Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 60
8*60 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU: Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. ISLENSKA OPERAN WZUAZirtLjjj Gamanleikrit I leikstjórn Sigurðar Sigurjðnssonar Lau 24/7 kl. 20 uppselt Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga - Z' >. Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: LltU kHjtlÍHýfbúðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. í kvöld lau. 24/7 fáein sæti laus fös. 06/8 laus sæti lau. 07/8 laus sæti fös. 13/8 laus sæti lau. 14/8 Fáein sæti laus fös. 20/8 laus sæti lau. 21/8 fáein sæti laus Ath. Miðasala LR verður lokuð 31/7-2/8 Ósóttar pantanir seldar daglega. Erum byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð. FÓLK í FRÉTTUM gerð nýrra heimilda- mynda. Hildur Lofts- dóttir náði í skottið á þeim um daginn. Ljósmynd/Sigríður Zoéga/Þjóðminjasafn íslands BRYNJÓLFUR Sigurðsson, portrett eftir Sigríði. Susan: Dóttir hans kom til íslands á stríðsárunum, og dvaldi hér í tíu ár. Þetta er allt mjög áhugaverð saga. Gréta: Fjölskylda Sigríðar er alveg einstök að hafa geymt allar ljós- myndirnar hennar, og Sigríður sjálf gaf Þjóðminjasafni Islands allar ljósmyndaplötumar sínar. Susan: Þetta eru meira er þrjátíu þúsund glerplötur! Þannig að við höfum úr nógu að moða við gerð myndarinnar; portrett, hópmyndir og alls kyns stúdíómyndir. Svo tók hún líka mjög fallegar landslags- myndir og fleiri persónulegar myndir. Gréta: Og við viljum endilega að fólk sem fór í myndatöku til Sigríð- ar á sínum tíma hafi samband við okkur í gegnum Kvikmyndafélagið Nýja-Bíó, til að segja okkur frá þeirri reynslu. Fórnarlömb nauðgana fordæmd „Við reynum að skilja hvað þjóð- armorð er, séð með augum kvenna sem komist hafa af. Ég vann í Rú- anda í yfir tíu ár og þar hefur hug- myndin að myndinni líklega kvikn- að fyrst,“ segir Susan. „Við fjöllum um þjóðarmorð sem hafa verið framin víðsvegar um heiminn und- anfarin tíu ár, eins og í Bosníu, Rúanda og Kosovo. Það er ótrúlegt að það geti gerst í samfélagi þar sem hlutirnir ganga sinn vana- þær munu aldrei ná sér eftir þessar hörmungar. Susan: Stórum hluta þeirra hefur verið nauðgað, en þær eru mjög hræddar að tala um það því í samfélagi þeirra eru eiginlega skárri örlög að vera drepinn en nauðgað. Líf þeirra er búið. Þær lifa í stöðugum ótta við að einhver komist að því, en mörgum þeirra var nauðgað á almanna- færi. Verst er ef eig- inmennirnh' eru ennþá á lífl og kom- ast að þessu, þá skilja þeir við þær strax. Gréta: Og þær standa uppi einar kannski með fimm börn! Susan: Eftir að hafa misst stóran hluta fjölskyldunn- ar. Og karlmenn ráða öllu í þessu samfélagi. Gréta: Það á margt eftir að breytast í þeim efnum þegar allar þessar konur fara út í þjóðfélagið að sjá fyi'ir sér og sínum. Blendnar tilfinningar - Petta eru vægast sagt mjög ólík verkefni; saga Sigríðar er mjög já- kvæð og uppbyggjandi, á rneðan hin er hryllilega sorgleg. Hvernig er að vinna aðþeim báðum íeinu? Gréta: Það er stundum býsna erfitt, því einn daginn þarf maður að sjá hlutina í þennan hátt, og daginn eft- ir öðruvísi. Það er tilfinninga- þrungnara að vinna að myndinni um þjóðarmorðin. Þetta hefur sínar já- kvæðu og rieikvæðu hliðar. - Gerið þið bara myndir um örlög kvenna? Susan: Ég hef áhuga á myndum um konur, og myndum séðum með aug- um kvenna af því að ég er kona. Gréta: Það er ekki eins og það sé til gnótt þannig mynda. Susan: Ég las bók um stríðið í Bosn- íu og aldrei vai- minnst á konur, allai’ nauðganimar sem áttu sér stað eða hvemig konurnai’ þurftu að þjást. Bókin snerist öll um karlmennina, og þannig er það alltaf. En við sjá- um hlutina með augum kvenna og þannig myndir geram við. Ljósmynd/Sigríður Zoéga/ Þjóðminjasafn íslands BÖRN á sparifötunum. gang, að allt fer í háaloft á einni nóttu og nágrannar fara að drepa hver annan.