Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. JIJLÍ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Efnismeira Dagskrárblað Tjarnarkvartettinn á sumartónleikar í Akureyrarkirkju Dagskráin er helguð kristni í þúsund ár TJARNARKVARTETTINN kemur fram á fjórðu tónleikahelgi Sumar- tónleika í Akureyrarkirkju sem verða á morgun, sunnudaginn 25. júlí kl. 17. Maríuvers, íslensk helgikvæði og þjóðlög eru á fyrri hluta efnisskrár- innar en íslensk sönglög og kvæði í þeim síðari. Dagskráin er helguð kristni í þúsund ár. Tjarnarkvartettinn er blandaður kvartett skipaður tvennum hjónum úr Svarfaðardal, þeim Rósu Kristínu Baldursdóttur, sópran, Hjörleifi Hjartarsyni, tenór, Kristjönu Arn- grímsdóttur, alt, og Kristjóni Hjart- arsyni, bassa. Kvartettinn hefur starfað allar götur frá árinu 1989, haldið tónleika víða um land og í út- löndum, gefið út fjórar geislaplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Tónleikarnir standa yfir í klukku- stund og er aðgangur ókeypis. Dagskrárblaó Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuó. í blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsend- ingar frá íþróttaviðburðum og Ijölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblaó Morgunblaósins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Morgunblaðið/Golli ÞÓRARINN B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, klippir á HEITUR pottur er í glerhýsi í nýbyggingunni en þaðan er gott útsým borðann og bauð gestum inn í nýbyggingu Sundlaugar Akureyrar, en yfir sundlaugarsvæðið. Gísli Kristinn Lórenzsson, forstöðumaður, fylgist með. Nýbygging sundlaug- arinnar tekin í notkun NÝBYGGING við Sundlaug Akur- eyrar var tekin í notkun í gær, en þar er anddyri, búningsklefar kvenna, sturtur og glerhús með heit- um potti. Með tengigangi við Iþróttahúsið við Laugagötu er bygg- ingin rúmlega 1.300 fermetrar að stærð. Þá voru einnig teknir í notkun nýir útiklefar bæði fyrir karla og konur auk þess sem nýr og öflugur hreinsibúnaður hefur verið tekinn í notkun við laugina. I þessum áfanga framkvæmda var frágangur á lóð einnig innifalin. Ásgeir Magnússon, formaður framkvæmdanefndar Akureyrarbæj- ar, sagði að mikill sómi væri að mannvirkinu en nokkru öðru vísi um að litast en þegar fyrsta sundlaugin var byggð á þessum stað fyrir rúm- lega hundrað árum. Þá hefðu menn látið sér nægja vatn úr læk sem þar rann og torfhleðslu. Núverandi fram- kvæmdir við Sundlaug Akureyrar hafa staðið yfir með hléum frá árinu 1994 og þeim er ekki að fullu lokið. Eftir á að endurbæta búningsaðstöðu karla og innrétta efri hæð gamla sundlaugarhússins þar sem áður voru búningsklefar kvenna. Hönnun er lokið og væntir Ásgeir þess að framkvæmdir gætu hafist fljótlega. Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, gat þess að þrjár bæjarstjórnir hafi staðið að framkvæmdum við sundlaugina og þakkaði þeim þann kjark og þor sem falist hefði í svo umfangsmiklum framkvæmdum. Hann sagði hina nýju aðstöðu reista af myndarskap og áfram myndi verða haldið á sömu braut. Listasmiðja á Listasumri LISTASMIÐJA verður starfrækt á Akureyri sem hluti af dagskrá Lista- sumars ‘99. Fjórir ungir myndlistar- menn, Aðalsteinn Þórsson, Barry Camps, Camilfa Singh og Walter Willems eru frumkvöðlar smiðjunnar en þau eru öll frá AK12, Listaháskól- anum í Hollandi. Aðalverkefni listasmiðjunnar verð- ur gerð stuttmyndar sem sýnd verð- ur í Ketilhúsinu á Akureyri og Neuwe Vida, Haarlem í Hollandi. Þá verður mikið um að vera á hverju kvöfdi meðan starfsemin er í gangi, eða frá þriðjudeginum 27. júlí til 31. júfí, en þá um kvöldið lýkur lista- smiðjunni með uppákomu í Ketilhúsi. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í listasmiðjunni geta haft sam- band við starfsmenn Listasumars á skrifstofu Gilfélagsins í Kaupvangs- stræti. Bókmenntadagskrá í Deiglunni Tímans hringrás DAGSKRÁ úr ljóðabálki Pjet- urs Hafsteins Lárussonar „Vökuborg og draums/Tímans hringrás í Reykjavík" verður frumflutt í Deiglunni við Kaup- vangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 25. júlí kl. 21.30. Leikararnir Baldvin Hall- dórsson og Karl Guðmundsson lesa upp. Ami Isleifsson hefur samið tónlist við ljóðabálkinn og flytur hana. Þá koma þeir Hauloir Ágústsson og Guðjón Pálsson einnig fram og flytja tónlist. Pjetur Hafstein Lárusson dvelur nú við ritstörf í rithöf- unda- og fræðimannsíbúðinni í Davíðshúsi. Ljóðaflutningur- inn er fyrsti liður í samfelldum bókmenntaviðburðum á Lista- sumri sem stendur fram til 1. ágúst næstkomandi. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduhátíð í Kjamaskógi kl. 12.45 á morgun, sunnudag, í til- efni af 1000 ára afmæli kristni í Eyjafirði. Fjölskylduguðsþjón- usta, leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson frum- sýnt, tónlist, brúðuleikhús, rat- leikur og fleira. Sumartónleikar kl. 17 á morgun. Morgunbæn kl. 9 á þriðjudag. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkomur með Randy Bozharth frá Dallas í Texas kl. 11.30 á sunnudag, einnig kl. 20 á sunnudags- og mánudags- kvöld. Randy er virtur kennari þar vestra og ber fram góða og heilbrigða kennslu. Líflegur söngur og fyrirbænaþjónusta. Bænastundir kl. 6.30 alla morgna. Síðasta sýningarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi er á verk- um Ólafar Erlu Bjarnadóttur á leirverkum í Gallerí Svartfugli, Listagilinu Akureyri. Sýningunni lýkur 25. júlí. Galler- íið er opið frá kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.