Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Vallarstrætis- botnar Frá Selmu Þorvaldsdóttur: CAFÉ Paris er veitingastaður sem mörg ykkar hafa heyrt um, gengið framhjá og jafnvel sest inn og pant- að ykkur veitingar. Staðsetning staðarins hefur æðaslátt sinn í hjarta bæjarins og ætti því ekki að vera vandasamt að fá fólk til að hlusta eftir þeim hjartslætti. Einn sólríkan dag í júní lá leið mín á Café Paris eins og svo oft áð- ur. Þegar á staðinn var komið var ég svo heppin að tveir kunningjar mínir voru þar og sátu við borð úti í sólskininu. Mér stóð til boða að setj- ast hjá þeim sem ég og gerði. Margt var um jnanninn og starfsfólkið á þönum. Ég pantaði mér kaffí og var staðráðin í að á meðan ég nyti kaff- isins gæti ég látið sólina leika um mig. Þó var eitt sem skyggði á en það var eigandi staðarins sem stakk sér niður við hvert borð með mikilli ólund. Ung stúlka var við borð þarna ásamt öðru fólki og var hún að sinna reifabami sínu og leggja það til í bamavagni þegar eigandinn stökk að henni. Af fólkinu að merkja í kring gekk honum eitthvað illt til þó að ég og kunningjar mínir heyrðum ekki orðaskil en það svona barst á milli borða að hann væri að reka hana burtu vegna þess að hún væri ekki búin að panta neitt, en auðvitað verður hver að tala fyrir sig. Mér fannst eins og ég hefði átt að gera eitthvað en gerði ekkert. Ég hugsaði með mér að hjartslátt- ur eigandans væri ekki í takt við það að lokka til sín viðskiptavini. Ef til vill kemur hjarta viðskiptum ekkert við þó ég sé þeirrar skoðun- ar að það mundi ekki skemma fyrir viðskiptum að nota hjartað með. Viti menn, stuttu síðar veit ég ekki fyrr en ólundar eigandinn er kominn á borðið hjá okkur og byrj- ar óbeðinn að rífa af okkur kaffíð og bollana og spurði ekki heldur hvort hann mætti taka þetta frá okkur eins og venja er á öðmm veitinga- húsum. Kaffið hefði ég gjarnan vilja hafa eins og fímm mínútur í viðbót. Þar sem öll framkoma, fas og nær- vera þessa „manns“ er með endem- um óþægileg og fer kuldahrollur um mig þó 100 m séu á milli eða jafnvel þaðan af lengra, ákvað ég að segja ekkert. Einnig vegna þess sem á undan var gengið og síðan hafði annar kunningi minn slæma reynslu af honum, en sá hafði bragðið sér frá augnablik. í sama mund og eig- andinn sópar öllu af borðinu, hreyt- ir hann framan í mig: „Ætlarðu að panta eitthvað meira?“ - ég svara því neitandi. Þá skellir hann framan í mig; „Komdu þér þá frá borðinu." Mér brá mjög, því ég á ekki þessu Frá Þuríði Guðmundsdóttur: ILLUGI Jökulsson hefur löngum verið átrúnaðargoð hjá einni frænku minni. Því brá mér, þegar ég kom síðast til hennar og sá, að hann var orðinn verulega valtur á stallinum. Ég spurði, hverju þetta sætti. Jú, í staðinn fyrir að láta hugann reika um foma tíma, kryfja atburði þeirra og færa í ævintýrabúning eins og fór honum svo vel, var hann kominn hættulega nærri heimahögunum. Var meðal annars farinn að tala um gróður og ketti. ,,Af því að Illuga þykir vænt um heimilisköttinn sinn, má ekki vara fólk við villiköttum, og af því að að venjast á veitingahúsum, en sagði þó að mér þætti þetta dóna- legt. Fúkyrðin frá „manninum" svo- leiðis dundu á mér að ég varð gjör- samlega lömuð um stund og gat ekki staðið upp alveg strax. Fólkið sem sat við næstu borð og heyrði hvað fram fór, tók fyrir andlitið eða sló saman lófum. Þá fann ég að augnablik vissum við hvað þjóðar- eining var en lengra náði það ekki í þetta sinn. Enn sátu allir áfram þó tveir gestir, ég og unga stúlkan, höfðum orðið fyrir skyndihlaupi eig- andans. En það er ekki allt búið enn, því þegar ég hafði svo krafta til að standa upp og fara, rigsaði eig- andinn til mín og hreytti enn fram- an í mig fúkyrðum og ennfremur að