Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JULI1999 49 - Trúðu á tvennt í heimi tign er æðsta ber Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér (Hðf. ókunnur.) Biskupstungur eru falleg sveit og í dalnum og bænum Helludal er yndis- legt á sumrin, kjarrivaxnar hlíðar og grösugir hagar. Þama getur vetur konungur verið harður og óblíður, þarna fæddist mágur minn, sem við kveðjum í dag, og ólst upp. Hvergi er betra að alast upp en við svona að- stæður, þær hljóta að móta menn og þetta hefur áhrif. Fannst mér af 50 ára kynnum mínum af þessum góða dreng að þetta mnhverfi hefði mótað hann svo mjög eins bræður hans og systur. Kynni fjölskyldna okkar hófust er Magnús gekk að eiga syst- ur mína og var maður strax hrifinn af þessum stóra dökkhærða sterka manni, sem varla vissi krafta sína, að mér fannst, enda Helludalsbræður allir vel að manni. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík, leigðu fyrstu ár- in, en byggðu svo hús í Smáíbúða- hverfi sem kallað var, eða Bakka- gerði 16. Þetta voru erfiðir tímar um 1950, verðbólga mikil og laun verka- manna ekki til að lifa á eða byggja yf- ir sig, en þetta létu margir yfir sig ganga, þótt erfitt væri og varla hægt að ná endum saman. Samt var alltaf nóg að bíta og brenna. Þau eignast 3 dætur, allar frískar og yndi foreldr- anna beggja. Magnús vann á þessum tíma hjá Garðari Gíslasyni hf., keyrði þar í fjölda ára, og haust og voru voru vinnudagar langir, keyrði hann þá fyrir Sláturhúsið á Minni-Borg sem Garðar rak. Það er margs að minnast frá þess- um dögum. Magnús hafði unnið mik- ið við bílaviðgerðir á Bflaverkstæði Hálfdáns við Hverfisgötu sem gerði aðallega við Austin-bfla frá Garðari Gíslasyni, og hafði hann oft að láni bfla frá þeim sem voru hans einka kúnnar, og nutum við fjölskyldan þess oft. Farið var í bfltúra austur í Helludal og norður í Bitrufjörð þar sem systir mín og mágkona hans bjó. Magnús var mjög öruggur bílstjóri °g öryggið alltaf í fyrirrúmi og entist það alla tíð. Mér er skylt að þakka núna það sem hann gerði fyrir móður mína sem lengi hafði verið ekkja og heilsulítil og búið ein. Alltaf kom hann með eitt- hvað í helgarmatinn og gerði allt fyrír hana sem hugsast gat, einnig konu sína Hafdísi sem varð heilsulaus um aldur fram, hjartveik, sem var með- fætt. Hvflíkur eiginmaður Magnús þá eins og alltaf, mikill heimilismaður og hugsaði vel um allt, og tók þessu með stakri ró öllu saman, ekki svo að skiija að Magnús væri ekki skapmað- ur og hefði skoðanir og léti þær í Ijós. Hann hafði mikla reynslu bæði til sjós og lands. Hann var til sjós á togurum á vertíð meðal annars frá Hafnarfirði, en þó var hann alltaf tryggastur Tungunum og þakklátur fyrir það sem þær höfðu gefið honum. Mikill Tungnamaður var hann alla tíð og þaðan kunni hann frá mörgu að segja, göngum og svoleiðis, líka gat hann verið gleðimaður og hafði mjög gam- an af söng, enda Tungnamenn þekkt- ir fyrir það alla tíð. Einnig talaði hann oft um Sigurð Greipsson, héraðshöfð- ingja og æskulýðsleiðtoga, og allt hans fólk svo og aðra Tungnamenn fyrr og síðar. Þetta fannst okkur áberandi hjá honum alla tíð, þessir gömlu góðu dagar. En svo fellur Hafdís frá 1967 að- eins 41 árs gömul, og sér hann þá um heimilið einn með vinnu. Magnús var þama farinn að vinna byggingavinnu sem hann vann meðan heilsan leyfði en hann