Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 19 VIÐSKIPTI * Ahættufjárfestingarfélag Hofs sf. og Páls Kr. Pálssonar kaupir helmingshlut í Japis Sjá mikil sóknarfæri í starfseminni NÝSTOPNAÐ áhættufjárfestingar- félag í eigu Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og Páls Kr. Pálssonar hef- ur keypt helmingshlut Péturs Stein- grímssonar í Japis hf. Pétur Steingrímsson og Birgir Skaptason stofnuðu Japis árið 1978. í byrjun júní síðastliðins hófust viðræð- ur milli Péturs, Birgis og fjárfesting- arfélagsins, sem enn hefur ekki hlotið nafn, að frumkvæði hins síðastnefnda, um að fjárfestingarfélagið kæmi að Japis. Niðurstaða viðræðnanna var sú að Pétur ákvað að selja hlut sinn og snúa sér að nýjum verkefnum. Birgir mun áfram eiga 50% hlut og gegna stöðu framkvæmdastjóra fé- lagsins en Páll Kr. Pálsson verður stjómarformaður Japis fyrir hönd fjárfestingarfélagsins. „Við sjáum fyrir okkur mjög mikil sóknarfæri í þeirri starfsemi sem Jap- is er í. Útgáfu á tónlist, innflutning, sölu og dreifingu á tónlist og hvers kyns afþreyingarefni. Eins sjáum við mikla möguleika í atvinnutækjageira fyrirtækisins en Japis hefúr sterka stöðu í ýmiskonar stafrænum búnaði og margmiðlunarbúnaði, og eins í þessari framtíð sem á eftir að breytast mjög vegna nýrrar fjarskiptatækni. Japis liggur í sjálfu sér ekki svo langt frá þeim geira,“ segir Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri áhættufjár- festingarfélagsins, en hann vildi ekki upplýsa um kaupverð helmingshlutar- ins í Japis. Hann bendir á að fjárfestingarfé- lagið sé einn af stærstu hluthöfum í Íslandssíma hf. og segir aðspurður að í sjálfu sér sé ekki fyrirhuguð sam- vinna milli Islandssíma og Japis. „En auðvitað er fólk í báðum fyrirtækjun- um sem vinnur á þekkingarsviði. Sjálfsagt mun það örva samskipti þessa fólks að við séum hluthafar á báðum stöðum. Við erum líka búnir að fjárfesta í einu hugbúnaðarhúsi sem heitir Mímisbrunnur," segir Páll Ki'. Pálsson. Aðspurður um hvort búast megi við að Japis fari síðar á almennan hluta- bréfamarkað segir Páll að þeir stefni auðvitað að því að breikka eigendahóp þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesti í, og innleysa með því að hluta þá vinnu og fjárfestingu sem lögð hafi verið í fyrirtækin. En þeir hyggist koma með virkum hætti að rekstri fyrirtækj- anna. I fréttatilkynningu kemur fram að umsvif Japis hafi vaxið verulega á undanfómum árum, en heildarvelta félagsins nam um einum milljarði króna á síðasta ári. Umtalsverð veltu- aukning hefúr orðið fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við sama tímabil á seinasta ári, og stefnir í áframhald- andi veltuaukningu. Japis rekur þrjár verslanir í Reykjavík og selur auk þess raftæki til fríhafnarinnar í Leifsstöð á Kefla- víkurflugvelli, en hjá Japis starfa í dag um 40 manns. Fyrirtækið hefur mörg vörumerki og má þar nefna Panason- ic, Sony, Sega, Technics, BMG og Dis- ney, segir í fréttatilkynningu. Norðurljós ekki samkeppnisaðili Páll Kr. segir að stefna hins ný- stofnaða áhættufjárfestingarfélags sé að leggja fjármagn annars vegar í fyrirtæki í tæknigeiranum og í félög- um þar sem fyrir hendi séu miklir vaxtarmöguleikar gegnum hagræð- ingu, samstarf og samruna við önnur félög. Það sé hins vegar einkenni á þessari tegund fjárfestingarfélaga