Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 68
Upplýsingar þurfa aö komast hratt og örugglega til skila! Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar 563 3000 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hlaupið í Jökulsá á Sólheimasandi Ekki vís- bending um eldgos EFNAGREINING á vatni því sem barst fram í hlaupinu í Jök- ulsá á Sólheimasandi aðfaranótt síðastliðins sunnudags bendir til þess að ekki hafi orðið eldgos undir jöklinum. Hallast vísinda- menn því frekar að þvi nú að jarð- hitavirkni undir jöklinum hafi aukist. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu íslands, segir niðurstöður efnagreiningarinnar gefa til kynna að eitthvað annað en eldgos hafí valdið hlaupinu í Jökulsá. „Við höfum fylgst með þessum óróa öllum og það getur verið að þarna hafi verið kvika á ferðinni þó hún hafí ekki náð upp úr og komist í bein tengsl við vatnið. Þetta má umorða og segja að þarna hafí jarðhitavirkni auk- ist verulega. Þá kemur heitt inn- skot upp að yfirborðinu án þess þó að það fari að renna sem hraun. Þetta er hugsanleg skýr- ing, en menn voru alltaf með tvo möguleika uppi; að annaðhvort hefði orðið þarna eldgos eða breyting á jarðhitavirkni." Að sögn Páls var allt með kyrr- um kjörum á Mýrdalsjökli í gær. „Það er því lítið að frétta þaðan í þessum töluðum orðum, en ég hef svo sem lent í því að segja eitthvað svona um leið og eitthvað gerðist." Hátið undir regnhlífum UNGMENNI á hátíð Jafninga- fræðslunnar á Ingólfstorgi í gær urðu að standa þátt saman undir regnhlífum, því ekkert lát var á regninu. Þær munu að öll- um líkindum koma að góðum notum næstu daga, því búast má við smáskúrum og súld á landinu vestanverðu. Morgunblaðið/Sverrir Héraðsdýralæknirinn á Hellu skoðaði Ásmundastaðarbúið í gær Segir skýrslu Heilbrigðiseftir- lits víðsfjarri sannleikanum BíU steypt- ist ofan í árfarveg KARLMAÐUR, kona og bam slös- uðust síðdegis í gær þegar bifreið fór út af veginum við brúna yfir Hofsá í Álftarfirði og steyptist fimm metra niður í árfarveg. Hinir slös- uðu voru fluttir með sjúkrabfl til Hafnar í Homafirði og þaðan með sjúkraflugvél tfl Reykjavíkur. Talið er að meiðsli konunnar og bamsins séu alvarlegust. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Fáskrúðsfirði var bfllinn að koma að einbreiðri brú, en öku- maðurinn sá þá annan bfl koma inn á hana úr hinni áttinni. Hann sveigði þá frá og fór út af veginum, niður af um fimm metra háum bakka og ofan í árfarveginn, en þó ekki í vatn. Fimm manns vom í bflnum en þar af sluppu tveir lítt eða ekkert meiddir. Að sögn lögreglu er bfllinn mikið skemmdur og líklega ónýtur. -----♦-♦-•--- Ný aðferð við verðkönnun Ekki tilkynnt fyrirfram SÚ nýbreytni var tekin upp við verð- könnun sem fram fór á yegum Neyt- endasamtakanna og ASI 8. júh' sl. í tíu verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, að tilkynna ekki um hana fyrr en búið var að renna vöranum í gegnum kassann. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, verk: efnisstjóri samstarfsverkefnis ASÍ og Neytendasamtakanna, segir að með þessu móti endurspeglist vöra- úrvalið best og komið sé í veg fyrir misferli. Niðurstaða könnunarinnar var sú að Bónus var með lægsta vöraverðið, en samtals höfðu sjö af tíu verslun- um lækkað verðið frá mars sl., en í þremur hafði það hækkað. í Nóatúni var verðið 6,3% hærra en áður, í 11-11 var það 2% hærra og í Ný- kaupi var verðið 2,7% hærra en í könnuninni í mars. Þessar þrjár verslanir voru í 