fékk slæman kransæðasjúk- dóm 62 ára og gat h'tið sem ekkert unnið upp frá því, enda slitinn maður. Við Ella viljum að lokum þakka þessi kynni öll í gegnum árin, og fyrir að fá að kynnast þessum dreng sem var einsog náttúran, mildur, sterkur og á stundum drungalegur og átti til að hlaupa upp, en aldrei varði það lengi, sem sagt drengur góður eins og hann á ættir til. Við biðjum góðan Guð að blessa systumar og fjölskyldur þeirra, sér- staklega Lám Jóhönnu sem dvelur í Sem-húsinu fötluð og getur ekki ver- ið við jarðarförina. Haraldur Haraldsson og Ella Ólafsdóttir. + Elínborg Mar- grét Halldórs- dóttir húsmóðir og síðar starfsstúlka á saumastofu, til heimilis að Mela- vegi 3 á Hvamms- tanga, fæddist á Sauðárkróki 31. maí 1920. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 16. júlí síðastliðinn. Elínborg fluttist ásamt móður sinni til afa síns að Más- stöðum í Vatnsdal árið 1921 og ólst hún þar upp ásamt bróður sinum. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Jónsdótt- ir, f. 4.1. 1900 og Halldór Jóns- son, f. 6.5. 1894. Systkini henn- ar eru: 1) Hannes Halldórsson, f. 2.8. 1921, kvæntur Maríu Steinþórsdóttur, f. 9.8. 1928. Börn þeirra eru Gylfi, Þorbjörg Halldóra og Jóhanna Steinunn. 2) Guðrún Jónína Halldórsdótt- ir, f. 28.2. 1935. Eiginmaður Elínborgar var Halldór Gísla- son frá Hvarfi í Víðidal, f. 25.9. 1919, d. 20.8. 1986, bóndi og síð- ar starfsmaður Vegagerðar rík- isins. Þau giftust 25.9. 1947 og hófu búskap á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal 1948. Keyptu síðan jörð- ina Kambshól í sömu sveit og fluttust þangað vorið 1950. Þar Lækkarlífdagasól löng er orðin mín ferð faukáfarandaskjól fegin hvíldinni verð... Þessar Ijóðlínur eftir Herdísi Andrésdóttur skáldkonu koma í hugann við fráfall stóm systur minnar, Elínborgar. Elínborg Margrét hét hún og bar nafn móðurömmu sinnar sem hafði látist úr lungnabólgu frá þremur ungum dætram snemma á þessari öld. Og það var einnig lungnabólga sem að lokum varð nöfnu hennar og elsta barnabarni að aldurtila. Saga þeirra Elínborganna tveggja og Þorbjargar móður okkar var örlagasaga íslenskra alþýðukvenna í heila öld. Þær nöfnur gengu að nokkra líka ævibraut og má segja að samanlagður lífsferill þeirra hafi spannað alla 20. öldina. Báðar urðu þær bóndakonur, sú eldri í Vatnsdal, hin í Víðidal í námunda við fæðingarbæ þeirrar eldri. En bernskuár Elínborgar systur minnar átti hún heima á Másstöðum í Vatnsdal, bæ þeirrar eldri, sem var að vísu látin þá. En þar var hún með móður sinni í skjóli afa síns, Jóns Kr. Jónssonar, og síðari konu hans, Halldóra Gestsdóttur, mætrar framfarakonu. Foreldrar Elínborgar voru Þorbjörg Jónsdóttir frá Másstöðum, sem áður er getið, og Halldór Jónsson, fæddur 6. maí 1894 í Galtanesi í Víðidal. Foreldrar Halldórs höfðu búið á Másstöðum nokkra áður en móðurforeldrar okkar settust þar að. Þau voru Guðrún Ólafsdóttir, frá Eiríksstaðarholti í Svartárdal, og Jón Ólafsson, frá Leysingastöðum í Þingi. Þau hjón bjuggu aðeins skamma hríð á Másstöðum enda misstu þau allan bústofn sinn í skriðufollum og urðu að bregða búi. Halldór faðir okkar ólst því upp sem skilnaðarbarn og hefur án efa sviðið það sárar en nokkuð annað, þar til örlögin höguðu því svo að hann sjálfur var næstum farinn sömu þyrnibraut en það gat hann ekki hugsað sér. Þau Halldór og Þorbjörg settust að á Sauðárkróki, en fjárhags- og atvinnuörðugleikar, sem mótuðu kjör fjöldans á íslandi um 1920 urðu til þess að Þorbjörg hvarf aftur til föðurhúsa og var þar í ein 12 ár með börnin þeirra tvö, Elínborgu og Hannes. En þar kom að hagur batnaði og þau reistu bjuggu þau til árs- ins 1971 en fluttu þá til Hvammstanga. Börn þeirra eru: 1) Jón Kristmundur, f. 24.7. 