Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNUS TÓMASSON + Magnús Tómas- son fæddist í Helludal í Biskups- tungum hinn 22. apríl 1919. Hann lést á Elliheimilinu Eir hinn 16. júlí síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Tómasar Bjarna- sonar frá Hólum, f. 24. apríl 1886, d. 22. desember 1937 og Óskar Tómasdóttur frá Brattholti, f. 22. ágúst 1883, d. 7. maí 1968. Magnús var næstyngstur níu systkina og sjö þeirra komust til manns, þrír bræðranna lifa Magnús. Árið 1948 kvæntist Magnús Hafdfsi Haraldsdóttur, f. 16. febrúar 1926, d. 13. desember 1967. Foreldrar hennar voru Haraldur Guðjónsson stýrimað- ur, f. 27. apri'1 1904, d. 20. októ- ber 1941, og Ólafía G. Samúels- dóttir, f. 20. október 1903, d. 6. febrúar 1967. Magnús og Hafdis eignuðust fjögur börn. 1) Ólaf- ía, f. 21. desember 1950, gift Agli Stefánssyni og eiga þau þrjú börn. a) Anna Magnea, f. 27.3. 1973, í sambúð með Ómari Ara Ómarssyni. b) Guðni Már, f. 5.1. 1974, kvæntur Þórunni Yri og eiga þau þrjá syni. c) María Dröfn, f. 5.12. 1979, nemi í for- eldrahúsum. Fyrir átti Ólafía einn son, Magnús Kjartan Sig- urðsson, f. 2. mars 1969, kvænt- ur Sigrúnu Hermannsdóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Ósk, f. 14. september 1952, gift Sigur- jóni Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn. a) Guðmundur, f. 22.6. 1970, í sambúð með Paulu búsettur í Svíþjóð og á hann eina dóttur. b) Haf- dís, f. 30.7. 1972, í sambúð með Gunn- ari G. Gunnarssyni og eiga þau þrjá syni. c) Eh'sa Henný, f. 9.8. 1974, nemi í foreldrahúsum og á hún einn son. d) Steinar, f. 11.7. 1983, nemi í for- eldrahúsum. 3) Drengur fæddur andvana, 28. nóvem- ber 1954. 4) Lára Jóhanna, f. 19. aprfl 1958, ógift og barn- laus. Fyrir átti Magnús dóttur- ina Margréti, f. 29. maí 1946 og er sonur hennar Stefán Þór, f. 11.2. 1967, kvæntur Heiðrúnu Jónsdóttur og eiga þau einn son. Magnús ólst upp í Helludal, gekk hann einn vetur í íþrótta- skólann í Haukadal, og 2 sum- ur var hann á verðinum á Kili með Eiríki bróður sínum og á vetrum stundaði hann sjó- mennsku frá Suðurnesjum. Eftir stríð hóf Magnús starf hjá Garðari Gíslasyni og vann þar allt til ársins 1964 er fyrir- tækið hætti starfsemi. Sumar- ið 1964 var hann í sfld á Seyð- isfirði og síðan tvo vetur hjá Togaraafgreiðslunni en frá ár- inu 1966 vann hann sem járna- bindingamaður hjá Pétri Árnasyni. Árið 1980 hætti hann störfum vegna veikinda, og eftir það tók hann að sér að gæta barna elstu dóttur sinnar vegna starfa hennar og gætti hann þeirra allt til ársins 1986. Magnús verður jarðsettur frá Haukadalskirkju í' dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, á þessum tímamót- um er margt sem rennur í gegnum huga okkar systranna og margs er að minnast. Við eigum aldrei eftir að gleyma jólunum heima í Bakkagerð- inu eða heldur í Hólmgarðinum. Það er yndislegt til þess að hugsa hversu mikil jólaböm þið mamma voruð. Þegar þú komst heim með kassa fulla af appelsínum og eplum angaði lyktin af þeim um húsið, allt var fal- lega skreytt, jólatoppurinn kominn á tréð og ilmurinn af steikinni fyllti vit okkar, þá voru jólin komin. Já, elsku pabbi, manstu þegar þú keyrðir græna bílinn, hjá Garðari Gísalsyni og við stelpumar fómm með austur í Biskupstungur og í sveitimar þar í kring, þú varst að sækja ullarbingana og