ég skyldi aldrei framar láta sjá mig á þessum stað. Ég kallaði þá til hans að hann ætti heima á hæli og bið hann hér með afsökunar að ég missti stjórn á mér á þennan hátt. Mér féll allur ketill í eld. Ég á varla orð til að lýsa líðan minni þegar þetta allt dundi á mér. Mér fannst eins og ég væri stórglæpa- maður, ég var gerð útlæg. Fór ég að reyna að átta mig á um hvað ég væri sek: - sek var ég, því að í spá- manninum segir Kahil Gibran að fórnarlambið sé aldrei saklaust. Ég get tæplega talist sek um að hafa ekki virt einhver ákveðin tímamörk, því ég gat hvergi séð að þau kæmu fram, hvorki á matseðli né reikningnum sem fylgir um leið og komið er með pöntunina og ekki heldur var það tekið fram munn- lega. En þar sem mér fannst fram- koma eigandans við mig mjög sársaukafull, svívirðileg og niður- lægjandi, þá er ég trúlega sek um að sækja þangað sem ég verð fyrir sársauka og svívirðingum. Ég hef náð einum botni enn í lífi mínu og mun ég nýta mér tækifærið og læra af þessu, því er það ekki einmitt upp frá botninum sem upp- byggingin hefst? En þennan botn mun ég skilja eftir í Vallarstræti. Það er eflaust af hinu góða að eig- endur veitingahúsa ráða hverja þeir afgreiða en á sama tíma era gestir hans gjörsamlega berskjald- aðir fyrir framkomu eigandans. Ég mun ekki sækja aftur og aftur þangað sem von gæti verið á högg- um, þó svo einhverjir séu þeirrar skoðunar að vöndur kennir að meta að verðleikum, en fyrir þá er Café Paris rétti staðurinn. En áður en ég hætti langar mig að þakka öllu starfsfólki fyrir lipra þjónustu og þægilegt viðmót í öll þau skipti sem ég hef komið, þó oft hafi verið mikið að gera og mikið álag. honum þykir vænt um tré í garðin- um sínum, má ekki vara fólk við eitraðum gróðri," sagði hún eilítið gremjulega þessi ágæta kona. Kannski það sé líka orðið „tabú“, að tígrisdýr séu hættuleg, hugsaði ég, en var þó Illuga að einu leyti sammála. Eg vildi nefnilega ekki missa af þeirri ánægju að hitta vina- lega ketti á göngu minni um bæinn. Og svo er eftir að vita, hvort Illugi heldur sæti sínu á stallinum hjá henni frænku minni, en af því hefur hann sjálfur eflaust engar áhyggjur. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ránargötu 42, Rvk. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðs- þjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sr. Bjarni Karlsson prédikar. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Örn Falkner. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Há- konarson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Bjarni Jónatans- son. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Dou- glas A. Brotchie. Sr. Sigurður Páls- son. Orgeltónleikar kl. 20.30. Susan Landale organisti frá Skotlandi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Skírn og ferming. Fermdur verður Eyjólfur Svansson, Blönduhlíð 25. Organisti Halldór Óskarsson. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Kirkja og safnaðar- heimili verða lokuð til 10. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 20.30. Sögustund fyrir börnin í um- sjá Hjördísar Kristinsdóttur meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Bjarni Jónatansson. Prest- ur sr. Bjami Karlsson. Heitt kakó eða kaffi á eftir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Prestur sr. Hall- dór Reynisson. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegls. Organleikari Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks fram í miðjan ágúst. Bent er á guðs- þjónustur í öðrum kirkjum prófasts- dæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kl. 20.30. Kvöldsöngur með altarisgöngu. Prestur: Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa fellur niður vegna sumarleyfa starfs- fólks. Fólki er bent á helgihald í öðr- um kirkjum prófastsdæmisins. