Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 21 Suðureyri . , • Flateyri ^Jsafjöröur Kaldránanes- ÍA-"Í, •Vesturbyggð REYKJAVÍK Sýndu á þér Toþpurinn í sandölum Höggdeyfandi sóli með grófum botni. Nídsterkir og ótrúlega þægilegir skór. [SKATö - DIN Rúnar Björgvinsson, Breiðdalsvík Einangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 Byggðakvóti 1999 Grimsey Bakkafjörður I. Byggðasvæði: v/ Flateyrar ísafjarðarbær v/ Suðureyrar v/ Þingeyrar 115 tonn 102 tonn 170 tonn 387 tonn Suðurfirðir ^iðdalsWK Austfjarða Faskmðsfjorður Stoðvarfjorður 181 tonn 113 tonn 94 tonn 388 tonn II. Einstök sveitarfélög: Vesturbyggð 205 tonn 272 Seyðisfjörður 67 tonn tonn III. Lítil byggðarlög með einhæft atvinnulíf Kaldrananeshr. 63 tonn Hofsós 114 tonn 453 tonn Grimsey 92 tonn Bakkafjörður 72 tonn Borgarfjörður eystri 112 tonn porgarfjörður eystri •oFáskrúðsfj.-! t —° Stöðvarfjörður •Breiðdalsvík' — Get ekki sagt að við séum ánægðir „ÉG GET nú ekki sagt að við séum mjög ánægðir með þessa úthlutun. Við áttum von á meiru til Breiðdals- víkur,“ segir Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, í sam- tali við Morgunblaðið. „Við héldum að þessu yrði ekki deilt niður á svona marga staði, þannig að meira kæmi í hlut hvers. Við áttum ekki von á því að úthlutað yrði til byggð- arlaga með þokkalega kvótastöðu heldur að áherzlan yrði lögð á byggðarlögin,_ sem nánast engan kvóta hafa. Ég átti von á því að Þingeyri og Breiðdalsvík fengju mesta úthlutun. Munurinn Þingeyri í hag er sá, að bærinn er inni í stærra byggðarlagi og Isafjarðar- bær mun sameina heimildir sínar á Þingeyri." Voru með á þriðja þúsund tonna „Þetta byggðarlag var áður með á þriðja þúsund þorskígildistonna í aflaheimildir og er ekki með neitt nú. 180 tonn vega ekki mikið upp í þann missi.“ Búlandstindur dró sig út úr rekstri á Breiðdalsvík fyrir skömmu. Þá stóð sveitarfélagið fyrir stofnun þessa félags og lagði í það 20 milljóna króna hlutafé til að koma því af stað. I kjölfarið var gerður samningur við útgerðarfélagið Njörð um hráefnisöflun, sem byggð- ist á því að sveitarfélagið útvegaði kvóta á móti. Para í viðræður við Byggðastofnun og stjórnvöld „Þá horfðu menn sérstaklega til þessa byggðakvóta, en nú er hins vegar ljóst að þessi úthlutun dugir engan veginn. Komi ekki meira til er reksturinn í uppnámi. Samningur- inn við Njörð gerir ráð fyrir löndum um 1.400 tonna til vinnslunnar hjá okkur. Þar af leggur Njörður til 700 tonn og við jafnt. Jafnvel þó við tvö- földum þennan byggðakvóta hrekk- ur það skammt til að halda uppi vinnslu í húsinu." „Við munum náttúrulega fara í viðræður við Byggðastofnun og stjórnvöld. Menn hafa litið svo á að þetta byggðarlag hér, sem byggir allt sitt á fiskvinnslu og hefur byggzt í kringum það, - að fólkið hér eigi einhvem rétt til þess að lifa. Það vinna hér á milli 40 og 50 manns og vinna þeirra er nú í uppnámi," segir Rúnar Björgvinsson. „Allt hjálpar þetta“ ,AHt hjálpar þetta þegar menn eru í basli og bágindum. Það er því ekki ástæða til að vanmeta þessa hjálp,“ segir Jón Gunnar Stefáns- son, bæjarstjóri í Vesturbyggð. „Ég var að heyra að sveitarfélögin eigi að sjá um að úthluta þessu. Fljótt á litið er ég ekkert mjög glaður með þá ráðstöfun. Það getur orðið anzi erfitt og jafnvel tvíeggjað upp á „heimilisfriðinn" að gera,“ segir Jón Gunnar. „Ég var búinn að gera mér vonir um að við þyrftum ekki að standa í því að úthluta þessum heimildum. Ég veit ekki heldur hvaða reglur eiga að gilda um úthlutunina, en ég geri ekki ráð fyrir því að við fáum að selja þetta. Ef svo væri væri einfald- ast að auglýsa bai’a og sjá hver byði bezt. Sveitarfélögin verða fyrst og fremst að passa upp á að nýta þessar heimildir til að efla landvinnsluna. Það hefur töluverða þýðingu fyrir byggðarlagið að fá úthlutað 200 tonnum af þorski. Ætli það sé ekki jafngildi um 20 milljóna króna miðað við leiguverð í dag. Þetta vegur kannski upp það, sem byggðarlagið er að tapa hinum megin, þótt ekki sé um sama aðilann að ræða. Ég las það í einhverju blaði í dag að spari- sjóðurinn okkar væri að tapa 20 milljónum króna á Rauðfeldi," segir Jón Gunnar Stefánsson. Sauðárkróki. Morgunblaðið. ÍSAFJARÐARBÆR fær til ráðstöf- unar 