við sungum „Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri, það er pabbi á græna bílnum,“ eins þegar við ókum upp og niður Kambana og það söng og ískraði í bflnum eins og hann væri að bresta en alltaf stóð hann sína pligt. Líka þegar við voram að fara norður í Bitrafjörð, þangað vora nú famar margar ferðimar í gegnum árin, fyrst á Pópentanum hans nafna þíns og svo síðar á Skódanum. Alltaf var farið rólega og oft var stoppað eins og til dæmis við Staupastein í Hval- fírði, fróðari mann en þig var ekki hægt að hugsa sér til að fara með í ferðalög, merkilegar þóttu okkur ferðimar yfír Kjöl sem vora nú aH- margar. Þar þekktir þú allt eins og lófana á þér, enda búinn að vera þar tvö sumur á verði með bróður þínum og svo varstu búinn að fara þessa leið oft og mörgum sinnum hvort sem var á hestum eða á bfl. Góð er minningin um það þegar við fóram akandi Vestfirðina, þú og ég á Löd- unni og Lóa, Egill og bömin á Mös- dunni, mikið áttum við indæla viku þar í bústaðnum. Við skoðuðum margt, tíndum hörpuskeljar og krækling, suðum kræklinginn og borðuðum með bestu lyst og allir höfðu gaman af þessu uppátæki og ekki síst bömin. Elsku pabbi, þú varst líka alltaf svo mikil bamagæla og öll böm löð- uðust að þér. Manstu í Gyðufellinu þegar bamarbömin vora að koma í heimsókn og þú áttir alltaf til kókó- mjólk, snúða og flatkökur fyrir þau til að gæða sér á. Manstu líka allar ferðimar með hana Maríu Dröfn á leikskólann, það þótti þér nú ekki leiðinlegt, því það gaf þér svo mikið að geta verið að dúlla við okkur fjöl- skylduna, sérstaklega þar sem þú varst hættur að vinna og þú gast aldrei setið auðum höndum þótt þú værir orðinn lasburða. Ósjaldan lagðir þú leið þína austur í Helludal, tfl bræðra þinna og hjálpaðir til við búverkin þar, og oft á tíðum fórst þú upp í sumarbústað til Óskar og Sigga og þar var alltaf kátt á hjalla hvort sem var í leik eða starfi og jafnt með bömum og bamabömum. Þar vora sagðar sögur úr sveitinni og frá því þegar þú og systkini þín vorað að alast upp í gamla torfbæn- um og genguð um á sauðskinns- skóm. Okkur líður vel og þú þarft ekld að hafa áhyggjur af því að skilja við okkur því við eram svo ríkar af öllu því sem þú gafst okkur og við búum við það allt, þar til við sameinumst á nýjan leik. Elsku vinurinn okkar, þú sparaðir aldrei neitt við þig og við þökkum þér fyrir að hafa verið til og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Nú ertu kominn heim til mömmu, bróður okkar sem þið fenguð aldrei að kynnast og allra ástvina og vina sem komnir era yfír móðuna miklu. Við vitum að nú líður þér vel og hef- ur nóg að bardúsa og vinna því nú ertu frjáls. Elsku pabbi, far þú í friði, friður sé með þér, góður Guð og allir góðir englar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins Maust þú friðinn, ogallt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. Nú héðan líkn skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða. Far vel í Guðs þíns gleði sal. Þínar dætur Ólafía, Ósk og Lára. Elsku afi og langafi. Eg man vel eftir mér í æsku þeg- ar ég kom í Gyðufell. Þú sast á rúm- inu þ£nu þegar ég kom inn. Eg gekk til þín og spurði: „Afi, hvað ertu að gera?“ Eg er bara að lesa bók og svo kom: „Farðu inn í ísskáp og fáðu þér kókómjólk og síðan era flakkökur á borðinu og hangikjötið inni í skáp.