1948, bóndi, maki Jóhanna Þór- arinsdóttir, f. 30.8. 1949. Börn þeirra a) Halldór Þór, f. 7.7. 1973, verkamaður, sambýliskona hans Ásta Birna Einars- dóttir, f. 11.3. 1970. b) Þórarinn Sigur- vin, f. 4.3. 1979, verkamaður, sam- býliskona íris Júlía Ármanns- dóttir, f. 26.4. 1979. Þeirra son- ur er Ingi Þór, f. 10.2. 1997. c) Lárus Guðbjörn, f. 10.3. 1981. 2) Elísabet Pálina, f. 6.4. 1951, gjaldkeri, maki Sigfús Haf- steinn Ivarsson, bifreiðastjóri, f. 18.6. 1947. Þeirra sonur er Hall- dór, f. 26.10. 1978, bankastarfs- maður. Eiínborg var mestan hluta starfsævi sinnar í sveit, fyrst sem vinnukona á ýmsum bæjum í Vatnsdal og síðar sem hús- freyja og bóndi. Frá árinu 1973 til ársins 1987 vann hún þjá saumastofunni Drífu á Hvammstanga. títför Elínborgar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. aftur bú saman og þá í Reykjavík. Það var árið 1934. Þá var Halldór hættur sjómennsku en stundaði brúar- smíðar víða um land. Móðir okkar var þá gjarnan með í for og ráðskona brúarsmiða. Þau Halldór og Þorbjörg bjuggu í Reykjavík og áttu lengst heima í Bjarmahlíð við Laugarásveg og þar vora þau er Þorbjörg móðir okkar lést. Þegar foreldrar okkar tóku upp sambúð aftur vora eldri börnin, Elínborg og Hannes, svo vaxin úr grasi að þau réðu hvar þau vildu vera og næstu ár vora þau að mestu í Vatnsdalnum. Þó var Elínborg veturinn 1936-1937 hjá foreldram sínum og gekk í gagnfræðaskóla, Ingimarsskólann svonefnda. En Elínborg þráði sveitina og fór brátt aftur norður og gekk þá á kvennaskólann á Blönduósi. Með því var hún bæði að feta í fótspor móður sinnar og ömmu sinnar. Elínborg eldri hafði gengið á Kvennaskólann á Ytri Ey en Þorbjörg móðir hennar á Kvennaskólann á Blönduósi frostaveturinn 1917-1918. Þá vora harðindin slík að hætta varð skólahaldi vegna kulda. Ekkert slíkt henti systur mína. Hún var einn vetur í almennu húsmæðraskólanámi og hálfan vetur í vefnaðar- og útsaumsdeild. Elínborg systir mín fékk því staðgóða menntun eftir því sem stúlkur almennt gátu fengið fyrir 1940. Enda var hún víðlesin í íslenskum fræðum og hagorð var hún ágætlega. Þann hæfileika hafði hún erft frá föður sínum. Elínborg systir mín byrjaði snemma að vinna. Kornung gætti hún barna á Hólabaki og nokkuð eldri á Beinuheldu. Hún var kaupakona á Haukagili og einnig var hún á Hofi og Orrastöðum. Lengst var hún á Grímstungu og leit á Láras og Péturínu konu hans og börn sem sína aðra fjölskyldu. Systir mín var fremur sein til að festa ráð sitt, var orðin 25 ára gömul þegar hún hitti mannsefni sitt. Það var Halldór Gíslason frá Hvarfi í Víðidal. Halldór og Elínborg áttu það sameiginlega markmið að stunda sveitabúskap. Þetta var í lok heimsstyrjaldarinnar síðari og gjörbylting var orðin á lífsafkomumöguleikum íslendinga. Búseta hafði breyst, bæir lagst í eyði og léttara að fá jarðir til búsetu en áður. Halldór og Elínborg áttu að sumu leyti líka bernskureynslu, Halldór hafði misst móður sína í frambernsku og alist upp hjá