Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 52
4 52 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SNÆBJÖRN * JONASSON ráðin. Honum hefðu ekki verið Iangdregin endalok að skapi. Við höfðum þekkst í rúm þrjátíu ár. Kynnin hófust þegar ég, ungur og ráðvilltur, var að fást við að komast, inn í fjölskyldu hans. Eg var óviss um árangur bæði hjá dóttur hans (hún var að sjálfsögðu aðal- atriðið) og reyndar fjöl- skyldunni allri, minnug- ur þess að hverju kvon- fangi fylgir venjulega frændgarður sem ekki verður undan komist. Því var mér meiri sómi sýndur en Snæbjörn gerði sér grein fyrir þegar hann bauð mér með sér á sumarmánuðum fyrir rúmum þremur áratugum í pílagrímsferð að ættarsetrinu í Hergilsey. Hann var þá á yfirreið um Vestfirði eins og biskupar forð- + Snæbjörn Jón- asson fæddist á Akureyri 18. des- ember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hailgrimskirkju 23. júlí. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær birtist eftir- farandi grein aftur. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð," sagði Steinn Steinarr einhvern tíma. Nú hefur Snæbjörn tengdafaðir minn háð sitt. Það var erfítt, en fremur stutt og snarpt. Flest myndum við þó kjósa að fá að kveðja heiminn eftir skammæ átök, ekki síst þegar úrslitin hafa verið MINNING um, kom við í Kjálkafirðinum þar sem ég var í brúarvinnuflokki. Leyfi fékkst hjá Sigfúsi brúarsmið að sjá af mér dagstund úr vinnu. Ferðin var ógleymanleg, kyrr Breiðafjörð- urinn ládauður milli eyja, hvítt drit á klöppum, þangflákar í sundum, skarfar á skerjum. Tíminn stóð kyrr. Þarna kynntist ég manninum sem átti nokkru síðar eftir að verða tengdafaðir minn, og ekki síst þeim parti sálar hans sem skynjaði og virti íslenska náttúru. A þessi kynni bar ekki skugga. Nærvera hans var notaleg, hann var baðstofuhlýr maður. Hann var réttsýnn og sanngjarn, umtalshlýr um flesta menn nema stöku sinnum þá sem áttu lítilsháttar ádrepu skilið í það og það skiptið. Hann gat verið eindrægur og ákveðinn, stundum svo nálgaðist jafnvel þrjósku. Hann fór sínu fram með hæglátum þunga. í því kom hans eigið frelsi í ljós. Ymis- legt í fari hans minnti stundum á títtnefndan Bjart í Sumarhúsum. Sá var munurinn að frelsi Bjarts varð honum fjötur um fót, hann varð fangi eigin frelsis, Snæbjörn naut síns frelsis, stýrði því og deildi því með öðrum. Þar á ég ekki síst við tengda- móður mína sem sér eftir manni sín- um eftir rúmlega fimmtíu ára hjóna- band og enn lengri kynni. Hjóna- band þeirra var sérdeilis gæfuríkt, þau voru samstiga í gerðum sínum og sporviss, samband þeirra var markvisst og taktvisst. Lífsgleði þeirra kom gjörla fram í sambandi þeirra, saman kunnu þau þá list að njóta þess að lifa, njóta stundarinn- ar, grípa daginn, enda vinmörg og skemmtin. Hjónaband þeirra hefur orðið dóttur þeirra og mér fyrir- mynd. Samhugur þeirra hjóna kom ekki síst í ljós í sumarhúsi þeirra í Hvalfírði, þar sem þau gerðu sér óð- al. Snæbjörn var einn mesti trjá- ræktarmaður sinnar samtíðar, og með elju sinni og krafti kom hann sér upp einu mesta trjásafni hér- lendu. Þar kom fram virðing hans fyrir umhverfinu og .náttúruþekking. Dalverpið skógi vaxið endurspeglar ýmislegt í manngerð Snæbjarnar, hlýjuna, þrautseigjuna, lífsgróand- ann og ákefðina í hæglætinu. Þangað er gott að koma. Snæbjörn var maður rólyndur og yfirvegaður, kunni ekki við úrtölur. Þegar hann var vegamálstjóri sagð- ist hann hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum morgni. Bágt áttum við sum með að trúa því. Við getum t.d. ímyndað okkur kaldan vetrarmorg- un, og þær fréttir biðu vegamála- stjóra þegar til vinnu var komið að 2-3 brýr hefðu sópast burt í vatna- vöxtum, bóndi í Djúpinu væri búinn að fá alla þingmenn kjördæmisins til að heimta snjómokstur heim að bæn- um daglega, og þeir væru allir í sím- anum og síðast en ekki síst að stolt okkar Íslendinga, bundna slitlagið á hringveginum, væri að fjúka út í veð- ur og vind. Þessi mynd er ekki fjarri sanni. Fáir hefðu hlakkað til svona morguns nema Snæbjörn. Þrátt fyr- ir tilhlökkunina gat Snæbjörn samt unað starfslokum sínum, enda sneri hann sér þá óskiptur að hugðarefn- um sínum og naut þeirra þar til yfir lauk. Hann ræktaði garðinn sinn og nýjan skóg, og lagði rækt við fjöl- skyldu sína, ekki síst ungviðið. Þar markaði hann spor sem við eftirlif- endur munum njóta og í feta um langa hríð. Þegar dró að lokum stóð hann vissulega gegnt dauðanum en var aldrei í skugga hans. Sú er minn- ingin um tengdaföður minn. Eg vil þakka honum samfylgdina. Sigurður Guðmundsson. R A O A U G L V S 1 1' M G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR + Rauði kross fslands Svæðisfulltrúi á Norðurlandi Rauði Kross íslands óskar að ráða starfs- mann á Norðurland sem hluta af stuðn- ingi RKÍ við deildirnar