Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BLÁSARIBREGÐ- UR SÉR AF BÆ Bærinn Ris0r á suðurströnd Noregs, heimsborgin Lundúnir og belgíska borgin Oostende við Norðursjó eiga kannski ekki margt sameiginlegt, nema ef vera skyldi að Einar Jóhannesson klarínettuleikari hefur leikið á öllum stöðunum í sumar. Orri Páll Ormarsson hlýddi á ferðasögu Einars en hann fékk meðal annars frábæra dóma fyr- ir framgöngu sína í Wigmore Hall. EINAR Jóhannesson tók á dögunum fyrstur íslendinga þátt í alþjóð- legri kiarínettuhátið. Var hún haldin í Oostende í Belgíu og frum- flutti hann þar nýtt verk eftir Misti Þorkeisdóttur. „GETUM við talað saman á morg- un, ég er nefnilega að fara til Akureyrar í dag og til Italíu hinn daginn,“ segir Einar Jóhannesson, þegar ég bið hann um að greina mér frá ferðum sínum á erlendar tónlistarhátíðir fyrr í sumar. „Já, ekkert mál,“ segi ég og þykist góður að ná yfir höfuð á mannin- um milli ferða - slíkt hefur spanið á honum verið í sumar. Einar hóf þeysireiðina í Noregi, þar sem hann tók þátt í kammer- tónlistarhátíðinni í Risor, sem haldin var í níunda sinn dagana 22.-27. júní. Hefur hátíð þessari vaxið fiskur um hrygg síðustu misseri. „Risor-hátíðin er í það miklu áliti að gagnrýnendur koma langar leiðir, meðal annars frá Lundúnapressunni, The Times og The Daily Telegraph, til að sækja tónleikana,“ segir Einar. „Þá er auðvitað heilmikið fjallað um há- tíðina í norskum fjölmiðlum og hún tekin upp fyrir samband evr- ópskra útvarpsstöðva. Þarna dvelst fólk í viku og hlustar af því- líkum áhuga að ég hef aldrei kynnst öðru eins.“ Þema hátíðarinnar í ár var tví- þætt; nýklassíkin fyrr á öldinni, með áherslu á Stravinsky, og ein- leiksblásarakonsertar Mozarts. „Þetta er virkilega falleg blanda og sannkölluð veisla fyrir okkur blásarana," segir Einar. Mikið mæddi á Einari, eins og reyndar hinum einleikurunum á hátíðinni, og tók hann þátt í flutn- ingi tíu verka, ýmist sem einleik- ari eða með kammerhópum. í einu verkanna, Klarínettukonsert Mozarts, brá hann sér meira að segja í hlutverk stjórnanda. „Það var mikil upplifun enda í fyrsta sinn á ævinni sem ég stjórna sjálf- ur. Það gekk alveg ágætlega enda úrvalslið í hátíðarhljómsveitinni, safn fólks úr Óslóarfílharmóní- unni, Vínarfílharmóníunni, Bostonsinfóníunni og fleiri frá- bærum hljómsveitum. Það er til marks um álagið sem var á okkur þarna að þegar Mozart-tónleik- arnir hófust, kl. eitt eftir mið- nætti, var ég búinn að spila á tvennum tónleikum fyrr um dag- inn.“ í kjöltu tónleikagesta Fyrirfram trúði Einar því raun- ar ekki að nokkur maður yrði eftir í kirkjunni í Rispr til að hlýða á tónleikana - en annað kom á dag- inn. „Kirkjan var alveg sneisafull. Ég trúði varla mínum eigin aug- um. Þetta er barokkkirkja frá 17. öld, ekki stór, en alveg sérstaklega falleg. Stemmningin er líka ein- stök - eins og verið sé að spila fyr- ir hvern og einn áheyranda. Mað- ur skynjar ekki fjöldann. Þegar maður hefur vanist þessari nálægð verður þetta ákaflega falleg upp- lifun - að sitja nánast í kjöltu tón- leikagesta." Einar hefur ekki í annan tíma sótt Rispr-hátíðina heim og var að vinna með flestum tónlistar- mönnunum í fyrsta sinn. Nokkra þekkti hann þó frá fornu fari, þeirra á meðal Svíann Hákan Hardenberger, sem er í hópi fremstu trompetleikara í heimin- um í dag, og listrænu stjórnend- urna, píanóleikarann Leif Ove Andsnes og víóluleikarann Lars Anders Tomter. „Ég spilaði með Tomter í Kóreu fyrir fjórum ár- um og það var einmitt hann sem bauð mér til hátíðarinnar nú. Það er heiður að vera treyst til að koma fram á hátíð í þessum gæðaflokki, með öllu þessu frá- bæra listafólki. Þetta var mikil upplifun en það er svo merkilegt að þegar maður er farinn að spila með svona góðu fólki fer maður ósjálfrátt fram úr sjálfum sér - verður einn af þeim.