Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kaupfélag Austur-Skaftfellinga kaupir meirihluta í Þríhyrningi Sameiginleg velta áætl- uð á annan milliarð kr. KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga, KASK, hef- ur keypt meirihluta hlutafjár í Sláturfélaginu Prí- hymingi hf., af Fjárfestingarfélaginu Þor ehf. og fleiri aðilum. Stefnt er að samruna á starfsemi Sláturhúss KASK við Þríhyming hf. til að ná fram aukinni hagræðingu í slátran en áætluð velta hins sameinaða félags er á annan milljarð króna. Að sögn Pálma Guðmundssonar, kaupfélags- stjóra hjá KASK, er það hluti af stefnu kaupfé- lagsins að leita eftir samrana við aðra sláturleyfis- hafa. „Verandi með tiltölulega litla og einhæfa rekstr- areiningu í slátran fannst okkur við þurfa að stækka og sérgreina starfsemina frá annairi starf- semi kaupfélagsins. Fyrri eigendur Þríhymings, sem era meðal annars fyrram eigendur Hag- kaups, vildu selja og við sáum þarna tækifæri. Með því að sameina þessi tvö félög eram við komin með tiltölulega stóra einingu og náum fram auknu hagræði. Við fáum einnig breiðari grandvöll undir fyrir- tækið. Þeir vora veikastir í sauðfjárslátran og við sjálfir voram ekki mikið í stórgripaslátran en hið sameinaða félag verður stærst í svínaslátrun og svipað SS í nautgripaslátran," sagði Pálmi. Fjármagnað með lánum og sölu eigna Hann vildi ekki gefa upp kaupverð á bréfum félagsins en sagði að kaupin hefðu verið fjár- mögnuð með lánum annars vegar og sölu eigna hins vegar en félagið seldi hlut sinn í sjávarút- vegsfyrirtækinu Borgey hf. fyrr á árinu. Sláturfélagið Þríhyrningur hf. er með stór- gripaslátrun á Hellu, sauðfjárslátrun í Þykkva- bæ og svínaslátrun í samstarfi við Grísabói í Reykjavík. Velta Þríhyrnings á síðasta ári nam 740 milljónum króna og var hagnaður af rekstr- inum. Nýir eigendur taka við Þríhyrningi hinn 1. ágúst og stefnan er að sameina starfsemi Slátur- húss KASK við Þríhyrning fyrir 1. september, þegar sauðfjárslátrun hefst. Dræm veiði í Laxá í S-Þingeyjarsýslu Helmingi minni en í fyrra AFAR dræm veiði hefur verið í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu og segist Þórunn Alfreðsdóttir, ráðs- kona í veiðihúsinu Vökuholti, ekki muna annað eins. Eftir veiði í fyrra- dag vora 315 laxar komnir á land sem hún segir að sé helmingi minna en í fyrra. Þórann segist ekki hafa kynnst öðra eins, engar göngur hafi komið og á neðsta svæðinu séu menn að fá einn og tvo laxa. Hún segir ána kalda og vatnsmikla en þessi dræma veiði sé mönnum ráðgáta. Tölumar eiga við um veiðisvæði Laxárfélagsins. Jón Helgi Vigfússon veiðieftirlits- maður segir að þar sem mikið vatn sé í ánni sé erfitt að koma auga á laxinn og hann haldi sig ef til vill ekki eins á hefðbundnum stöðum. Hann segir dræma veiði í mörgum laxveiðiám á Norður- og Norðaust- urlandi. Ljóst sé að laxinn gangi ekki nógu mikið upp í ámar og seg- ir hann menn enga skýringu hafa á því. Hann kveðst þó ekki alveg úr- kula vonar um að eitthvað geti ræst úr á næstunni þrátt fyrir að best tíminn sé óðum að líða hjá. Leifsgötumálið Hæstiréttur styttir gæslu- varðhald HÆSTIRÉTTUR stytti í gær gæsluvarðhaldsvist Þórhalls Olvers Gunnlaugssonar, granaðs aðila í rannsókn lögreglunnar á mann- drápsmáli við Leifsgötu, með dómi sínum, en héraðsdómur hafði úr- skurðað Þórhall í gæsluvarðhald til 21. desember. Samkvæmt dómsorði Hæstaréttar verður Þórhallur lát- inn sæta gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 1. desember. I greinargerð lögreglu, sem lögð var fyrir héraðsdóm í síðustu viku, kom m.a. fram að verið væri að rann- saka ætlað brot kærða á 211. