Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ „Velgjörðir vinnuveit- enda“ I VIÐTALI við Morg- unblaðið nýlega upp- lýsti forstjóri einkafyr- irtækis að í haust yrði -ÍStofnað nýtt verkalýðs- félag fyrir tvær fag- stéttir innan þess og að fyrirtækið hefði skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis! Stéttarfélög eða verkalýðsfélög eru óháð félög launafólks sem hafa heimild til þess að gera kjara- samninga og verkföll. Frelsi gegn íhlutun Sú sérstaka vernd sem stjórnarskráin veitir stofnun og starf- semi stéttarfélaga er ekki ætluð at- ^vinnurekendum - heldur launafólki sjálfu. I félagafrelsinu felst ekki bara frelsi launafólks frá íhlutun af hálfu stjórnvalda - heldur ekki síð- ur frelsi gegn afskiptum atvinnu- rekenda. Gísli Tryggvason starfsfólk" í því skyni að stuðla að stofnun (nýrra) stéttarfélaga. Hins vegar er heimilt að stofna starfs- mannafélag í sam- starfi við fyrirtæki en slíku félagi er óheimilt að starfa sem stéttar- félag - sem á að vera algerlega óháð at- vinnurekendum. Mun alvarlegri ílilutun Félagsdómur, sem er sérstakur dómstóll um vinnumarkaðs- mál, hefur tvívegis dæmt um brot á framangreindu lagaákvæði. Arið Stéttarfélög Sú sérstaka vernd sem stjórnarskráin veitir „Velgjörðir vinnuveitenda" í viðtalinu er haft eftir forstjór- anum: „Þetta er liður í því að gera vel við starfsfólk okkar og ég held að langur starfsaldur hjá fyrirtæk- inu sýni best að hér líkar fólki vel og það vill starfa hjá fyrirtækinu." •Ekki skal þetta vefengt en tekið skal fram að lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938, sem geyma ýmsar meginreglur vinnulöggjaf- arinnar, banna slíkar „velgjörðir vinnuveitenda". Þar segir m.a. í 4. gr. að atvinnurekendum sé óheim- ilt að „reyna“ að hafa áhrif á af- stöðu verkamanna sinna og af- skipti af stéttarfélögum með „fjár- greiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum". Atvinnurekendum er sem sagt óheimilt að „gera vel við stofnun og starfsemi stéttarfélaga, segir Gísli Tryggvason, er ekki ætluð atvinnurek- endum - heldur launa- fólki sjálfu. 1953 var atvinnurekandi dæmdur til greiðslu sektar og skaðabóta fyrir að reka forystumenn stéttar- félags úr vinnu vegna gagnrýni á langa vinnutörn án hvíldar, sbr. bók Láru V. Júlíusdóttur hrl., Stéttarfélög og vinnudeilur. Árið 1996 var útgerðarfélag dæmt til að greiða hálfa milljón króna í sekt fyrir að reka starfsmenn vegna þátttöku í loglegu verkfalli. Það liggur í augum uppi að af- skipti af sjálfri stofnun stéttarfé- lagsins fela í sér ennþá hættulegri íhlutun í stjórnarskrárvemdaðan samningsrétt launafólks og félaga- frelsi en þau alvarlegu lagabrot sem Félagsdómur hefur dæmt um enda er ólíklegt að slík „stéttar“fé- lög gagnrýni atvinnurekendur eða boði til verkfalla. Alþjóðasamþykktir Islenska ríkið hefur fullgilt sam- þykkt Alþjóðavmnumálastofnunar- innar (ILÖ) nr. 98. Þar segir í 2. gr. að stéttarfélög skuli njóta nægilegrar verndar gegn hvers konar íhlutun í stofnun þeirra, starfsemi og stjórn. „Sérstaklega skal telja að athafnir - sem eru til þess fallnar að stuðla að stofnun stéttarfélaga undir áhrifum at- vinnurekenda [?] eða að styrkja stéttarfélög fjárhagslega eða á annan hátt í því skyni að koma þeim undir stjórn atvinnurekenda [?] - feli í sér íhlutun í skilningi þessa ákvæðis." I 3. gr. kemur iram að þar sem nauðsyn beri til skuli tryggja úrræði til þess að fé- lagafrelsi eins og það er skilgreint að framan sé virt. Félög með „ólöglegan tilgang" Stjórnarskráin sjálf tryggir þessi úrræði. Akvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar tryggja ekki aðeins frelsi til þess að stofna félög „í sérhverjum löglegum tilgangi,“ heldur segir þar einnig að banna megi til bráðabirgða „starfsemi fé- lags sem er talið hafa ólöglegan til- gang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi“. Þótt Félagsdómur hafi - eins og dæmin sanna - lögsögu