“ Á hátíðinni þurfti Einar meðal annars að spila á bassa- og pikk- ólóklarínettu sem hann kveðst hafa litla þjálfun í. „Það var að hrökkva eða stökkva og ég lét mig hafa það. Ég sé heldur ekki eftir því, það útvíkkar þennan heim að spreyta sig á öðrum fjölskyldu- meðlimum klarínettufjölskyldunn- ar,“ segir Einar og upplýsir að í október næstkomandi muni hann taka þátt í flutningi verks fyrir tölvu og bassaldarínettu á tónleik- um í Peking. „Ég hef aldrei spilað með tölvu áður en þar sem ég er forvitinn að eðlisfari hlakka ég til að takast á við þetta verkefni - sjá hvað gerist.“ Einar er hæstánægður með dvölina í Risor, segir Norðmenn höfðingja heim að saskja. „Norð- menn taka okkur íslendingum alltaf sem löndum sínum - viður- kenna ekki að við höfum farið á sínum tíma. Bræðraþelið er ríkt í þeim. Svo er þetta bara svo fallegt land, ég þekki það því miður alltof lítið.“ Á slagæð tónlistarinnar Frá Rispr lá leið Einars til Wig- more Hall í Lundúnum, þangað sem honum var boðið ásamt hluta þeirra listamanna sem fram komu á hátíðinni í Noregi. Leikið var undir merkjum Ris0r-hátíðarinnar og tók Einar þátt í tvennum tón- leikum. „Það var mjög gaman að fara til Lundúna en þar er maður auðvitað kominn á eina helstu tón- listarslagæð heimsins. Síðan er Wigmore Hall alveg dásamlegur kammertónleikasalur, einn sá besti í heiminum," segir Einar sem nokkrum sinnum hefur leikið þar áður. Segir Einar tónleikana í Wig- more Hall hafa verið vel sótta enda hafi hann verið í félagsskap sem vitað var að trekkti að áheyr- endur. Þá hafi þeim tekist að taka stemmninguna með sér frá Nor- egi. „Við vorum óskaplega afslöppuð, vorum ekki endilega að klæða okkur í smóking, þó við værum að spila í Lundúnum, held- ur komum bara fram á skyrtunni. Ég held að fólk hafi haft gaman af því.“ Og ekki lágu gagnrýnendur The Daily Telegraph á hóli sínu. Gæði flutningsins eru sögð ótrú- leg og efnisskráin frumleg. Einars er sérstaklega getið íyrir frammi- stöðuna í Sögu dátans eftir Stra- vinskíj og La Revue de cuisine eftir Martinu, leikur hans sagður innblásinn og persónulegur, auk þess sem hann hafi augljósa unun af því að flytja tónlist. í Concertino Janáceks er Einar sagður hafa náð hæstu hæðum, þangað sem aðeins framúrskar- andi listamenn, virtúósar, eigi gengt. Stoltur að sjá íslenska fánann í Belgíu kom Einar fram á al- þjóðlegri klarínettuhátíð í Oostende og frumflutti meðal annars nýtt verk eftir Misti Þor- kelsdóttur, För. Er þetta í fyrsta sinn sem Islendingur leikur á há- tíð af þessu tagi en þær eru haldn- ar árlega á hinum ýmsu stöðum í heiminum. „Það var virkilega gaman og örvandi að taka þátt í þessari hátíð, þar sem allt snýst um mitt fag, og ég get ekki neitað því að ég fann fyrir stolti þegar ég sá íslenska fánann blakta við hún í fyrsta sinn. Ég kom fánanum meira að segja á bolinn minn líka.“ Á klarínettuhátíðinni er mikið um dýrðir - leikið frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin. Tónleikar Einars, ásamt píanóleikaranum Kjell-Inge Stevensson, hófust þannig laust fyrir klukkan tíu að morgni. Segir Éinar verk Mistar hafa vakið mikla athygli og margir spurst íyrir um það. „Viðtökur voru mjög góðar en þarna eru saman komnir gríðarlegir klarínettuáhugamenn sem þýðir eflaust ekki að bjóða hvað sem er.