á svæðinu. Um heilsdagsstarf er að ræða. Áætlað er að helmingur tímans sé viðverutími á skrifstofu. Hinn hlutinn fer í fundi, námskeiðahald og ferðalög um svæðið. Helstu verkefni: • Auka tengsl milli skrifstofu RKl og deilda á Norðurlandi. • Framkvæmdastjórn svæðisnefndar og sinna sameiginlegum verkefnum deiida og stuðningi við þær á svæð- inu. Aðstoða deildir við að koma upp nýj- um verkefnum. • Rauða kross fræðsla á svæðinu. Aðstoð vð námskeiðahald, kynningar- mál og útgáfustarf (fréttabréf o.fl.). • Stuðningur við barna- og ungmenna- starf RKÍ. • Fylgja eftir skipulagi neyðarvarna RKÍ. • Almenn verkefni sem RKl er með á landsvísu. Kröfur til umsækjenda • Verður að vera lifandi í starfi, vinnu- samur og hafa frumkvæði. • Reynsla af störfum með félagasamtök- um. • Góð ensku- og tölvukunnátta æskileg. • Gert er ráð fyrir að viðkomandi sé/ verði búsettur á Norðurlandi. í stöðuna er ráðið til eins árs. Nánari upplýsingar veita Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri RKÍ og Helga G. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri innan- landsskrifstofu í síma 570 4000. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Rauða kross íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík, merktar: „RKÍ—Norðurland fyrir 4. ágúst nk. Blaðbera vantar frá 1. ágúst í Suðurgötu og Faxabraut II í Keflavík. Upplýsingar gefnar í síma 421 3463. Morgunblaðið leggur áherslu á að faera lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Blaðbera vantar í afleysingar víðsvegar í Hafnarfirði. !► Upplýsingar gefnar í síma 569 1123. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Gjaldkerastarf Starf gjaldkera er laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf við sérhæfð skrifstofustörf og afgreiðslu. Tölvukunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Skrifleg umsókn skal berast undirrituðum fyrir 7. ágúst nk. á skrifstofu embættisins. Upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 478 1363. Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði, Páll Björnsson. Góðan daginn trésmiðir Er ekki kominn tími á vistarskipti og kynnast nýjum vinnufélögum? Óska eftir trésmið til starfa. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 899 9825. Borgarsmíði ehf. Við leitum að hressu og skemmtilegu fólki sem hefur áhuga á bættri heilsu og betri líðan. Uppl. gefur Sigríður Lovísa í síma 699 0900. Hársnyrtir óskast til afleysinga á hárgreiðslustofu á ísafirði frá 1. september nk. Gott tækifæri fyrir metnaðarfullan starfskraft. Nánari upplýsingarveitirSigríður Þrastardóttir í símum 456 4542 og 456 4442. Hefilmaður Vanan hefilmann vantar strax. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í símum 565 3140 og 852 5434. Klæðining ehf. FÉLAGSLÍF Dagsferd sunnudaginn 25. júlí Frá BSÍ kl. 9.00 Bláfell á Kili. Verð kr. 2.700/2.900. Ferðir um Fimmvörðuháls. Laus pláss í Fimmvörðuhálsferð- ir 7.-8. ágúst, 21.—22. ágúst. Gengið frá Skógum á laugar- dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu- skála. Á sunnudegi er gengið í Bása við Þórsmörk. Lengri ferðir 28. júlí-2. ágúst Djúpárdalur — Grænalón — Núpsstaðar- skógar. Bakpokaferð um fáfarn- ar slóðir. Fararstjóri verður Vig- fús Pálsson. 30. júlí—2. ágúst Sveinstindur — Skælingar — Eldgjá, trúss- ferð. Gengið frá Langasjó á Skaelinga um Eldgjá í Hólaskól. 4.-8. ágúst Laugavegurinn, trússferð. Gönguferð um Lauga- veginn. Farangur fluttur á milli gististaða. 12, —15. ágúst Sveinstindur — Skæfingar — Eldgjá, trúss- ferð. 13, —19. ágúst Snæfell — Lóns- öræfi. Gist í skálum. Fararstjóri verður Kristján Helgason. Miðhálendisferð 31. júlf- 8. ágúst. Níu daga ferð um helstu hálend- isperlur landsins. Herðubreiðar- lindir, Askja, Kverkfjöll, Eyja- bakkar o.fl. Fararstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Örfá sæti laus. Heimasíða: www.utivist.is. FERÐAFÉLAG ®ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 24. júlí Kl. 09.00 Hagavatn, dagsferð. Verð 3.000 kr. Dagsferð að Rauðsgili er frestað. Sunnudagur 25. júlí Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð. Verð 3.000 kr. Stansað 3—4 klst. í Þórsmörkinni. Kl. 13.00 Seljadalur — Nessel. Um 3 klst. skemmtileg ganga. Verð 1.000 kr„ frítt f. börn m. full- orðnum. Brottför í ferðir um helg- ina er eingöngu frá BSÍ, austan- megin. Sjá textavarp bls. 619. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Kennls/Workshop i Fyrirbænaþjónustu kl. 11.00, 14.30 og 16.30. Kl. 20.00 unglingasamkoma, Majsan og Ingemer Myrin frá Svíjóð tala. Sigurður Ingimarsson syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi. Samkoma fellur niður í dag vegna útivistar samfélagsins. Engar samkomur verða í ágúst vegna sumarleyfa, en bæna- stundir verða á þriðjudagskvöld- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.