vegna brota á vinnulöggjöfinni er ekki víst að við það yrði látið sitja. Ef atvinnurek- endur hefðu afskipti af - hvað þá frumkvæði að - stofnun „stéttar“fé- laga íyrir félagsmenn aðildarfélaga Bandalags háskólamanna eða á samningssviði þeirra yrði tekið til athugunar hvort grípa bæri til þeirra ráðstafana sem stjómarskrá- in gerir ráð fyrir gagnvart félögum með „ólöglegan tilgang". Höfundur er héraðsdómslögmaður og framkvæmdasljóri Bandalags háskólamanna Mikið úrval af fallepm rúmfatnaii Skólavörðu8tíg21, Reykjavík, sími 551 4050 Klámvísur og kvennamenning AÐ UNDANFÖRNU hafa ýmsir orðið til þess að senda okkur sem búum í Grjóta- þorpinu ýmiss konar kveðjur og sumir meira að segja kulda- legar ráðleggingar um að yfírgefa hús okkar og heimili hið snarasta og flytjast á einhvern kyrrlátan stað, jafnvel langt frá mannabyggð- um. Barþjónn í Hlað- varpanum, borgar- stjórinn í Reykjavík, stjórnarkonur í Hlað- varpanum og fyrrver- andi framkvæmda- stjóri Hlaðvarpans eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Grjótaþorpsmálið og svo náttúr- lega ýmsir spaugarar af þeirri teg- undinni sem fá mikil og ósjálfráð hlátursköst ef þeir halda að þeir hafi komið auga á einhvem sem er umkomulausari en þeir sjálfir; þetta er samt ekki mannvonska heldur viss tegund af taugabilun og heitir Þórðargleði á íslensku. Nú er það svo að jafnan þegar menn eru að skrifa eða tjá sig þá eru þeir jafnframt - eða kannski fyrst og fremst - að gefa upplýs- ingar um innræti sitt og afstöðu til annarra og í þessum greinum hef- ur það helst komið fram að innræti fólks er margvíslegt, bæði gott og vont, og það var vitað áður svo ekki er ástæða til að svara þessum greinum sér- staklega. Nema hvað eftir alla þessa umfjöllun er eins og nóg sé til af fólki sem ekki skilur eða ekki vill skilja að þetta mál snýst ekki um kosti eða galla eða innihald þeirrar starf- semi sem fram fer í Hlaðvarpanum heldur snýst það um margendurtekin brot á 5. og 30. greinum Lögreglusam- þykktar Reykjavíkur og gildandi ákvæði í 7. kafla mengunarvama- reglugerðar um varnir gegn há- vaða og reglur um hávaða utan- húss. Það snýst ekki um hljóm mið- bæjarins heldur um ólöglega há- vaðamengun frá tilteknum aðilum sem ítrekað hafa sýnt lögum og reglum fyrirlitningu og nágrönnum sínum tillitsleysi og yfirgang. Þetta snýst ekki um hvort maður vill heldur láta raska heimilisfriði og halda vöku fyrir sér með klám- vísum EÐA kvennamenningu. Þráinn Bertelsson Stóriðja og menning við Eyjafjörð Frjálsleg meðferð fór um garð enfegurravarðþaðeigi, er menningin að mengun varð í meðhöndlun hjá Degi. í YFIRLITI Lands- virkjunar um orkukaup rafveitna, það sem af er þessu ári, kemur fram að um aukningu er að ræða um allt land, nema á Akureyri, en þar er minnkun. Sex orkuveitur, víðs vegar um landið, kaupa raforku beint af Lands- virkjun. Aukning á kaupum fimm þeirra er frá rúmlega 2% og upp í tæplega 16%, meðan orkukaup Rafveit Akureyrar hafa dregist saman un 1% vegna minnk- andi umsvifa í bænum. Þrátt fyrir þetta býður þó Raf- veita Akureyrar viðskiptavinum sín- um eitt lægsta raforkuverð á land- inu. Heildaraukning Landsvirkjunar á orkusölu, til þessara sex orku- veitna, er að meðaltali um 4,7% á áðumefndu tímabOi. Ef til vill sýna þessar tölur í hnot- skum hvemig „hagsældarkakan" skiptist meðal landsmanna og benda um leið á þann stað, þar sem þörfín er mest fyrir átak í atvinnumálum til að auka framleiðni og hagsæld. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitu Reykjavíkur) hefur lengi verið gætt að fylgni raforku- notkunar almennt og velmegun þjóðarinnar og það fengist staðfest, að sterk tengsl era þama á milli. Þegar allt gengur vel í þjóðfélaginu og hagvöxtur er mikill, era þegn- amir bjartsýnir og nota raforku mikið. Ef borin era saman línurit yfir bolfiskveiðar íslendinga og raforku- notkun í Reykjavík og nágranna- byggðum hennar á undanfömum Grjótaþorpið Þetta mál snýst um friðhelgi einkalífsins. Þráinn Bertelsson fjall- ar hér um réttinn til að fá að vera í friði. Þetta snýst um réttinn til að fá að vera í friði fyrir utanaðkomandi áreiti inni á heimilum. Það snýst um rétt okkar sem hér búum til að vera EKKI skyldug til að fylgjast með dagskrá Hlað- varpans hversu „menningarleg" sem hún kann að vera að sögn for- ráðakvenna staðarins, starfs- manna, stjómar og velunnara. Það snýst um friðhelgi einkalífs- ins. Það snýst um 71. grein stjóm- arskrárinnar og 8. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins. Og vilja yfirvalda til að framfylgja lög- um og reglum sem yfirvöld sjálf setja. Og annað ekki Það er ánægjulegt ef barátta okkar fyrir því að lög og reglur fái að gilda hérna í höfuðborginni hef- ur nú þegar leitt til þess að einni klámbúllu verður lokað. Hins vegar vonumst við til að borgaryfirvöld skilji fyrr en síðai’ að þegar tveir aðilar valda ólöglegu ónæði er lausnin fólgin í því að þagga niður í þeim báðum - ekki bara öðrum. Höfundur er kvikmyndagerðarmað- ur, rithöfundur og Reykvíkingur. áratugum, kemur í ljós að þau era mjög lík að lögun. Þetta hefur þó breyst nokkuð síðustu ár með tilkomu stór- iðjuvera og aukinnar fjölbreytni í atvinnu- vegum á öðram svið- um, þó Akureyringar hafi, í hvorugu tilfell- inu, átt þar hlut að máli. Til að stöðva þá nið- ursveiflu sem nú á sér stað á Akureyri, meðan uppsveifla ríkir annars staðar á landinu, þarf að koma á fót stóriðju við Eyjafjörð. í kjölfar hennar mun fjöl- breytni atvinnulífsins aukast á at- vinnusvæði okkar Eyfirðinga, við Orkunýting Til að stöðva þá niður- sveiflu sem nú á sér stað á Akureyri, segir Svanbjörn Sigurðsson, þarf að koma á fót stór- iðju við Eyjafjörð. munum fá greidd laun fyrir vinnu okkar sem væra sambærileg við þau laun sem greidd era á svoköll- uðum hálaunasvæðum ásamt því að menning og listir munu dafna. Island er ekki einn af þeim stöð- um á jörðinni, þar sem fæðan fellur niður úr trjánum og ekki þarf annað en að rétta út hönd eftir stráum til húsagerðar. Ibúar þessa lands hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu. Mannvirki af ýmsu toga hafa verið ein af forsendum þess að landið hef- ur haldist í byggð. A árum áður vora þessi mannanna verk að mestu í formi landbrots til ræktunar túna og akra, mógrafa, byggingar grjót- garða til að skýla bátum fyrir brimi og svo mætti lengi telja. Ekki þótti Gunnari á Hlíðarenda mannvirkin ljót, er hann leit yfir Hlíðina og fór því hvergi. Ekki þyrfti stóriðja að spilla fegurð Eyjafjarðar ef hún gæti orðið til þess að þar héldist blómleg byggð og fagurt menning- arlíf. Fallegar orkuflutningslínur, sem flytja orku fallvatna og heitra hvera til iðjuvera sem framleiða verðmæti, ættu að gleðja auga landsmanna og gera hamingjusama þjóð enn hamingjusamari. Sú raforka, sem er framleidd á Norðurlandi, er að mestu flutt til stóriðjuveranna á Suðvesturlandi. Mikið orkustap verður við þennan flutning, sem ásamt fleiru gerir það að verkum, að hagkvæmasti staður fyrir nýja stóriðju á Islandi er milli Blönduvirkjunar og Kröflu. Nægjanleg raforka er tOtæk nú á þessu svæði, til dæmis að Rangár- völlum á Akureyri, til iðnaðar sem kalla mætti stóriðju, án þess að leggja í kostnað við virkjanir eða línubyggingar, en tO viðbótar eru álitlegir virkjunarkostir í Öxarfirði, á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi. Eyjafjörður er, jafnframt því að vera hagkvæmasti staðurinn fyrh- nýja stóriðju á íslandi, með hliðsjón af orkuflutningsnetinu, sá raunhæf- asti til að viðhalda nokkru jafnvægi hvað varðar búsetu landsmanna. Þá má ekki gleyma því að minna ætti að ganga á vegna virkjana norðanlands en vegna ráðgerðra framkvæmda Landsvirkjunar á Austurlandi. Allir vita að friðurinn er mikOs virði. Höfundur er rafveitustjóri á Akureyri. Svanbjörn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.