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Gæti refsing íyrir manndráp sam- kvæmt þeirri lagagrein varðað allt að ævilöngu fangelsi. Segir ennfrem- ur í greinargerðinni að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja verði að tejja að fram sé kominn rökstudd- ur granur um að kærði hafi framið umræddan verknað. Borgarráðs- fulltrúar til Færeyja FIMM fulltrúar úr borgarráði Reykjavíkur halda á mánudag í op- inbera heimsókn til Færeyja. Taka þeir m.a. þátt í Ólafsvöku en heim- ferð er ráðgerð á fímmtudagskvöld. Þeir sem fara eru Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, Helgi Hjörvar og Sigrún Magnúsdóttir frá Reykjavíkurlistanum en fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks era þau Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Með í för er einnig Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri fjölskyldu- og þróun- arsviðs borgarinnar. Arni Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgarstjóra, segir að hér sé verið að endurgjalda heimsókn Færeyinga fyrir fáum áram og seg- ir samskipti Reykjavíkurborgar jafnan mikii við höfuðborgirnar í Færeyjum og Grænlandi. Stífar æfingar hjá skíðagöngu- landsliðinu FELAGAR í landsliði Islands í skíðagöngu sem og þeir sem eru í unglingalandsliðinu eru við æfingar á Akureyri þessa dagana, en þeir hittust og æfðu saman í Ólafsfírði í siðasta mánuði. Þorsteinn Hymer sem umsjón hefur með æfingum í sumar sagði að æfíngadagskrá- in væri stíf og fjölbreytt, hlaup upp á fjöll, hjólaskíði og fleira. Þá ætla einhverjir að taka þátt í Tröllaskagatvíþraut á laugar- daginn en það er hluti af dag- skrá æfíngabúðanna. Fjöldi verkefna í vetur í landsliði fslands í skíða- öngu næsta vetur verða þeri rni G. Gunnarsson, Ólafsfírði, Baldur H. Ingvarsson, Akur- eyri, Helgi H. Jóhannessori, Akureyri og, Ólafur Th. Árna- son , ísafírði, en í unglinga- landsliðinu eru þau Katrín Árnadóttir, Isafírði, Sandra D. Steinþórsdóttir, Isafírði, Jakob E. Jakobsson, ísafirði, og Steinþór Þorsteinsson, Olafs- firði. Fjölmörg verkefni bíða liðs- ins næsta vetur en hæst ber heimsmeistaramót unglinga sem fram fer í Slóvakíu í lok janúar. Ákveðið hefur verið að flylja bækistöðvar landsliðsins til Lil- lehammer í Noregi næsta vetur svo hægt verði að æfa við bestu hugsanlegu aðstæður og taka þátt í sterkari mótum en bjóðast hér heima. Lóðir við Suðurlandsbraut og Engjaveg Samþykkt að aug- lýsa breytingu á deiliskipulagi BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær að auglýst verði breyting á deiliskipulagi í Laugardal. Er það í framhaldi samkomulags Reykjavíkm-- borgar og Landssíma íslands hf. um úthlutun á um 25 þúsund fermetra lóð á homi Suðurlandsbrautar og Engja- vegar til fyrirtækisins. Þá vora hugmyndir frá forráða- mönnum Bíós hf. vegna umsóknar um lóð vestan við lóð Landssímans lagðar fram í borgarráði í gær til kynningar en 13. apríl var borgarstjóra falið að taka upp viðræður við þá um þarfir fyrirtækisins og hvernig þær hug- myndir sem umsókn þeirra byggist á geti fallið að notkun og skipulagi Laugardalsins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bókuðu m.a. eftirfarandi vegna málsins: „Framkomin tillaga að deiliskipulagi sem sýnir m.a. tillögu að uppbyggingu austari lóðarinnai- upp- fyllir alls ekki þau skilyrði sem borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins settu. Engin tillaga hefúr verið kynnt varðandi uppbyggingu á vestari lóð- inni. Borgarbúar hafa því litla vit- neskju um hvernig nýtingu þeirrar lóðar verður háttað enda fyrirhuguð úthlutun þeirrar lóðar mikið feimnis- og felumál hjá R-listanum.“ I bókun Reykjavíkurlistans segir að enginn ágreiningur hafi verið í borg- arráði 30. mars um samninginn við Landssímann. „I Ijósi þessarar for- sögu er það ótrúverðugt að sjálfstæð- ismenn skuli nú rjúka upp til handa og fóta í fjölmiðlum, hafa uppi gífur- yrði um notkun svæðisins fyrir bygg- ingu Landssímans og eggja fólk lögeggjan til að mótmæla áformuðum framkvæmdum. Hvað veldur upp- hlaupi þeirra nú, skal ósagt látið, en svo virðist sem hin ýmsu flokksbrot Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafi ekki rætt þetta mál nógu vel sín á milli og séu nú komin í innbyrðis kapphlaup um athygli fólks og fjöl- miðla.“ SKÍÐAKAPPARNIR geysast áfram á hjólaskíðunum. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.