“ Þú varst mjög bamgóður, ég gleymi því ekki þegar þú komst í heimsókn þá komstu alltaf með einhvað með þér til að gefa okkur. Ég gleymi ekki ísblómunum sem þér fannst sjálfum svo góð. Við kölluðum þig alltaf afi skoda og einnig krakkamir í blokkinni sem ég bjó í. Þegar við voram fyrir austan í sumarbústaðn- um og þú varst að koma keyrandi á Skodanum. Þá kölluðum við krakk- amir: „Skodi flotti spýtur gotti“ eða „Skodi ljóti spýtur grjóti.“ Þú fórst líka alltaf í kexverksmiðjuna áður en þú fórst austur og keyptir mjólkur- kex og kremkex. Þú vissir að það gladdi lítil hjörtu. Ég gleymi ekki ferðalaginu sem við fóram. Leiðin lá á Vestfirði. Þig langaði alltaf að fara þessa leið og mamma sagði við þig: „Drífðu þig nú. Elísa er öraggleg til- búin að fara með þér.“ Það var farið, mikið var gaman, þú vissir svo mik- ið. Þú varst búinn að upplifa svo margt og sagðir mér frá því. Þegar við komum í heimsókn til þín á Eir og þú sást Sigurjón Inga sá maður að augun þín glitraðu og þú brostir. Þú varst farin að vera mikið fyrir sælgæti og við komum alltaf með einhvað til þín. Enda fékkstu viðumefnið hjá Sigurjóni Inga - afi með nammið. Legg ég nú bæði líf og önd, Ljúfi Jesús, í þína hönd, Síðast þegar ég sofna fer Sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Takk fyrir okkur og ég veit að þú ert ánægður núna að vera komin til hennar ömmu. Megi Guð og allir englar vera með ykkur báðum. Eh'sa Henný og Sigurjón Ingi. Elsku afi minn. Er ég kveð þig nú langar mig að þakka þér fyrir allar góðu stundim- ar sem við áttum saman og fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér og fjöl- skyldu minni. Er ég var í skóla átti ég alltaf öraggt skjól hjá þér í há- deginu, þar beið mín kókómjólk og flatkökur, því þú vissir að það þætti mér svo gott. Það var líka svo gam- an að fá að gista hjá þér nótt og nótt og hlusta á þig segja söguna um Tuma þumal eða sögur úr þinni æsku, oftast kjaftaði ég þig svo í svefn. Er ég og fjölskylda mín vor- um að gera upp húsið okkar varstu svo elskulegur að leyfa okkur að búa í íbúðinni þinni á meðan. Strák- amir mínir vora vanir að kalla þig Langa-Manga vegna þess að þú varst svo stór. Þeir senda þér ástar- kveðjur og sögðu að þeir vildu líkj- ast þér þegar þeir yrðu stórir. Valdi sagðist ætla að gráta á bréfið svo þú sæir hve mikið þeir sakna þín. Það sem sefar sorgina og söknuðinn er sú hugsun að nú erað þið amma saman aftur eftir rúm 30 ár. Að lok- um bið ég góðan guð að blessa þig og þá er þig elska. Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir og kvelur þótt lát- inn þig mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp á móti ljósinu. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Hafdi's og fjölskylda. Mig langar til að minnast Magn- úsar móðurbróður míns með fáein- um orðum. Hann var næstyngstur Helludalssystkinanna og var fluttur að heiman og búinn að stofna heim- ili sitt í Reykjavík um það leyti sem ég fór að muna eftir mér. Oft heim- sótti hann þó æskuslóðimar, átti reyndar iðulega leið austur fyrir fjall því hann vann í mörg ár við akstur fyrir Garðar Gíslason sem átti verslunina á Minni-Borg. En það var ekki fyrr en ég var flutt í Kópavoginn sem við kynntumst veralega. þá hafði Magnús fyrir nokkra misst konu sína, Hafdísi Haraldsdóttur, frá þremur ungum dætram, sem hann