7., 8. og 9. sæti hvað varðar vöraverðið. Næstlægst reyndist verðið vera í KEA-Nettó, og í næstu sæti skipuðu sér Hagkaup, Fjarðarkaup og 10-11. Hæsta verðið var í Þinni verslun við Seljabraut, en þó hafði lækkunin verið mest þar frá mars sl., eða 5,1%. ■ Bónus/25 ♦ ♦♦------ GRÉTAR Hrafn Harðarson, héraðsdýralæknir á Hellu, heimsótti í gær kjúklingabú Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum að beiðni staðgengils yfir- dýralæknis. Beiðnin kom í kjölfar skýrslu Heil- brigðiseftirlits Suðurlands um hreinlætismál á búinu og fjölmiðlaumræðu í kjölfarið. Grétar sagði að lokinni heimsókninni að ýmislegt mætti betur fara í svona stóram búrekstri en skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands væri víðsfjarri sannleikanum. „Ég tel búrekstur á Ásmundarstöðum standast fyllilega samanburð við sambærilega starfsemi annars staðar og ég harma ófagleg og fljótfæmis- leg vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands," segir Grétar Hrafn í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. I yfirlýsingu Birgis Þórðarsonar, heilbrigðis- fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, vegna yf- irlýsingar héraðsdýralæknisins, segir meðal ann- ars: „Rétt er að hafa í huga að einn aðalviðskipta- vinur Grétars er einmitt Reykjagarður hf., þ.e. hann þjónar kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum, útungunarstöðinni á Hellu og sláturhúsi Reykja- garðs á Hellu. Hagsmunatengslin era augljós, þ.e. opinbert eftirlit með dýranum, gæðastimplun kjötsins og síðan almenn dýralæknisþjónusta samkvæmt reikningi." Grétar Hrafn Harðarson bendir á að hlutverk héraðsdýralæknis sé margþætt lögum samkvæmt og beri honum bæði að sinna opinbera eftirliti og þjónustu við dýraeigendur. „Ég veiti Reykjagarði hf. vissulega þjónustu sem ég þigg greiðslur fyrir, en ég er ekki launþegi hjá þessu fyrirtæki. En svona er héraðsdýralæknisþjónustunni háttað og ég tel að ég starfi ekki þannig að greiðslur hafi áhrif á mín opinbera störf. Það er mín sannfæring að ég hafi unnið af heilindum í þessu máli,“ sagði Grétar Hrafn. Bjarni Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sem framleiðir Holtakjúklinga, vísar því á bug að nokkuð sé athugavert við hrein- lætismál á kjúklingabúi fyrirtækisins að Ásmund- arstöðum í Rangárvallasýslu. Hann telji athuga- semdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og fjöl- miðlaumfjöllun í kjölfarið hluta af aðför á hendur sér og kjúklingaframleiðslu hérlendis í heild. Bjarni Ásgeir segir jafnframt að gámur með dauðum hænum, sem Heilbrigðiseftirlitið gerði sérstakar athugasemdir við á Ásmundarstöðum, hafi verið á ábyrgð gámafyrirtækisins sem dregið hafi að fjarlægja hann. Hann kveðst nú þegar hafa orðið var við neikvæðar afleiðingar umfjöll- unar um skýrsluna, viðskiptavinir hans hafi sumir hverjir dregið í land með pantanir og einnig gæti ótta í þeirra hópi vegna málsins. ■ Deilur um kjúklingabú/2,12-13 Veiðiþjófur handtekinn LÖGREGLAN á Selfossi handtók í gær veiðiþjóf sem lagt hafði net út frá ströndinni austan við Ölfusár- ósa. Veiðiverðir í flugvél urðu hans varir um klukkan 18 og létu lög- reglu vita. Fór hún á vettvang og handtók manninn stundarfjórðungi síðar. Veiðiþjófurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var að vitja netsins þegar hann var staðinn að verki. Aflinn var lítill, nokkrir silungar og laxar og var hann, ásamt netinu, tekinn í vörslu lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.