að þau fjárfesti í óskráðum hlutafélög- um, en ekki í hlutafélögum sem séu á hlutabréfamarkaði. Aðspurður um hið nýstofnaða fé- lag, Norðurljós hf., segist Páll ekki líta á það sem samkeppnisaðila. „Vissulega eru vissir þættir í starf- semi þess fyrirtækis sem skarast á við starfsemi Íslandssíma og Japis, en þannig er markaðurinn. Menn reyna að gera sitt besta. Það kallar á sam- keppni og þá vanda menn sig enn bet> ur, og vonandi verður þá árangurinn betri,“ segir Páll. Um önnur verkefni sem eru á borð- um hjá hinu nýja áhættufjárfesting- arfélagi segir Páll Kr. að fjöldamörg mál séu í skoðun. „Við erum búnir að fá beiðnir um að skoða um 35 mál, bæði fyrirtæki og viðskiptahugmynd- ir sem enn eru bara draumar á blaði. Þetta er allt frá litlum hátæknihug- myndum og yfir í stærri fyrirtæki sem hafa verið á markaði í ár og ára- tugi. Við gerum ráð fyrir því að fjár- festa í nokkrum fyrirtækjum og verk- efnum til áramóta, ef allt gengur að óskum,“ segir Páll Kr. Pálsson að lok- um. Viðbrögð fjárfesta við afkomuviðvörun Tæknivals Verð hlutabréfa lækkar um 6,4% VERÐ hlutabréfa í Tæknivali hf. lækkaði um 6,4%, úr 9,10 í 8,52, á Verðbréfaþingi íslands í gær í kjöl- far afkomuviðvörunar félagsins frá því á fimmtudag. I gær var afkomu- viðvörunin gerð að umtalsefni í morgunfréttum ýmissa fjármálafyr- irtækja. Má þar nefna að greiningar- deild Kaupþings telur mjög áhættu- samt að fjárfesta í bréfum Tæknivals nú og FBA telur einkennilegt hve illa félaginu gangi að ná birtum rekstrar- áætlunum. I afkomuviðvörun Tæknivals kom fram að áætlanir félagsins frá því í lok mars gerðu ráð fyrir að um 70-90 milljóna hagnaður yrði á rekstri þess í ár. Sú áætlun gerði ráð fyrir að rekstur yrði í járnum fyrstu sex mán- uði ársins. Samkvæmt afkomuviðvör- uninni er nú áætlað að tap af rekstri félagsins nemi um 85-95 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Kaup i Tæknivali áhættusöm fjárfesting Greiningardeild Kaupþings telur jákvætt að auka eigi aðhald í rekstr- inum og gjaldfæra birgðir, en áður hefur hún lýst nokkrum áhyggjum yfir aldri bfrgða félagsins. „Eiginfjár- staða Tæknivals er veik, en eiginfjár- hlutfall félagsins er tæp 15% og mun lækka eftir tap fyrstu 6 mánuðina. Framboð á bréfum félagsins hefur ekki verið mikið þrátt fyrir að félagið hafi sýnt afleita afkomu á síðasta ári og markaðsaðilar hafi gert ráð fyrir áframhaldandi tapi á þessu ári. Tæknival mun þurfa að auka hlutafé sitt bráðlega en stjórnin fékk heimild til að auka hlutafé á síðasta aðal- fundi, og ef sú aukning fer fram í al- mennu útboði mun framboð bréfa fé- lagsins á markaði aukast. Kaupþing telur mjög áhættusamt að fjárfesta í bréfum Tæknivals á þessari stundu en til lengri tíma litið gæti félagið átt inni hækkunarmöguleika að því gefnu að stjórnendum takist að ná tökum á rekstrinum. Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að hagnaður á síðari 6 mánuð- um ársins verði um 50 milljónir kr., en að mati greiningardeildar Kaup- þings er sú áætlun einkar bjartsýn sérstaklega í ljósi yfirlýsts vilja fé- lagsins til þess að færa niður birgðir á seinni hluta ársins," að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings í gær. Þriðja afkomuvidvörunin á 15 mánuðum I morgunkomi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins kemur fram að ein- kennilegt þyki hversu illa hafi gengið að ná þeim rekstraráætlunum sem Tæknival hefur birt. „Afkomuviðvör- unin sem birt var í gær er sú þriðja sem fyrirtækið sendir frá sér á síð- ustu 15 mánuðum. í febrúar ‘98 var varað við að útgefin hagnaðarspá fyr- ir árið 1997 upp á 46 milljónir (sem var lækkun frá áður útgefinni spá) næðist ekki. í júlí ‘98 kemur önnur viðvörun. Tap reynist vera í milliupp- gjöri upp á 37 milljónir en tekið fram að gert sé ráð fyrir hagnaði af rekstri fyrir árið 1998. Þann 31. desember ‘98 kemur aftur fram í tilkynningu að hagnaður verði á árinu. Þann 13. mars sl. kemur síðan tilkynning um að tap hafi verið af rekstri fyrirtækis- ins upp á 74 milljónir og vakti það at> hygli að ekki var varað við verri af- komu en gert hafði verið ráð fyrir. Og þann 15. apríl sl. er haft eftir nýráðn- um framkvæmdastjóra í Mbl. að ekk- ert benti til annars en að áætlanir upp á 70-90 m.kr. hagnað ættu að nást fyrir árið 1999. Nú, rúmum 3 mánuðum síðar, er varað við tapi af rekstri upp á 85-95 m.kr. Það er hinsvegar útlit fyrir að tapið geti verið umtalsvert meira fyr- ir árið í heild þar sem eftir á að færa úreltar birgðir fyrirtækisins niður. Það kemur á óvart að fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði, þar sem verð hlutabréfa sveiflast í takt við fréttir sem berast af því, birti slæmar fréttir og boði um leið meiri slæmar fréttir, þ.e. umtalsverða niðurfærslu birgða í september. Heppilegra hefði verið að gera öll vandamálin upp í einu frekar en að vera að bíða með hluta langt fram á árið. Gera má ráð fyrir að gengi hlutabréfanna lækki nokkuð í kjölfar þessara frétta og ekki má bú- ast við hækkunum í bráð,“ að því er fram kemur í morgunkomi FBA í gær. I morgunfréttum Islandsbanka F&M er vilja stjómenda Tæknivals til þess að birta áætlanir um rekstur hrósað. En jafnframt tekið fram að afkomuviðvöran berist of seint. TITANIC • Upprunalegar Ijósmyndir • Ometanlegir kristals-og postulínsmunir • Sýndarveruleiki • Fróðleikur og áður óþekktar staðreyndir • Kvikmyndir úr hafdjúpinu • Tölvuleikir • Veitinga-og minjagripasala I HAFNARFIRÐI P FÍ a mj * * . „ , - Stórbrotin sýning um frægastu skip ollra tíma Sýningin er í Hafnarfjarðarieikhúsinu og er gengið inn frá Norðurbakka. gengt stóru flotkvínni. Opið alla daga frá kl. 10 - 22. Upplýsingar eru veittar í síma 554 0865 og 551 9440 er stór og öflugur. Þessi góði fjölskyldu- bíll hefur komið einstaklega vel út í neytendakönnunum og þarf ótrúlega Lítið viðhald. Sýnishorn úr söiuskrá Markmið okkar er að tryggja vióskiptavinum örugg og áhyggjutaus bílaviöskipti. Allir notaðir bílar hjá Toyota fara í gegnum vandað söluskoðunarferli og eru ftokkaðir og verðlagðir samkvæmt því. Auk þess er boðið upp á eftirfarandi nýjungar: ókeypis skoðun, 14 daga skiptirétt og allt að eins árs ábyrgð. y'V 1*6 Þts Carina E Catchy S/D GLi • Arg. 1995 • 2000 vél • 4 dyra • Ólífugrænn • Ekinn 90 þús. • Verð 1.130.000 kr. Carina E S/D GLi • Árg. 1993 • 2000 vél • 4 dyra • Hvítur • Ekinn 135 þús. • Verð 820.000 kr. Carina E W/G GLi • Árg. 1996 • 2000 vél • 5 dyra • Silfurgrár • Ekinn 151 þús. • Verð 1.090.000 kr. Carina E W/G GLi« Árg. 1997 • 2000 vél • 5 dyra • Blágrænn • Ekinn 123 þús. • Verð 1.290.000 kr. <$£> TOYOTA Betn notaðir bflar Sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.