaðið/Arni Sæberg GUÐMUNDUR Gunnarsson, oddviti Bessastaðahrepps, tekur fyrstu skóflustunguna. w w w . I a n d s b a n k Nú er kærleiksklinkið orðið 8 milljonir króna t%y Nú er kærleiksklinkiö sem landsmenn söfnuðu til stuönings langveikum börnum oröiö að 8 milljónum króna. Umhyggja, félag langveikra barna, og (Y Landsbanki íslands hf. villja þakka þjóðinni þann stuðning sem langveik börn munu njóta með tilvist þessa sjóðs. Landsbankinn Þjónustuvfr 560 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.