“ Gréta: Við voram nýlega heilan mánuð í Albaníu að taka viðtöl við konur í flóttamannabúðunum þar. Eftir nokkrar vikur föram við aftur á þessar slóðir og hittum þá vonandi sömu konur sem verða þá kannski komnar aftur til Kosovo. Við tókum upp heilmikið efni, fórum á milli búða og spurðum þær út í þessa hörmulegu reynslu; hvernig það er að hafa farið í gegnum öll þessi áföll og hvemig það er að lifa við þennan missi. Það er býsna erfitt að kynn- ast þessum konum og vita að líf þeirra verður aldrei það sama, að Morgunblaðið/Golli GRETA og Sus- an vinna að tveimur heim- ildamyndum um konur. Séð með augTim kvenna Kvikmyndagerðarkon- urnar Susan Muska og -------7---------------- Gréta Olafsdóttir þeys- ast milli heimsálfa við UNGAR konur með óvissa framtíð. SUSAN og Gréta kynntu fyrstu heimildamyndina sína í fullri lengd, Brandon Teena Story á Kvik- myndahátíð í Reykjavík í fyrra, en sú mynd hefur hvarvetna vakið mikla athygli og hlotið fjölda verð- launa. Nú vinna þær stöllur að gerð tveggja heimildamynda. Önnur fjallai- um ævi og störf Sigríðar Zoéga ljósmyndara, en hin um þjóð- armorð víðs vegar um heiminn. Frumkvöðull á sínu sviði „Hugmyndin að myndinni um Sigríði kom þegar vinkona okkar Æsa Sigurjónsdóttir sagnfræðingur fékk birta stóra grein í enska ijós- myndatímaritinu History of Pho- tography,“ útskýrir Gréta sem sjálf er Ijósmyndari að mennt. „Sigríður var ljósmyndari á Is- landi í upphafi aldarinnai’, og vann fyrst með Pétri Brynjólfssyni sem átti stærsta stúdíóið og besta í Reykjavík. Árið 1911 fór hún til Danmerkur tO að læra iðnina til hlítar, en líkaði ekki sérlega vel. Systir hennar bjó í Þýskalandi, og þar fékk Sigríður vinnu hjá August Sander, einum allra merkasta ljós- myndara aldarinnar. Hún lærði hjá honum í Köln til ársins 1914, en þá kom hún heim og opnaði fyrsta ljós- myndastúdíóið rekið af konu á Is- landi, þar sem Steinunn Thorsteins- son, dóttir Steingríms Thorstein- sonar, var aðstoðarmaður hennar. I myndinni fjöllum við um Sigríði, líf hennar og starf sem ljósmyndari á Islandi, komum inn á þennan tíma í sögu landsins, og þær breytingar sem áttu sér stað í þjóðfélaginu. Það þótti mjög sérstakt að Sigríður var einstæð móðir sem rak sitt eigið fyrirtæki. Við fjöllum einnig um ár- in hennar í Þýskalandi, því þau August vora miklir vinir allt þar til hann dó 1965, en Sigríður dó árið 1968. Þau sendu hvort öðru ljós- myndir og skrifuðust á.“ LIFIÐ í flóttamannabúðunum tekur á litla hnokka. Ljósmynd/Gréta Ólafsdóttir ÞÆR hafa eflaust munað betri tíð. LISTAHÁTÍÐ 1999 Hallgrímskirkj a Orgeltónleikar Sunnudagur 25. jixlí kl. 20.30 Skoski orgelsnillingurinn Susan Landale leikur verk eftir Bach, Eben, Franck, Vierne og Tournemire. Miðasala í Hallgrimskirkju aUa daga frá kl. 15.00 til 18.00 og við innganginn. 5 30 30 30 Nltasala opn irá 12-18 og tran að sýringu gýitBardaBa. Oriðlrá 11 lyrt- háderirieMirið HADEGISLEIKHUS - kl. 1200 Fim. 5/8 laus sæti. Fös. 6,8. Mið. 11/8. Fim. 12/8. TILBOÐ TIL LEiKHÚSGESTA! 20% afsláttur af mat fýrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. tAstA&Mil Hirðfífl hennar hátignar - uppselt Næstu sýningar sun. 8. og 15. ágúst Midasala í síma 552 3000. Opid virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga Miðapantanir allan sólarhringinn. Barnarúm Rauðarárstíg 16, sími 561 0120.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.