síðan ól upp og hélt heimili með. Fyrir hjónaband hafði hann eignast dóttur sem er jafnaldra mín og æskuvinkona. Magnús var ekki sú manngerð sem fer með óþarfa málæði eða há- vaða. Einhvem tímann heyrði ég að þegar hann vann á verkstæðinu hjá Garðari og einhver kom og spurði spumingar, þá hefði þótt mátulegt að koma daginn eftir til að fá svarið. Þetta var nú ýkjusaga og sögð sem slík í góðlátu grini, en ég veit að hvort sem svarið kom fyrr eða seinna mátti treysta því að vel og rétt væri úr leyst. Hann ígrandaði það sem var til umræðu og þurfti ekki mörg orð til að komast að kjama málsins, en Maggi gat líka verið ræðinn og sagði vel og skemmtilega frá. Þær era okkur ógleymanlegar stundimar þegar hann kom í heimsókn, oft áður fyrr með Kristínu eða Guðjóni, öldrað- um fóðursystkinum sínum, sem hann var ólatur við að sinna. Barst þá talið jafnan austur í sveitir og auðheyrt var að hugurinn dvaldi þar löngum. Bömin hændust að Magn- úsi enda var hann ákaflega bam- góður og hafði lag á að tala við krakka þannig að þeir fengju að njóta sín. Magnús var stór maður og þrek- inn og þekktur fyrir gríðarlega krafta. Er í minnum haft að hann tók fullar olíutunnur og lyfti upp á vörabflspall án veralegra átaka. Annað var eftir því. En andlegt þrek var ekki minna. Áföllum og skelfilegum slysfóram í fjölskyld- unni hvað eftir annað tók hann af ótrúlegu æðruleysi og veitti styrk og stuðning þegar á bjátaði. Að lokum fór heilsan að gefa sig og síðustu árin var Magnús á hjúkr- unarstofnunum, stundum mikið veikur og oft bundinn við hjólastól. Það aftraði honum þó lengi vel ekki frá því að fara það sem hann ætlaði sér og fjölskyldan taldi heldur ekki eftir sér að aðstoða hann. Langri ævi er lokið og mikið dagsverk að baki, þar sem hvorki var spurt um klukku né þekktist að hlífa sér. Þá er gott að leggjast til hvfldar „við klukknahljóð og ámið“. Ég mun alltaf minnast Magnúsar, þessa stóra, sterka frænda míns, með virðingu og aðdáun. Við Guðni vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Inga Kristjánsdóttir. Hann Magnús frá Helludal er kominn yfir móðuna miklu. Það má á vissan hátt flokka andlát fólks með tvennum hætti, annars vegar þar sem um er að ræða fólk sem fellur frá í blóma lífsins og hins vegar þá sem hafa lokið sinni starfsævi og óskað þess um langt skeið að fá hvíldina. Magnús til- heyrði síðamefnda flokknum. Þó að við sem þekktum Magnús eigum eftir að sakna hans get ég ekki annað en samglaðst fyrir hans hönd. Langri baráttu við bága heilsu er nú lokið og við honum blasir nýtt líf í annarri veröld. Margar eru minningarnar sem tengjast Magnúsi allt frá mínum æskudögum. Hann var mikill mað- ur á velli og mikill persónuleiki. Hann hélt mikilli tryggð við átt- haga sína í Helludal og var þar tíð- ur gestur svo lengi sem heilsa hans leyfði. Þar eyddi hann gjarnan sín- um frítíma og féll sjaldnast verk úr hendi. Ekki spurði hann hvort hann ætti að gera eitthvað heldur gekk hann ævinlega óbeðinn í það sem mest var þörf á að sinna hverju sinni, enda var hann liðtæk- ur til allra verka hvort sem voru vélaviðgerðir, smíðar, eldhúsverk eða almenn bústörf. Allt sem hann lét frá sér fara var vandað og traust. Það hefur öðru hvoru rifjast upp fyrir mér ráð sem hann gaf mér þegar ég byrjaði ungur að klambra saman timbri, það hljóðaði svo: „Slepptu aldrei lausum millí- metra þá eltir hann þig út verkið." Þessi setning sýnir hvað hann var skorinorður en mörg gullkorn þessu lík féllu af vöram hans. Magnús stóð ávallt fast á sínu og það borgaði sig ekki að eyða kröft- um í að reyna að fá hann til að skipta um skoðun. Af þeim sökum gat hann stundum virst þeim sem ekki þekktu hann nokkuð þungur í viðmóti en raunin var allt önnur. Hann var vinur vina sinna og hon- um var tamt að sýna samferðafólki sínu hlýju og nærgætni, greiðvik- inn var hann að sama skapi. Um margra ára skeið var Magn- ús bflstjóri og ók afurðum bænda af Suðurlandi, þá kynntist hann bændum og búaliði vel. Víða hefur maður hitt sunnlenskt bændafólk á ferðum og mannamótum. Eins og gerist hefur maður oft verið spurð- ur um ættir og átthaga og þegar ég hef nefnt Helludal hef ég oft og iðulega verið spurður hvort skyld- leiki væri með okkur Magnúsi, þá hafa oftar en ekki fylgt lýsingar á þessum hægláta en sterka manni sem handlék hvort sem var ullar- balla eða sementspoka sem fis. Síð- ar starfaði hann sem jámamaður við byggingar. Samstarfsmenn hans þaðan sem ég hef hitt, hafa borið honum svipað orð og jafn- framt rómað lipurð hans í sam- starfi. Óneitanlega þykir mér vænt um þessar lýsingar á föðurbróður mínum. Magnús var ekki bara frændi, ég naut þeirrar gæfu að eiga hann að vini alla tíð. Rétt eins og böm gera þá skynjaði ég fljótt að hjá þessum stóra og hrausta manni var mann- gæsku að finna. Gæfuhjólið var ekki alltaf hlið- hollt Magnúsi. Hann missti Hafdísi konu sína í blóma lífsins frá ungum dætrum þeirra á sjöunda áratugn- um. Egill tengdasonur hans lamað- ist í slysi og nokkram árum síðar þurfti Lára dóttir hans að lúta sömu örlögum. Oft verður manni hugsað til þess hvers vegna svo miklar raunir era lagðar á eina fjölskyldu. Annars er aðdáunarvert hvað jpessu mæta fólki hefur geng- ið vel að takast á við sína erfiðleika. Magnús tók þessum áföllum af karlmennsku, honum var ekki tamt að æðrast svo aðrir heyrðu, en eng- um sem þekktu hann duldist að þessar raunir settu mark sitt á hann. Hann lokaði biturleika sinn inni og eflaust hefur hann liðið fyr- ir það. Nú síðustu árin held ég að hann hafi náð sæmilegri sátt við til- verunna. Hann naut þess að sjá af- komendahópinn sinn vaxa og dafna og kunni vel að meta þá góðu að- hlynningu sem honum var veitt. Síðasti fundur okkar Magnúsar var tveimur vikum fyrir andlátið. Það var nokkuð af honum dregið og þurfti ekki að koma á óvart að stutt væri eftir. Hann var hlýr í viðmóti sem endranær og sagði að sér liði vel og mætti una vel við sitt. Sterkt samband var milli Magn- úsar og Steinars bróður hans frá fyrstu tíð. Á vissan hátt nokkuð sérstakt, þeir höfðu ekki alltaf mörg orð í samskiptum sínum en þurftu á návist hvors annars að halda. Það var ánægjulegt að fylgj- ast með því hvað þeir pössuðu vel hvor upp á annan eftir að heilsu þeirra fór að hraka og hringdust þeir oft á. Steinar er þakklátur fyr- ir það sem Magnús var honum. Ég á oft eftir að hugsa til okkar góðu stunda, Magnús minn, þær eru mér dýrmætar. Sæll að sinni, kæri frændi, og hafðu mínar bestu þakkir fyrir alla þá velvild sem þú sýndir mér. Ég votta dætrum Magnúsar, tengdasonum, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Kristófer Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.