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Sigurðs- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Fermd verður Hildur Sólveig Elvars- dóttir búsett í Virginíu í Bandaríkjun- um, til heimilis að Aflagranda 38, Reykjavík. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur í Hjallakirkju falla niður í júlímánuði. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumar- leyfis starfsfólks fellur guðsþjónust- an niður, en kirkjan verður opin á messutíma. Sóknarprestur. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Kirkjukór Seljakirkju flytur tónlist. Kórstjóri og organisti er Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Prestarnir. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Halldóra Ásgeirsdóttir prédikar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vei- komnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Vörður L. Traustason forstöðumaður. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag: Kennsla/Workshop í fyrirbænaþjón- ustu kl. 11, 14.30 og 16.30. Kl. 22 unglingasamkoma. Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð tala. Sig- urður Ingimarsson syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudag: Kl. 16 útisamkoma á Lækjartorgi (ef veður leyfir). Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð tala. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma sunnudagskvöld kl. 20. Guð- laugur Gunnarsson, kristniboði, fjall- ar um efnið „Að vera lærisveinn Jesú“. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Kl. 14 í Viðeyjarkirkju: Jóhannes Gijsen, biskup, syngur Ólafsmessu (píslarvotts og verndar- dýrlings Noregs). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Organisti Helgi Pét- ursson. Prestur sr. Gunnþór Inga- ■*" son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kór Víðistaðasókn- ar synaur. Organisti Úlrik Ólason. VÍDALINSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Almennur safnað- arsöngur. Mætum vel og gleðjumst saman í Jesú Kristi. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Hans Markús Hafsteinsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 20. Farið verður í útigarðinn milli kirkju og safnaðarheimilis ef veður leyfir. Molasopi í Kirkjulundi að athöfn lokinni. Eigum góða stund *r~ saman í kirkjunni okkar. Starfsfólk kirkjunnar. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morgunbænir þriðjudaga til föstu- dags kl. 10. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 17. Tónlistarstund fyrir messu hefst kl. 16.40. Fyrir mess- una og í messunni verða flutt tón- listaratriði úr dagskrá helgarinnar á vegum sumartónleikanna auk þess sem flutt verður stólvers úr fornu sönghandriti. Organisti Guðjón Hall- dór Óskarsson. Prestur sr. Guð- mundur Óli Ólafsson. REYKHOLTSKIRKJA: Messa „ sunnudag kl. 14. Reykholtshátíð, kirkjudagur. Prestur sr. Geir Waage. FLATEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson. SLEÐBRJÓTSKIRKJA f Jökulsár- hlíð: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Kristján Gissurarson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Cecil Haraldsson. Organisti Kristján Gissurarson. Sóknarprestur. Fjölbieytt vöruúrval £<%& C^/Dekor _ .. „ . /Dekor Frabær Verð Gegnheill Viður % Fatastandur maö skúffuiu Glerskapur Verð 9.500 H-189, B-80, MI VarÖ 29.000 Kisur I meter Verft 5.900 Dekor Freemanshúsinu Blómasúla Blúmasúla Verft 5.900 meft skuffum Verft 6.900 Bæjarhrauni 14 220 Hafnarfirði simi 565 3710 Opnunartími: Má-Fö 10:00 tll 18410 Lau 10:00 ttl 16:00 SELMA ÞORVALDSDOTTIR, fisksali. Eitraðar plöntur og1 villikettir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.