Elísabetu systur sinni í Hvarfi. Fyrsta vetur sambúðar sinnar voru þau Halldór í Reykjavík og bjuggu á Hofteigi 40 og áttu hlýjar minningar um þennan vetur. Svo tóku við búskaparár í Víðidalnum. Fyrstu tvö árin bjuggu þau sem leiguliðar á Litlu-Ásgeirsá og þar kynntist ég Halldóri mági mínum vel, því að sumrin tvö sem þau bjuggu þar var ég í sveit hjá þeim, 13 og 14 ára. Á Litlu-Ásgeirsá var torfbær og sækja þurfti vatn á fötum í „Litlána“ sem skilur lönd Litlu og Stóra -Ásgeirsána. Þannig bjó systir mín um miðja öldina við lík skilyrði og amma okkar innanbæjar, en sá reginmunur var þó að nú var rafmagnið komið til sögu. Halldór maður hennar var söngvin mjög og hafði háa og mikla tenórrödd. Hann söng oft við vinnu sína. Engan mann hef ég þekkt duglegri og kappsfyllri við búskaparstörf og er mér minnisstætt að sjá hann hlaupa við fót þegar hann rifjaði hey og rakaði. Já, Halldór var bóndi af lífi og sál og það var konu hans mjög að skapi. Á þessum árum fæddist þeim sonur sem þau skírðu í höfuðið á móðurafa okkar - Jón Kristmund. Að tveimur áram árum liðnum festu þau Halldór kaup á eyðijörð, Kambshól, fram á tungunni nærri heiðarmörkum. Þar var einnig torfbær, en fljótlega byggðu þau steinhús og veit ég að það var föður okkar Halldóri, sem var trésmiður, mikil gleði að geta byggt þennan bæ með þeim. Þá kynntist hann líka dótturbörnum sínum, þeim Jóni og Elísabetu. Þeim Halldóri búnaðist vel. Þau stunduðu blandaðan búskap, þó aðallega fjárbúskap eins og búast má við fram undir heiði. Er þau vora komin á sextugsaldur og Jón sonur þeirra kominn á þann aldur að litast um eftir jarðnæði, tóku þau þá skynsemisákvörðun að láta jörðina í hendur syni sínum og tengdadóttur, Jóhönnu, en flytja sjálf til Hvammstanga. Þessi ákvörðun var erfið, einkum fyrir Halldór en samt til gæfu. Á Hvammstanga byggðu þau fljótlega tveggja hæða hús ásamt Elísabetu dóttur sinni og Sigfúsi ívarssyni, tengasyni sínum. Þar bjuggu þau næstu árin í góðu sambýli og höfðu mikla gleði af dóttursyninum Halldóri sem bar nafn afa síns. Ekki sögðu þó skilið við Kambshól, áttu þar fé fyrstu árin og öfluðu þar heyja og margar vora ferðimar þangað og sonarsynirnir þrír, Halldór, Þórarinn og Láras, vora þeim hugleiknir. A Hvammstanga vann Halldór í Vegagerðinni en Elínborg á saumastofunni Drífu. Halldór lést af krabbameini um aldur fram. Árin þeirra í Kambshóli hafa að mínu viti verið blómatími ævi þeirra. Búskapurinn blómstraði; barnalán og góðir nágrannar vora þeim mikils virði. Á vetram komu nágrannarnir saman á bæjunum og sungu og spiluðu en í Kambshóli var lítið orgel, sem Halldór faðir Elínborgar hafði gefið henni og bróður hennar er þau voru börn. Halldór kom oft fram á skemmtunum í sveitinni og söng og þá stundum texta eftir Elínborgu konu sína. Elínborg var félagsmálakona, formaður kvenfélagsins í Víðidalnum og síðar Kvennabandsins, sambands vestur- húnverskra kvenfélaga. Þannig tóku þessi hjón virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags, verðugir fulltrúar bændastéttarinnar. Þau horfðu á vöxt landbúnaðarins og tóku virkan þátt í viðgangi hans en litu einnig áhyggjuaugum á þá erfiðleika er steðja að. Mér fannst þó ætíð að systir mín tryði því og treysti að íslenskur landbúnaður og bændastétt stæði af sér síðustu hremmingar eins og allar aðrar í aldanna rás og 21. öldin muni