“ Markaðstorg með hljóðfærum og öllu sem tilheyrir setur, að sögn Einars, sterkan svip á hátíðina og þar er einnig að finna sérfræðinga sem gott er að leita ráða hjá. „Þetta verður eiginlega ekki fag- legra.“ Einar hlýddi vitaskuld á fjöl- mörg verk í Oostende og dregur suður-amerísk verk út úr þegar hann er spurður hvort eitthvað hafí vakið áhuga hans öðru frem- ur. „Það er alltaf gaman að hlusta á verk Suður-Ameríkumanna. Þeir eru oft með tangó-fantasíur og þvíumlíkt, þjóðlegt suður-am- erískt, en um leið alvarlega tón- list.“ Margur myndi eflaust telja þetta dágott en ferðum Einars Jó- hannessonar er hvergi næn-i lokið á þessu ári. Sem íyrr segir heldur hann áleiðis til Kína í október og í næsta mánuði leggur hann upp í tónleikaferð til Ástralíu og Singapúr með félögum sínum í Blásarakvintett Reykjavíkur. „Við fórum til Ástralíu íýrir tveimur ár- um og þá var strax ákveðið að við kæmum aftur. Síðan ætlum við að koma við í Singapúr á leiðinni heim, það liggur beint við.“ Nema hvað! En nú er för, sem fyrr segir, heitið til Ítalíu - í frí. Algjöra afslöppun, eða hvað? „Jú, ætli það ekki. Maður tekur nú samt alltaf hljóðfærið með sér.“ Gagnrýnandi The Daily Telegraph hefur aug- ljóslega engu logið um leikgleði Éinars Jóhannessonar! Jazzhátíð í Garðabæ NÆSTU tónleikar á Jazzhátíðinni í Garðabæ verða sunnudagskvöldið 25. júlí í Kirkjuhvoli, safnaðarheim- Oi Vídalínskirkju í Garðabæ. Þá leikm' yngsti jazzleikari hátíðaiTnn- ar, Garðbæingurinn Haukur Grön- dal, ásamt dönskum tónlistarmönn- um sem hafa leikið með honum und- anfama mánuði í Kaupmannahöfn. Haukur er fæddur 1975 og ólst upp í Garðabæ þar sem hann hóf nám í klarínettleik í Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1984. Haukur stundaði nám í tónlistarskóla F.Í.H. á árunum 1992-1997. Hauk- ur lauk burtfararprófi árið 1997 og fluttist sama ár til Kaupmanna- hafnar þar sem hann var í einka- tímum 1997-98. Tónlistarmennirnir sem leika með Hauki eru kontrabassaleikar- inn Morten Lundsby og trommu- leikarinn Stefan Pasborg en þeir hafa leikið með helstu jazzleikurum á Norðurlöndunum. Á efnisskrá er fjölbreytt efni, þ.ám. frumsamin verk. Meðan á hátíðinni stendur sýnir tónlistar- og myndlistarmaðurinn Árni Elfar tónlistartengd málverk en Árni er heiðursgestur hátíðar- innar. ---------------- Tvær sýningar í Listakoti TVÆR sýningar verða opnaðar í dag 24. júlí í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Breska listakonan Aine Scannell sýnir verk unnin með blandaðri tækni undir heitinu „Ice-babies“ og Jóhanna Sveinsdóttir opnar ný graf- íkverk undir yfirskriftirmi „Víddir“. Jóhanna útskrifaðist 1991 úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Þetta er þriðja einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, nú síðast í Óðinsvéum, Danmörku. Sýningarnar standa tO 15. ágúst og opnunartími er kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. ------♦-♦-♦----- Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Þórdísar Aðalsteins- dóttur í Galleríi Nema Hvað, Skóla- vörðustíg 22c, lýkur nú um helgina. Til sýnis er vídeóverk hennar „Gréta, ástir og örlög konu“ og innsetning í tengslum við það. Galleríið er opið frá kl. 14-18. Sunnudagurinn er síðasti sýning- ardagur. EITT verka Ríkeyjar; Einhverft barn. Ríkey sýnir á Arnarstapa RÍKEY Ingimundardóttir opnar sýningu nú um helgina á sérstöku úrvali af listaverkum sínum á Arn- arstapa á Snæfellsnesi í þjónustu- miðstöð Snæfells. Sýningin stendur fram yfir verslunarmannahelgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.