Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 3& MARGMIÐLUN Divx þrytur örendi UNDANFARIN ár hafa menn deilt hart um gagnasnið fyrir DVD-diska á Netinu. Varla náðist svo sátt um einhvem þátt þeirra mála að menn tækju ekki að deila af hálfu meiri krafti og heift um eitthvað annað. Þar á meðal var Divx-gagnasniðið sem er úr sögunni. Fljótlega eftir að helstu framleið- endur náðu samningum um gagna- snið á DVD-diskum kom fram nýtt snið sem kallaðist Divx. Það var frá- brugðið öðrum hugmyndum í því að það var sérsniðið fyrir kvikmynda- leigur. Divx-diskar voru þannig úr garði gerðir að viðkomandi keypti kvikmyndadisk á um 350 kr. og mátti þá horfa á viðkomandi kvik- mynd eins oft og honum sýndist í tvo sólarhringa. Að þeim tíma liðn- um hætti spilarinn að sýna myndina og krafði viðkomandi um talnalás ef hann vildi sjá myndina aftur. Eig- andi disksins gat þá hent honum eða haft samband við leiguna og fengið lykil til að horfa á myndina aftur og greiða íyrir í hvert sinn. Ymsir höfðu sitthvað út á þetta að setja, til að mynda umhverfis- vemdarsinnar sem bentu á að millj- ónum geisladiska yrði þannig hent á haugana árlega ef þessi högun yrði vinsæl. Verst þótti mönnum þó hvemig átti að innheimta fyrir áhorfið. Divx-spilarar vora tengdir við símakerfi og hringdu á nóttunni til viðkomandi myndbandaleigu og sendu inn upplýsingar um hversu oft hefði verið horft á hverja mynd í tækinu frá síðustu hringingu. Greiðslukort viðkomandi var síðan skuldfært eftir þessari upphring- ingu. Mörgum þótti það hið versta mál að fyrirtæki úti í bæ skyldi safna upplýsingum um það hvaða myndir þeir horfðu á heima í stofu og hversu oft, og sumir vilja meina að þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Kvikmyndafyrirtækin kunnu reyndar vel að meta Divx og mörg þeirra lýstu yfir að þau myndu fyrr gefa út myndir íyrir Divx en DVD. Annað kom á daginn, ekki síst fyrir kröftug mótmæli DVD-manna á Netinu og segja má að Divx hafi aldrei komist almennilega á kopp- inn, sem betur fer segja DVD-vinir. Hermt eftir iMakka Á PC-Expo-sýningunni í New York fyrir skemmstu vakti einna mesta athygli tölva frá fyrirtæk- inu Future Power sem það kaus að kalla E-Power. Eflaust hefur einhverjum fundist sem hann hefði séð tölvuna áður því hún er nánast eins og iMac-tölva Apple. Kemur ekki á óvart að Apple fór í mál. E-Power tölva Future Power, sem er í eigu kóreska risans Da- ewoo, er eins og iMakkinn hið ytra en innvolsið er allt annað. Tölvan er með 400 MHz Intel Cel- eron örgjörva, 6,4 GB UDMA hörðum disk, 64 MB minni, 15“ skjá, geisladrifi, innbyggðu 56K b. á s. mótaldi, innbyggðu Ethemet- korti, þrívíddarskjákorti, disk- lingadrifi og ýmsu öðra. Hún keyrir Windows og hægt verður að fá hana í fimm litum. Verðið er líka talvert annað; iMakkinn kost- ar um 1.200 dali vestan hafs, um 90.000 kr., en E-Power tölvan kostar um 60.000 krónur. Lögfróðir telja Apple eiga góða möguleika á að vinna málið, enda sneiði E-Power ansi nærri iMak- anum í útliti svo ekki sé meira sagt. Sá besti sinnar tegundar skoða þá. Þar sem þetta er fyrsti leikurinn sem er hannaður sérstaklega fyrir Dual Shock era stjórntæki leiksins afar frábragðin því sem gengur og gerist, spilandinn stýrir nú með vinstri analog-fjarstýringunni og getur því stjómað hversu hratt hann fer. Þetta opnar gífurlegt magn af möguleikjum í leiknum sjálfum því núna getur spilandinn læðst, farið yfir mjóar brýr og fleira. Til að nota uppfinningar prófessorsins notar spilandinn hægi-i analog- fjarstýringuna. Spike getur fundið tvenns konar farartæki, bæði bát sem hann notar þegar hættulegir fiskar finn- ast í vatninu og svo skrið- dreka. Þessi tvö farartæki skipta miklu máli í leiknum og era sum borð byggð upp að stóram hluta á þeim. Tónlist leiksins er ágæt, sum lögin era hræðileg og önnur era afar góð, nokkurs konar sambland af japönsku poppi og „techno" einkennir stíl leiksins passar það ágætlega saman. Ape Escape er án vafa frábær æv- intýraleikur, þó er hann í raun ekki sambærilegur við Crash Bandicoot eða Spiro The Dra- gon sökum þess hversu frábragðinn hann er. Aparnir í leiknum era þó svo miklu flottari en allt sem grein- arhöfundur hefur séð til þessa að það ætti ekki að sldpta máli. Frábær leikur sem flestir leikjahönnuðir eiga líklegast eftir að reyna að apa eftir. Ingvi Matthías Árnason GOLFEFNABUÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK LEIKIR Ape Escape Sony Japan gaf nýlega út fyrsta leik- inn sem hannaður er aðeins fyrir Du- al Shock-stýripinnann, leikurinn ber heitið Ape Escape og þarfnast minniskorts. Leikurinn fjallar um hóp apa sem brjótast inn í rannsóknarstofú frægs prófessors. Þegar inn er komið finna þeir haug af hjálmum sem reynast veita gífurlega auknar gáfur. Með hjálp þessara gáfuhjálma og tímavél- ar sem var í rannsóknarstofunni komast aparnir á mismunandi staði í tímanum og hefjast handa við að byggja sína eigin menningu og út- rýma mannkyninu. Spilandinn tekur sér hlutverk Spi- kes, ungs vinar prófessorsins, sem hefur ákveðið að fara aftur í tímann og fanga eins marga apa og hann getur. Spike er, ólíkt leikjum eins og Crash Bandicoot og Spiro The Dra- gon, bara ósköp venjulegur drengur með enga ofurkrafta eða neitt sér- staklega gáfaður. I gegnum leikinn heldur prófess- orinn áfram að finna upp margs kon- ar uppfinningar sem nýtast Spike í baráttunni við apana; hvert borð er nefnilega þannig hannað að Spike þarf að fara tvisvar eða oftar í það eftir því hvaða uppfinningar hann er kominn með, segjum að einhver api sé í rimlabúri, þá þarf Spike að bíða eftir því að hann fái teygjubyssu til að skjóta á hnappinn sem opnar búr- ið. Fyrir hvert nýtt tæki er sérstakt æfmgaborð í leiknum, þau er sam- tals níu og útskýra meira og minna allt sem í'yrir kemur í leiknum. Borðin era öll afar vel hönnuð og státa af grafík sem hefur sjaldan sést í Playstation-leik og sérstaklega ekki svona góðum, vatnið í leiknum er ótrúlega flott og í þeim borðum þar sem fiskar sjást greinilega neð- ansjávar borgar sig að stoppa og Opið laugardag 10-16 og BT Skeifunni sunnudaa 1 BT Skeifunm sunnudag 11-17 IVlunið netleikinn www.bt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.