387 tonn af þorski af 1.500 tonna byggðakvóta, sem nú er út- hlutað í fyrsta sinn. í tillögum Byggðastofnunar er lagt til að þess- um heimildum verði úthlutað á þrjá staði, Flateyri, Suðureyri og Þing- eyri. Bæjarstjóri Isafjarðarbæjar segir á hinn bóginn að til að heimild- imar nýtist sem best, þurfi þær allar að fara á einn stað. Því hefur bæjar- ráð ísafjarðarbæjar lagt til að þess- ar heimildir fari allar til Þingeyrar. Af öðrum einstökum stöðum kemur mest í hlut Vesturbyggðar, 205 tonn og 181 tonn til Breiðdalsvíkur. Stjórn Byggðastofnunar gekk frá úthlutun byggðakvóta samkvæmt breytingu á lögum nr. 38 frá 15. maí síðastliðnum á fundi sínum sem hald- inn var á Sauðárkróki á fimmtudag og föstudag. Að sögn Egils Jónsson- ar, stjórnarformanns, hefur af hendi þróunarsviðs stofnunarinnar verið lögð mikil vinna í að útbúa viðmiðun- arreglur sem unnt væri að nota til þessarar úthlutunar, þar sem hér er um nýmæli að ræða. Síðastliðið vor voru samþykkt á Alþingi lög um stjórnun fiskveiða þar sem kveðið var á um úthlutun 1.500 tonna þorsk- kvóta til þeirra byggðarlaga, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Sagði Egill að lagðir hefðu verið til grundvallar 6 meginþættir og hverj- um þætti gefið vægi. Síðan hefði það verið einfalt reikningsdæmi að finna út hvaða byggðarlög ættu rétt á þeim kvóta sem til ráðstöfunar væri. Veigamesti þátturinn var kvótatap byggðarlagsins í þorskígildum und- anfarin fimm ár og var vægi þessa þáttar 30%. Tap upp á 5% reiknast sem tveir punktar og gat mest orðið 30 punktar, að því gefnu að kvóti byggðarlagsins væri ekki yfir 4.000 tonn. Þá var hlutur fiskvinnslu og fisk- veiða í atvinnulífi staðarins, sem metinn var til vægis 20% og reiknast hver 2% sem einn punktur, en þeir gátu flestir orðið 20. Einungis koma þá til álita staðir með hærra hlutfall en 20% í atvinnulífi byggðarlagsins. Fækkun ársverka í fískvinnslu og fiskveiðum á árunum 1991 til 1996, sem metin var á 15%, og 2% fækkun reiknast sem einn punktur, sem flestir gátu orðið 15. Frávik meðaltekna á íbúa frá landsmeðaltali var metið á 15% og 2% frávik gilti sem einn punktur, en flestir gátu þeir orðið 15. Fólksfækkun síðastliðin fimm ár var metin til 10% og fækkun um 3% síðastliðin fimm ár jafngilti 1 punkti, sem flestir gátu orðið 10. íbúafjöldi var metinn 10%, en hverjir 100 íbúar reiknast sem einn punktur og gátu punktarnir flestir orðið 10 í þessu tilviki. Ákvæðum stefnumótunar í byggðamálum fullnægt Egill Jónsson sagði að stjórn stofnunarinnar hefði farið yfir og rætt þessar viðmiðunarreglur og samþykkt þær og að því gerðu hefði það verið tiltölulega einfalt reikn- ingsdæmi að finna út hvað kæmi í hlut hvers og eins. Hér væri verið að fullnægja þeim ákvæðum, sem fram kæmu í stefnu- mótandi áætlun ríkisstjórnarinnar í byggðamálum, sem tekur mið af þeim sérstöku áherslum að: „Sköpuð verði skilyrði til þess að styðja sér- staklega aðgerðir á afmörkuðum svæðum þar sem veruleg röskun verður á atvinnuháttum og búsetu. Sérstaklega verði hugað að aðgerð- um í byggðum þar sem atvinnulíf er fábreytt og útgerð á í vök að verj- ast.“ Egill sagði að niðurstaðan byggð- ist á því að fundin hefðu verið fjögur byggðasvæði eða byggðaflokkar - byggðasvæði hefðu orðið tvö, það er Isafjarðarbær og suðurfirðir Aust- fjarða. Samvinnu Ieitað við úthlutun á einstök skip Hann sagði næsta þátt þessa máls að afhenda sveitarstjórnum viðkom- andi svæðis þessa úthlutun, og leita samvinnu varðandi úthlutun kvótans á einstök skip. Byggðastofnun tæki síðan endanlega ákvörðun, en at- vinnuráðgjafar viðkomandi svæðis hefðu verið tilnefndir til samvinnu við sveitarstjórnir vegna þessarar niðurröðunar þar sem stofnunin vildi að sá þáttur væri sem allra mest í höndum heimamanna á hverjum stað, og skyldu tillögur þessa efnis hafa komið fram fyrir 15. ágúst næstkomandi. Byggðakvótanum væri úthlutað nú í fyrsta sinn til næstu fimm ára, en forsendur skulu endurskoðaðar árlega, þar sem ljóst væri að þær gætu breyst og hér væri verið að fara inn á nýja braut varðandi stjórnunarþátt fiskveiðanna. YAMAHA 1969-1999 30 ára reynsla Mest fer á Vestfírðina og til Austurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.