færa farsæld. Eitt helsta ánægjuefni og áhugamál þeirra hjóna var ferðalög innanlands. Allt til hins síðasta hafði systir mín mikla gleði af ferðum og smá bfltúrum. Síðasta slík smáför okkar systra var farin með móðursystur okkar, Elínborgu, kennara á Skagaströnd, í maílok síðastliðinn. Þá sáum við að hallaði mjög undan fæti fyrir systur minni, enda leið ekki á löngu þar til hún var orðin alveg rúmföst og eftir nokkura vikna baráttu var lífsstríði hennar lokið. Fyrir þremur áram hafði hún fengið heilablóðfall og við það hrakaði minni hennar mjög og færni. Síðustu ár ævinnar var Elínborg systir mín því á ellideild sjúkrahússins á Hvammstanga og* fór þar einkar vel um hana. Mér er efst í huga þakklæti til allra sem önnuðust hana hin síðari ár, bæði vandamanna og vandalausra. Henni sjálfri þakka ég ævilanga samfylgd allt frá því hún kom suður til þess að ganga í Ingimarsskólann og ég var tveggja ára dekurkrakki og til síðasta símtals okkar sunnudaginn áður en hún lést. Erindi hennar Herdísar skáldkonu lýkur svo: Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá sem að léðu mér lið ljósið kveiktu mér hjá ; og veit ég að leiðarlokum, að systir mín tekur undir þau orð. Guðrún Halldórsdóttir. Með þessum fátælegu línum langar mig til að minnast vinkonu minnar Elínborgar Margrétar Halldórsdóttur fyrrverandi húsfreyju í Kambshóli, Víðidal. Við komum báðar og byrjuðum búskap okkar um svipað leyti í Víðidalnum. Ekki voru mikil v samskipti fyrstu árin því að mörgu var að hyggja við að búa í haginn fyrir framtíðina. En samskiptin jukust er leið á búskaparárin. Ein var sú ferð sem við hjónin létum ekki niður falla á sumrin og það var að fara í heimsókn í Kambshól. Lengi framan af áram var ekki um annað að ræða en fara á hestum. Alltaf var létt yfir þessum samfundum og móttökumar alltaf jafn hlýjar. Þegar við vorum búin að eignast bfla fórum við að fara í lengri ferðir og voram jafnvel í nokkra daga. Vora þá oftast fleiri með í för, svo sem kunningjar, börn og tengdabörn er fram liðu stundir. Þessar ferðir era í minningunni eitt af því skemmtilegasta frá þessum áram. Kvöldvökurnar, sem við kölluðum svo, vora í léttum dúr, mikið sungið og sagðar sögur. Svo sáuð þið Sigvaldi í Enniskoti um að létta okkur lund með vísum inni á milli. Enda hlaut tjaldið okkar nafnið „Glaðheimar". Sigvaldi var fróður um ömefni og ólatur við að fræða okkur um þau. Enda voram við sammála um „að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“. Eftir að við vorum öll komin til Hvammstanga urðu ferðir um helgar mjög tíðar. Þegar ég skoða myndasafnið mitt undrast ég eiginlega hvað við höfum farið víða og margt skemmtileg rifjast upp. Elsku Elínborg mín, mér finnst svo margt ósagt enn og erfitt að velja úr. Því ætla ég að kveðja þig með vísu sem þú gerðir er við gistum á Hveravöllum. Heimferð stóð til næsta dag. Omar minning okkur Mý eftir dvöl í fjallasölum. Gaman væri að gista á ný Glaðheima í Þjófadölum. Sú ósk átti eftir að rætast og var það einhver sú yndislegasta nótt-.. sem við áttum á ferðum okkar. Kyrrðin og friðurinn vora alger þar sem við voram einu gestirnir þá nótt. Elísabet, Sigfús, Jón, Jóhanna og fjölskyldur, við hjónin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Ingadóttir. » ___________MINNINGAR ELÍNBORG MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.